Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 22
„ÆTUÐ ÞER EKKI AÐ SKVETTA
ÚR KOPPNUM, GÆSKAN?"
VANGAVELTUR UM NYTSEMI ÞÉRINGA
Jóhönnu Sveinsdóttur
„Snáfiö þér burl, lúdulakinn
ydar! Huernig dirfist þér að kússast
upp á mig, sveinstaulinn yöar? Fjar-
lœgið samstundis yðar skítugu
krumlur af hálsi mér ellegar þér
munuð hljóta verra af! Vilduð þér
vera svo vœnir að drekka úr eigin
glasi?!"
Slíkar setningar hafa stundum
hrokkið út úr mér, einkanlega á
vertshúsum þegar ókunnugir menn
hafa sýnt mér áreitni og/eða ókurt-
eisi. Stundum hafa athugasemdirn-
ar borið árangur, menn snarþagnað
og snáfað burt skömmustulegir eins
og til var œtlast; en algengara er að
þeir fœrist allir í aukana, ryðji út úr
sér svwirðingum og spyrji síðan
hvað ég haldi eiginlega að ég sé.
Pað stafar auðvitað af því að þér-
ingar svokallaðar eru svo gott sem
horfnar úr íslensku máli, a.m.k.
daglegu. Enn tíðkast þœr þó í opin-
berum bréfum og þá formlegheit-
anna og kurteisinnar vegna, en þér-
ingar hafa einnig verið notaöar í
þeim tilgangi að halda fólki frá sér.
Dœmin hér að ofan sýna t.d. hvern-
ig mögulegt er aö þéra óviðkom-
andi fólk ,,af sér".
En um og upp úr 1960 hafa þér-
ingar í íslensku lagst niður að
mestu, sjálfsagt mest fyrir þá út-
breiddu ranghugmynd að allir ís-
lendingar séu „jafnir" og því óvið-
eigandi að tákna t.d. stéttamun á
þann hátt að ein stétt „æðri“ þéraði
aðra „óæðri" eins og þegar prestur
sagði við vinnukonu: „Ætlið þér
ekki að skvetta úr koppnum, gæsk-
an?“ Eða, sem e.t.v. var algengara:
22 HELGARPÓSTURINN
„Vill Manga (eða hún) ekki vera svo
væn að skvetta úr koppnum?" — því
eiginnöfn eða fornöfn þriðju pers-
ónu voru gjarnan notuð í stað þér-
inga á svipaðan hátt og meöal ým-
issa nágrannaþjóða okkar. Sú teg-
und „þéringar" lifir t.d. enn góðu lífi
í Svíþjóð þrátt fyrir þrotlausa bar-
áttu Ólofs heitins Palme gegn þér-
ingum og þeim ójöfnuði sem hann
áleit að í þeim fælist.
Elskendur þéruðust þar til
þeir fóru saman í rúmið
Sé litið aftur í tímann kemur í Ijós
að strax í fornmáli er kominn vísir
að þessari „fjarlægð" sem skapast
milli viðmælenda við notkun þér-
inga. Þegar konungur talar til þegna
sinna í Íslendinga- og konungasög-
um eru þúanir og þéranir notaðar
algjörlega á víxl.
Þegar líða fer á 17. og 18. öld virð-
ast ákveðnir mannasiðir teknir upp,
og þá væntanlega fyrir áhrif frá Dön-
um og lútersku rétttrúnaðarstefn-
unni. En eitt af helstu boðorðum
hennar var skilyrðislaus hlýðni og
virðing gagnvart yfirboðurum af
öllu tæi, þ.ám. foreldrum. Þá varð
algengt að börn, einkanlega þó af
„heldra" slekti, tækju upp á því að
þéra foreldra sína. Viðhélst sá siður
hér sumsstaðar fram á þessa öld, og
í Svíþjóð er hann enn ekki útdauður.
í bréfum frá 17. öld sjáum við t.d.
að Brynjólfur biskup Sveinsson þér-
ar alla sína presta til að halda þeim
frá sér, og í bréfum námsmanna í
Kaupmannahöfn til foreldra sinna
eru þéringar algengari en hitt. Það
var m.a.s. algengt að elskendur þér-
uðust þar til þeir fóru saman í rúmið,
samanber eftirfarandi setningu úr
þekktri sögu: „Hvernig líst yður á
að ég rjúfi nú meyjarhaftið væna og
rjóða, ljúfan mín?“
Kennarar eru sjálfsagt sú stétt
manna sem lengst hefur haldið í
þéringarnar til að halda betur yfir-
burðum sínum gagnvart hinum
óæðri nemendum. Enn þann dag í
dag þéra sumir kennarar í höfuðvígi
íhaldsseminnar, Menntaskólanum í
Reykjavík. Þaðan hafa og varðveist
margar skondnar þéringasögur eins
og þegar Kristinn Armannsson,
fyrrum rektor, ávarpaði kött nokk-
urn sem slæðst hafði óboðinn inn í
kennslustund til hans: „Vilduð þér
gjöra svo vel að koma yður út?“ Og
nokkuð klassísk athugasemd í
kennslustundum var auðvitað:
„Haldið þér yður saman!"
Sumum gömlum nemendum MR
þótti þó andstyggilegra þegar kenn-
arar notuðu þriðju persónu eintölu í
stað þéringarinnar og sögðu t.d.:
„Vill Guðmundur gjöra svo vel að
opna gluggann?" Eða: „Kannski
hann vilji koma hingað og segja
okkur eitthvað um Rómaveldi hið
forna?" Þetta er mjög gamalt í mál-
inu eins og vikið var að hér að fram-
an. Þegar t.d. ókunnugur maður
kom á bæ var alltaf spurt: „Hvað
heitir maðurinn? Vill hann koma
inn?“
„Komið þér sælir, iður!7/
Björn Bjarnason sem þéraði stíft
sagði nemendum sínum gjarnan
söguna af stelpu norður í Steinnesi
sem var send á milli bæja til að fá
lánað slátur sem einnig gengur und-
ir nafninu ,,iður“. En hún sló þessu
af misskilningi saman í eitt allsherj-
ar kurteisisávarp og sagði þegar
hún kom á bæinn: „Komið þér sælir,
iður!“
Þá hafa kennarar við íslensku-
deild Háskólans verið fastheldnir á
þéringar. Sigurður Nordal og Stein-
grímur Þorsteinsson höfðu það síð-
an fyrir sið að bjóða mönnum dús
eftir að þeir höfðu lokið magisters-
prófi. Þá buðu þeir þeim að drekka
dús við hátíðlega athöfn. Og Sigurð-
ur Nordal mun ævinlega hafa þérað
tengdamóður sína.
Nágrannaþjóðir okkar hafa verið
nokkuð fastheldnari á þéringar en
við, enda stéttaskipting þar mun
áþreifanlegri en hér (eða hvað?). Þó
urðu miklar tilslakanir í þessum efn-
um um og upp úr stúdentahræring-
unum sem kenndar eru við '68 enda
hljóðaði ein dagskipunin svo: Niður
með alla prótókolla! Lögðust þér-
ingar niður að mestu innan háskóla
í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi.
En nú eru þéringar aftur að ryðja
sér til rúms, t.d. í þýskum háskólum,
og sumir danskir stjórnmálamenn
eru óhressir með að einu viðmæl-
endurnir sem fréttamenn þéra skuli
vera drottningin og hennar maður.
Sérstaklega sakna menn þó þess að
geta ekki notað þéringar til að halda
ókunnugu eða óviðkomandi fólki í
hæfilegri fjarlægð, eiga þess kost að
sýna því „létta" fyrirlitningu án þess
þó að vera beinlínis ókurteisir. Þess
sakna ég líka eins og ég vék að í
upphafi þessa spjalls og svo veit ég
að er um marga fleiri.
„Ég býð þér dús, mín elskulega
þjóð,“ segir Halldór Laxness í frægu
ljóði, léttur í lund og nýkominn til
landsins. Jú, almennt skal reglan
vera sú að fólk þúist, en ég spyr nú
samt:
Höfum vér gengið til góðs
götuna þúunar-
helvítin yöar?"
nf. þér, hálfvitinn ydar
þf. yður, hálfvitann yðar
þgf. yður, hálfvitanum yðar
ef. yðar, hálfvitans yðar