Helgarpósturinn - 17.07.1986, Qupperneq 38
HELGARDAGSKRÁVEIFAN
%
Föstudagur 18. júlí
19.15 Á döfinni.
19.25 Hrossabrestur. Kanadísk teikni-
mynd, byggð á einu ævintýra
bræðranna Grimm.
20.00 Fréttir.
20.35 Rokkarnir geta ekki þagnað — og
Bubbi ekki heldur.
21.10 Sá gamli. Lokaþáttur.
22.10 Seinni fréttir.
22.15 Flóttinn til Berlínar ★★★ (Flight to
Berlin). Bresk-þýsk bíómynd frá árinu
1983. Leikstjóri Christopher Petit. Að-
alhlutverk: Tusse Silberg, Paul Free-
man og Lisa Kreuzer. Ung kona fer til
Berlínar og hefst þar við undir fölsku
nafni. Hún hefur samband við systur
sína en virðist að öðru leyti hafa snúið
baki við fortíð sinni. Henni er mikið í
mun að halda fortíðinni leyndri en það
reynist erfiðara en á horfist.
23.,50 Dagskrárlok.
Laugardagur 19. júlí
17.30 íþróttir.
19.20 Ævintýri frá ýmsum löndum. í
hverjum þætti er sögð sjálfstæð saga
og eru ævintýrin sótt til allra heims-
hluta.
20.00 Fréttir.
20.35 Fyrirmyndarfaðir. Bill Cosby.
21.00 Með silfurskeið í munni ★★★ (The
V.I.R's) Bresk bíómynd frá árinu 1963.
Leikstjóri Anthony Asquith. Handrit
Terence Rattigan. Aðalhlutverk: Eliza-
beth Taylor, Richard Burton, Louis
Jourdan, Elsa Martinelli, Margaret
Rutherford og Orson Welles. Margt
stórmennið hyggst taka sér far með
flugvél frá Lundúnaflugvelli en vegna
þoku seinkar flugvélinni. Sú töf getur
reynst ýmsum farþeganna afdrifarík.
23.00 Mansal ★★ (Ashanti) Bandarísk bíó-
mynd frá árinu 1979. Leikstjóri Ric-
hard Fleischer. Aðalhlutverk: Michael
Caine, Feter Ustinov, Omar Sharif,
Rex Harrison, William Holden. Enskur
læknir er giftur konu af afrískum ætt-
um sem einnig er læknir. Þau starfa í
Vestur-Afríku en þar kemur að eigin-
konan hverfur. Allt bendir til þess að
illræmdur þrælasali hafi numið hana á
brott. Eiginmaðurinn neytir allra
bragða til þess að endurheimta konu
sína.
01.05 Dagskrárlok.
Sunnudagur 20. júlí
18.00 Sunnudagshugvekja.
18.10 Andrés, Mikki og félagar.
18.35 Sumardagar í Hagavík. Mynd um
dvöl fjölskyldu í sumarbústað.
20.00 Fréttir.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
20.50 Listahátíð í Reykjavík 1986 - The
New Music Consort á Kjarvals-
stöðum.
21.45 Aftur til Edens. Lokaþáttur.,
22.40 Færeyingar koma ef veður leyfir.
Dönsk heimildamynd um Færeyinga,
samfélag þeirra og þjóðarvitund í
tæknivæddum heimi.
23.35 Dagskrárlok.
©
Fimmtudagskvöld 17. júlí
19.00 Fréttir.
19.50 Daglegt mál.
20.00 Leikrit: ,,Sparisjóðurinn“ eftir
Henrik Hertz.
21.20 Reykjavík í augum skálda.
22.00 Fréttir.
22.20 Finnsk sönglög. Sauli Tiilikainen og
Petteri Salomaa syngja.
22.45 ,,Sunnudagur" smásaga eftir Úlf
Hjörvar. Höfundur les.
23.00 Á slóðum Jóhanns Sebastians
Bach.
24.00 Fréttir.
Föstudagur 18. júlí
07.00 Fréttir. Bæn.
07.15 Morgunvaktin.
08.00 Fréttir.
08.30 Fréttir á ensku.
09.00 Fréttir.
09.05 Morgunstund barnanna: „Pétur
Pan og Vanda" efti J.M. Barrie.
09.20 Morguntrimm.
09.45 Lesið úr forystugreinum dagblað-
anna.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál.
10.30 Ljáður mór eyra.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
12.20 Fréttir.
14.00 Miðdegissagan: „Katrín" saga frá
Álandseyjum eftir Sally Salminen.
14.30 Nýtt undir nálinni.
15.00 Fréttir.
15.20 Á hringveginum — Austurland.
16.00 Fréttir.
16.20 Síðdegistónleikar. Sinfóníuhljóm-
sveitin í San Francisco, Edith Piaf
syngur og Sinfóníuhljómsveit Lund-
úna leikur.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpið.
17.45 í loftinu.
19.00 Fréttir.
19.55 Daglegt mál.
20.00 Lög unga fólksins.
20.40 Sumarvaka. Heljarmennið í Krossa-
vík. Kórsöngur. Steinunn í Höfn.
21.30 Frá tónskáldum.
22.00Fréttir.
22.20 Hljómskálamúsík.
23.00 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
'00.05 Lágnætti. Edda Þórarinsdóttir ræðir
við Karólínu Eiríksdóttur tónskáld.
01.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 19. júlí
07.00 Fréttir. Bæn.
07.30 Morgunglettur.
Eg mœli meö
Sjónvarpið,vika lokaþáttanna: Eftir
að hafa séð lokaþætti Kolkrabb-
ans, Dagsins sem veröldin
breyttist og lokaþátt Hótels býð-
ur sjónvarpið upp á lokaþátt Þess
gamla og lokaþátt Aftur til Ed-
ens. Allt fínir lokaþættir.
08.00 Fréttir.
08.30 Fróttir á ensku.
08.35 Lesið úr forystugreinum dagblað-
anna.
08.45 Nú er sumar. Haft ofan af fyrir ung-
um hlustendum.
09.00 Fréttir.
09.20 Óskalög sjúklinga.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál.
10.25 Morguntónleikar. Spænsk svíta og
Dans máraþrælanna.
11.00 Frá útlöndum.
12.20 Fréttir.
13.00 Af stað.
13.50 Sinna.
15.00 Píanótónleikar Vovka Ashkenazy
í Austurbæjarbíói 3. maí sl.
16.00 Fréttir.
16.20 Á söguslóðum í Suður-Þýska-
landi. Þátturinn fjallar um ævintýra-
kónginn Lúðvík II. í Bæjarlandi.
17.00 íþróttafréttir.
17.03 Barnaútvarpið.
17.40 Frá tónlistarhátíðinni í Ludwigs-
burg í fyrrasumar. Rascher saxafón-
kvartettinn leikur á tónleikum.
19.00 Fréttir.
19.35 Hljóð úr horni.
20.00 Sagan: „Sundrung á Flambardssetr-
inu" eftir K.M Peyton.
20.30 Harmoníkuþáttur.
21.00 Úr dagbók Henrys Hollands frá
árinu 1810.
21.40 íslensk einsöngslög. Sigurður
Björnsson syngur.
22.00 Fréttir.
22.20 Laugardagsvaka.,
23.30 Danslög.
24.00 Fréttir.
00.05 Miðnæturtónleikar — Úr fórum
Franz Liszt.
01.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur 20. júlí
08.00 Morgunandakt.
08.10 Fréttir.
08.15 Lesið úr forystugreinum dagblað-
anna.
08.35 Létt morgunlög.
09.00 Fréttir.
09.05 Morguntónleikar. Thomas August-
ine Arné, Georg Friedrich Hándel og
Johann Christian Bach.
10.00 Fréttir.
10.25 Út og suður.
11.00 Messa í Stykkishólmskirkju.
12.20 Fréttir.
13.30 Karen Blixen og myrkraöflin.
14.30 Allt fram streymir. Um sögu kór-
söngs á íslandi.
15.10 Alltaf á sunnudögum.
16.00 Fréttir.
16.20 Framhaldsleikrit: „í leit að söku-
dólgi" eftir Johannes Solberg.
17.00 Sumartónleikar í Skálholti 1986.
Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal.
18.00 Sunnudagsrölt.
19.00 Fróttir.
19.35 Una Elefsen syngur aríur.
20.00 Ekkert mál. Þáttur fyrir ungt fólk!
21.00 Nemendur Franz Liszt túlka verk
hans.
21.30 Útvarpssagan: ,,Njáls saga".
22.00 Fréttir.
22.20 „Tíðindalaust". Ljóð frá ýmsum
löndum.
22.35 ,,Camera obscura". Þáttur um
stöðu kvikmyndarinnar sem fjölmiðils
á ýmsum skeiðum kvikmyndasög-
unnar.
23.15 Kvöldtónleikar. Gioacchino Rossini,
Pjotr Tsjaíkovskí og Franz Schubert.
24.00 Fréttir.
00.05 Gítarstrengir.
00.55 Dagskrárlok.
fD
Fimmtudagskvöld 17. júlí
20.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö.
21.00 Um náttmál.
22.00 Rökkurtónar.
23.00 Strákarnirfrá Muswellhæð. Kinks.
24.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 18. júlí
09.00 Morgunþáttur.
12.00 Hlé.
14.00 Bót í máli.
16.00 Frítíminn.
17.00 Endasprettur.
18.00 Hlé.
20.00 Þræðir.
21.00 Rokkrásin.
22.00 Kvöldsýn. Tónlist af rólegra taginu.
23.00 Á næturvakt.
03.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 19. júlí
10.00 Morgunþáttur.
12.00 Hlé.
14.00 Við rásmarkið.
16.00 Listapopp.
17.00 íþróttafréttir.
17.03 Nýræktin. Þáttur um nýja rokktón-
list, innlenda og erlenda.
18.00 Hlé.
20.00 Bylgjur. Framsækin rokktónlist.
21.00 Djassspjall.
22.00 Framhaldsleikrit: „I leit að söku-
dólgi" eftir Johannes Solberg.
22.45 Svifflugur.
24.00 Á næturvakt.
03.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur 20. júlí
13.30 Krydd í tilveruna.
15.00 Tónlistarkrossgátan.
16.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö.
18.00 Dagskrárlok.
Svæðisútvarp virka daga
vikunnar frá mánudegi til
föstudags
17.03-18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykja-
vík og nágrenni — FM 90,1 MHz.
17.03-18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni — FM 96,5 MHz.
ÚTVARP
'mt
eftir Egil Helgason
Besti útvarpsmaöur allra tíma
SJONVARP
Sjón varpsfréttir
F.itt af því fyrsta sem ég vissi um útvarpið
var að Helgi Hjörvar hefði verið besti út-
varpsmaður allra tíma. Þetta held ég að
hérumbil öll börn á mínu reki hafi fengið
að heyra og þessu trúði maður, þetta var
staðhæfing sem ekki þurfti að sannprófa —
þetta var óvefengjanlega satt. Jón Múli og
Svavar Gests komust ekki með tærnar þar
sem Helgi Hjövar hafði hælana. Það fylgdi
líka sögunni að þegar Helgi Hjörvar las
norska rómaninn Bör Börson í útvarp hafi
náðst þvílíkur hátindur á stuttu æviskeiði
þessa fjölmiðils að slíkt yrði varla leikið eft-
ir. Ekki veit ég hvort ungu kynslóðinni,
þessari sem á að erfa landið, eru ennþá inn-
rætt þessi sannindi, en frekar þykir mér
það ólíklegt — téð kynslóð hefur ekki frem-
ur en ég og mínir jafnaldrar heyrt Helga
Hjörvar lesa Bör Börson, og líklega hafa
foreldrar hennar og uppalendur ekki held-
ur heyrt þennan mikla skemmtilestur. Það
er orðið svo langt síðan.
Það má kannski fljóta með að einhvern
tíma reyndi ég að lesa Bör Börson, sem ku
vera eftir mann sem hét Falkenberget, og
fannst það frekar leiðinleg bók, minnir
mig. . .
Þetta rifjaðist upp fyrir mér hérna um
daginn þegar ég hlýddi á Stefán Jökulsson
hafa viðtal við Solveigu Hjörvar, dóttur
þessa orðlagða útvarpsmanns, hið fróðleg-
asta spjall. Eftir að hafa hlustað á þennan
þátt þurfti ég ekki að velkjast í vafa um að
Helgi Hjörvar var þjóðsagnapersóna í lif-
anda lífi, einsog það heitir, og í vitund al-
mennings á þessum frumbýlingsárum var
hann ekkert minna en stofnunin holdi
klædd.
Þetta var á þeim tíma þegar alþýða'
manna til sjávar og sveita klæddi sig í betri
fötin áður en hún skrúfaði frá viðtækinu og
hlustaði á útvarpsmessur á sunnudags-
morgnum; á þeim tíma þegar menn
klæddu sig upp á áður en þeir komu í út-
varpið og töluðu, og Steinn Steinarr var í
vandræðum þegar hann var beðinn um að
koma og lesa ljóð í útvapið — hann átti
nefnilega engin spariföt...
Þetta var sumsé á þeim tíma þegar menn
hlustuðu á útvarpið með tilhlýðilegri and-
akt, þegar stofnunin naut ómældrar virð-
ingar og var einungis vettvangur bestu og
grandvörustu manna, sem töluðu þá vönd-
uðustu íslensku sem hafði heyrst.
Svo sannarlega er flest í heiminum hverf-
ult; ætli nokkur myndi nenna að setja það
fyrir sig núorðið þótt einhver bögubósinn
tæki uppá því að tala nakinn í útvarpið. . .
Nú er komin talsvert góð reynsla á nýja
sjónvarpsfréttaformið sem lngvi Hrafn
Jónsson innleiddi þegar hann tók við
fréttastjórninni af séra Emil Björnssyni —
og Páll Magnússon aðstoðarfréttastjóri hef-
ur síðan fylgt eftir í forföllum Ingva Hrafns.
Það sýnir okkur fyrst og fremst að frétta-
stofan getur vel leyft sér að vera áræðin í
fréttaflutningi, auk þess sem það er löngu
orðið ljóst að framsetningunni fer vel að
vera lifandi, eins og reyndar þessi miðill
gerir ráð fyrir.
Eg er ekki einn um þá skoðun að sjón-
varpsfréttir hafi batnað verulega á undan-
liðnum mánuðum, þrátt fyrir ýmislegt
mótlæti, svo sem af hálfu tækninnar og út-
varpsráðs. Þetta á jafnt við um inntak frétta
og umgjörð þeirra. Upplestur fréttamann-
anna sjálfra á tíðindum dagsins er til dæmis
til fyrirmyndar, sem helgast einkum af
skýrmælgi og öruggu fasi. Fréttirnar eru
oftar sagðar af staðnum en áður, orðnar1
langtum myndrænni — og það sem er
kannski mest um vert: Fréttamönnum er
loksins gefið tóm til að grafast fyrir um
hlutina, í stað þess sem var alltof algengt á
árum áður; að fréttir sjónvarps væru lítið
annað en álit manna á ástandi eða yfirlýs-
ingum, sem voru þegar komin fram í öðr-
um fjölmiðlum.
Fréttirnar eru semsagt fráleitt eins upp-
tuggnar og fyrrum. En þær verða seint al-
góðar. Og auðvitað er enn margt við þær
að athuga. Fréttamat sjónvarpsins er að
mínu viti rangt á köflum eða ósanngjarnt;
allt eftir því hvað menn vilja kalla hlutina.
Mér hefur fundist einum of einblínt á
stjórnkerfið í landinu á kostnað annarra
þátta, eins og þaðan komi jafnan mikils-
verðustu fréttapunktarnir. Fréttaöflun er
stundum heldur ekki í samræmi við þau
hlutföll sem nú eru í skiptingu atvinnuveg-
anna. Viðskipti og þjónusta fá naumast jafn
mikla athygli og til dæmis landbúnaður.
Einkageirinn verður stundum útundan.
Landsbyggðin gjarnan síðasta frétt fyrir
veður.
Menningarfréttir sjónvarpsins — og þá á
ég kannski sérstaklega við skúbb á þeim
vettvangi — heyra til algjörra undantekn-
inga, ef þess eru þá dæmi á síðustu mánuð-
um. Það er ekki laust við að maður haldi að
á fréttastofunni ríki visst sinnuleysi gagn-
vart þessum geira — sem er víðfeðmur —
en hér undanskil ég samt einstaka frétta-
menn. Ég efast um að það hafi gerst að ný
listafrétt — ekki fyrirséð eða af fundi — hafi
komist ofar í upplestrarbunka fréttanna en
segjum fimmta blað! Svona fullyrðingar
stjórnast vitskuld meira af tilfinningu en
undangenginni rannsókn. Og það skal fús-
lega viðurkennt.
Nóg um það. I næstu viku ætla ég svo að
halda áfram að fjalla um sjónvarpsfréttir.
Þar verður einkanlega staldrað við fram-
setningu þeirra.
38 HELGARPÓSTURINN