Helgarpósturinn - 17.07.1986, Side 40

Helgarpósturinn - 17.07.1986, Side 40
v ararikissaksoknari, Bragi Steinarsson, og settur rannsóknar- lögreglustjóri, Þórir Oddsson, stóöu í hálfgildings ritdeilu fyrr í vik- unni, í gegnum blaðamenn. Þeir deildu hart um það hver hefði vald- ið til að ákveða hvort þáttur Al- berts Guðmundssonar í Haf- skipsmálinu væri fullrannsakaður eður ei. Þórir gaf út yfirlýsingar um að hann teldi Albertsþátt fullrann- sakaðan og Bragi svaraði að bragði að það hefði komið skýrt fram í bréfi hans til Þóris að hann óskaði frekari rannsóknar, og Þórir gæti ekkert um það sagt hvort þessi þáttur væri fullrannsakaður þar sem það væri í valdi ríkissaksóknara að ákveða um slíkt. Þegar deilan hafði magnast greip ríkissaksóknari, Hallvarður Einvarðsson, í taumana enda hlýtt til bæði ríkissaksóknaraembættis- ins og rannsóknarlögreglunnar þar sem hann var stjóri til margra ára. Hann kallaði deiluaðila á sinn fund og setlaði málin. Niðurstaðan mun hafa orðið sú að Albertsþáttur yrði sameinaður öðrum þáttum Haf- skipsmálsins á ný en ekki rannskað- ur sérstsaklega nema að til komi frekari upplýsingar ersnerta hann. Og þegar rannsóknarlögreglan sendir Albertsþátt næst frá sér ásamt öðrum atriðum Hafskips- málsins mun ríkissaksóknari að sjálfsögðu taka ákvörðun um hvort hann sé nægjanlega rannsakaður. Á þetta sættust deiluaðilar og undu þokkalega við sinn hlut.. . . lESin helsta málsvörn þeirra Út- vegsbankamanna vegna klaufa- legra viðskipta bankans við Haf- skip er sú að hér á landi hafi ekki verið til sérfræðiþekking á þeim viðskiptum er Hafskip stundaði. Sérstaklega vantaði þá Útvegs- bankamenn sérfræðing í „Trans- Atlantic“flutningum og því gátu þeir ekki fylgst með stöðu fyrirtæk- isins eins og eðlilegt mátti teljast. Kaup á erlendri sérfræðiþekkingu kom ekki til greina og því treysti Út- vegsbankinn á að þær skýrslur er hann fékk frá Hafskip væru réttar. En á þeim bæ var heldur enginn sér- fræðingur í „Trans-Atlantic-flutn- ingum. Þar sem Útvegsbankanum var ljóst að enginn íslendingur bjó yfir þessari þekkingu og yfirmenn K ■ ^^ostaklárinn Kjarval varð frægur á svipstundu á landsmóti hestamanna hér um daginn. Þá bauð ónafngreindur útlendingur tvær milljónir króna í gripinn, en eigendur hans, feðgarnir Sveinn Guðmundsson og Guömundur Sveinsson, kváðu nei við. Nú berst okkur til eyrna að þeim hafi boðist enn hærra verð fyrir Kjarval, hátt í þriðju milljón. Það mun hafa komið frá hrossaræktarsambandi Suður- lands. Sveinn og Guðmundur sátu enn viö sinn keip og vildu ekki selja . . . R ■ m<ís í hnappagat Hrafns Gunnlaugssonar. HP er kunnugt um að forráðamenn sænska sjón- varpsins hafa nefnt við hann þann hugsanlega möguleika að hann taki að sér dagskrárstjórn í þeirri deild sænska sjónvarpsins sem stendur meðal annars að gerð leikinna fram- haldsþátta. Þetta er vitaskuld mikil viðurkenning fyrir Hrafn, sem eins og kunnugt er gegnir núna dag- skrárstjórastöðu innlends efnis hjá íslenska sjónvarpinu. Þetta tilboð kemur í kjölfar mikilla vinsælda nýj- ustu myndar Hrafns, Hrafninn flýgur, í Svíþjóð auk þess sem lofs- orði hefur verið lokið á sjónvarps- myndina Böðullinn og skækjan sem Hrafn er núna að ganga frá fyr- ir sænska sjónvarpið. . . Hafskips verða að teljast til þess þjóðflokks, er erfitt að skilja þá blindu trú er bankinn hafði á Haf- skip. .. M lisjöfn er aivaran á bak við umræðuna um haustkosningar. En eftir því sem við heyrum er und- irbúningur í fullum gangi hjá kröt- um. I Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi þykja tvö efstu sætin nokkuð frátekin og óumdeild, en í báðum til- fellum er þriðja sætið þungt á met- unum, enda talin líkleg þingsæti. í Reykjavík er vitað til þess að unglið- ar gera stífa kröfu um þetta heita sæti og er einkum bent á Ragn- heiði Björk Guðmundsdóttur, sem þótti standa sig vel í kosninga- baráttunni fyrir borgarstjórnar- kosningarnar. Munu hinir eldri alls ekki vera fráhverfir þessari hug- mynd. I Reykjaneskjödæmi hugsa Kópavogskratar sér gott til glóðar- innar og eru hafnar þreifingar fyrir Guðmund Oddsson bæjarfulltrúa, en hann stendur vel að vígi sem for- maður framkvæmdastjórnar flokks- ins. Garðbæingar telja sig aftur á móti eiga nokkurn rétt til sætisins. Síðast var þarna Kristín Tryggva- dóttir, en ef hún skyldi ekki gefa kost á sér er bent á að Helga Möll- er sé vænleg eftir stóran sigur í bæj- arstjórnarkosningunum í Garðabæ og hún á vísan stuðning krata- kvenna í Hafnarfirði. Auk þess er bent á nauðsyn þess að kona skipi þetta sæti á eftir körlunum. Á móti þessari kvennaröksemd eru Kópa- vogskratar tilbúnir og hafa í hinni hendinni Rannveigu Guðmunds- dóttur bæjarfulltrúa. En málið verður í fyllingu tímans útkljáð í prófkjöri og bendir allt til þess að þá verði líf og fjör. . . Litlar sætar mjúkar, góðar Fást í heilum, hálfum og 1/4 dósum í næstu verslun. SVINAKJOT A HEILDSOLUVERÐI EunCXARO KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2 — S: 686511 Svínslœri 245 kr. kg. Nýir svínabógar 247 kr. kg. Nýir svínahryggir 440 kr. kg. Svínakótilettur 490 kr. kg. Svínahnakki úrbeinadur 420 kr. kg. Svínahnakka-fillet 410 kr. kg. Sœnsk kryddsteik 420 kr. kg. Úrbeinuð ný svínslœri 310 kr. kg. Úrbeinaðir nýir svínabógar 295 kr. kg. Svínagrillpinni m/ananas og frábœrum lœrisvöðvum aðeins 40 kr. stk. Ódýra beikonið 250 kr. kg. Svínalundir 666 kr. kg. Svínagúllas 475 kr. kg. Svínasnitchel 525 kr. kg. Svínaskankar 96 kr. kg. Svínalifur 125 kr. kg. Svínahausar ca. 5 kg. aðeins 100 kr. stk. OPIÐ LAUGARDAGA til kl. 16.00 40 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.