Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 27.11.1986, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Qupperneq 2
URJONSBOK Glæpur og refsing Okkur í fjölskyldunni þótti það ánægjuleg tíðindi, þegar mági mínum, ósviknum drengskapar- og indælismanni, auðnaðist að fá vinnu hjá tollgæslunni. Hann var þá að mínum dómi og annarra skyldmenna búinn öllum þeim kostum, sem prýtt geta tollvörð ævinlega í góðu jafnvægi, ljúfur, kurteis og viðmótsþýður, og samfarir hans og systur minnar voru til eftirbreytni. Kom enda á dag- inn að hann var tengdafólki sínu ávallt inn- anhandar um að útvega því ýmislegt sem tollvörðum áskotnast og ljær starfi þeirra gildi á veraldarvísu. En gleði okkar í fjölskyldunni var skamm- vinn; ekki vegna þess að gætti nokkurn tímann tregðu hjá mági mínum, þegar vant- aði veisluföng og skinku, heldur vegna hins að tollvarðarstarfið hafði smám saman ógn- vænleg áhrif á líf hans allt, hegðun, geðslag og heilsufar. Við veittum því athygli eftir um það bil ár að mágur minn hafði misst jafn- vægið, sem hafði auðkennt áður skapferli hans, var orðinn styggur og nasbráður og stundum blátt áfram ókurteis og ruddalegur. I stað þess að heilsa með vinarbrosi, þegar ég leit inn til þeirra hjóna um helgar, og spyrja alúðlega hvort hann mætti ekki taka af mér frakkann, fór mágur minn að horfa á mig með nístandi augum og þrumaði í skip- unarróm: „Farðu úr frakkanum!" Slík um- hvörf á lunderni urðu að sjálfsögðu íhugun- arefni innan fjölskyldunnar en áhyggjur okk- ar vöknuðu fyrst fyrir alvöru þegar ljóst varð að tollgæslustarfið hafði sem næst heltekið vesalings manninn. Um jólin síðustu var sár- grætileg raun fyrir okkur að verða vitni að hvernig þessi látprúði maður, sem áður var, réðst með tryllingsglampa í augum á jóla- bögglana sína, nosturslega skreytta með slaufum og glitkúlum, og reif þá og tætti í sundur af slíkum fítonskrafti að bréfsnifsi, slitur úr silkiböndum og brot af jólakúlum hreyttust í gusum út um alla stofu eins og skammirnar í samgönguráðherra. „Ég hef margoft sagt honum að hafa ekki vinnuna með sér heim,“ tuldraði systir mín afsakandi, en við hin gerðum okkur grein fyrir að hér var meiri alvara á ferð. Nú í haust var svo komið fyrir mági mínum að hann gat varla hamið á sér lúkurnar, ef hann sá óupptekinn böggui eða lokað um- slag, enda fékk hann stöðuhækkun hjá toll- inum og sérstaka viðurkenningu fyrir ár- vekni í starfi. Það gladdi hann auðvitað mjög en dugði samt ekki til að losa hann undan áleitnum þunglyndisköstum sem heimilis- læknirinn taldi að mætti rekja til þess að mági mínum væri ekki sjálfrátt þegar hann sveigði út af venjulegri hegðun; innst inni væru skyldur tollvarða í ósættanlegri andstöðu við heilbrigða skynsemi mágs míns og eðlis- bundna góðvild hans í annarra garð. Fjölskyldan bað manninn að hætta hjá toll- gæslunni, en hann fyrtist við og ástandið eftir Jón Örn Marinósson versnaði dag frá degi. í samkvæmi í október gerði mágur minn tilraun til þess að svipta tengdamóður sína klæðum og bar fyrir sig til afsökunar að hún væri í tollskyldum varn- ingi. Nokkrum dögum síðar trúði systir mín okkur fyrir þvi að mágur minn væri farinn að rannsaka hjónarúmið á hverju kvöldi með málmleitartæki, áður en hann gengi til hvílu, og hann neitaði að leggjast við hliðina á henni nema hann fengi áður að grandskoða hana alla með litlu vasaljósi. Ég tók þá af skarið og kom mági mínum á geðdeild Landspitalans. Þegar ég kvaddi hann í sjúkrastofunni, horfði hann á mig brostnum sjónum og sagði: „Ég vissi að þetta endaði svona. Tollurinn tekur sinn toll. Þetta er mín refsing." Þannig kynntist ég þeirri hlið tollgæslunn- JÖN ÓSKAR ar sem snýr að tollvörðum. Um daginn, þeg- ar ég sneri heim úr verslunarferðinni til Glas- gow, kynntist ég þeirri hlið tollgæslunnar sem snýr að okkur hinum. Ég skal fúslega viðurkenna að á heimleið- inni var mér innanbrjósts eins og Raskolni- kov þar sem ég kúldraðist samanherptur í af- sláttarsætinu og vissi af glæp mínum fólgn- um í sex úttroðnum ferðatöskum í farangurs- rými vélarinnar. Ég reyndi að róa hugann með því að leiða mér fyrir sjónir að ég væri að gera það, sem væri guói þóknanlegt, að færa konu og börnum hlýjan skjólfatnað fyr- ir vetrarhörkurnar á íslandi, svo að ekki sé minnst á ullarkápuna góðu sem ömmu mína hefur vantað í mörg ár. En þetta stoðaði lítt til þess að friða samviskuna. Ég vissi fullvel að á íslandi er það regla að enginn má taka með sér varning tollfrjálst inn í landið fyrir meira en sjö þúsund krónur. Það eru lög í ís- lenska lýðveldinu eins og það eru lög í al- þýðulýðveldinu Rúmeníu að Rúmeni verður að tilkynna yfirvöldum innan sólarhrings að hann hafi gefið sig á tal við útlending. Eg sá ekki annað ráð mér til sáluhjálpar en að drekka. Þegar jöklar risu úr sæ, voru allir í vélinni orðnir kófdrukknir enda öllum líkast til innanbrjósts eins og mér; nauðsynlegt að sötra í sig kjark til þess að arka í land og burðast óhikað með sex ferðatöskur í gegn- um græna hliðið. Ég hjálpaði gamalli, fótafúinni konu niður landganginn, bar fyrir hana poka og pinkla og vildi sýnast eins öruggur í fasi og mér var unnt. Þrátt fyrir hjartastyrkjandi skammta hafði ég nær óþolandi hjartslátt. Svo sannar- lega öfundaði ég þingmanninn þar sem hann rölti á undan mér með postullegan ánægjusvip á andlitinu eftir að hafa hvolft í sig hverri bjórdósinni af annarri í vélinni og þusað án afláts um hvað ísland væri blessun- arlega laust við bjórinn. Eins og allir hinir farþegarnir breyttist ég í ótamið, blóðþyrst dýr framan við áfengis- og sælgætishillurnar. Það var engu líkara en ég væri knúinn áfram af skelfilegri vitund þess að eftir fáein andar- tök yrði mér hleypt sjálfviljugum inn um fangahliðið og hinn frjálsi heimur, sem virðir fleira en vinnuafköst, lokaðist að baki mér. Hvort átti ég á slíkri skilnaðarstund að velja konjak eða vodka eða viskí eða marabú eða makkintoss eða aftereit. Ég ruddist innan um kalla og kellingar, svitnaði og bölvaði, og stóð loksins fullfermdur framan við græna hliðið, með sex ferðatöskur, þrjá plastpoka og bjórkassa sem seig jafnmikið í og fáviska löggjafarvaldsins. Ég var hálffullur og ég skammaðist mín; ekki vegna þess að ég var í þann veginn að gera tilraun til þess að brjóta landslög heldur vegna þess að ég skyldi þurfa að standa svona á mig kominn frammi fyrir græna hliðinu svo að ég gæti glatt og klætt þá sem heima biðu í myrkrinu. Gamla konan, sem ég hafði stutt niður landganginn, stóð teinrétt fyrir framan mig með tvo bjór- kassa í fanginu. Þetta hlýtur að hafa verið hennar síðasta ferð í gegnum toll. Tollvörðurinn í græna hliðinu hafði að- stoðarmann, fulltrúa samtaka íslenskra fata- kaupmanna. Þeir horfðu á mig þungum svip eins og Páll Magnússon á Stöð tvö. Ég reyndi að vera sakleysislegur og brosa eins og Hall- ur Hallsson hjá Ingva Hrafni. Þeir voru ekki árennilegir. „Guð minn góður," hugsaði ég, „hvar er vinur litla mannsins?!" En hann var — eins og oftast áður — víðs- fjarri. Kristján XI. fetaði í fótspor fyrri Dana- konunga og tók málstað kaupmanns fram yfir réttlætiskennd íslendinga. Ég missti ær- una. Við misstum öll æruna í Glasgow. Rútan heim frá Keflavík var full af snærisþjófum. HAUKURÍHORNI Afruglarinn „Kannski ekki eins handhægt og litli Ijós- álfurinn, en örugglega skemmtilegra en fóta- nuddtækið. . " 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.