Helgarpósturinn - 27.11.1986, Side 6
úr þingi: Snemma í þessum mánuði
var fjallað um frumvarp Kvenna-
listans um 30 þúsund króna lág-
markslaun og var ákveðið í fjár-
hags- og viðskiptanefnd efri deildar,
að leitað skyldi umsagnar ýmissa
aðila úti í bæ, eins og tíðkað er. Rit-
ari nefndarinnar er Stefán Bene-
diktsson, krati, en í forföllum hans
gegndi Valdimar Indriðason, sjálf-
stæðisþingmaður og atvinnurek-
andi af Skaganum, störfum ritara.
Ekki tókst Valdimar, sem einnig er
formaður Útvegsbankaráðs, betur
til en svo, að honum láðist að skrá í
fundargerðarbók skiladag umbeð-
inna umsagna. Þar við bætist, að
starfsmaður þingsins, sem hefur
með þetta að gera óskaði ekki eftir
neinum umsögnum. Það mun því
hafa komið heldur flatt upp á Sig-
ríði Dúnu Kristmundsdóttur, full-
trúa Kvennalistans í nefndinni, þeg-
ar það kom í ljós í dag, að vegna
þessara „afglapa" hefðu engar um-
sagnir borist, einkum og sérílagi ef
haft er í huga, að nú keppast ASÍ og
VSÍ við að semja í hvelli. . .
Hvað eiga þessi
fyrirtœki sameiginlegt?
SMÁSÖLUR
VERKTAKAR
HEILDSÖLUR
KJÖI\ 'I.WSLUR
ÍÞRÖTTAFÉLÖG
RÓKHA I.DSS TOFUR
SEKDIUÍLA S TÖtí VA 1{
MA TVÆLA EYRIR TÆKI
FASTEIGNAÞJÓNUSTUR
Þau láta IIÖKARANN
sjá um bókhaUUd
ÞÆGILEG
OG EINFÖLD
HÓKHA LDSVINNA
FJÁ RHA GSHÓKHA Ltí
IIIR GfíA HÖKHALtí
VltíSKIFTAMA NNA fíÖKHA Ltí
- SK UI.tíUNA UTA R
- LÁNADROTTNAR
Wókarinn
SKOLAVORÐUSTÍG 42
SÍMI 2224.1
. sssswit.’ :. • ■jsasaeeöS'-s:jíí
AUKIN ÞJÓNUSTA:
TÖLVUMÖPPUVAGN kr. 4500,-
TÖLVUMÖPPUR
í söludeild okkar
HÖFÐABAKKA 3. SÍMI 83366
kr. 173,-
6 HELGARPÓSTURINN
A
mm Htð vestan heyrum við, að svo
hatrömm sé prófkjörsbarátta þeirra
Karvels Pálmasonar og Sighvats
Björgvinssonar, að nánast megi
bóka að fæstii; þeirra, sem styðja
þann er tapar muni kjósa Alþýðu-
flokkinn í sjálfum kosningunum...
l nnan úr Framsókn heyrum
við, að öflugir framsóknarmenn vilji
slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálf-
stæðisflokkinn, nota Útvegs-
bankamálið sem skálkaskjól og
láta kosningarnar snúast um Haf-
skipsmálið og Útvegsbankann...
JkM
■ vl ú segir sagan að kratar í
Reykjavík haldi að flokkar eigi að
éta menn og afþví að flokkar séu
menn, þá séu menn mannætur. Og
þarsem kratar í prófkjörsham í
Reykjavík séu mannætur, þá megi
gera ráð fyrir að í Afríku séu líka
menn sem éti menn. Og í framhaldi
af þessum mannætuhugleiðingum
meðal krata fóru menn í kaffiboði
að spjalla um heimsókn Stein-
gríms Hermannssonar til Afriku
fyrir skömmu og varð til þessi vísa:
Afríkubúi ör í lund
athugaði á Denna kjetið
og þusaði eftir þeirra fund:
þennan mann getur enginn étið.
ÍEinn eru mannabreytingar á
DV í Þverholti. Við heyrum að
Óskar Magnússon fréttastjóri sé á
leið út af blaðinu og hyggist opna
eigin lögfræðiskrifstofu .. .
ótt langt sé um liðið ræða
sjálfstæðismenn það enn í sínum
hópi hvernig atkvæðaseðlar með
Albert Guðmundsson í fyrsta sæti
í prófkjörinu litu út. Á þessum
Albertsatkvæðaseðlum sást hvergi
nafn Vilhjálms Egilssonar hag-
fræðings. Mun Albert leggja hatur á
Vilhjálm og segja menn ástæðuna
vera þá, að Vilhjálmur var eini próf-
kjörskandídatinn, sem lýsti þeirri
skoðun sinni í sumar, að Álbert ætti
að segja af sér. Vilhjálmur féll semsé
í vonlaust sæti í Norðurlandi vestra
út á Hafskipsmálið. Þetta heitir víst
að hengja bakara fyrir smið...
M
M^^ratar í Reykjavík eru mjög
hræddir við framboð Björgvins
Guðmundssonar í Reykjavík og
óttast, að það fæli frá hugsanlega
kjósendur, þar sem litið er á Björg-
vin sem gamian draug úr fortíð-
inni.. .
u
■ útímafólk heitir bók eftir
sálfræðingana Álfheiði Steinþórs-
dóttur og Guðfinnu Eydal, sem
kemur út í næstu viku. Bók þessi
fjallar um sambúð fólks, hjónaband-
ið, hvers vegna við rífumst, kynlíf
o.s.frv. Semsé, bók um þig og mig í
einkalífi og starfi. Þetta er eina ís-
ienska bókin af þessu tagi á mark-
aðnum nú ...
Opnun sérstaklega fyrir
leikhúsgesti kl. 18.00.
Boröpantanir 1 síma 11340.