Helgarpósturinn - 27.11.1986, Side 16

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Side 16
ENN EITT VIGI KARLA AÐ HRYNJA EÐA ÞEGAR BÖRN KENNA SIG FREKAR VIÐ MÆÐUR SÍNAR EN FEÐUR Hörður J. Oddfrlðarson, afgreiðslustjóri: Á Hag- stofunni voru menn með tóma útúrsnúninga og vesen. En ég hafði mitt fram. Ingunn Asdísardóttir, leikstjóri: Þetta tók mig fleiri mánuði. Ég nánast bjó á Hagstofunni! Hróar Jóhönnuson: Ég sá enga ástaeðu til að kenna mig við mann sem rak mig að heiman. Þetta er hreint mannréttindamál... Sif Ragnhildardóttir: Bankastjórinn sagði eftirnafn- ið fallegt og virðulegt. Og ég fékk lánið! Þaö hefdi uafalaust breytt litlu fyrir þróun tslensku þjódarinnar þótt Snorri hefdi nefnt sig Guð- nýjarson en ekki Sturluson. Né þótt Jón biskup hefdi verið Elínarson en ekki Arason. Óneit- anlega hlytu eftirnöfn manna og kvenna þó ad vera fjölbreyttari ef forfeður okkar hefðu fest í sessi sem jafngildar hefðir ad börn boeru eftirnöfn beggja foreldra eda annars þeirra að vild. Nóg hefði verið að öll óskilgetin börn bceru eftirnafn mœðta sinna, þvt þau hafa veriö ansi mörg í gegnum tíðina. Síðari ár hefur það orðið æ algengara að einstaklingar leiti til Hagstofunnar til að fá nafni sínu breytt. Það heyrir enn til undan- tekninga að nöfnum sé breytt á þann hátt að einstaklingarnir taki upp eftirnafn samkvæmt fornafni móðurinnar. Það færist þó í vöxt. Við lauslega athugun Helgar- póstsins fundust fljótt 9 nöfn einstaklinga sem kenna sig við móður sína: Höröur J. Oddfríðar- son, Ingunn Asdísardóttir, Sif Ragnhildardóttir, Hróar Jó- hönnuson, Helena Önnudóttir, Helga Grétudóttir, Jenný Grétu- dóttir, Margrét Margrétardóttir og Ingibjörg Gyða Guðrúnardóttir. Allt þetta fólk er á aldrinum 20—35 ára. Við röbbuðum stutt- lega við fjögur þau fyrst töldu. HÖRÐUR: SJÁLFSÖGÐ RETTINDI Hörður J. Oddfríðarson er afgreiðslustjóri Þjóðviljans og er frambjóðandi til forvals Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. Hann tjáði blaðinu að hann hefði alist upp hjá móður sinni og lítið haft af föður sínum að segja og því hefði honum þótt eðlilegt að kenna sig frekar við móður sína en föður. Nafnabreyting hans kom til framkvæmda nú í haust. „Ég hafði stundum í gamni verið kall- aður Oddfríðarson og nafnið hafði alltaf blundað í mér. Það kom að því að ég hélt niður á Hagstofu og kynnti mér málið. Þar voru menn hins vegar með tóma útúrsnún- inga og vesen. En á endanum hafði ég mitt fram. Mér finnst þetta enda sjálfsagður hlutur og eðlilegur þegar einstaklingar alast aðeins upp hjá móður sinni. Eftir- nöfn eru til að greina okkur í sundur og segja hverra manna við erum. Hver og einn verður að ráða því hvort hann vil karlkenna sig eða kvenkenna." Aðspurður hvort hann sæi fram á riðlun ríkjandi hefðar í náinni framtíð sagði Hörður að það hlyti að koma að því, en ómögulegt væri að segja hversu hröð þróunin yrði. í raun væri ekki hægt að tala um raunverulegt jafnrétti fyrr en þetta væru sjálfsögð réttindi allra. Hörður sagði viðbrögð yfirleitt hin sömu þegar hann segði til nafns á opinberum vettvangi. „Fyrst er hváð. Sagt HA?? Ég þarf iðulega að endurtaka nafnið einu sinni eða tvisvar. Ég man eftir einu pín- legu tilfelli, þá var ég að greiða með kreditkorti mínu og skrifaði óvart fyrra eftirnafnið undir, Jóns- son. Stúlkan leit á þetta furðu- legum svip og eldroðnaði, en hljóp síðan eitthvað á bak við og kom þá fram miðaldra kona ásamt stúlkunni. Hún taldi mig hafa gert einhver mistök og spurði hvort ég ætti örugglega þetta kort. Ég jánka og hún spyr mig að heiti. Þá tekur hún upp á því að skamma stúlkuna fyrir að láta vitlausan mann skrifa undir!“ INGUNN: RÖKRÉTTARA AD MÆÐRA Allir viðmælendur blaðsins sögðu frá því að erfitt væri að því er virtist fyrir Hagstofuna og kerfið almennt að melta slíkar nafnabreytingar. Ingunn Ásdísar- dóttir breytti nafni sínu fyrir áratug. „Þetta tók mig fleiri mánuði. Ég nánast bjó á Hagstof- unni! Þeim fannst þetta ekki nógu sniðugt, en ég stóð fast á mínu. Vandamálið virtist vera að þeir voru nýbúnir að tölvuvæða og að ég skyldi vera með tvö fornöfn, Sigríður Ingunn. Ég mátti heita Sigríður I. en ekki S. Ingunn, því tölvan tók ekki S. Ingunn var mér sagt. Útkoman varð að fyrra nafnið var fellt niður. Hins vegar virtust vera óskiljanleg vandkvæði að breyta þessu þar eð fólkið var hreinlega ekki fúst til þess að standa í slíku „veseni". En ég fékk mínar breytingar, þó varð ég að halda föðurnafninu og það er ennþá þarna með. Hvort það er æskilegt að einstaklingar kenni sig við mæður sínar finnst mér að sé mál hvers fyrir sig. Það má reyndar segja að það sé rökréttara að kenna sig við móðurina. En mér finnst það eðlilegt að þar sem feður koma hvergi nálægt uppeldi viðkomandi einstaklings þá séu börnin kennd við mæðumar." Ingunn sagði sömu sögu og Hörður um viðbrögð fólks við nafni hennar. „Fólk segir HA? Og lítur upp og er undrandi. Stundum þarf ég að stafa nafnið, en fólk er iðulega jákvætt og brosir elsku- lega. Það kemur einstaka sinnum fyrir að umræður skapast og stundum er ég spurð um ástæður fyrir eftirnafninu. Ég segi eins og er, að ég þekkti ekkert föður minn í æsku. Almennt hef ég ekki orðið fyrir neinum erfiðleikum nafnsins vegna, en þó er ég sannfærð um að ef ég hefði borið nafn þetta frá upphafi hefði mér verið strítt sem barni, sérstaklega í þorpi eins og ég bjó í.“ HRÓAR: ERFIÐ MELTING FYRIR KERFIÐ Hróar Jóhönnuson er tæplega tvítugur og starfar í skemmtigarð- inum í Hveragerði. Hann sagði ástæðuna fyrir nafnabreytingu sinni ekkert leyndarmál. „Mér hefur alla tíð líkað betur við móður mína en föður. Hann rak mig að heiman og ég sá enga ástæðu til að bera eftirnafn manns sem hefur rekið mig að heiman. Því lét ég breyta þessu fyrir tveimur árum síðan, en það reyndist talsvert mál á Hagstof- unni. Ég var yfirheyrður þar og spurður hvort þetta væri ekki gert í einhverju reiðikasti og hvort ég vildi ekki hugsa mig betur um. En þeir samþykktu þetta að lokum og það fylgdu fleiri breytingar í kjöl- farið — í bönkum og víðar. Það var t.d. fyrst í haust að ég fékk bankakort, því eitthvað hafði klikkað. Það er eins og kerfið gleypi ekki við svona löguðu. Ég segi fyrir mitt leyti að þetta er sjálfsagður hlutur að gera ef fólk fer fram á það. Þetta er í mínum augum hreint mannréttindamál. Þetta á eftir að verða mun algengara hjá þessari góðu kyn- slóð sem nú er að koma upp. Við eru framtíðin." Hróar sagði að þegar fólk heyrði nafnið hváði það venjulega og spurði „Jóhannesson?" „Ég ítreka venjulega rétt nafn, en sleppi því ef það skiptir ekki máli, því satt að segja er ég orðinn nokkuð leiður á því að vera með sífelldar leiðréttingar. Þetta tekur tíma, en þegar lólk loks nær þessu er nafnið ekki til trafala." SIF: TVÆR SKATTA- SKÝRSLUR OG TVÖ BÖRN Tilfelli Sifjar Ragnhildardóttur söng- og leikkonu var þessara til- fella flóknast. Hún var ættleidd 10 ára og opinber eða óopinber eftir- nöfn hennar hafa alls verið 5! Sif hefur þannig á ýmsum tímabilum borið eftirnöfnin Stefánsdóttir, Birgisdóttir, Smith, Breiðdal og loks Ragnhildardóttir. „Ég hafði ekki séð föður minn frá því ég var tveggja ára og ekkert kynnst fjöl- skyldu hans þó hún væri allt í kringum mig. Mér fannst leiðin- legt að bera ættarnafn og tók upp á því að nefna mig Sif Breiðdal Ragnhildardóttur. Ég bjó í Svíþjóð þegar ég gerði upp hug minn og heim komin fór ég að kanna .málin hjá Hagstofunni, en þar .komu ýmis vandkvæði í ljós vegna ættleiðingarinnar. Að lokum var fallist á Ragnhildar- dóttir og mér fannst að mamma ætti það fyllilega skilið að ég bæri hennar nafn. Eg er einstæð móðir, á 12 ára son og hann er stundum spurður að því hvort hann ætli að fylgja fordæmi mínu. Hann svaraði eitt sinn frænku sinni spekingslega: Tíminn á eftir að leiða það í ljós.“ Sif sagði að við nafnabreyt- inguna hefði hún borið tvö nafn- númer og allt farið í rugl. „Ég fékk tvær skattaskýrslur og hafði allt í einu tvö börn á framfæri og þannig mætti áfram telja. En þrátt fyrir þessa erfiðleika held ég að það komi til með að verða æ algengara, sérstaklega hjá ein- stæðum mæðrum, að börn séu mæðruð. Sérstaklega ef sam- bandið við föðurinn er lítið sem ekki neitt. Ég þekki margar ein- stæðar mæður og hef hvatt þær til þess að íhuga þetta. Og nokkrar þeirra eru að því.“ Sif sagði frá svipuðum viðbrögð- um og fyrri viðmælendur. „En mér er mjög minnisstætt þegar ég leitaði eitt sinn til bankastjora hjá Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis. Mig vantaði lán, en ég var nýkomin frá Svíþjóð og hvorki með reikning né í fastri vinnu. Enda hafði mér verið bent á hversu hæpið erindi mitt væri. En ég sest inn til bankastjórans og hann íhugar málið vel og lengi og segir síðan skyndilega „Ragnhild- ardóttir, já!“ Síðan ræðum við þetta lengi og hann sagði að þetta væri fallegt og virðulegt og varð strax jákvæður. Nú, og ég fékk lánið!“ AF ALBERTI INDÍÖNUSYNI RAÐHERRA OG FLEIRUM Við minntumst í upphafi á Snorra Guðnýjarson (Sturluson) og Jón biskup Elínarson (Arason). Það má velta því fyrir sér hvers vegna börn eru ekki í ríkara mæli kennd við mæður sínar. Svarið er sjálfsagt hvoru tveggja hefð og karlremba. En ef reglan hefði verið á hinn veginn? Við skulum í lokin líta á nokkur dæmi um nafn- togaða einstaklinga og rjúfa þessa hefð. Við hefðum Steingrím Vigdísarson sem forsætisráðherra, Þorstein Ingigerðarson fjármála- ráðherra, Albert Indíönuson iðnaðarráðherra. Við hefðum Jóhannes Ólafarson Seðlabanka- stjóra, Markús Örn Berthuson útvarpsstjóra, Hallvarð Vigdísarson ríkissaksóknara, Georg Ölduson verðlagsstjóra og Pétur Guðrúnarson biskup íslands. Forseti íslands væri Vigdís Sigríðardóttir, Ragnhildur Kristínardóttir væri heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Hólmfríður Ástudóttir fegurðardrottning og fóstra og Aðalheiður Ingibjargardóttur væri formaður í Sókn. Sitt sýnist sjálfsagt hverjum! leftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.