Helgarpósturinn - 27.11.1986, Page 26
fara vel við húsgögnin og kostar kr.
6.900,- né heldur fjögurra skúffu
kommóðu sem henni fannst henta
vel í barnaherbergið á kr. 2.455.-.
í versluninni CASA varð Hrafn-
hildur Valbjörnsdóttir fyrir svörum.
Sagðist hún gera ráð fyrir að hús-
gögn inn í 90 m2 íbúð myndu kosta
í kringum 500.000 kr. ef hjónin vildu
nýtískuleg og vönduð ítölsk hús-
gögn. Skiptingin yrði þannig: Sófa-
sett og borð: 200.000.-, skápasam-
stæða kr. 150.000.-, símabekkur
með spegli og hiliu kr. 30.000.-, hjóna-
rúm og tvö náttborð kr. 80.000.-.
Barnarúm, skrifborð og stóll kr.
40.000.-. Casa býður greiðsluskil-
mála eftir samkomulagi en yfirleitt
er útborgun 20—30% og afgangur á
allt að 12 mánuðum.
Loks leitaði Stefanía til Ikea þar
sem Hulda Haraldsdóttir valdi hús-
gögnin. Hún valdi Lund sófa,
þriggja og tveggja sæta og Álmhult
stól sem hún sagði fara vel við sóf-
ann. Þriggja sæta sófinn kostar
19.800.- en sá tveggja sæta kr.
15.490.-. Stóllinn kostar kr. 8.990.-.
Ástæðu þess að hún valdi ekki stól
í sömu tegund og sófarnir eru sagði
hún einfaldlega vera þá að þannig
uppröðun væri mikið komin út úr
myndinni hjá Ikea og nú væru stólar
yfirleitt ekki hafðir eins og sófar
heldur frekar ólíkir en færu þó mjög
vel við. Við sófasettið valdi hún
svart borð með glerpiötu en borð-
inu er hægt að breyta í borðstofu-
borð og kostar það kr. 6.480.-.
Skápasamstæðan er af gerðinni
Princip og kostar 46.540,- krónur og
speglar í hana kosta 2.540.-. Hvítt
hjónarúm með dýnum kostar
19.065.- kr. og hvít náttborð með
krómhöldum kr. 4.670- stykkið. í
barnaherbergið valdi Hulda Boj
rúm sem er hvítt með háum gafli
öðrum megin og kostar það með
dýnu kr. 9.415.-. Hægt er að velja um
hæð gafla. Skrifborðið er
1.60x1.60, hvít plata en gular skúff-
ur og gul skáphurð og kostar það kr.
5.790.-. Við skrifborðið valdi hún
gulan stól á kr. 1.595.-. Loks ákvað
Hulda að setja Járpen símaborð
með glerplötu í forstofuna á kr.
1.845.- og stóll í sömu línu kostar kr.
1.590.-.
Húsgögnin frá Ikea myndu því
kosta kr. 148.480,- séu speglarnir
teknir með skápasamstæðunni.
Vörurnar hjá Ikea er hægt að fá
með afborgunarskilmálum, 'A hlut
út og afgangur greiðist með fjórum
jöfnum afborgunum.
GÆTI ÞETTA ORÐIÐ
DÝRARA?
Það er ljóst að Stella og Stulli
þurfa að hugsa sig vel um áður en
þau taka ákvörðun um hvernig
íbúðin þeirra á að líta út. Verðið er
greinilega mismunandi eftir þessu
að dæma og getur verðmunurinn
verið allt að 350.000- krónur. Að
sjálfsögðu geta þau fengið mun
ódýrari húsgögn og líka dýrari, eftir
því hvað þau leggja mikið upp úr út-
liti og gæðum. Gólfklæðningar eru
einnig á mismunandi verði og ef
þau vilja mála íbúðina alla í skærum
Íitum breytist verð á málningu. Það
eina sem ekki breytist er að Stulli
mun mála íbúðina sjálfur því hann
er sannfærður um að enginn geri
það eins vel og hann. En ekki má
gleyma því að íbúðin er ekki tilbúin
þótt allt þetta sé komið inn. Ljós
verða þau að hafa svo og rafmagns-
tæki í eldhús, sjónvarp, videó og
afruglara. Þá ætti að vera farið að
vera hlýlegt í þriggja herbergja
íbúðinni.. . (Allt verð sem gefið eru
upp í greininni er staðgreiðsluverð
en vörur er hægt að fá með afborg-
unum eins og fram kemur)
Til að flýta fyrir þeim Stellu og
Stulla höfum við teiknað upp hug-
myndir að íbúðinni með húsgögn-
unum sem við kynnum verðið á.
Við teikningarnar er stuðst við ljós-
myndir af húsgögnun verslananna
en við viljum líka benda þeim hjón-
um á að á Stór-Reykjavíkursvæðinu
eru margar góðar húsgagnaverslan-
ir, málningarvöru- og teppaverslan-
ir sem áreiðanlega munu reynast
þeim eins vel við val og leiðbeining-
ar og þessar fimm verslanir reynd-
ust okkur. En hvernig var það með
þig? Ætlaðir þú ekki líka að gera
eitthvað fyrir jólin???
26 HELGARPÖSTURINN