Helgarpósturinn - 27.11.1986, Side 29

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Side 29
Eldhúsinnrétting er kannski ekki sá hlutur sem fólk endilega kaupir sér vegna þess ad þad eru aö koma jól, en þó má kannski segja að þeir sem á annað borö hugsa til breyt- inga á eldhúsi geri það frekar fyrir jólin en ella. íReykjavík og nágrenni eru margar verslanir sem framleiða og/eða selja eldhúsinnréttingar og úrvalið er mikið. Að sönnu er verð mismunandi eftir stœrð og efnivið og ýmist er boðið upp á lakkaðar innréttingar, spóntagðar eða úr massífum viði. Helgarpósturinn tók þá ákvörðun að gera ekki hefðbundna verðkönn- un á innréttingum enda ekki hægt um vik vegna mismunandi stærða og gerða. Þess í stað heimsóttum við eiganda gamallar íbúðar sem gerð var upp í mars síðastliðnum og fengum sundurliðun á reikningun- um yfir það efni sem fór í að gera gamalt eldhús alveg upp. Eldhúsið sem fyrir var taldist óhentugt og því ákvörðun tekin um að henda öllu út í þess orðs fyllstu merkingu og síðan var hafin leit að nýrri innréttingu. Þar var ekki leitað langt yfir skammt, eigandinn sneri sér til Byggingaþjónustunnar að Hallveigarstíg 1 sem á örskömmum tíma útvegar lista yfir allar þær verslanir sem hafa á boðstólum inn- réttingar og eftir þeim lista hófst leitin. Upphaflega hafði eigandi ætl- að sér að fá hvítlakkaða innréttingu með glerskápum en þegar í Ijós kom að staðlaðar innréttingar hentuðu ekki nema bætt yrði við endaskáp- ana 5 sm. var athugað hvað sér- smíðuð innrétting myndi kosta. Smiður sem var við vinnu í íbúðinni á sama tíma benti á þá lausn að hægt væri að kaupa tilbúnar skápa- hurðir og smíða síðan innréttingu utan um þær eftir hentugleika. Því næst var leitað í fyrirtækið Lerki sem smíðar skápahurðir og stærðir fengnar. Þegar öllu hafði verið hent út úr eldhúsinu þurfti að ákveða hvernig skyldi raða innréttingunni. Eigandi gekk út frá því að hann ætlaði að hafa stöðluð eldhústæki í innrétting- unni, þ.e.a.s. eldavél, ísskáp og upp- þvottavél. í eldhúsinu er einn stór gluggi sem snýr í norður og átti eld- húsvaskurinn að vera undir honum miðjum. Síðan var tekinn upp „smiðsblýantur" og innréttingin teiknuð beint á veggina. Með því móti var auðveldara að átta sig á endanlegri útkomu og var innrétt- ingin síðan smíðuð og sett beint inn á teikninguna. Eldhúsið er um 16 fermetrar að stærð og því um óvanalega stóra innréttingu að ræða og nauðsynlegt reyndist að taka fjórar mismunandi breiddir á hurðum en breiddir þeirra skiptast á fimm sentimetrum. Spónaplötur eru keyptar utan um skápana og beykilagðar spónaplöt- ur settar á endagafla. Hurðirnar komu ólakkaðar og voru þær tví- lakkaðar þegar búið var að setja innréttinguna upp en með því móti er auðvelt að þrífa þær. Borðplata var keypt í Húsasmiðjunni og er hún plasthúðuð í gráum lit. Eigandi hefði reyndar óskað heldur eftir við- arborðplötu en þær hefði þurft að kaupa staðlaðar og auk þess hefði reynst nauðsynlegt að lakka þær eða olíubera. Á eldhúsgólf var sett parket úr beyki sem reyndist ódýrari lausn heldur en korkur þar sem ódýrara var að leggja parket heldur en kork. Eldhúsborð, sem einnig er úr beyki var keypt í Línunni ásamt eldhús- stólum en borðinu fylgja tvær auka- teikning Jón Óskar plötur og hentar það því 12 manns. Flísar voru settar á veggi fyrir ofan vinnuborðið og eru þær í sama gráa litnum og borðplatas Innréttingin var sn iðuð á staðn- um eins og fyrr se, g tók vinnan um níu daga. En hvað kostar svo að taka við tómu herbert breyta því í eldhús með öllun s tuðsynlegum tækjum? Það skal h fram að eld- húsið var sett upp trs sl. og raf- magnstæki því k<' fyrir tolla- lækkun. Heildarverðið reyndist vera í kringum291 þús. kr íursemskipt- ist þannig: Eldhúsinnrétting, smíði og vinna:......135.000 Eldhúsborð og stóiar .. 34.000 ísskápur............... 36.108 Eldavél................ 24.831 Vifta................... 8.203 Flísar á vegg + vinna 7.000 Vaskur og blöndunar- tæki.................. 6.000 Parket og lögn (ásamt lakki).................. 40.000 291.142 HELGAR 'TURINN 29 Itexti: Anna Kristine Magnúsdóttir

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.