Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 27.11.1986, Qupperneq 31

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Qupperneq 31
LISTAP FORVITNI FREKAREN EFTIRSJÁ rak Þorvald Þorsteinsson myndlistarmann til að hverfa aftur í ævintýraheim barnanna og semja þaðan myndskreytta sögu — Skilaboða- skjóðuna Þorvaldur: „Núna er allt útbfað f vinsældalistum. Meira að segja eru ákveðnar skoðanir f fjórða sæti á útleið..." Smartmynd. ,,Þad eru fimm ár sídan ég upp- götvaöi þessa tilfinningu ad vinna med bókarform — og hún hefur hitnað mikið síðan. Þessi ást á bók- arforminu er til dœmis ein afhöfuð- ástœðunum fyrir því að ég valdi ný- listadeild MHÍ. Þar hefur mér gefist frelsi til að prófa mig áfram á þess- um meiði, að vísu meö frumstœðri tœkni; stensil- og offsetfjölritun, teikningum og texta... en altént upphafið," segir Þorvald- ur Þorsteinsson myndlistarnemi á síðasta ári MHÍ sem núna hefur vatnslitað ævintýramyndir við eigin ævintýrasögu. Og allt í lit. Mál & menning gefur út í stóru broti, smekklegu og vönduðu. Það er býsna sjaldgæft að forlag sendi frá sér barnabók þar sem sam- an fer texti og myndir sama íslenska listamanns — í þessu tilviki mynd- listarmanns, sem valdi sér ævintýra- heiminn að viðfangsefni, veröld barna. Hversvegna? „Síðustu misserin hef ég litið æ meira til fortíðarinnar í mínum við- fangsefnum í myndlistinni. Ég hef verið að endurskapa að einhverju leyti myndefni og texta sem ég kynntist sem barn,“ svarar Þorvald- ur en tekur jafnframt fram: „En þetta er ekki dapurleg eftirsjá, miklu heldur forvitni, segjum forvitni fremur en nostalgía." Bók Þorvalds heitir Skilaboða- skjóðan. Þar segir af stráksa í ævin- týralandi sem hefur alltaf langað sjálfan að lenda í ævintýri. Stefið er gamalkunnugt en útsetning Þor- valdar fersk og fágætlega hug- myndarík. Hann er spurður hvernig það hafi verið að hverfa aftur til bernskunnar... „Auðvelt, hvort sem það er nú því að þakka að ég sé skammt á veg kominn andlega eða hæfileikanum til að endurlifa. Mér fannst þetta líka notalegt. Ég býst við að þetta sé uppspretta sem nýtist mér lengi í listinni. Tími bernskunnar segir mér svo mikið um nútímann. Þegar ég dreg fram það liðna finnst mér ég eiga betra með að átta mig á því sem er boðið uppá í dag. Eftir á er maður ekki eins æstur í að gleypa allt hrátt sem er efst á vinsældalistunum. Núna er allt útbíað í vinsældalistum. Meira að segja eru ákveðnar skoð- anir í fjórða sæti á útleið." En það er önnur saga. Þorvaldur bendir á nauðsyn þess að varðveita æskuna, ákveðin öfl reyni að rjúfa samhengið á milli okkar og sögunn- ar og landsins og hafi hag af því að sem flestir séu gleymnir á sem mest af því sem máli skiptir. Þetta komi kannski hvað skýrast fram í barna- deild afþreyingariðnaðarins. Og hann heldur áfram á þessum nót- um: „Ég lít svo á að þessi bók mín — Skilaboðaskjóðan — með öllum sín- um gömlu ævintýrareglum og fornu gildum sé framlag til þeirrar baráttu sem verður að eiga sér stað í okkar litla landi sem nú stendur berskjald- að frammi fyrir fjölþjóðahímennum sem láta sig engu varða tilfinningar sem ekki er hægt að græða á.“ Þorvaldur segist ekki geta skil- greint það betur fyrir hvaða aldurs- hóp bókin sé, en sem nemur þessum orðum: „Þar gildir hið sama um les- endur og mig. Ef ég hef unnið verk- ið heiðarlega á það ekki að vera fyr- ir ákveðinn aldurshóp öðrum frem- ur heldur fyrir alla þá sem geta haft áhyggjur af öðru en heilsufari Monakó-prinsessu og þora að kann- ast við gamla íslenska sveitamann- inn sem blundar í okkur öllurn." -SER. FELAG áhugamanna um bók- menntir sem stofnað var í fyrra er óðum að skapa sér nafn í bæjarlíf- inu. Fundir í haust hafa verið vel sóttir og spurst prýðilega. Síðasti atburður var fyrirlestur Arna Berg- mann um Fjodor Dostojevskí, 18. okt. sl. Árni ræddi um risana í rússn- eskum bókmenntum á 19. öld og velti fyrir sér hvernig á því stæði að Dostojevskí væri vinsælastur þeirra núna. Helsta skýringin á vinsældun- um sagði Árni að væri sú að Dostoj- evskí hefði flestum betur kunnað að nýta sér aðferð reyfarans við alvar- lega skáldsagnaritun. Næsti viðburður á vegum Félags áhugamanna um bókmenntir er fundur um íslenskar bókmenntir í samtímanum. Hann verður haldinn í Odda, nýja húsinu á háskólalóð- inni, laugardaginn 29. nóv., kl. 14.00. Ræðumenn verða fjórir, tveir tala um ljóðagerð, tveir um skáld- sögur; Eysteinn Þorvaldsson ræðir um vaxtarbrodd íslenskrar ljóða- gerðar á síðustu árum, Elísabet Þor- geirsdóttir talar um stöðu Ijóðsins eins og hún horfir við skáldum, Guðmundur Andri Thorsson talar um íslenskar skáldsögur undanfarin ár og Einar Már Guðmundsson flyt- ur erindi sem hann kallar Nútíminn hefur gert þér ljóta glennu. . . KNUDSENSættin kemur sam- an á niðjamóti í Broadway sunnu- daginn 30. nóv. kl. 14:30. Tilefnið er útgáfa tveggja binda veglegs verks um ættina, sem prýtt er ljósmynd- um af á fimmta þúsund einstakíing- um. Það sem gerir þetta niðjatal frá- brugðið áður útgefnum verkum af þessu tagi, er að nú er í fyrsta sinn rakin sannkölluð „Reykjavíkurætt", með upphaf sitt í Kvosinni. Það er því vel við hæfi að slikt rit sjái dags- ins ljós á afmælisári borgarinnar. Niðjatal Knudsensættar er talið frá þeim hjónum Lauritz Michael Knudsen, kaupmanni í Reykjavík, og konu hans, Margrethe Andreu, f. Hölter, en niðjar þeirra í dag, sem vitað er um, eru 3850 og eru dreifðir víða hér á landi og erlendis. Það gefur auga leið, svo fjölmenn og dreifð sem Knudsensættin er, að ekki „þekkja allir allá', og á niðja- mótinu í Broadway á sunnudaginn gefst afkomendum Knudsenshjón- anna einmitt tækifæri til að kynnast betur innbyrðis, uppgötva t.d. að maðurinn í næsta húsi, eða einhver þekkt persóna úr þjóðlifinu, er kannski náinn ættingi. Niðjatalið, sem er fjórða verkið í ritröðinni íslenskt ættfræðisafn, er gefið út af bókaforlaginu Sögusteini. COBRA hópurinn gamli er með verk á samsýningu í Malmö um þessar mundir, en hann var stofnað- ur á seinni hluta fimmta áratugarins með Svavar Guönason, frumkvöðul í íslenskri myndlist, innanborðs. Verk eftir Svavar eru nú á sýningu í Malmö, en auk hans verk eftir aðra kunna meðlimi þessa hóps, sem innihélt rjómann af myndlistar- hræringum Evrópu á sinum tíma. Nefna má Kemeny, Götz, Sonju Ferlov Mancoba og Ernest Man- coba, Else Alfelt og Mogens Balle. Nafnið Cobra stendur fyrir þrjár Evrópuborgir, Copenhagen, Brussel og Amsterdam, en upprunalega fylgdi Pasto á eftir sem stóð fyrir Paris og Stockholm. HELGARPÓSTURINN 31 BOKMENNTIR eftir Gunnlaug Ástgeirsson Nýjar slóðir Thor Vilhjálmsson: Grámosinn glóir. Skáldsaga. (267 bls.) Svart á hvítu 1986 Verð: Kr. 1560. Thor Vilhjálmsson er eins og flestum er kunnugt einn mikilvirk- asti rithöfundur þjóðarinnar á síð- ari helmingi þessarar aldar. Fram til þessa hafa komið út eftir hann á annan tug skáldverka, nokkur ritgerðasöfn, tvær ljóðabækur, auk þriggja á ensku. Auk þess hef- ur hann samið leikþætti, þýtt fimm leikrit og þrjár skáldsögur. Er þar skemmst að minnast Hlut- skipti manns og Nafns rósarinnar sem mikla athygli vöktu. Það eru nú liðin ein sjö ár síðan Thor sendi síðast frá sér skáldsögu og er því þess að vænta að nýrrar skáldsögu frá honum sé beðið með nokkurri eftirvæntingu. Og því er ekki að neita að Thor kemur á óvart. í þessari sögu er söguþráður verulega gildari þáttur í sköpunar- verkinu en í flestum fyrri skáld- sögunum. Söguefnið er reyndar byggt á sakamáli frá síðasta hluta síðustu aldar sem átti sér stað í Þingeyjarsýslu og þekkt er undir nafninu Sunnevumál. Var það eitt fyrsta dómsmál Einars Bene- diktssonar, þegar hann leysti föð- ur sinn af frá sýslumannsstörfum. Hinsvegar skipta sögulegar fyrir- myndir litlu máli í þessu verki, höf- undur fer algjörlega sínu fram og er alls ekki að setja saman heim- ildarskáldsögu og á mörkunum að verkið falli undir venjulega skil- greiningu á sögulegri skáldsögu, þó atburðir hennar eigi að eiga sér stað fyrir um eitthundrað árum. Höfundur leggur reyndar töluvert uppúr að kalla fram tíðaranda og það umhverfi sem persónurnar hrærast í, en áhersla hans er samt fyrst og fremst á innra líf persón- anna. Tilfinningar, hugrenningar og hvatir fólksins sem kemur við sögu eru aðalviðfangsefni höf- undar. Sagan er römmuð af með upp- hafs- og lokakafla. í upphafi situr verðandi menntamaður úti í Kaupmannahöfn og nýtur lysti- semda stórborgarlífsins. Skömmu síðar er hann staddur heima á ís- landi þar sem hann leysir af sýslu- manninn föður sinn og fær í hend- ur sakmál sem snýst um örlög fólks sem lifir í þröngu og mögu- leikalausu samfélagi þar sem til- finningar verður að bæla vegna þess að þær eiga sér engan farveg. Fyrir hinn unga mann verður þetta hörð og erfið lífsreynsla. Hann er staddur í veröld sem er fullkomin andstæða við það sem hann hefur áður upplifað, er í reynd á allt annarri plánetu, þar sem þó lifir fólk sem er manneskj- ur eins og hann sjálfur. Að lokum situr hann aftur úti í Kaupmanna- höfn og þar er eins og ekkert hafi gerst þó hann sé breyttur maður sjálfur. Þessi saga er sögð af mikilli íþrótt. Þó hún sé alls ekki byggð upp eins og sakamálasaga, nýtir höfundur sér ýmsar aðferðir sem ættaðar eru úr þeim bókmenntum með sínu eigin lagi. Með misvís- andi upplýsingum, svolítilli ferð um tímann og breytingum á sjón- arhorni þar sem höfundur færir stöðugt til vitundarmiðju sögunn- ar byggir hann upp spennu og eft- irvæntingu. Það er t.d. ekki ljóst fyrr en uppúr miðri bók út á hvað sakamálið eiginlega gengur, þátt fyrir að allar höfuðpersónur hafi fyrir löngu komið fram. Persónulýsingar höfundar eru mjög sterkar. Lesandinn er smám saman að fá upplýsingar um per- sónurnar, ýmist með hugsunum þeirra, samtölum, breytni þeirra allri auk frásagna af baksviði þeirra og fortíð. Höfundur leggur sterka áherslu á að allt eru þetta manneskjur með tilfinningar, langanir og þrár, þrátt fyrir að þau hrekist inn í ógnvænlega atburða- rás. Það er ekkert einfalt við þetta fólk. Barátta þess stendur á milli ástríðna, tilfinninga, siðalögmála og samfélagsreglu. Ef þrúgunin verður of sterk getur útrásin leitt til óskapa og grimmilegra örlaga sem enginn fær við ráðið. Eins og í fyrri bókum Thors er það samt stíllinn sem fangar les- andann mest. Myndvísi höfundar er söm við sig, ef til vill aðeins hóf- stilltari en áður. Myndirnar fljóta fram hver af annarri, ýmist hratt, hægt, ólgandi, kyrrar, straum- þungar eða lygnar. Náttúran, fólk- ið og allt umhverfið verður ljóslif- andi, fjölskrúðugt og litauðugt. Stundum vinnur hraði stílsins með spennunni en stundum á móti henni, hægir á eða hraðar í enda- lausum fjölbreytileika. Grámosinn glóir er aðgengilegri til lestrar en margar fyrri sögur Thors og tilvalin til þess að brjóta niður þráláta fordóma gagnvart þessum ágæta höfundi. Sagan svíkur ekki forvitna lesendur.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.