Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 32
BALLETT eftir Elínu Eddu Árnadóttur m
Bravura 01
Þjóðleikhúsid: Islenski dans-
flokkurinn ásamt gestadansara.
Ögurstund eftir Nönnu
Ólafsdóttur.
Amalgam eftir Hlíf Suavarsdóttur.
Tónlist Lárus H. Grímsson.
Duende eftir Hlíf Svavarsdóttur.
Það verður að segjast að það er
alltaf viss eftirvænting og spenna
sem fylgir frumsýningum íslenska
dansflokksins. Einkum vegna þess
að íslenski dansflokkurinn flytur
ekki það oft ný verk á leikárinu. Það
hefur verið spennandi að fylgjast
með þroska íslenska dansflokksins
á undanförnum misserum. Meðlim-
ir flokksins hafa náð umtalsverðum
þroska í túlkun sinni og tækni, og er
ég ekki frá því að styrkleiki dans-
flokksins felist einmitt í því hversu
góðir leiktúlkendur dansararnir
eru. Á síðastliðnu misseri, fannst
mér sem þróun væri í uppsiglingu
hvað varðar stíl og form. Með heim-
sókn Hollendingsins Ed Wubbe og
trílógíunni Stöðugir ferðalangar tók
íslenski dansflokkurinn gífurlegum
framförum. Meðlimir flokksins virt-
ust eiga gott með að aðlaga sig
Modern-ballett og það form virðist
henta þeim vel. En gott og vel, með
þeirri frumsýningu sem fór fram síð-
astliðið fimmtudagskvöld er sama
metnaði* fylgt eftir með frumsýn-
ingu á þremur verkum eftir sam-
ferðakonurnar Nönnu H. Ólafsdótt-
ur og Hlíf Svavarsdóttur. Hér er um
að ræða þrjá balletta sem allir eru
talsvert ólíkir í formi og framsetn-
ingu. Fyrsti ballett kvöldsins var Ög-
urstund eftir Nönnu með tónlist eftir
Messiaen, búningar eftir Sigurjón
Jóhannsson. Nanna talar um í við-
tali að henni hafi reynst erfiður róð-
ur við samningu Ögurstundar og er
ég ekki frá því að vart verði við þá
erfiðleika í byrjun og framundir
miðbik verksins, því mér fannst
Nanna ekki vera búin að gera upp
við sig hvaða stíll og form hentaði
verkinu, þannig að sú dramatíska
spenna og framvinda komst ekki á
skrið fyrr en undir lokin. Þar fannst
mér verkið ná sannfæringu í túlkun
og komast á gott skrið danslega. Á
ég þá við stórgóðan Adagío kafla
sem Katrín Hall dansaði. Hennar
túlkun magnaði svo sannarlega upp
áhrif þessa dramatíska kafla í verk-
inu. Katrín er í mikilli sókn sem
dansari (ekki síður sem túlkandi).
Hún ræður yfir mikilli áherslutækni
í hreyfingum sínum og næmni fyrir
því sem hún er að túlka og er hreint
út sagt frábær dansari. Áfram Katr-
ín! Mér virtist flokkurinn í heild ekki
vera nógu sannfærður í þessu verki
með hlut sinn. Má vera að frumsýn-
ingartaugar hafi átt sinn þátt í því.
Svo voru búningarnir engan veginn
nógu klæðilegir á dönsurunum. Eft-
ir hlé rankaði maður heldur betur
við sér. Þarna var eitthvað að ger-
ast, þannig að öll skynfæri fóru í
gang. Dynjandi síbylja Lárusar H.
Grímssonar skall í eyru og innrás
sex dansara í samfestingum með
axlastoppi. Hér var á ferðinni verk
Hlífar, Amalgam með frumflutningi
á tónlist Lárusar H. Grímssonar.
Amalgam er gífurlega krefjandi og
áleitið verk fyrir áhorfandann. End-
urtekningar miklar, og taktföst ná-
kvæmni sem reynir töluvert á dans-
arana. Hlíf hefur ávallt komið á
óvart með frumleika sínum og veld-
ur ekki vonbrigðum hér. Góðir
danssprettir voru hjá Guörúnu Páls-
dóttur og Patrick Dadey. Helga
Bernhard átti góðan hlut með kaldri
framkomu sinni. Þetta er verk sem
gagntekur mann.
Síðasta verk sýningarinnar er
Duende, einnig eftir Hlíf með tónlist
eftir George Crumb, búningar eftir
Joop Stokvis, leikmynd eftir Huub
Van Gestel. Gífurlega fallegt dans-
verk og ljóðrænt. Efni þess er sótt í
ljóð Federico Garcia Lorca, Fornar
barnaraddir. Verkið er þess eðlis að
maður vill sjá það aftur og aftur.
Heimspekilegar vangaveltur um til-
gang (lista-)mannsins og þráhyggju,
ást og kvöl. Mér reynist örðugt að
skilgreina í orði nákvæmlega hvað
þarna er að gerast. . . .Maðurinn í
fjörunni.. . sjóndeildarhringur. . .
fjörugrjót... syngjandi kvensópr-
anrödd... þrá mannsins eftir ást?
Þetta er ákaflega rismikið verk í
samningu og orkar sterkt á áhorf-
andann. Dansarar verksins þau
Patrick Dadey, Katrín Hall, Guð-
munda Jóhannsdóttir og Örn Guö-
mundsson voru öll stórgóð. Mér
fannst Patrick Dadey koma mun
betur út sem dansari í þessu verki
heldur en ég hef séð til hans áður
(en hann var gestadansari á síðasta
misseri í Stöðugum ferðalöngum).
Nú þyrfti íslenski dansflokkurinn að
gera átak í að fá karldansara til
frambúðar. íslenski dansflokkurinn
verður að hafa á að skipa karldöns-
urum af sambærilegri getu og kven-
dansararnir ráða yfir. Hlíf býr yfir
miklum sköpunarkrafti sem dans-
skáld og virðist eiga gott með að
semja. Tengingar renna vel saman
þannig að áherslur og hrynjandi
mynda órofa þráð gegnum verkið
frá byrjun til enda. Hlíf býr yfir
sterkri myndrænni hugsun sem
kemur víða fram í verkum hennar,
þannig að mann langar að frysta
hreyfingar og segja: „Hér þarf að
mála mynd“! En hvað er ballett ann-
að en myndlist, þar sem mennskur
líkaminn er lifandi skúlptúr? Annars
finnst mér afstætt að fjalla um ball-
ett í orði því áhrifin eru svo huglægs
eðlis, og erfitt reynist að yfirfæra
þau hughrif í orð.
LEIKLIST
Að takast lífiö
Mercedes eftir Tomas Brasch
Leikstjóri Guðjón Petersen
Leikarar Ellert A. Ingimundar-
son, Bryndís Petra Bragadóttir
og Þröstur Guðbjartsson.
Leikritið MERCEDES eftir
Tómas Brasch er sýnt í kjallara
Hlaðvarpans. Það er leikhúsið
FRÚ EMELÍA sem stendur fyrir
sýningunni. Leikritið fjallar um
tvö ungmenni sem eru atvinnu-
laus og heimilislaus. Þetta verk er
laust við ákveðinn tíma og stað,
þótt það skírskoti til okkar tíma
frekar en fortíðarinnar.
Leikið er í miðjum salnum og
áhorfendur sitja sitt hvorum meg-
in við leiksvæðið. Sviðsmynd í
hefðbundnum skilningi fyrirfinnst
ekki. Bryndís Petra Bragadóttir
leikur eina kvenhlutverkið og Ell-
ert A. Ingimundarson Sakkó, og
Þröstur Guðbjartsson leikur
„Maður í bíl“.
Bryndís Petra er eftirtektarverð
leikkona. Hún hefur náð góðum
tökum á þeim leikstíl, sem mikið
var iðkaður á Norðurlöndunum
og víðar frá ca. 1966 og framundir
ca. 1980. Þessi leikstíll krafðist
mjög góðrar líkamsþjálfunar,
vegna mikils hraða í leiksýning-
unum, hlaupum og stökkum. Oft
voru áhorfendur settir upp á svið
eða leikararnir settust út í sal, mitt
á meðal áhorfendanna. Þessi leik-
stíll er oft árásargjarn og uppá-
þrengjandi, og kemur áhorfend-
um úr jafnvægi. Ég mun koma að
vali á leikstíl síðar í þessari grein.
Ellert er athyglisverður, og komst
vel frá sínu hlutverki. Hann má þó
passa sig á því að verða ekki of
spaugilegur. Hann virðist eiga létt
með að spila á hláturtaugar áhorf-
enda. Þröstur var látinn sýna
mynd af dæmigerðum auðvalds-
segg, stórglæpamanni, sem alltaf
sleppur. Þessi mynd fellur ekki í
minn skilning á hlutverki hans.
Þresti gafst ekki tækifæri til að
sanna leikhæfileikana í þessu hlut-
verki.
í byrjun leiksins er fjallað um
reglur. Oi, kvenleikarinn, hefur þá
eintal við áhorfendur. Næsta ein-
tal er flutt af Sakkó og fjallar það
um tímarými og hið seinasta um
tímaröskun. Kynni þeirra Sakkó
og Oi hefjast með því að Sakkó
hótar að aka yfir hana nema hún
flytji sig. Auðvitað vill hún það
ekki. Þau er bæði að drepa tímann
og þrátta því um þetta. Sakkó á
engan bíl en það virðist koma
dömunni verulega á óvart.
Draumur þeirra fellur þó fljótt
saman, draumurinn um Mercedes.
Mercedes er tákn um fólk sem
heppnast í lífinu. I hinum vest-
ræna heimi leitast fólk við að f inna
sjálft sig. Unga fólkið vill vita hvað
það er. Sá sem hefur vinnu veit
hvað hann er. Maður sem á
Mercedes veit líka hvað hann er.
Honum hefur tekist í lífinu, hefur
líkast til vinnu og á sér samastað.
Mercedes þýðir líka „María guðs-
móðir, sem náðar hina fjötruðu".
Fjötrar Sakkó og Oi eru auðvitað
atvinnuleysið. Oi stelur og selur
sig til að lifa. Sakko eyðir seinustu
aurunum frá fyrri atvinnurekanda
til að lifa af. Leikritið endar á að
Sakkó fellur fyrir bíl þegar hann er
að telja hve margir Mercedes fara
framhjá á klukkustund.
Aðal fjandi þeirra er tíminn.
Þessi endalausi tími, sem þarf að
uppfylla. Ónýttur tími er lengsti
tími sem til er. Hinn mikli hraði og
krafturinn í sýningunni er ekki í
samræmi við þennan ógnþrungna
langa tíma sem þau urðu að drepa.
Ég hefði viljað að valinn hefði ver-
ið miklu lengri leiktími, meiri
þreyta og meira vonleysi. Leikritið
hefði átt að gera að „hægagangs-
leikriti“. Þannig tel ég að hefði
mátt fá miklu sterkari sýningu.
Leikritið sjálft er gott.
Boðskapur leikritsins á örugg-
lega meiri hljómgrunn hjá ungu
fólki í hinum vestræna heimi, þar
sem atvinnuleysið er miklu meira
en hjá okkur. Úngt fólk þekkir sig
í Sakkó og Oi og þekkir tilgangs-
leysið í því að drepa tímann alla
daga.
Að lokum óska ég FRÚ EMELÍU
til hamingju með þetta fyrsta verk-
efni og vona að það takist á við
ennþá stærri verkefni í framtíð-
inni og verði djarfari í framúr-
stefnuleiklist.
JOHANNA Bogadóttir lýkur
sýningu sinni í Norrœna húsinu um
þessi mánaðamót, en nú er hún
með málverk á veggjunum í stað
grafíkmynda eins og gjarnan á fyrri
sýningum sínum. „Það hefði að vísu
verið hagstæðara að vinna í grafík
fyrir þessa sýningu, því ég vil helst
hafa dagsbirtuna fyrir málverkin.
En ég tek svona tímabil í sitthvorri
tækninni." Hún hefur verið hálft
annað ár að klára þessa sýningu
sem felur ýmist í sér olíu á striga eða
akrýl og krít á pappír. Verkin eru yf-
ir þrjátíu — og sýna veðrin válynd,
kröftuga hesta og þessa stríðu
drætti: „Þetta er mín skapgerð," út-
skýrir listakonan. „Þessir þættir láta
mig ekki í friði. Nú, og svo er ég nú
einu sinni alin upp í Vestmannaeyj-
um, með brimið og veðragnýinn á
næsta leiti.“ Það eru átök náttúrunn-
ar sem heilla hana mest, átök sem
koma skýrt fram í verkunum sem
hafa sjaldan verið eins kraftmikil og
litadjörf hjá Jóhönnu. Þetta er sjö-
unda einkasýning hennar í Reykja-
vík, en alls eru þær nálægt þrjátíu.
Hún er sænsk- og franskmenntuð í
listinni. Og íslensk.
*
HUMORistar þjóðarinnar hafa
greinilega setið við í sumar — og
sett á blað sitthvað grínið. Alíslensk
fyndni Magnúsar Óskarssonar borg-
ardómara er þegar komin út, en nú
höfum við frétt af 1111 skrýtlum og
skopsögum Svavars Gests, þessa
dáða útvarpsmanns og fyrrum
poppara.
32 HELGARPÓSTURINN