Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 36
Hvað segir AIDS-hræðslan um okkur sjálf og samfélagið? Flestir ganga út frá þeirri hug- mynd aö AIDS sé sjúkdómur sem ekki sé hœgt aö hemja og þaöan at síöur hafa stjórn á. í raun er þetta ranghugmynd því á hvaöa mínútu sem er getum viö heft útbreiöslu veikinnar án þess aö takmarka þaö kynlífs-„frelsi" sem Vesturlandabú- ar hafa öölast. Ef allir tœkju sig til í dag og notuöu eftirleiöis smokka viö hverjar samfarir, myndi enginn smitast af AIDS héöan í frá (meö einni undantekningu: sprautusjúkl- ingar). Sú vitneskja sem viö höfum öölast um útbreiöslu veirunnar felur m.a. í sér aö AIDS smitast einkum meö sœöi og blóöi. Og smokkurinn er örugg smitvörn þegar kynlíf er annars vegar. Enn veigra áiitsgjafar og fjölmiðl- ar sér við að flytja þennan boðskap með lúðraþyt og söng. Smokkar eru yfirleitt aðeins nefndir í framhjá- hlaupi í almennum ráðleggingum varðandi smitvarnir. Almenningur hefur heldur ekki valið þann kost að iosa sig við AlDS-hræðsluna í eitt skipti fyrir öll með því að nota smokka. Hvers vegna? Vissulega eru ýmsir frekar mótfallnir smokkanotkun af tilfinningaástæðum. En þegar i hlut á sjúkdómur sem er útmálaður sem plága aldarinnar, versta ógnun við mannkynið eftir að atómsprengjan var fundin upp, nægir varla sú út- skýring að okkur finnist bara hálf fúlt að nota smokka þegar við sof- um hjá. Engu er líkara en þetta ein- falda ráð dragi vigtennurnar úr AIDS-skrímsIinu og geri okkur dálít- ið spæld, eiginlega pínulítið von- svikin í óttablandinni aðdáun okkar á því sem við áiitum að væri skelfi- legur sjúkdómur. AIDS væri búið að vera sem faraldur. Svo virðist sem við viljum af einhverjum ástæðum viðhalda ógnarhræðslu okkar við þennan sjúkdóm. En hvers vegna? VIÐ KJÓSUM HRÆÐSLUNA Á sama tíma og við reykjum tutt- ugu sígarettur á dag, öndum að okk- ur menguðu stórborgarlofti, struns- um kærulaus yfir umferðargötu eða ökum yfir á rauðu ljósi, verðum við felmtri slegin ef við komumst í nám- unda við manneskju sem er smituð af AIDS. Augljóslega er það ekki smithættan sem við bregðumst svona heiftarlega við. AIDS ýtir greinilega undir annars konar hræðslu sem er djúpt falin í hugar- fylgsnum okkar. Það sama á við um viðbrögð sam- félagsins. Fjöldi manns deyr af völd- um umferðarslysa, sjálfsmorða, fylgisjúkdóma áfengisneyslu og svo framvegis. Hvers vegna velja álits- gjafar og fjölmiðlar að blása AIDS upp sem farsótt sem ógni nánast öllu samfélaginu? Hér getur lífs- hættan heldur ekki verið eina ástæðan. Fleira hlýtur að koma til. Með því að rannsaka AIDS-ógnina sem samfélagsharmleik, gríðarmik- inn sjónleik sem allir þegnarnir taka þátt í, getum við öðlast dýpri vitn- eskju um hvers vegna fólk tekur þátt í AIDS-hræðsluIeiknum af svo miklum áhuga og innlifun, og hvernig samfélagið getur hagnast á því að færa upp þetta stykki. AIDS SEM SANNLEIKURINN UM LlFIÐ Aliir þurfa að kljást við ákveðin tilvistarvandamál — sem hafa ekk- ert með persónuleika eða umhverfi hvers og eins að gera, vandamál sem tengjast þeirri einföldu stað- reynd að maður er til. Síðan tekst hverju samfélagi um sig að finna lausnir á sumum þessara vanda- mála, önnur blæs það upp. Þessi hastariegu viðbrögð fólks við AIDS afhjúpa rækilega þau til- vistarlegu vandamál sem ráða ríkj- um í okkar samfélagi, samfélagi sem hefur stjórn á flestum hlutum, sem getur með þekkingu og skipu- lagningu komið í veg fyrir þau slys sem ógna okkur eða ráðið bót á þeim. Aldrei fyrr í sögunni höfum við verið eins örugg, líkamlega jafnt sem fjárhagslega. En þetta risa- vaxna stjórnunarapparat kostar sitt. Það veldur því (og krefst þess) að það er ekki lengur á okkar valdi að stjórna neinu sjálf, við erum með öðrum orðum afar hjálparvana. Þar fyrir utan hefur það haft í för með sér kjarnorkuvá og umhverfisrösk- un. Aldrei fyrr hefur hið óstjórnan- lega verið af annarri eins stærðar- gráðu. Þessar aðstæður gera það að verkum að það er afar þjáningar- fullt að horfast í augu við hið óstjórnanlega. Okkur tekst líka oft- ast að lifa í þeirri blekkingu að það takist að öðlast stjórn á öllum vandamálum áður en yfir lýkur. Svo kemur AIDS og sviptir af okkur blekkingarhulunni í einni svipan. Allt í einu ryðst hið óstjórnanlega inn í samfélagið eins og ósýnilegt skrímsli. Og allir sem einn fylkja sér í örvæntingu til að fanga ófögnuð- inn svo að við getum haldið áfram að lifa í sjálfsblekkingunni um öryggi. Eitt er það þó sem hræðir okkur ennþá meir og er jafnframt stærsta tilvistarvandamál þess samfélags sem við búum í: hin óumflýjanlega einsemd. Hræðslan við að flytja, verða veik, gömul eða atvinnulaus, lenda í hjónaskilnaði, allt eru þetta raunverulegar ástæður fyrir ótta okkar við einsemdina. Samt sem áð- ur tekst okkur að halda þessum ótta í skefjum með ýmsu móti jafnvel þótt efinn nagi hjartaræturnar. Svo kemur AIDS og kippir gjörsamlega undan okkur fótunum. Ef við fáum þennan sjúkdóm verðum við sem lifandi lík. í seilingarfjarlægð hlær fólk og umgengst hvert annað eins og ekkert hafi í skorist á meðan ég geng um sem lifandi lík án þess að komast í samband við nokkurn mann. AIDS BÝR TIL ÆVINTÝRI En trúlega myndum við gerast blind jafnvel gagnvart AIDS-váboð- anum (á sama hátt og gagnvart kjarnorkuvánni), ef AIDS-váin fæli ekki jafnframt í sér lausnir á öðrum tilvistarlegum vandamálum. Þar við bætist að AIDS smitast aðallega við kynmök. Og eitt af áhyggjuefnum okkar frá því að við öðluðumst hið svokallaða kynlífsfrelsi á sjöunda áratugnum hefur einmitt verið hin „fullkomna" fullnæging. Síðan þá hefur paradís verið rétt handan við hornið, en af ýmsum ástæðum för- um við aldrei þangað. Og því verður hin mögulega paradís kvöl og pína, hún minnir okkur sýknt og heilagt á það sem við förum á mis við: hinir óendanlegu kynlífsmöguleikar sameinast í einum allsherjar para- dísarmissi. Tilkoma AIDS breytir þessum aðstæðum í grundvallar- atriðum. Nú er hægt að setja sama- semmerki á milli „frjálsra ásta" og paradísarmissis. Fólk þarf ekki leng- ur að svekkja sig yfir öllum fullnæg- ingunum sem það missir af. Smit- hættan er fullgild ástæða fyrir því að vera ánægður með það sem maður hefur. Þetta tengist almennum vanda- málum varðandi valmöguleika. Togstreitan milli tryggðar og ótryggðar blundar í hverjum manni og valið er á eigin ábyrgð. AIDS los- ar menn skyndilega undan þessu vali, eða gerir það að verkum að menn líta ekki lengur á það sem innri togstreitu heldur stríð við um- heiminn, ef svo má segja. Og enn einn streng hrærir AIDS í brjóstum okkar. í þessari þrælskipu- lögðu tilveru er lítið svigrúm, tími eða orka fyrir ævintýri (nema þá mjög vel skipulögð ævintýri). AIDS gerir lífið skyndilega „ævintýra- legt" fyrir meðaljóninn. Án þess að hann þurfi að hreyfa legg né lið er hann allt í einu staddur í ævintýrinu miðju. Og ein grundvallarforsenda allra góðra ævintýra er einhvers konar dauðaógn, hugboð um hættu. Við tölum hvert í kapp við annað um alla smitmöguleikana og í góðra vina hópi segjum við AIDS- sögur rétt eins og sæfarar og fjall- göngukappar tíunda reynslusögur sínar. Við segjum brandara um AIDS og homma. Grínið sannfærir okkur um að þetta er bara ævintýri, ekkert sem við þurfum raunverulega að hræðast. ÁHRIF AIDS Á MANNLEG SAMSKIPTI Á sama hátt og hvert samfélag á við sín sérstöku tilvistarvandamál að etja, glíma þegnar þess við ákveðin vandamál í samskiptum sínum. Trúnaðarbrestur er mjög far- inn að setja mark sitt á mannleg inn, tveir, þrír hillukerfið á jafnt heima í stofunni, svefherberg- inu, skrifstofunni, á ganginum, í barnaher- berginu, borðstofunni og forstofunni. Og það er auðvelt að breyta. Litirnirog samsetningar- finnSvBÍr geta spannað allt frá formfestu og virðuleika upp í glannalegan poppstíl. Einn, tveir, þrír verður aldrei úrelt. Þú flytur hillur, skiptir þeim eða sam- einar og gefur ferskan blæ með nýrri litasamsetningu. Þú byggir skilveggi og raðar fyrir horn því bakið er fullfrágengið. Ein, tvær eða þrjár hæðir; svart, hvítt, beyki eða litir; hillur, hurðir eða skúffur; margar eða fáar einingar. Úrvals hönnun og framleiðsla. Ódýrt. Þetta er Einn, tveir, þrír. rnr mogu- leikar heirra • ÞJÓNUSTA KRISDÁN SIGGEIRSS ON Veíksmiðjan Hesthálsi 2-4, sími 91-672110 Verslun Laugavegi 13. sími 25870 36 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.