Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 37
samskipti í vestrænum samfélög-
um. Fyrr á öldum skipti trúnaðar-
traust aftur á móti miklu máli í öllu
samneyti. Til þess að lifa af þurftu
menn að vera í nánum tengslum
hver við annan hvort sem þeim var
það ljúft eða leitt. Nú á dögum geta
menn svikið hvern annan í það
óendanlega án þess að það hafi
alvarlegar afleiðingar. Við verðum
þó að sýna meðbræðrum okkar
ákveðið lágmarkstraust í dagiegu
lífi, en samtímis er okkur ljóst að
þeir geta komið aftan að okkur
hvenær sem er. Þannig er lífið nú
einu sinni.
Sú staðreynd að allir sem við kom-
umst í snertingu við geta verið smit-
aðir af AIDS útskýrir vantraustið í
samskiptum fólks. En við verðum
jafnframt að horfast í augu við aðal-
einkenni mannlegra samskipta í
okkar þjóðfélagsgerð — AIDS gerir
það að verkum að við sjáum það í
hnotskurn. Nú getum við ekki lifað
lengur í þeirri sjálfsblekkingu að
lágmarkstraust og svik séu sjálfsögð
og ekkert til að gera veður út af. Nú
eigum við á hættu að fyllast algjöru
vantrausti gagnvart öllum. Og það
er fjári erfitt að búa við.. .
HVERNIG AIDS
GAGNAST
SAMFÉLAGINU
Hér að framan var reynt að varpa
ljósi á hvers vegna fólk er svo reiðu-
búið að taka þátt í AIDS-harmleikn-
um af svo mikilli ákefð. En hvers
vegna hættir álitsgjöfum og fjöl-
miðlum til að kynda undir hræðsl-
unni við þennan sjúkdóm? Hvaða
hag hefur samfélagið af því að færa
upp þetta leikrit? Til að skilja það
verðum við að rannsaka hvað rétt-
lætir tilvist þessa samfélags og hvað
ógnar henni.
Eitt af því sem réttlætir þessa sam-
félagsgerð er að hún geti komið í
veg fyrir eða haft hemil á öllum
skelfilegum vandamálum. í því sam-
bandi er daudinn ansi hreint óþægi-
legt fyrirbæri sem ógnar öllu skipu-
lagi. Þegar AIDS-ógnin er blásin
upp er það einkum í viðtölum við
lækna og vísindamenn sem gera
grein fyrir nýjustu rannsóknum.
Bóluefni er í augsýn og fram að því
verðum við að koma í veg fyrir smit
með því að sýna aðgát og fara í mót-
efnamælingar innan ramma kerfis-
ins. Hver dauðdagi er bara óheppi-
leg afleiðing þess að við höfum enn
ekki fundið upp mótefni.
Með þessu móti verður AIDS
verðugur andstæðingur samfélags
laga og reglu, hið Illa sem menn
berjast gegn með skipulagningu,
rannsóknum og tækni. Samfélagið
velur sér réttan andstæðing í vissu
þess að það muni sigra í fyllingu tím-
ans. Að berjast gegn umferðarslys-
um, áfengissýki, sjálfsmorðum eða
félagslegri eymd væri hreint og
klárt sjálfsmorð fyrir kerfið. í slíkri
baráttu kæmu allir veikleikar sam-
félagsins í ljós. Það er bara í barátt-
unni gegn AIDS og FÍKNIEFNA-
NEYSLUNNI að samfélagið er óum-
deilanlegur sigurvegari.
En það er ekki aðeins hinn
óstjórnanlegi dauði sem ógnar sam-
félaginu, heldur einnig lostinn,
nautnin, fullnægingin. Hægt er að
hafa hemil á fólki svo fremi það elt-
ist ekki við nautnir. En lostinn getur
fengið hvern sem er til að virða lög
og reglur að vettugi og á það við
bæði um holdsins lystisemdir,
áfengisfíkn og aðrar fíknir. Til að
koma í veg fyrir að þegnarnir gefi
sig lostanum hömlulaust á vald
verður samfélagið að undirstrika
þær hættur sem holdlegar lysti-
semdir geta haft í för með sér, út-
mála þær sem af hinu illa. Hið
hömlulausa kynlíf er merkt með
AIDS og löngunin til að flýja samfé-
lagið er merkt með FÍKNISÝKI.
Og AIDS-harmleikurinn er færð-
ur upp aftur og aftur. í raun höfum
við verið að bíða eftir þessum sjúk-
dómi í tvo, þrjá áratugi, samanber
allar bækurnar og kvikmyndirnar
sem snúast um hinn lævísa sjúkdóm
á borð við hundaæði, hermanna-
veiki, dularfulla geislavirkni eða
lífshættulega veiru sem ógnar ein-
staklingum, þjóðum, heimshlutum,
jafnvel mannkyninu öllu. Handritið
var skrifað fyrir löngu, og flest höf-
um við kynnt okkur hlutverkaskip-
anina. . .
Heimildir: Ýmsar greinar i sænska tinía-
ritinu Ottar, 1. hefti, 1986.
ir
HHkratar í Reykjavík virðast
afskaplega lukkulegir með skipan
þriggja efstu sæta á væntanlegum
framboðslista sínum fyrir alþingis-
kosningarnar — og harður slagur
um fjórða sætið virðist lítt draga úr
ánægjunni. Það má á hinn bóginn
teljast nokkuð skondið að elsti mað-
ur listans Jón Sigurðsson þjóðhags-
stjóri og Lára V. Júlíusdóttir, einn
þriggja frambjóðenda í fjórða sætið,
voru ekki skráðir félagar í Alþýðu-
flokknum — fyrr en þau voru sam-
þykkt formlega á stjórnarfundi í
Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur
nú á mánudaginn. Undir venjuleg-
um kringumstæðum eru nýir félag-
ar teknir inn á félagsfundum, en
ástæða þótti til að hafa hljótt um
það, hversu miklir nýgræðingar
þessir frambjóðendur eru.. .
ÍlLeiklistarfræðingar stofnuðu
hagsmunasamtök í fyrra en lítið hef-
ur frá þeim heyrst og starfsemin að
mestu legið niðri. Nú munu leiklist-
arfræðingar hins vegar ætla að
hressa félag sitt við og gera virkt.
Fyrirætlunin er að ná saman öllum
menntuðum leiklistarfræðingum á
landinu og þrýsta á leikhús og fjöl-
miðla að notast við leiklistarfræð-
inga en ekki ómenntað fólk í faginu
þegar ráðningar í slík störf eru ann-
ars vegar. . .
TlTorfusamtökin halda almenn-
an félagsfund í kvöld, fimmtudag-
inn 27. nóvember, að Litlu Brekku (í
veitingahúsinu Lækjarbrekku) um
hið nýja deiliskipulag Miðbæjar-
kvosarinnar í Reykjavík, semsé
það hvort eigi að útrýma öllum
helstu menjum sem tengjast sögu
Reykjavíkur. Á fundinum verða
kynntar skipulagstillögur arkitekt-
anna Dagnýjar Helgadóttur og
Guðna Pálssonar og umræður
verða á eftir. Fundarstjóri er Sig-
urður Líndal prófessor. Fundurinn
hefst kl. 20.30 og eru allir velkomn-
ir. Núverandi stjórn Torfusamtak-
anna skipa Hjöríeifur Stefánsson
arkitekt, formaður, Hörður
Ágústsson listmálari, Guðmund-
ur Ingólfsson ljósmyndari, Jó-
hannes S. Kjarval arkitekt og Guð-
jón Friðriksson sagnfræðingur.
21.488,
ÞAÐ MÆLIR ALLT MEÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ BREGÐIR
ÞÉR MEÐ BEINU FLUGI TIL ORLANDO.
11
mm
11
Þaðersagtað veðrið hafi aldrei veriðbetra. Eittervíst. Verðiðhefur
sjaldan veriðbetra. Dollarinnerágóðu verði - og þín bíða lystisemdir
Fiórída, allt frá dýrindis mat og ævintýraheimi Walts Disneys til tónleika
og skemmtana undir berum himni.
Líttu til dæmis á þennan útreikning:
Verð* Hótel Staður Dvöl
A Kr.21.488 Dayslnn Orlando 11 dagar
B Kr. 23.952 Days Inn Orlando 18dagar
C Kr. 23.766 Gateway St. Pete 11dagar
D Kr. 27.686 Gateway St. Pete 18dagar
Innifalið fiugferðir, akstur til og frá flugvelli og gisting.
* Verð á mann í 4ra manna fjölskyldu (tvö börn undir 12 ára aldri). Gildir til 15. des. 1986.
Ótal fleiri ótrúlega ódýrir möguleikar.
Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur.
Söluskrifstofan tækjargðtu slmi 690100, Hótel Esju simi 690100, Álfabakka 10 slmi 690100.
FLUGLEIDIR
Upplýsingasími: 25100
HELGARPÖSTURINN 37