Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 40
ÖRLÖG 1000 EINSTAKLINGA OG FYRIRTÆKJA Á ÁRINU
Á sama tíma og hvaö mest er tal-
aö um góöœri í landinu og vaxandi
ráöstöfunartekjur heimilanna,
glymja í eyrum landsmanna fréttir
þess efnis aö tUkynningar um nauö-
ungaruppboö og gjaldþrot einstakl-
inga og fyrirtækja hafi aldrei veriö
fleiri. Hvaö gjaldþrot varöar er þaö
einkum tvö síöustu árin sem algjör
stökkbreyting hefur oröiö. í fyrra
varö fjöldi gjaldþrota einstaklinga
og fyrirtœkja á sjöunda hundraö og
stefnir íaö fjöldinn á þessu ári veröi
um þúsund. Hlutfall einstaklinga,
þ.e. heimila, hefur vaxiö œvintýra-
lega, en einnig hafa œ fleiri smáfyr-
irtœki fariö á hausinn á meöan stór-
fyrirtœkjum hefur vaxiö ásmegin.
Biliö breikkar milli hinna stóru og
smáu, einstaklinga jafnt sem fyrir-
tœkja.
Gjaldþrot er neyðarúrræði sem
gripið er til þegar staða heimilis eða
fyrirtækis er orðin vonlaus. í gjald-
þrotalögum segir að taka skuli bú
einstaklings, félags eða stofnunar til
gjaldþrotaskipta ef, í fyrsta lagi, þess
er krafist af skuldara sjálfum, í öðru
lagi eftir kröfu lánardrottins um bú
manns sem strokið hefur af landi
eða felur sig og í þriðja lagi eftir
kröfu lánardrottins ef síðustu þrjá
mánuðina hefur farið fram árang-
urslaus aðför eða kyrrsetning.
Þrotamenn eru þegar svo er komið
orðnir harla réttlitlir. Þeim er bann-
að að fara af landi án leyfis skipta-
ráðanda og lögreglan er send á eftir
þeim ef þeir mæta ekki á fund
skiptaráðandans og er þess sérstak-
lega getið að lögreglumönnum sé
„heimilt að beita valdi, ef með þarf,
við framkvæmd þessara skyldu-
starfa". Þegar kveðinn hefur verið
upp gjaldþrotaúrskurður eru þrota-
menn tafarlaust sviptir umráðum
yfir öllu því sem talið verður eign
þeirra.
Þegar blaðamaður hafði samband
við nokkra forsvarsmenn smáfyrir-
tækja sem höfðu verið teknir til
gjaldþrotaskipta eða úrskurður
gjaldþrota, kom vel í ljós hversu við-
kvæm þessi mál eru þeim, einkum
og þó sér í lagi á landsbyggðinni, í
bæjarfélögum þar sem „allir þekkja
alla". Aðeins með því að heita nafn-
leynd vildu menn tjá sig um mál sín
og því brugðið á það ráð að hafa alla
viðmælendurna nafnlausa. Eftirfar-
andi ummæli segja sína sögu.
STÓRKOSTLEGT
PERSÓNULEGT ÁFALL
„Ég vil sem minnst tjá mig um
þetta áfall, því þetta var það, stór-
kostlegt persónulegt áfall. Ég lenti í
óregiu, sem síðan ágerðist eftir
gjaldþrotið. Nú er ég sem betur fer
orðinn óvirkur alkóhólisti og stað-
ráðinn í því að standa mig og vinna
aftur upp mannorð mitt. Fyrr verð
ég ekki í rónni," sagði einn viðmæl-
enda blaðsins í höfuðborginni, sem
hafði rekið verslun um nokkurra ára
skeið. Hann var reyndar sá eini af
viðmælendum blaðsins sem kenndi
óreglu um ófarirnar, en kunnugir
telja þá ástæðu þó ekki óalgenga.
Algengari orsök hin síðari ár virðist
vera dýrt lánsfé og óstöðugleiki
markaðarins.
„Mín skilaboð til þeirra sem ætla
að stofna fyrirtæki eru númer eitt að
athuga það, að peningar í dag eru
dýrir og það verður að athuga það
vel að vera ekki með of mikinn fjár-
magnskostnað — það er dauðadóm-
ur yfir sérhverju fyrirtæki að vera
með of mikil og dýr lán í byrjun. Og
endilega verður að kanna það ræki-
lega hvort of margir séu á viðkom-
andi markaði og samkeppnin þann-
ig of hörð," sagði forsvarsmaður
gjaldþrota verksmiðju á Suðurlandi,
smáfyrirtækis sem var í eigu þriggja
einstaklinga. Þetta fyrirtæki fram-
leiddi einangrunarplast. „Við lent-
um í fádæma samkeppni og við urð-
um undir þegar markaðurinn tók að
dragast saman í fyrra. Auðvitað olli
þetta okkur töluverðum erfiðleik-
um og vonbrigðum og ég geri ráð
fyrir að það sé öllum persónulegt
reiðarslag að þurfa að fara fram á
gjaldþrotaskipti. Það er erfið
ákvörðun í alla staði, en á hinn bóg-
inn leyndi það sér ekki hvert stefndi.
Við stóðum frammi fyrir því að
reyna áfram með tilheyrandi
áhættu, en þegar við sáum að það
var akkúrat engin framtíð í þessu
ákváðum við að fara þessa erfiðu
leið, einmitt til að hafa tjónið í lág-
marki, jafnt hið fjárhagslega tjón
sem hið félagslega."
Á Austuriandi fór nýlega blikk-
smiðja á hausinn og sagði einn eig-
andi hennar að ástæðan hefði verið
annars vegar erfið lán og hins vegar
að hinir 6 hluthafar borguðu ekki
inn hlutafé og því myndaðist engin
eigin- og iausafjárstaða.
„Við ætluðum að vinna þetta upp
með afurðinni og fengum til þess
lán. En Iánin reyndust of þungur
baggi, auk þess sem samkeppnin
við innflutning var of hörð."
Aðspurður um félagsleg áhrif
gjaldþrots á aðstandendur fyrirtæk-
isins sagði þessi viðmælandi blaðs-
ins að mikil óvissa ríkti um endan-
lega útkomu dæmisins og að sú
óvissa væri þungbær. „I marga
mánuði höfðum við leitað að verk-
efnum fyrir fyrirtækið til þess að fá
rekstrargrundvöll aftur, en það var
alveg sama hvað okkur datt í hug,
það var ekkert sem gat gefið það
mikla arðsemi að það væri mögu-
legt að borga þetta upp. Því óneitan-
lega er það erfitt að biðja um gjald-
þrotaskipti og ætla sér síðan að fá
ábyrgðir fyrir eitthvað annað sem
okkur dettur í hug. Ég held að menn
hafi skilning á því hér að við höfum
lagt mikið og kannski allt of mikið
púður í að reyna að láta þetta
ganga. Ég get því varla sagt að við-
horfsbreyting hafi orðið hér gagnvart
okkur, kannski voru menn búnir að
rasa út vegna prjónastofunnar sem
fór á hausinn hérna. En maður veit
aldrei, dæmið hefur ekki verið gert
endanlega upp."
Á svipuðum slóðum var bygg-
ingafyrirtæki tekið til gjaldþrota-
skipta, en einn eigenda þess fyrir-
tækis kvartaði ekki yfir þungum
lánum heldur þvert á móti yfir því
að fyrirtækið hefði farið undir
vegna þess að lán fékkst ekki í tíma.
Þetta var hlutafélag 10 hluthaía
með 10—15 manns á launum.
ÞAR SEM ALLIR ÞEKKJA
ALLA
„Við fengum akkúrat enga hefð-
bundna fyrirgreiðslu í tíma og ekki
var sveitarfélagið hér heldur liðugt,
þó menn væru hvattir til fram-
kvæmda, því ekkert var komið til
móts við okkur, t.d. hvað varðar op-
inber gjöld," sagði einn eigenda fyr-
irtækisins.
Hann ræddi mjög afleiðingar jafnt
sem orsakir gjaldþrotsins. Starfs-
menn fyrirtækisins hefðu orðið að
flytjast á brott í atvinnuleit en aðrir
að vinna störf sem þeir voru óvanir.
„í svona litlu byggðarlagi eru áhrif
gjaldþrots mjög mikil og persónu-
leg. Við skiptum við önnur fyrirtæki
hér og getum ekki gert upp við þau
og það er auðvitað pínlegt þar sem
allir þekkja alla. Menn voru ekki
sérlega upplitsdjarfir fyrst á eftir."
Sami viðmælandi sagði gjaldþrot
fyrirtækisins það nýlega tilkomið að
áreiðanlega væru ekki öll áhrif
komin upp á yfirborðið. „En það
hafa vissulega komið upp væringar
á milli hluthafa. Menn voru ekki
sammála um að gera þetta, sumir
vildu láta reyna meira á möguleik-
ana, en aðrir höfðu hætt þegar þeir
sáu í hvað stefndi. Og það er til fólk
hérna sem vill kenna okkur um
ófarirnar, fólk sem virðist fá ein-
hverja útrás þegar svona kemur
fyrir og fer að dreifa sögum. Það
segir sig kannski sjálft að menn geta
ekki horft upp á svona og verið víg-
reifir eítir á gagnvart fólki sem við
höfum átt viðskipti við. Jafnvel þótt
mönnum detti í hug að fara út í eitt-
hvað annað þá eiga þeir alltaf erfitt
uppdráttar. Þegar þetta hefur einu
sinni skeð er eins og menn verði að
flytja sig um set og þá kannski fylgir
þetta þeim þangað líka. Þetta bitnar
áfram á mönnum og einnig óbeint á
fjölskyldum þeirra. Það er á hreinu,
að þó menn fái það kannski ekki
framan í sig, þá er maður stimplað-
ur og kannski eina leiðin að flytja
suður og hverfa í fjöldann. Því þetta
er mun erfiðara í fámenninu; þar
þýðir ekkert að láta fyrirtæki fara á
hausinn og stofna bara nýtt eins og
sumir gera og þykjast fínir. Hér duga
ekki slíkar kúnstir."
Á sviði verslunar og þjónustu hef-
ur samkeppni farið mjög vaxandi
með tilkomu stórverslana. Kaup-
maðurinn á horninu á erfitt upp-
dráttar. „Ég get ekki neitað því að
ég hef kannski ekki staðið mig nógu
vel þegar samkeppnin tók að
harðna með tilkomu stærri verslana
hér á svæðinu," sagði fyrrverandi
eigandi smáverslunar á Suðvestur-
horninu. „Það er nú samt svo að
það er takmarkað hvað maður get-
ur staðið uppi í hárinu á þessum ris-
um. Reksturinn fór smám saman að
dragast saman og ég var að berjast
við afborganir af lánum. Þegar stað-
an fór að vera ískyggileg brá ég á
það ráð að biðja um gjaldþrota-
skipti. Þetta var sem betur fer ekki
stórt dæmi þegar upp var staðið, en
á hinn bóginn var þetta vitskuld
persónulega mjög þungbært eftir öll
þessi ár. Ég sé mikið eftir þessari
verslun. Nú vinn ég bara hjá öðrum
og get ekki annað."
TRASSASKAPUR OG
ÓSKILJANLEG LÁN
Eigandi bakarís og smáverslunar
úti á landi hafði slíka sögu að segja.
Viðmælandinn var ekkja sem hætti
rekstri að mestu leyti eftir lát eigin-
mannsins. „Fyrirtækið varð aldrei
gjaldþrota sem svo, en það virðist
bara svo erfitt að komast út úr kerf-
inu, þó svo að málin séu sett í hend-
ur lögfræðinga. Ég fékk þetta
skyndilega í kollinn eftir nokkur ár.
Þetta hafði gengið ágætlega, en ég
ákvað að selja eftir að ég varð
ekkja. Á hinn bóginn hafa tvær
verslanir hér í bænum farið á haus-
inn og það var hreint og beint fyrir
trassaskap, ég þekki þau mál. Þessar
verslanir höfðu um árabil verið
reknar með sóma, en svo gerðist
þetta og kom í ljós að ansi miklu
hafði verið stungið undan. Ég held
að því miður sé það í ansi mörgum
tilfellum að þetta sé ástæðan fyrir
því að margar verslanir fara á haus-
inn. En ekki síður er það orðið svo,
að það treystir sér varla nokkur
lengur að standa á eigin fótum,
heldur leitar fólk á náðir ríkisins og
kerfisins. Hlutirnir hafa breyst svo
mikið á stuttum tíma, nú eru lán erf-
iðari og í raun óskiljanleg fyrir
margt miðaldra og eldra fólk, sem
hreinlega áttar sig ekki á þessu og
lendir með mál sín í hnút. Það er
sorglegt að horfa upp á slíka hluti
gerast. Sjálf íhugaði ég að hefja
verslunarrekstur á ný, en valdi frek-
ar fiskvinnsluna. Það segir kannski
sína sögu."
Við ljúkum þessari umfjöllun með
ummælum endurskoðanda, sem
hefur ótal sinnum lent í því að taka
saman vonlaus þrotabú fyrirtækja.
HARMSÖGUR MÆTUSTU
FJÖLSKYLDNA
„Það er vissulega af mörgu að
taka og hinar ótrúlegustu sögur
gætu fylgt með. Þessi mál eru auð-
vitað hvert með sínum hætti,
en samt ótrúlega lík oft ojg oftast sitja
eftir sárindi og vinslit. Eg segi fyrir
mitt leyti, að það versta sem maður
lendir í er að þurfa að gera upp á
milli vina. Góðir félagar fara
kannski af bjartsýnum hug út í að
stofna saman fyrirtæki og iðulega
gengur allt áfallalaust í byrjun. Síð-
an fer að bera á erfiðleikum og enn
eru menn samstiga við að leita leiða
út úr þeim. En þegar verulega tekur
að halla undan fæti verða hinir
mætustu vinir ósammála um orsak-
ir, aðferðir og Ieiðir. Þá bresta vina-
bönd. Ég hef fyrir framan mig harm-
sögur mætustu fjölskyldna, besta
fólks, sem lent hefur í hinum ævin-
týralegustu skakkaföllum. En svona
er þetta, bræður berjast og fjöl-
skyldur splundrast, jafnvel bara út
af einhverju skattalegu reiknings-
dæmi. Hvert gjaldþrot er með sín-
um hætti, mörg léttvæg fundin, en
hin eru algengari, þar sem myndast
djúp sár og ljót ör um ókomna fram-
tíð.“
40 HELGARPÓSTURINN
leftir Friðrik Þór Guðmundssoni