Helgarpósturinn - 27.11.1986, Side 44
ERLEND YFIRSÝN
Reagan fórnar hægri hönd
sinni við framkvæmd
leyniaðgerða
Höfuð eru tekin að skoppa um kjallara-
ganga í Hvíta húsinu, þar sem Þjóðaröryggis-
ráðið er til húsa. Skammt getur orðið að bíða
að sama komi fyrir á efri hæðum aðseturs
Bandaríkjaforseta. Ronald Reagan og nán-
ustu samstarfsmenn reyna að bjarga eigin
skinni með þvi að fórna undirtyllum fyrir af-
glöp og ávirðingar, sem ljóst má vera að þeir
bera á sjálfir stjórnskipulega ef ekki persónu-
lega ábyrgð.
Afsögn Johns Pointdexters, öryggismála-
ráðgjafa Bandaríkjaforseta, og brottrekstur
Olivers Norths, aðstoðarframkvæmdastjóra
stjórn- og hermáladeildar Þjóðaröryggis-
ráðsins, en því stýrir öryggismálaráðgjafinn,
vekur nýjar spurningar og óþægilegar fyrir
húsbóndann í Hvíta húsinu og ráðsmann
hans, Donald Regan starfsmannastjóra.
Svo er látið heita, að North hafi á sitt ein-
dæmi, en með óljósri vitneskju og afskipta-
leysi Pointdexters, látið renna á leynireikn-
inga í svissneskum bönkum allt að 30 millj-
ónir dollara af yfirverði fyrir bandarískar
hergagnasendingar til írans. Contra sveitun-
um í Mið-Ameríku, málaliðum leyniþjón-
ustunnar CIA í hernaði gegn stjórn Sandin-
ista í Nicaragua, var svo veittur aðgangur að
leynireikningunum. Þetta gerðist meðan í
gildi voru í Bandaríkjunum lög sem bönnuðu
stjórnvöldum og stjórnarstofnunum að
leggja fram fé til hernaðar Contra.
Nú er því einnig haldið fram að North,
undirofursti í landgöngusveitunum að met-
orðum, hafi að Reagan forseta og hver veit
hve mörgum öðrum yfirboðurum sínum for-
spurðum, gefið ísraelsmönnum fyrirmæli, í
nafni Bandaríkjastjórnar, um að koma fyrstu
vopnasendingunni i þessari síðustu lotu
áfram til írans í ársbyrjun 1985. ísraelsmenn
gerðu Irönum bæði þá og síðar mun hærri
reikninga fyrir vopnin en þeir sjálfir greiddu
Bandaríkjastjórn. Mismunurinn rann á ieyni-
reikningana, sem North stofnaði fyrir Contra
í Sviss.
Forganga Norths um ólöglega aðstoð við
Contra komst í hámæli í haust, þegar banda-
rísk flutningavél með vopn til þeirra var skot-
in niður í Nicaragua. Símanúmer Norths í
Hvíta húsinu fannst í plöggum flugmanns.
Tóku bandarísk blöð þá að grafast fyrir um
feril þessa starfsmanns forsetaembættisins.
Kom á daginn að hann hafði náin tengsl við
uppgjafahermenn, sem bundist höfðu sam-
tökum um að safna fé og útvega vopn fyrir
Contra. North hafði eignast þessa félaga í
stjórn morðsveita Bandaríkjahers í Víetnam.
Þær höfðu það hlutverk að setja flugumenn
til höfuðs þorpsöldungum og öðrum áhrifa-
mönnum í sveitum landsins, sem heimildar-
menn leyniþjónustu hersins héldu fram að
gengju erinda Þjóðfrelsishreyfingar Suður-
Víetnams.
North fylgdi öðrum landgönguliða, Robert
McFarlane, fyrst í utanríkisráðuneytið í upp-
hafi Reagan-stjórnarinnar, síðan í Þjóðarör-
yggisráðið, þegar McFarlane varð öryggis-
málaráðgjafi forsetans. Eftir komuna í Hvíta
húsið gerðist North brátt mjög handgenginn
forsetanum, einkum eftir að undirofurstinn
tók að sér að veita Ronald Reagan þjálfun í
að stjórna kjarnorkustríði. Haft er eftir
mönnum í starfsliði Þjóðaröryggisráðsins,
að North virtist geta lesið hug forsetans.
Hann beitti sér fyrir lagningu tundurdufla í
hafnir Nicaragua 1983, fyrir innrásinni á
Grenada sama ár og fyrir loftárásinni á Líbýu
síðastliðið vor.
Nógu illt var fyrir Reagap forseta, þegar
spurðist að hann hafði heimilað leynilega
vopnasölu til írans á bak við þingið og á svig
við lagafyrirmæli, gert utanríkisráðherra
sinn ómerkan bæði gagnvart bandamönn-
um í Evrópu og arabaiöndum og rofið hátíð-
legt heit gagnvart bandarískum almenningi
að greiða ekki lausnargjald fyrir gísla. Nú
tekur þó steininn úr, þegar þingi og þjóð er
ætlað að taka trúanlegt að einn undirofursti
hafi misserum saman fengið að leika lausum
hala og móta stefnu Bandaríkjanna í við-
kvæmum milliríkjasamskiptum.
Þingmenn beggja flokka á þingi krefjast
óháðrar rannsóknar á málinu. Segjast sumir
ekki lengur taka neitt trúanlegt að fyrra
bragði, sem frá forsetaembættinu kemur um
þetta efni. Talað er um skipun rannsóknar-
dómara með sérstakt umboð, eins og þegar
Nixon braut af sér í Watergate.
Sam Nunn tekur við formennsku í her-
málanefnd Öldungadeildarinnar, þegar nýtt
þing kemur saman upp úr áramótum og
demókratar ráða báðum deildum. Hann
kveðst hafa staðið Reagan að sjö mótsögn-
um við sjálfan sig á fréttamannafundi forset-
ans í síðustu viku. Leiða megi að því rök, að
forsetinn hafi framið þrennskonar lögbrot
með athæfi sínu.
Regan starfsmanna-
stjóri grúfir yfir
Pointdexter eftir að
ósköpin dundu yfir
Hvíta húsið.
eftir Magnús Torfa Ólafsson
Jim Wright tekur við forsæti í Fulltrúadeild
á nýja þinginu. Hann hefur skýrt frá að fyrir
liggi, að meðal vopna sem ísraelsmenn
sendu Irönum að undirlagi Bandaríkjastjórn-
ar hafi verið 2008 TOW skeyti til að granda
skriðdrekum og virkjum og 235 Hawk loft-
varnaskeyti, fyrir utan varahluti í orrustuflug-
vélar af gerðunum F-4 og F-14. Þessi vopna-
búnaður einn getur hæglega nægt til að ríða
baggamuninn Iran í hag í stríði klerkastjórn-
arinnar við írak. Þetta gerist samtímis því að
arabaríki hliðholl Bandaríkjunum einbeita
sér til liðsinnis við írak af ótta við útbreiðslu
islamskrar byltingar.
Demókratar ráða frá áramótum báðum
deildum Bandaríkjaþings. Þeir fara sér að
engu óðslega, gefa Reagan tækifæri til að
grafa sér sem dýpsta gröf á eigin spýtur. í
starfsliði forsetans situr hver á svikráðum við
annan eftir það sem gerst hefur.
Forseti á síðari hluta síðara kjörtímabils
með báðar þingdeildir undir stjórn and-
stöðuflokks á nógu erfitt. Þegar hann þar á
ofan í upphafi slíks erfiðleikatímabils fyrir-
gerir hylli og trúnaðartrausti bandarísks al-
mennings, er hætt við að honum reynist all-
ar bjargir bannaðar.
Vandkvæði Ronald Reagans að gera sér
grein fyrir flóknum hugmyndum og fylgjast
með samhengi mála virðast þar á ofan áger-
ast með aldrinum. Komið er á daginn að á
fundinum í Höfða með Gorbatsjoff bar hann
fram tillögu um útrýmingu langdrægra
kjarnorkuflauga, sem starfsmenn Hvíta
hússins höfðu sett saman í skyndi og forset-
inn leyndi fyrir yfirherráði Bandaríkjanna.
Eftir á, þegar Reagan skýrði þingmönnum
frá því sem fram fór í Höfða, kom á daginn
að honum var sjálfum ekki ljóst, hvað hans
eigin tillögur fólu í sér, segir Sam Nunn öld-
ungadeildarmaður.
Frá því Eisenhower lét af völdum 1960,
hefur enginn forseti Bandaríkjanna setið út
eðlilegan valdatíma, tvö samfelld kjörtíma-
bil. Kennedy var myrtur. Johnson varð stríð-
ið í Víetnam ofviða. Nixon féll á leynihernað-
inum gegn Kampútseu, sem ól af sér Water-
gate. Ford og Carter töpuðu kosningum. Nú
er svo komið að Ronald Reagan dugar lítt
þjálfun í að horfa í myndavél. Svo kann að
fara, að bæði heilsufar hans og hagsmunir
Repúblíkanaflokksins leggist á eitt, að kall
komi til George Bush varaforseta að taka við.
MÁL OG MENNING
Lurkurinn og náttúran
Einhvern tíma í haust þurfti ég
að fletta upp í bók minni fslenzku
orötakasafni — ég man ekki leng-
ur, hvers ég leitaði þar. En fyrir
einhverja tilviljun rakst ég á orð-
takið ad vera (eins og) lurkum
laminn. Mér varð þá ljóst, að ég
hefði ekki í langan tíma heyrt né
séð þetta orðtak, sem notað er um
mikla þreytu eða þreytuverki. Get-
ur verið, að þetta orðtak sé að falla
í gleymsku? Ég trúi því ekki, að
þess sé ekki full þörf enn. Vart eru
mikil þreyta eða þreytuverkir orð-
in svo fátíð fyrirbæri í íslenzku
þjóðfélagi, að menn þurfi ekki á
orðtökum að halda til að tákna
slíkt. Mér virðast allir vera önnum
kafnir frá morgni til kvölds.
Ég rek í bókinni, að orðtakið í
þeirri myndhverfu merkingu, sem
ég hefi lýst hér að framan, sé
kunnugt frá 19. öld og sýni dæmi
um það. En síðan get ég þess, að
fyrir komi á 17. öld annað afbrigði
í eiginlegri merkingu, þ.e. „barinn
með barefli". Setningin, sem það
kemur fyrir í, er á þessa leið: „sá
heilagi postuli var fyrst með lurk-
um laminn". Þessa setningu er að
finna í hinni frægu bók Harmóníu,
sem orðtakið margt er skrýtid í
Harmóníu er runnið frá.
En hér með er ekki öll sagan
sögð. Ég skýri einnig frá því í Orð-
takasafninu, að í Gydingasögu,
sem Brandur Hólabiskup Jónsson
(d. 1264) þýddi úr latínu, sé talað
um konur, sem voru barðar „með
lurkum, þar til að blóð fell um þær
allar". Þessi tilvitnun hefir orðið til
þess, að ég ýja að því, að orðtakið
eigi upptök í þýddum ritum eða
með öðrum orðum, að það eigi sér
latneska fyrirmynd. En ekki færi
ég frekari rök fyrir því.
Þessar bollaleggingar mínar um
uppruna orðtaksins í Orðtakasafn-
inu urðu til þess, að ég fór að velta
því nánara fyrir mér. Minntist ég
þá þess, að móðir mín notaði oft
málsháttinn þótt náttúran sé lam-
in rned lurk, leitar hún út um sídir.
Með þessu vildi hún láta í ljós þá
skoðun sína, að harkalegar upp-
eldisaðgerðir mættu sín lítils gegn
upplagi manna og hneigðum, eðl-
ið segði alltaf til sín. Vel má vera,
að þessi skoðun sé rétt. Ég tek
enga afstöðu til þess.
Ég leitaði að framangreindum
málshætti í íslenzkum málshátta-
söfnum, sem út hafa verið gefin og
ég rakti í HP 30. okt. 1986, bls. 34,
öðrum en máisháttasafni Guðm.
Jónssonar, en fann hann aðeins í
íslenzkum múlshúttum þeirra
Bjarna Vilhjálmssonar og Óskars
Halldórssonar. Þar var hann í ná-
kvæmlega sömu gerð og móðir
mín hafði notað hann. í bókinni er
vitnað til málsháttasafns, sem
Björn Haraldsson kennari
(1897-1985) hafði lánað
höfundum. Björn var Norður-
Þingeyingur. En þó að mér þætti
gott að fá þarna staðfestingu á því,
að ég myndi rétt, var ég ekki
ánægður. Ég var sannfærður um,
að til hlytu að vera eldri heimildir,
því að ég taldi mig vita, að
málshátturinn styddist við
latneska fyrirmynd. Væri því
líklegt, að hann hefði komizt inn í
íslenzku, þegar latína var fyr-
irferöarmeiri í skólanámi en verið
hefir nú um sinn. Ég leitaði því til
Orðabókar Háskólans og fékk
dæmi þaðan.
Maður er nefndur Þorleifur
Halldórsson (fæddur um 1683, d.
1713). Hann var af fátækum kom-
inn, en komst þó til mennta og
varð stúdent frá Skálholti árið
1700. Þorleifur ætlaði að sigla til
Hafnar haustið 1700, en lenti í
hrakningum og komst til Noregs
skömmu fyrir jól. Á leiðinni skrif-
aði hann ritgerð á latínu og nefndi
hana Mendacii Encomium. Rit-
gerð þessa þýddi Þorleifur síðar á
íslenzku (á árunum 1711—1713),
og hefir hún hlotið nafnið Lof lyg-
innar á voru máli. Latneska hand-
ritið er glatað, en þýðingin er til
með hans eigin hendi í Lands-
bókasafni (ÍB 371,4to). Þessi rit-
gerð Þorleifs heyrir til bók-
menntagrein, sem á ensku er
nefnd Fool literature og kalla
mætti glóparit á íslenzku. Eitt-
hvert kunnasta rit þessarar bók-
menntagreinar er Narrenschiff
eftir Sebastian Brant. Það kom
fyrst út í Basel 1494. Hér er
ekki ástæða til að rekja þetta efni
nánar, þótt skemmtilegt sé. En
þess skal þó getið, að í Lofi
lyginnar er lygin persónugerð og
látin halda ræðu sér til varnar. í
ritgerðinni er víða vitnað til
klassískra rita og Biblíunnar. í
Lofi lyginnar kemur fyrir
málshátturinn um náttúruna og
lurkinn í örlítið öðru formi en
móðir mín kenndi mér hann (þó
núttúran sé lamin með lurk, hún
leitar heim um sídir). Orðrétt segir
svo (stafsetning samræmd):
Þá er því næst að telja ágirnd-
ina, sem er einn kvikindislegur
skaplöstur, en þó ekki hægur út að
rýma. Því um einn óseðjanlegan
ágirndarbúk má það vel segja, að
þó náttúran sé lamin með lurk,
eftir Halldór Halldórsson
hún leitar heim um síðir. Islandica
VIII, 31.
Sama afbrigði málsháttarins
kemur fyrir í Safni af íslenzkum
ordskviöum eftir Guðmund Jóns-
son (Kbh. 1830), bls. 409, og í
Hafnarstúdentar skrifa heim, bls.
278, í bréfi frá 1888. En í Fyrirlestri
um hagi og rjettindi kvenna eftir
Bríetu Bjarnhéðinsdóttur frá 1888
segir svo: „Þótt náttúran sé lamin
með lurk, þá leitar hún út um síð-
ir.“ Má segja, að hér sé komið svo
til sama gervi málsháttarins og ég
lærði ungur. Öll framangreind
dæmi eru úr seðlasafni Orðabók-
ar Háskólans.
Um uppruna málsháttarins er
það að segja, að hann er þýðing á
þessum orðum Hórazar: Naturam
expellas furca, tamen usque recur-
ret (Epistuale I, 10, 24), en þetta
merkir, „rekir þú náttúruna út
með kvísl, kemur hún samt til-
baka“.
Þó að elzta bókfesta dæmið um
málsháttinn sé frá byrjun 18. aldar,
má þessi orðskviður Hórazar vera
miklu eldri í íslenzku. Verður mér
þá hugsað til þess, að íslenzkir
námsmenn hafa kynnzt Hórazi í
latínuskólunum gömlu.
44 HELGARPÓSTURINN