Helgarpósturinn - 02.04.1987, Page 2
ÚRJÓNSBÓK
Siðgæði með afslætti
Þjóðin verður ekki söm og áður. Örlagarík-
ir atburðir hafa umhverft mönnum, málefn-
um og andlitum ljósmyndara með svo eftir-
minnilegum hætti að þeir, sem grundvölluðu
líf sitt á óbifanleik hlutanna, standa nú uppi
ráðvilltir. Jafnvel fréttastjórar misstu ekki
einungis stjórn sína á fréttunum heldur einn-
ig á sjálfum sér svo að óvilhallur Hallsson
komst ekki að þegar mest á reyndi.
Hvunndagsleg orð hafa öðlast nýja vídd og
vekja viðbrögð sem voru áður jafn óhugs-
andi og afskipti eigenda af fyrirtækjum sín-
um. Elskuríkum verslunarmanni varð það á
í vikunni að hengja upp í búðargluggann til-
kynningu um að allar vörur væru boðnar til
sölu með tuttugu prósent afslætti. Eftir það
sást ekki nokkur maður ganga inn til hans.
Orðið, sem áður hafði ginnt hundruð við-
skiptavina til þess að lifa um efni fram, vakti
nú slíkan óhug að sumir vegfarenda tóku á
sig stóran sveig yfir götuna þegar þeir ráku
augun í tilboðið.
Og fleiri orð hafa skipt um inntak þennan
hálfan mánuð síðan fjármálaráðherra ákvað
að draga úr halla ríkissjóðs með því að fækka
ráðherrum í ríkisstjórn.
Meðal þessara hornsteina íslenskrar tungu
er orðið „siðgæði".
íslendingar hafa frá fornu fari þekkt hug-
takið „siðgæði". Svo að dæmi sé nefnt frá
fyrstu öldum íslandsbyggðar, þá þótti lélegt
siðgæði að vega mann án þess að lýsa vígi á
hendur sér. Siðgæðiskröfur til forfeðra okkar
voru að sjálfsögðu miklum mun fleiri, mæltu
fyrir um hegðun í nær öllum samskiptum
manna, og þar kom að mönnum þótti ein-
sýnt að ekkert yrði upp úr slíkum samskipt-
um haft ef standa átti fast á siðgæðinu. Þjóð-
in hafði að vonum miklar áhyggjur af slíkri
þróun í samskiptum stnum innbyrðis og við
erlenda menn, einkanlega eftir að verslunar-
frelsi var upp tekið á átjándu öld. Var það
samdóma áiit að tæpast gætu menn grætt
hver á öðrum, misnotað aðstöðu sína, falið
tekjur fyrir skattheimtumönnum eða gegnt
ráðherraembættum ef ekki yrði reynt að
breyta inntaki orðsins „siðgæði" svo að ein-
staklingar gætu hermt það upp á sjálfa sig án
þess að láta það vera sér fjötur um fót.
Lausn þessa vanda leitaði mjög á þjóðina
alla nítjándu öld og eftir mikil heilabrot og
samviskukvalir var ákveðið að breyta inn-
taki orðsins þannig að það næði samkvæmt
skilgreiningu yfir svonefnt „tvöfalt siðgæði".
Ekki verður annað sagt en að þessi breyt-
ing hafi átt sinn þátt í viðreisn þjóðarinnar á
umliðinni öld. Tvöfalt siðgæði er nefnilega
að því leyti notadrýgra en einfalt siðgæði að
það krefst ekki óhóflegrar siðgæðiskenndar
af mönnum heldur mega þeir láta sér sjást að
hentugleikum yfir þá siðgæðismælikvarða
sem aðstæður leyfa hverju sinni. Þannig hafa
menn til dæmis lagt annan siðgæðismæli-
kvarða á sjálfan sig en á náunga sinn, annan
mælikvarða á kennara en á kaupmenn og
gerólíkt siðgæðismat á ráðherra en á þing-
menn.
Hið breytta inntak orðsins „siðgæði" greri
fast í vitund þjóðarinnar, enda reynslan af
því góð, og af þeim sökum ofar eðlilegt og í
fyllsta samræmi við siðgæðishugmyndir Is-
lendinga að fjármálaráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins skyldi eftir langa yfir-
vegun með þingflokki og fulltrúaráði komast
að þeirri niðurstöðu að afleitt siðgæði hjá
ráðherra væri eftir allt saman ekki svo há-
bölvað þegar þingmaður ætti í hlut. Var
heldur engan bilbug að finna hvorki á for-
manni flokks né fulltrúaráðs þegar þeir
kunngerðu kinnroðalaust að til ráðherra og
þingmanna væru ekki gerðar sömu siðgæðis-
kröfur.
Þá hlýtur þvi ásamt öllum almenningi að
hafa rekið í rogastans, þegar maðurinn, sem
þeir að viðtekinni þjóðarvenju lögðu á tvö-
faldan siðgæðismælikvarða, tók upp á að
leggja þann skilning í orðið „siðgæði" sem
nytjasjónarmið höfðu kennt íslendingum
fyrir margt löngu að væri gersamlega ófært
að búa við. Hann neitaði sumsé blákalt að
samræmdist forskriftum siðfræðinnar að
leggja cmnan siðgæðismælikvarða á ráðherra
en á þingmenn og kvaðst draga af því þá
ályktun í fyrsta lagi að siðgæði hans sem ráð-
herra og sem þingmanns stæðist ströngustu
kröfur og í öðru lagi að siðgæði hinna væri
ábóta vant þar sem það væri tvöfalt.
Fyrrum flokksbræður þessa upphafs-
manns nýrrar siðvæðingar vissu ekki hvað-
an á sig stóð veðrið^Þjóðin var agndofa.
Hvarvetna voru skömmustulegir íslendingar
að líta í eigin barm. Gat verið að það sam-
ræmdist ekki réttum skilningi á siðgæði að
láta sér sjást yfir ofboðlitlar fjárhæðir hér og
þar þegar talið var fram til skatts? Gat verið
að það stríddi gegn heilbrigðu siðgæði að
segja eitt í dag og annað á morgun? Gat það
talist brot á siðgæðisreglum að gleyma öllu
siðgæði þegar peningar manns voru í húfi?
Var það siðleysi að blekkja neytendur til að
kaupa kýrkjöt á sama verði og nautakjöt?
Gat verið að það væri rangt að klastra yfir
ryðblettina á bílnum áður en farið var með
hann á bílasölu?
Tíðindi, sem vörðuðu siðgæði og ábyrgð á
eigin verkum, bárust út úr Sjálfstæðisflokkn-
um á hverjum degi og þrengdu svo að við-
teknum siðgæðishugmyndum þjóðarinnar
að á endanum stóðu menn frammi fyrir
orðnum hlut: inntak orðsins „siðgæði" hafði
gerbreyst öðru sinni í sögu tungunnar. Fjár-
málaráðherra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins, sem hélt hann hefði virt í einu og
öllu ströngustu siðgæðiskröfur samfélagsins
og lagt út í tvísýna baráttu á grundvelli heil-
brigðra íslenskra siðgæðishugmynda, horfð-
ist allt í einu í augu við þjóð sem hafði ger-
breytt skilningi sínum á hvað sé gott siðgæði
og hvað sé það ekki. í stað þess að honum
væri sungið lof og prís á hverju alþýðuheimili
og honum færðar þakkir fyrir að standa fast
á því að almennar íslenskar siðgæðisreglur
giltu einnig í stjórnmálum, sneru menn upp
á sig með vanþóknunarsvip, virtu hinar
gömlu reglur sem dæmi um algert siðleysi og
stofnuðu stjórnmálaflokk á grundvelli hins
nýja inntaks í orðinu „siðgæði”.
Ekki verður strax séð hver muni verða
áhrif hinnar nýju skilgreiningar á siðgæði á
stjórnmál íslendinga og þjóðlíf, hvort sem
ræðir um sjálfstæðan atvinnurekstur eða
einkalíf. Endurskoðendur, sem þekkja
manna best einstigið milli siðgæðis og sið-
leysis, telja fullvíst að muni verða vandlifað
eftir að hin nýja siðvæðing hefur náð tökum
á þjóðinni.
Fulltrúar hinna gömlu siðgæðishug-
mynda, sem jafnframt eru andstæðingar
hins nýja flokks, draga fyrir sína parta mjög
í efa að þjóðinni takist í einu vetfangi að
breyta svo hegðan sinni í smáu sem stóru að
boðberar nýrra siðgæðishugmynda geti með
góðri samvisku sótt stuðning í atkvæði henn-
ar strax í næstu kosningum án þess að rétt-
læta í verki að minnsta kosti tvöfalt siðgæði.
Að dómi hlutlausra manna er hér um óþarfa
svartsýni að ræða og vanmat á aðlögunar-
hæfni þjóðarinnar í siðgæðisefnum, sé tekið
tillit til þess að nú þegar hafa staðist inntöku-
próf á framboðslista siðbótarmanna marg-
þvældur verkalýðsforingi, fríkirkjuprestur
og heildsali af Laufásveginum.
AIIGALEIÐ
G£T(JRÐU SK/PT
HUNDRKÐOG
SPUTJKN ÞÚS-
UNDUM ?
NBl, ÞV/ MIDUR, EN
ÞÚFÆPÐÞBJM
miÐMEG/JSKIPT
'/ 3/tNMNUMHÉRNA
'A3KKVJÐ!
2 HELGARPÓSTURINN