Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 4
YFIRHEYRSLA nafn: Ingvi Hrafn Jónsson fæddur: 27.7. 1942 staða Fréttastjóri sjónvarpsins áhugamál Laxveiðar heimili: Barmahlíð 56 bifreið: Range Rover 82 laun: 100—120 þúsund (með 80 tíma vinnuviku) heimilishagir: Kvæntur Ragnheiði Söru Hafsteinsdóttur flugfreyju og eiga þau 2 syni Flokkurinn að drepa útvarpið eftir Óskor Guðmundsson myndir Jim Smart Ingvi Hrafn hefur fengið harkalega gagnrýni á sig vegna viðtals við Albert Guð- mundsson í sjónvarpinu bæði frá Morgunblaðinu og fleiri aðiljum. Hann íhugaði af- sögn en hætti við. — Af hverju sagðirðu ekki af þér? Vegna þess að ég komst að þeirri niður- stöðu að ásakanirnar væru ekki á rökum reistar og kæmu þar að auki úr faglegu gler- húsi. — Af hverju segirðu það? Vegna þess, að Morgunblaðið, stærsta biað þjóðarinnar, er að reyna að breiða yfir eigin mistök og vanrækslu með því að koma meintri sök yfir á aðra. — Þannig að Morgunblaðið vissi um atburðina... Ég er sannfærður um það eftir þau 12 ár sem ég vann á ritstjórn Morgunblaðsins að yfirmennirnir þar vissu allt um þennan fræga þingflokksfund en ákváðu hins vegar að taka ekki á mál inu fyrr en eftir að HP opn- aði það. — Þannig að þú vilt meina að Morgun- blaðið hafi sjálft brotið trúnað gagnvart lesendum sínum, en ekki fréttastofa sjónvarpsins? Einmitt. Ég tek samt fram, að ég er mikill Morgunblaðsmaður og vinur ritstjóranna þar, þó ég telji að þeir hafi ráðist aftan að mér ódrengilega og óheiðarlega. En einmitt vegna þessarar vináttu sárnar manni þessi aðför. — En Morgunblaðið var ekki eitt um gagnrýni vegna þessa, heldur fjöimargir aðrir. Tekur þú ekki mark á gagnrýni? Alveg hiklaust. Það er fjarri því að ég eða mínir samstarfsmenn séum yfir gagnrýni hafnir. í þessu tilfeili tók ég þá ákvörðun að reyna þessa „rnjúku" leið í þeim tilgangi að hún væri vænlegri leið til að skila árangri. Auðvitað var ég klár á því, að þessi aðferð væri umdeilanleg. Niðurstaðan var líka sú, að D-listamenn sem enn eru tryggir sínum flokki og stór hluti stjórnarandstöðunnar var óánægður með árangurinn, — en svo er hinn helmingurinn, sem var mjög ánægður. Ég tók áhættu og ber að sjálfsögðu ábyrgðina. — Einn stjórnmálaleiðtoginn lýsti þessu þannig, að þið hefðuð verið eins og kjölturakkar...? Blessaður vertu. Mér lenti saman við Jón Baldvin Hannibalsson fyrir nokkrum árum þegar ég var þingfréttamaður. Þá kynntist ég hörku hans og yfirgangi, — og af því að ég lét ekki undan, þá fór ég sjálfkrafa á aftöku- listann. Fyrir tveimur árum lýsti hann því yf- ir að þegar hann næði völdum, þá yrðum við Jóhannes Nordal fyrstir til að fjúka. Af öllum þeim klúbbum og félögum sem ég er í, held ég að ég geti ekki verið jafn stoltur af neinum og þeim sem ég er í með Jóhannesi Nordal. Á sama hátt og ég tek gagnrýni Jóns Bald- vins sem hrós, tel ég það til hróss, þegar ég sæti gagnrýni manna eins og Hannesar Hólmsteins. — En sætir þú erigri gagnrýni innan- húss. Tók Markús Örn þig ekki á beinið? Nei. Þú verður að gæta að því að fréttastof- an er sjálfstæð og sterk eining hér innan- húss. Okkar sjálfstæði er virt til fullnustu, enda ekki hægt að reka fréttastofu öðruvísi. — Lét útvarpsráð heldur ekkert í sér heyra? Éinhverjar fréttir hafði ég af því að þeir hefðu verið að krunka þar um málið og þá sérstaklega formaður útvarpsráðs, sem teng- ist valdastofnunum Sjálfstæðisflokksins náið. Nei, auðvitað kveinka ég mér ekki undan gagnrýni. Þetta viðtal vann ég eins og öll önnur störf mín hér á stofnuninni sam- kvæmt bestu samvisku og af heiðarleika, sem ég sem fréttamaður tileinka mér í störf- um. — Þannig að þú er ekki í Hulduhern- um? Nei. í öil þau skipti sem ég hef greitt at- kvæði í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins, en það hef ég gert sem óflokksbundinn sjálf- stæðismaður, hef ég aldrei kosið Albert Guð- mundsson og ætla ekki að kjósa S-listann í næstu kosningum. — í Ieiðara Þjóðviljans einu sinni var ýjað að því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði komið þér fyrir ásamt 2 öðrum yf- irmönnum til að stjórna þessari stofnun. Það er ekki að heyra á þér... Þessi leiðari Össurar Skarphéðinssonar, sem ég met mikils, ekki sem stjórnmála- mann heldur fiskeldisfræðing, kallaði fram bros. Ég var ráðinn fréttastjóri með minni- hluta atkvæða í útvarpsráði og hlaut atfylgi aðeins tveggja sjálfstæðismanna, en útvarps- stjóri valdi mig til starfsins, vegna þess held ég, að ég hafði sterk meðmæli sem heiðar- legur blaðamaður. Ég reyni að rísa undir því trausti í störfum mínum. — En heldur þú að fréttastofan njóti trausts meðal áhorfenda? Já. Skoðanakönnun sem birtist í dag leiðir í Ijós, að milli 70% og 80% fólks treystir okk- ur best til að miðla fréttum. Það tel ég að sé einfaldlega vegna þess að við erum með bestu fréttamennina. Þetta er fólk sem vinn- ur mjög sjálfstætt að sínum verkefnum og við leggjum mikla áherslu á þetta sjálfstæði. Þú skalt ekki halda að ég sé með einhver bossalæti hérna, við vinnum þetta saman og sjálfstætt. — Óttast þú ekki, eftir að svona harka- leg gagnrýni hefur komið fram, að fréttamenn stofnunarinnar veigri sér við að taka á viðkvæmum málum á næst- unni? Nei. Þveröfugt. Við höfum mikinn metnað og munum taka á öllu fréttnæmu, ekki síður hér eftir en hingað til. Auðvitað erum við mannleg og gerum stundum mistök, en < heildina tekst okkur vel upp. — Er það rétt að gerðar hafi verið dýr- ar breytingar á húsnæði fréttastof- unnar? Það voru gerðar hér nauðsynlegar breyt- ingar, sem kosta samkvæmt áætlun um 3 milljónir króna. Þar af mun helmingur nýtast eftir sem áður þegar við flytjum í nýja húsið. Ekki bara það heldur felst gífurlegur sparn- aður í breyttri framleiðslurás þannig að nýt- ing á mannskap verður mjög mikil. Þessar breytingar spara fjármagn. Við flytjum eftir 2 til 3 ár í nýja útvarpshúsið. — Nú er ekki bara mikið umrót í póli- tíkínni heldur og í fjölmiðlun. Hvernig finnst þér sjónvarpið standa sig? Nýtist ykkur þetta sjálfstæði sem þú segir fréttastofuna hafa? Þetta er auðvitað opinber stofnun og því takmarkast sjálfstæði hennar af því. Ég tel að þess vegna sé eðlilegt að það sé eftirlit með starfsemi hennar svo sem útvarpsráð á að inna af hendi. Hins vegar tel ég það vera með stærstu tímaskekkjum í íslenskri fjölmiðlun í dag, að útvarpsráð skuli ákveða dagskrár- efni sjónvarps að miklu leyti. Barátta for- manns útvarpsráðs til að knýja okkur til að breyta fréttatímanum leiddi til þess að frá því í haust hefur áhorfendatala frétta á Stöð 2 tvöfaldast. Að mínu mati voru þetta stærstu stjórnunarlegu mistök sem útvarpsráð hefur gert. En það skal tekið fram að formaðurinn lofaði að þetta yrði endurskoðað ef kæmi í ijós að það hefði slæm áhrif á rekstur sjón- varpsins. — Ingvi Hrafn. Nú ert þú óflokksbund- inn sjálfstæðismaður, en Sjálfstæðis- flokkurinn hefur á að skipa öllum æðstu yfirmönnum þessarar stofnunar alveg uppí ráðherra. Samt er Ríkisútvarpið í hálfgerðum lamasessi einmitt þegar mest ríður á í samkeppninni. Kanntu einhverjar skýringar? Ég óttast að Sjálfstæðisflokkurinn sé að kyrkja Ríkisútvarpið undir forystu mennta- málaráðherra og formanns útvarpsráðs. Menntamálaráðherra lýsti því fagurlega yfir, að enginn þyrfti að óttast um framtíð þess- arar merkustu menningarstofnuhar þjóðar- innar. Hann hefur ekki staðið við eitt einasta loforð af þeim toga, t.d. fást afnotagjöldin ekki hækkuð. Nú stefnir í tveggja til þriggja tíma kvöldútsendingu sem sjálfsagt verður að mestu leyti endursýnt efni. Formaður út- varpsráðs stendur að tillögum um sölu á deildum stofnunarinnar til að einkaaðiljar geti tekið við rekstrinum. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri er ekki öfundsverð- ur af þeim trakteringum sem hann fær frá flokkssystkinum við stjórnun þessarar æðstu menningarstofnunar þjóðarinnar. Mér er stórlega til efs að hann hefði tekið starfið að sér, hefði hann vitað hvert framhaldið yrði. Það verður að koma til stefnubreyting, ann- ars geta menn gleymt því hlutverki sem Rík- 'isútvarpið á að gegna í menningarefnum og til afþreyingar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.