Helgarpósturinn - 02.04.1987, Qupperneq 6
ISKOPANAKÖNNUN HELGARPOSTSINSI
ÞORSTEINN OG ALBERT
MEÐ ALLS 32 ÞINGMENN
BORGARAFLOKKURINN STÆRRI EN SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR í KJÖRDÆMI ÞOR-
STEINS PÁLSSONAR FRAMSÓKN AÐ VERÐA AÐ ENGU — ÞESSA DAGANA STEIN-
GRÍMUR OG JÓN BALDVIN NÁ EKKI KJÖRI 22 NÝLIÐAR Á ALÞINGI - 11 ÞING-
MENN FALLA - 7 ÖRUGG SÆTI FOKIN SONUR ALBERTS NÆÐI ÞINGSÆTI
Samkvæmt skoðanakönnun
Helgarpóstsins vantar Sjálfstæðis-
flokkinn og Borgaraflokkinn aðeins
einn þingmann til þess að mynda
hreinan meirihluta á Alþingi Islend-
inga. Þingmannafjöldi Sjálfstæðis-
flokksins er samkvæmt þessum nið-
urstöðum alls 17 þingmenn, en-
Borgarafiokkurinn fengi 15 þing-
menn. Til þess að ná meirihluta í
báðum deildum þingsins þarf 33
þingmenn.
Stjórnarandstaða hægri flokk-
anna tveggja liti þá þannig út: Al-
þýðuflokkur 10 þingmenn, Alþýðu-
bandalag 10 þingmenn, Framsókn-
arflokkur 6 og Kvennalisti 5.
Þessar niðurstöður leiða í ljós, að
á Alþingi í haust myndu 22 nýir
þingmenn taka sæti þar, en 12 þing-
menn sem eru í framboði til endur-
kjörs myndu falla út af þingi, meðal
annarra flokksformennirnir Jón
Baldvin Hannibalsson í Reykjavík
og Steingrímur Hermannsson í
Reykjanesi og aðrir þaulsetumenn á
þingi.
Þessir útreikningar eru byggðir á
könnun á fylgi flokkanna, sem Skáís
vann fyrir Helgarpóstinn sl. sunnu-
dag. Niðurstöður eru nokkuð í dúr
við útkomu annarra kannana, sem
gerðar hafa verið „á hátindi tilfinn-
ingabylgjunnar", eins og pólitíska
andrúmsloftið hefur verið kailað
síðustu dægrin.
Könnun Heigarpóstsins náði til
alls landsins og urðu niðurstöður í
sem stærstum dráttum eftirfarandi,
þegar spurt var um hvaða flokk fólk
hygðist kjósa:
Allt landiö.
AlþýíKjftokkur
Pwuriaéfcnarflokkur
MMMwndalag
% af heild % þeirra sem
tóku afstöðu
15.5
10.3
24,9
16.3
8,4
21.6
34,8
10,1
6,8
16,3
10,6
5,5
14,1
Ejir er Sjálfstæðisflokkurinn
st»rsti fiokkurinn með Borgara-
flokkinn á haelunum, en þar á eftir
koma allaballar með örlitlu meira
fylgi en kratar og Framsókn með
aum 10%. Kvennalistinn er styrkur
í smæð sinni.
I könnun blaðsins voru 800 spurð-
ir og skiptum við landinu að vanda
í Reykjavík, Reykjanes og svo lands-
byggðina. Sundurgreindar niður-
stöður eru í töflum 3—5.
Athyglisverðustu niðurstöðurnar
eru að sjálfsögðu gífurlegt fyigi
Borgaraflokksins, sem ekki var einu
sinni búinn að birta stefnuskrá sína
þegar könnunin var gerð og svo
fylgistap sjálfstæðismanna. Þá virð-
ast kratar tapa á tilkomu Borgara-
flokksins og enn frekar framsóknar-
menn, sem eru samkvæmt þessu
komnir niður fyrir 10% fylgi á lands-
vísu og eru á svipuðu róli og
Kvennalistinn. Alþýðubandalagið
má vel við una miðað við hræring-
arnar og er nú aftur komið upp fyrir
krata.
Reiknimeistari HP pældi í tölun-
um og reiknaði eftir því, sem unnt
er hvernig þingsæti skiptust, eins og
sjá má í töflu II. Við viljum hins veg-
ar gera þann fyrirvara, að þessir út-
reikningar eru í sumum tilvikum
anzans ári nærri ágizkunum.
Hvað um það. Lítum á mannskap-
inn.
Nýju andlitin á Alþingi sam-
kvæmt þessu yrðu eftirtalin:
__ Frá Borgaraflokki: Guðmundur
Ágústsson, hrl., Aðalheiður Bjarn-
freðsdóttir, verkakona, Benedikt
Bogason, verkfræðingur og Ásgeir
Hannes Eiríksson (uppbótarmaður),
öll úr Reykjavík.
Ingi Björn Albertsson, fram-
kvæmdastjóri (föður síns) af Vestur-
landi, Andrés Magnússon, yfirlækn-
ir úr Norðurlandi vestra, Guðmund-
ur Lárusson, deildarstjóri, úr Norð-
urlandi eystra, Ingvar Níelsson,
verkfræðingur úr Austurlandskjör-
dæmi, Óli Þ. Guðbjartsson, skóla-
stjóri og Ólafur Granz af Suðurlandi,
Júlíus Sólnes, verkfræðingur,
Hreggviður Jónsson, framkvæmda-
stjóri, Kolbrún Jónsdóttir, skrifstofu-
maður og Ragnheiður Ólafsdóttir úr
Reykjaneskjördæmi. (Albert Guð-
mundsson yrði sá eini, sem áður
hefur vermt sæti á Alþingi úr nýja
flokknum.)
Frá öðrum flokkum væru þessir
nýliðar: Sigbjörn Gunnarsson verzl-
unarmaður úr N-E og Jón Sæmund-
Miöaö við skoöanakönnun HP, sem gerð
var á sunnudag, þegar tilfinningahiti mun
hafa verið töluverður með þjóðinni, á
meira en einn þriðji þingmanna margt
ólært í þingstörfum.
ur Sigurjónsson úr N-V, báðir fyrir
krata, Ásmundur Stefánsson, ASI og
Kristinn Gunnarsson, bókhaldari af
Vestfjörðum, Unnur Bragadóttir,
Austfjörðum og Margrét Frímanns-
dóttir af Suðurlandi fyrir allaballa
og svo þær Þórhildur Þorleifsdóttir
og Kristín Einarsdóttir úr Reykjavík
og Málmfríður Sigurðardóttir, N-E
fyrir Kvennalista.
Fallkandídatarnir yrðu þessir:
Jón Baldvin Hannibalsson for-
maður Alþýðuflokksins, Steingrím-
ur Hermannsson formaður Fram-
Ef kosið væri til
sóknarflokksins, Skúli Alexanders-
son (G), Eggert Haukdal (D), Árni
Johnsen (D), Egill Jónsson (D), Guð-
mundur Einarsson (A), Gunnar
Schram (D), Jón Kristjánsson (B),
Stefán Guðmundsson (B) og Davíð
Aðalsteinsson (B) og Stefán Valgeirs-
son (áður B), sem býður fram sjálf-
stætt nú.
Þá eru nokkrir frambjóðendur,
sem að öllu óbreyttu hefðu átt að
teljast nokkuð öruggir á þing, en
eru úti þessa dagana. Þeir eru:
Guðmundur G. Þórarinsson (B),
Pétur Bjarnason, sem tók sæti Stein-
gríms formanns fyrir vestan, Guðni
Ágústsson (B), sem tók sæti Þórarins
Sigurjónssonar á Suðurlandi, Ellert
Eiríksson (D), sem náði 4. sæti á lista
sjálfstæðismanna í Reykjaneskjör-
dæmi, Vilhjálmur Egilsson (D), sem
tók við af Eyjólfi Konráði í N-V, Geir
Haarde (D), sem færðist upp í 6. sæti
sjálfstæðismanna í Reykjavík eftir
brotthlaup Alberts og Valgerður
Sverrisdóttir frá Lómatjörn, sem
skipar annað sæti Framsóknar í
N-E.
Að lokum skal á það bent fyrir þá,
sem hafa gaman af því að rýna í töl-
ur, að í Suðurlandskjördæmi er
Borgaraflokkurinn stærri en Sjálf-
stæðisflokkurinn og fær tvo þing-
menn kjörna en Þorsteinn Páísson
yrði eini þingmaður sjálfstæðis-
manna í kjördæminu.
En allt er þetta nú breytingum
undirorpið.
-H.H.
I
Fylgi stjórnmálaflokkanna í %
Ef kosið væri til Ef kosið væri til Alþingis núna, hvaða
Alþingis núna, hvaða Alþingis núna, hvaða flokk myndirðu kjósa?
flokk myndirðu kjósa? flokk mvndirðu kjósa? Landsbyggðin: % þeirra sem tóku afstöðu
Reykjavík: % þeirra sem Reykjanes: % þeirra sem Alþýðuflokkur 15,1
tóku afstöðu tóku afstöðu Framsóknarflokkur 18,7
Alþýðuflokkur 12,8 Alþýðuflokkur 20,7 Bandalag jafnaðarm. 0,5
Framsóknarflokkur 3,7 Framsóknarflokkur 5,2 Sjálfstæðisflokkur 21,9
Bandalag jafnaðarm. 0,5 Bandalag jafnaðarm. 0,0 Alþýðubandalag 18,7
Sjálfstæðisflokkur 26,2 Sjálfstæðisflokkur 28,4 Kvennalisti 5,5
Alþýðubandalag 15,0 Alþýðubandalag 13,8 Flokkur mannsins 0,0
Kvennalisti 12,3 Kvennalisti 7,8 Framboð Stef.Valg. 0,9
Flokkur mannsins 1,6 Fl. mannsins 1,7 Þjóðarflokkur 2,7
Borgaraflokkur 27,8 Borgaraflokkur 22,4 Borgaraflokkur 16,1
Óákveðnir o.fl. 38,9 Óákveðnir o.fl. 34,2 Óákveðnir o.fl. 29,8
A B D G S V
Reykjavík 12,8 3,7 26,2 15,0 27,8 12,3
Reykjanes 20,7 5,2 28,5 13,7 22,4 7,8
Vesturland 18,5 17,8 21,9 15,5 18,4 5,1
Vestfirðir 24,7 18,6 31,7 16,4 — 5,6
Norðurland vestra 10,1 24,1 21,0 18,9 18,3 4,6
Norðurland eystra 15,8 16,3 20,1 19,7 14,3 5,9
Austurland 7,4 24,3 16,5 30,1 12,9 5,9
Suðurland 14,9 16,5 24,0 13,8 25,4 5,4
Landið allt 15,5 9,7 25,2 16,1 22,1 8,7
Þessi tafla sýnir hlutfallslegt fylgi þeirra flokka, sem náðu árangri í þessari skoðana-
könnun, miðað við þá sem afstöðu tóku.
II
Skipting þingsæta
A B D G S V
Reykjavík 2 0 4+1 2+1 4+1 2+1
Reykjanes 2 0 3 1 2+2 1
Vesturland 1 1 1+1 0 1 0
Vestfirðir 1 1 1+1 1 — 0
Norðurland vestra 0+1 1 1 1 1 0
Norðurland eystra 1+1 1 2 1 1 0+1 (F)
Austurland 0 1 1 2 0+1 0
Suðurland 1 1 1 1 1+1 0
Landið allt 10 6 17 10 15 5
Þannig skiptast þingsætin. Þar sem plúsmerki er sett við er um að ræða jöfnunarsæti.
F er tákn fyrir „flakkarann", 63. þingsætið, sem félli f hlut Málmfríðar Sigurðardóttur á
Kvennalista í Norðurlandi eystra.
6 HELGARPÓSTURINN