Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 7
ALBERT ENN A RAÐHERRABILNUM
Á RÉTT Á AÐ KAUPA MERCEDES BENZ
300 SEL HEFUR ENN EKKI ÁKVEÐIÐ SIG
FÆR SEX MÁNAÐA RÁÐHERRA BIÐLAUN
Þorsteinn Pálsson, fjármálarábherra og formaður
Sjálfstœbisflokksins, átti morgunfund meb Albert Gub-
mundssyni á fimmtudagsmorgun fyrir uiku. Albert hafbi
þá ekki gefib út yfirlýsingu um sérstakt frambob og sku.
heimildum HP rœddu þeir Albert og Þorsteinn þab mál
abeins lauslega. Tilgangur fundarins uar sá m.a. ab
ganga frá ýmsum atribum er snertu afsögn Alberts
Gubmundssonar.
■*Æi :
Albert Guömundsson sótti Sigurö Þórð-
arson, skrifstofustjóra f fjármálaráöu-
neyti, í Arnarhvál s.1. fimmtudag og ók
upp í Sigtún eins og myndirnar sýna. Á
þeim f undi var fyrrum iðnaðarráðherra að
semja um hugsanleg kaup á ráðherrabíln-
um.
Á fundinum ræddu þeir Albert
um kaup hans á ráðherrabifreiðinni
R-16062, en bifreiðin er eign for-
sætisráðuneytisins. Bifreiðin er
Mercedes Benz, árgerð 1986, skráð
8. janúar 1986. Ný bifreið sömu
gerðar kostar um 3 milljónir og er
endursöluverð árgerðar 1986 talið
vera um 2,4 milljónir króna, skv.
upplýsingum sem HP aflaði sér. Skv.
heimildum HP fór Albert Guð-
mundsson þess á leit við fjármála-
ráðherra að fá að kaupa Benzinn, og
kom það í hlut Sigurðar Þórðarson-
ar, skrifstofustjóra í fjármálaráðu-
neytinu, að ganga frá samningum
við Albert um þetta mál. Festi
Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari
DV á filmu samningafund Álberts
og Sigurðar um bílinn si. fimmtu-
dag, í kjölfar fundar Þorsteins Páls-
sonar og Alberts.
Á þeim fundi tók Albert Guð-
mundsson sér frest til að ákveða
hvort hann keypti þennan bíl, en
honum var tilkynnt að bíllinn yrði
metinn skv. reglum um bílafríðindi
ráðherra. Var Albert gefinn kostur á
því að hafa bílinn að láni í vikutíma
á meðan hann væri að velta fyrir sér
kaupunum og skýrir það þá stað-
reynd að Albert ekur um á bifreið
frá forsætisráðuneytinu þegar þetta
er skrifað.
í fjármálaráðuneytinu hefur ekki
verið hægt að fá upplýst hvert mats-
verð ráðherrabílsins er, en skv.
heimildum HP vildi Albert Guð-
mundsson kaupa bílinn fyrir lægra
verð en matsverðið er. Það er skv.
upplýsingum HP 2,1 milljón. Sætti
Albert sig ekki við matsverð bílsins
verður hann að skila honum í dag,
eins og hver annar ríkisstarfsmaður
hefði þurft að gera strax.
Ástæðan fyrir því að gengið er til
samninga við Albert um bílakaup er
sú, að skv. reglum um bílafríðindi
ráðherra á hann rétt á að kaupa þá
bifreið sem hann hafði til afnota í
ráðherraembætti. Reglur þessar
voru endurskoðaðar árið 1985 og
hafa ráðherrar sem veitt hefur verið
lausn frá embætti á þessum tíma
ekki nötfært sér þessi réttindi.
Reyndar er aðeins um að ræða Geir
Hallgrímsson, sem kaus að kaupa
ekki ráðherrabíl.
Það er óneitanlega skondið, að
Þorsteinn Pálsson, fjármáiaráð-
herra, skuli þurfa að standa í þess-
um samningum við Albert og að
sumu leyti undarlegt, enda er
R-16062 í eigu forsætisráðuneytis.
Spurning er hvort gerðir verða sér-
stakir samningar við Albert vegna
bílakaupanna.
DV birti sl. föstudag skemmtilegar
myndir af Sigurði Þórðarsyni, skrif-
stofustjóra í fjármálaráðuneytinu,
síðdegis þann dag sem fundur
þeirra Þorsteins og Alberts fór fram.
Sagði blaðið frá því er Albert sótti
Sigurð Þórðarson í fjármálaráðu-
neytið í Arnarhváli og keyrð’ann inn
í Sætún. Segir svo í frásögn blaðsins:'
„Stöðvaði Albert bílinn í Sætúni og
ræddu þeir þar saman í góða stund.
Síðan keyrði Albert Sigurð til baka.“
Það var á þessum fundi, sem skrif-
stofustjórinn úr fjármálaráðuneyt-
inu gekk frá samkomulaginu við
Albert.
En það var samið um fleira en ráð-
herrabílinn á þessum fundum
Alberts Guðmundssonar. Það var
gengið frá biðlaunagreiðslum til
hans vegna lausnar úr embætti iðn-
aðarráðherra.
Albert Guðmundsson fær biðlaun
ráðherra í næstu sex mánuði eftir
afsögn sína úr embætti iðnaðarráð-
herra.
Ráðherralaun eru kr. 161.233 eftir
hækkun sem ráðherrar fengu á dög-
unum. Ráðherralaun eru samsett úr
þingfararkaupi og ráðherralaunum.
Er þóknun fyrir ráðherradóm rúm-
ar 60 þúsund kr. á mánuði. Albert
Guðmundsson fær því fyrir ráð-
herradóm samtals um kr. 250.000
þá sex mánuði sem biðlaunasamn-
ingur hans við fjármálaráðuneytið
gildir.
Samkomulagið um biðlaun styðst
við ákvæði i lögum frá 1955, en þar
segir m.a.: „Nú hefur maður gegnt
ráðherraembætti í 2 ár samfleytt
eða lengur, og á hann þá rétt á bið-
launum, er hann lætur af því starfi.
Biðlaun skal greiða í sex mánuði,
talið frá 1. degi næsta mánaðar eftir
að hlutaðeiganda var veitt lausn frá
ráðherraembætti. Biðlaun skulu
vera 70% af launum ráðherra, eins
og þau eru á biðlaunatímanum."
eftir Helga Má Arthúrssoni
HELGARPÓSTURINN 7