Helgarpósturinn - 02.04.1987, Page 8
Samkvæmt ákvörðun Steingríms Hermannssonar, for-
sætisráðherra, hefur Framkvœmdasjóöur Islands milli-
göngu um útvegun 130 milljón króna erlends láns til að
auðvelda hlutafjáraukningu Arnarflugs. Þeir sem kaupa
hlutabréf í félaginu gefa út skuldabréf til tíu ára, en þurfa
ekki að greiða af því fyrstu tvö árin. Framkvæmdasjóður
íslands lánar hins vegar Arnarflugi andvirði seldra hluta-
bréfa strax, með veði í bréfunum.
Þessar 130 milljónir króna bætast nú við þær 2,5 millj-
ónir bandaríkjadala sem ríkissjóður gekk í ábyrgð fyrir
í apríl á síðasta ári. Heildarskuldbindingar ríkisins vegna
Arnarflugs eru því orðnar hátt í 230 milljónir króna.
eftir Gunnar Smára Egilsson myndir Jim Smart
Eignir Arnarflugs voru metnar á
um 275 miUjónir króna um síðustu
áramót, samkvæmt upplýsingum
Hardar Einarssonar, stjórnarfor-
manns félagsins. Skuidir félagsins
voru hins vegar rúmur hálfur millj-
arður króna. Eiginfjárstaðan var
neikvæð um 235 milljónir króna,
samkvæmt heimild. Ef tekst að selja
hlutabréf fyrir 115 milljónir króna á
þessu ári eins og stefnt er að, verður
eiginfjárstaðan enn neikvæð um
120 milljónir króna. Samkvæmt
þessu er enn langt í land að Arnar-
flug eigi fyrir skuldum sínum.
Þrátt fyrir stöðu félagsins beitir
ríkið nú Framkvæmdasjóði fyrir sig
til að fjármagna hlutafjáraukning-
una. Samkvæmt lögum um sjóðinn
. er honum ætlað að hafa miliigöngu
um lántökur fyrir fjárfestingasjóð-
ina. Þó innan lánsfjáráætlunar, eða
annarra laga.
Það eru tæp tvö ár síðan Fram-
kvæmdasjóður var færður undir
forsætisráðuneytið. Áður hafði sjóð-
urinn verið hiuti Framkvæmda-
stofnunar og heyrt með því móti
beint undir Alþingi. Steingrímur
Hermannsson, forsætijráðherra,
mælti fyrir þessum bwytingum á
sínum tíma og taldi þá «ð þær stuðl-
uðu að heilbrigðari aáskiptum ríkis-
i ins af atvinnuvegunum. Fram-
, kyæmdasjóði var ætiað að hætta af-
, skiptum af einstökum fyrirtækjum,
en vera þess í stað einskonar bak-
hjarl fjárfestingasjóðanna. í stjórn
8 HELGARPÓSTURiN^
sjóðsins sitja Þórdur Fridjónsson,
. forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Tóm-
as Arnason, seðlabankastjóri og
Sigurgeir Jónsson, ráðuneytis-
stjóri fjármálaráðuneytisins. Þeir
eru allir skipaðir af Steingrími
Hermannssyni.
Nú tveimur árum síðar situr sjóð-
urinn fastur í tveimur af verstu mál-
um íslensks viðskiptalífs.
VAR RÍKISSJÓÐUR LÍKA
BLEKKTUR?
Sjóðurinn á 98,5% í Álafossi, sem
rambar á barmi gjaldþrots, eins og
greint var frá í síðasta Helgarpósti.
Stjórn sjóðsins stendur nú í samn-
ingaviðræðum við Iðnaðardeildir
Sambandsins um hugsanlegan sam-
runa Álafoss við SIS. Áður hafði
stjórnin reynt að fá Iðnþróunarsjóð
til að létta oki Álafoss af sér. Það
gekk ekki og nú er nokkuð ljóst að
samningaviðræðurnar við Sam-
bandið munu takmarkast við ein-
staka þætti í starfsemi fyrirtækj-
anna. Framkvæmdasjóður kemst
því ekki hjá að leggja umtálsverðar
fjárhæðir í Álafoss, ef koma á því frá
gjaldþroti.
Hrikaleg staða Arnarflugs er flest-
um kunn. Samkvæmt Herði Einars-
syni, stjórnarformanni, voru nýju
hluthafarnir blekktir á sínum tíma.
Þær upplýsingar sem þeir fengu um
rekstur félagsins snemma á síðasta
ári hafa reynst rangar. Sá rúmlega
40 milljón króna hagnaður sem gert
var ráð fyrir á síðasta ári, reyndist
verða að 120 milljón króna tapi.
Samkvæmt þessu var ríkissjóður
sömuleiðis blekktur í apríl á síðasta
ári til að ganga í ábyrgð fyrir 2,5
milljón dollara láni, með frægu veði
í kaupleigusamningi Arnarflugs í
Boeing 737. Munurinn er hins vegar
sá að þær 96 milljónir króna sem
nýju hluthafarnir lögðu í fyrirtækið
eru nú glataðar. Ríkisábyrgðasjóð-
ur gæti hins vegar rekið vélina
næstu tvö árin, keypt hana þá og
síðan selt til að reyna að bjarga ein-
hverju af þeim fjármunum sem ríkið
lagði til Árnarflugs í vor.
En hver blekkti hvern?
FORSÆTISRÁÐHERRA MEÐ
PUTTANN Á PÚLSINUM
ALLAN TÍMANN
Þegar söguþráðurinn, eins og
Kristinn Sigtryggsson, fram-
kvæmdastjóri Arnarflugs lýsti hon-
um fyrir Helgarpóstinum í gær, er
hafður í huga verður málið kannski
enn flóknara.
Kristinn sagði að nýju hluthafarn-
ir hefðu lagt áform sín um að ganga
inn í félagið á hilluna, eftir að hafa
kannað stöðu þess og rekstur. Þeir
hefðu hins vegar lýst því yfir við
stjórnmálamenn að þeir hefðu hug
á að kaupa eignir félagsins þegar
það kæmi tii gjaldþrotaskipta, að
því tilskildu að þeim væri úthlutað
flugrekstrarleyfum Arnarflugs til
Evrópu. Þetta hefðu stjórnmála-
‘mennirnir ekki viljað fallast á, en
boðið þess í stað ríkisábyrgð á 2,5
milljón dollurum ef hluthafarnir
gengju inn í félagið. Öðruvísi fengju
þeir ekki leyfin til Evrópu.
Það varð því úr að nýir hluthafar
tóku yfir Arnarflug með 96 milljón
króna framlagi. Þegar staða fyrir-
tækisins um síðustu áramót varð
ljós, töidu þeir að ábyrgðin fyrir því
hvernig komið var lægi ekki síður
hjá ríkinu. Þeir gengu því í sömu
stjórnmálamenn og þeir höfðu átt í
viðræðum við um vorið og fengu þá
til að samþykkja að fjármagna nýja
hlutafjáraukningu.
Kristinn vildi ekki tilgreina við
hvaða aðila í stjórnkerfinu Arnar-
flugsmenn hafi samið. En heimildir
Helgarpóstsins segja að Steingrím-
ur Hermannsson, forsætisráðherra,
hafi róið að því öllum árum í vor að
forða Arnarflugi frá gjaldþroti.
Steingrímur barðist á sínum tíma
fyrir kaupum Arnarflugs á eignum
Icecargo, fyrirtækis Kristins Finn-
bogasonar, framkvæmdastjóra Tím-
ans. Flugleyfin til Evrópu fylgdu
með í þeim kaupum, þrátt fyrir
kröftug mótmæli margra aðila. Árn-
arflug yfirtók óheyrilegar skuldir
Icecargo við Útvegsbankann og
Landsbankann í þessum kaupum.
Með þessu greiddi Arnarflug flug-
leyfin til Evrópu dýru verði. Tap fé-
iagsins frá 1982, þegar kaupin á lce-
cargo voru gerð, nemur samtals yfir
hálfum milljarði króna.
FRAMKOMIN GAGNRÝNI
HUNSUÐ
Þær 130 milljónir sem Fram-
kvæmdasjóður hefur nú verið
skuldbundinn til að Iána til Arnar-
flugs eykur lánveitingar hans um
30% miðað við það sem honum var
ætlað í lánsfjárlögum.
Umfang Framkvæmdasjóðs var
minnkað til mikilla muna í síðustu
lánsfjáriögum. Samkvæmt þeim er
gert ráð fyrir að úr honum verði lán-
aðar tæplega 700 milljónir. í fyrra
lánaði sjóðurinn hins vegar yfir 3,1
milljarð króna. Þá fór hann um 900
milljónir króna fram úr lánsfjáráætl-
un. Af því voru 288 milljónir króna
milliganga um erlend lán til ein-
stakra fyrirtækja, þar af 120 milljón-
ir króna til Áiafoss.
Stór hluti af umsvifum Fram-
kvæmdasjóðs snýst því um þjónustu
við vandræðabörn íslensks við-
skiptalífs. Öfugt við það sem var fyr-
irætlað þegar sjóðurinn var færður
undir forsætisráðuneytið, þá hefur
sjóðnum nú verið beitt til að borga
upp taprekstur einstakra fyrirtækja.
Fyrir hálfum mánuði birti Gísli
Maack, fyrrverandi verkefnastjóri
Arnarflugs, grein í Morgunblaðinu
þar sem hann varaði fólk við að
kaupa hlutabréf í Arnarflugi. í grein
sinni færði hann rök að þessum
varnaðarorðum, en enn sem komið
er hafa forráðamenn Arnarflugs
ekki svarað gagnrýni Gísla svo full-
nægjandi teljist. Með hliðsjón af
ábyrgðum ríkissjdðs í félaginu er
ekki síður hægt að krefja forráða-
menn hans svara við gagnrýni
Gísla.
GLATAÐAR INNEIGNIR
TALDAR TIL EIGNA
Gísli Maack hélt því fram í grein
sinni að núverandi forsvarsmenn
Arnarflugs veittu blekkingum til að
fá nýja aðila til liðs við sig í vonlaus-
an rekstur. Hann hvatti fólk til að
kanna nánar eignastöðu félagsins.
Spurði meðal annars hvort útistand-
andi skuld Arnarflugs vegna flugs
milli Kúbu og Ítalíu væri færð til
eignar hjá félaginu. Einnig hvort
inneign Árnarflugs hjá Libya Arab
Airlines væri færð til eignar, en Gísli
taldi slíkt óeðlilegt vegna hugsan-
legrar mótkröfu sem líbanska flug-
félagið ætti á Arnarflug vegna
samningsbrota. Þá spurði Gísli hvort
von væri á bakreikningum vegna
viðskipta Arnarflugs við United
Aviation Services.
Þegar Helgarpósturinn bar þessa
þætti undir Kristin Sigtryggsson,
framkvæmdastjóra Arnarflugs,
sagði hann að hluti útistandandi
skuldar Arnarflugs vegna Kúbu-
flugsins væri færður til eignar, en
hins vegar væri ekki gert ráð fyrir
greiðslum af þessari skuld á
greiðsluáætlunum næstu tvö árin.
Varðandi hin tvö atriðin sagði Krist-
inn að líklegt væri að ágreiningur
um þau færi fyrir dómstóla, en
Arnarflugsmenn teldu sig hafa góða
stöðu í þeim báðum.
Af svörum framkvæmdastjórans
má ráða að ýmislegt réttmætt hafi
verið í gagnrýni Gísla Maack. Það
margt að eðlilegt er að krefja for-
ráðamenn félagsins skýrra svara.
HUGSANLEGUR HAGN-
AÐUR í STAÐ NEIKVÆÐS
EIGINFJÁR
Stuttu eftir að grein Gísla birtist
auglýstu Arnarflugsmenn hlutabréf
til sölu með heilsíðu auglýsingu í DV.
Þar voru kostir þess að gerast hlut-