Helgarpósturinn - 02.04.1987, Síða 10

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Síða 10
HP HÉLGARPÓSTURINN Ritstjóri: Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúar: Helgi Már Arthursson Sigmundur Ernir Rúnarsson Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir Friðrik Þór Guðmundsson Gunnar Smári Egilsson Kristján Kristjánsson Jónína Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Sigurður Baldursson Sveinbjörn Kristjánsson Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Guðrún Geirsdóttir Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík sími 681511. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36, sími 681511. Útgefandi: Goðgá h/f Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Að verðlauna skattsvikara Á nokkrum dögum hefur orðið til nýr stjórnmálaflokkur á Islandi, stjórnmálaafl, ef marka má skoðanakannanir, sem gerðar voru um liðna helgi. Raunar er vissara að taka þessum könnunum öllum með fyrirvara, því það liggur í augum uppi, að allt annað en ígrundun hefur ráðið því, að fólk lýsti yfir stuðningi við þennan nýja flokk. Stjórnmálaflokkar verða fyrst og síðast til vegna málefna þótt ekki verði dregið úr mikil- vægi pólitískra persónutöfra. Þegar þjóðin var spurð álits á stjórnmálaflokkunum var nýi flokkurinn svo nýr, að engin stefnuskrá lá fyrir og raunar var ástandið svo þágt, að framþjóð- endur flokksins og kosningastjóri áttu ekki svör við grundvallarspurningum um pólitík. En samt rakaði þessi flokkur að sér fylgi í skoðanakönnunum. Hvernig má það vera? Sumir vísa í persónuvinsældir Alberts Guðmundssonar, aðrir í það, að Albert hafi svifið á samúðarskýi o.s.frv. Hvað sem þessum skýringum líður, þá hlýtur hver einasti þenkjandi maður að velta fyrir sér þeirri spurningu hvort verið geti, að stór hluti þjóðarinnar skelli skollaeyrum við uppljóstrunum þess efnis, að einn helsti ráða- maður þjóðarinnar hafi gerst sekur um skatt- svik? Getur verið, að rösklega 20% þjóðarinnar séu að lýsa yfir því, að skattsvik séu ekki af- brot, að skattsvik skuli ekki flokka með ann- ars konar afbrotum og í raun eigi að verðlauna þá, sem slíkt stunda? Helgarpósturinn telur, að meðal Islendinga sé það enn fullgild afstaða, að það sé í stak- asta lagi að stunda skattsvik. Hitt er jafnframt staðreynd, að þessi afstaða á í vök að verjast. Þó má vel vera, að Albertsmálið verði þess valdandi, að lina suma ( afstöðu sinni til af- brota af þessum toga. Sé litið á málið í hnotskurn liggur fyrir, að Borgaraflokkurinn og Albertsmálið eru órofa tengd. Þannig má segja, að Borgaraflokkur- inn sé byggður á þeim grunni, að það sé ómaklegt að krefjast afsagnar ráðherra, sem gerst hefur sekur um skattsvik — og það á meðan hann var fjármálaráðherra! En kannski, að málið sé mun flóknara. Það gæti a.m.k. verið þarflegt fyrir þá, sem vinna við fréttamiðlun og fréttaskýringar, að spyrja sjálfa sig hvort verið geti, að þeir hafi brugðist í starfi. Klikkuðu fjölmiðlarnir? Tókst þeim ekki að koma skammlaust þeim upplýs- ingum til þjóðarinnar, að Albert Guðmunds- son fv. iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra hafi þegið fjármuni hjá hinu margfræga fyrir- tæki Hafskipi beint í eigin vasa og það út af leynireikningi í öðru tilvikinu? Mistókst að skýra nógu greinilega frá þv(, að maðurinn átti ekki einu sinni rétt til 100 þúsund króna greiðslu, sem hefði átt að renna til ÁTVR og í báðum tilvikum hafi hann fengið fylgiskjöl með greiðslunum hvað svo sem ráðherrann fyrrverandi og sonur hans segja nú? Hafa menn gleymt öðrum greiðslum, sem runnu til sama manns og voru ekki taldar fram til skatts? Hafa menn gleymt því, að Hafskip gaf sama manni væna summu til að halda af- mælisveislu á Hótel Sögu? Hafa menn gleymt því, að sami maður fékk sömu utanferð greidda hjá Hafskipi, ríkissjóði og hjá opin- berum aðiljum í Frakklandi? Fyrir utan svo allt annað, sem grafið hefur verið upp? Ef svarið við spurningunni um það hvort fjölmiðlarnir hafi klikkað er jákvætt, þá er ör- ugglega kominn tlmi til þess að þeir fái einn á 'ann. Og kannski, að þeir sem hylla skattsvikin þessa dagana þurfi líka að fá á 'ann. Hingað til hafa sumir fjölmiðlar aðallega verið skammaðir fyrir að ganga of hart fram ímálum. Kannski, að þeir hafi allsekki gengið nógu hart fram, heldur þvert á móti. manni í Þjóðviljanum um dag- inn. Tómas hefur skrifað greinar um réttarfarsleg málefni í blöð um langt skeið, en af greininni í Þjóðviljanum að dæma, hefur hann nú sett punkt aftan við þau skrif. Tómas rekur í greininni ótalmarga þætti í réttar- kerfinu, sem hann hefur gert at- hugasemdir við á undanförnum ár- um. Hann bendir til dæmis á, að dómstólar fáist við mál sem eðli- legra væri að bankar og lánastofn- anir fengjust við, að slakt réttarkerfi standi í veginum fyrir að koma rétt- læti á í skattamálum og að lögin um Rannsóknarlögreglu ríkisins séu í raun brot á grundvallarrétt- indum manna. Öllu þessu, og miklu meira, segist Tómas hafa komið á framfæri á undanförnum árum í von um að umræða skapaðist um réttar- farsleg málefni. Af því hefur hins vegar ekki orðið. Tómas furðar sig á því í greininni í Þjóðviljanum að hvorki Iagadeildin í Háskólanum né dómarar í Hæstarétti skuli hafa fundið sig knúna til að svara BÍLEIGENDUR BODDIHLUTiR! , ÖDÝR TREFJAPLASTBRETTI O.FL. Á FLEST- AR GERÐIR BÍLA, ÁSETNING FÆST A STAÐNUM. BILPLAST Vagnhöfö* 19, simi 6M233. Póstscndum. Ódýrir sturtubotnar. Tökum aö okkur trefjaplastvinnu. Valjiö istenskt. m Áskrift borgar sig Aðeins 266 kr. á mánuði skrifum sínum. Tómas segist nefni- lega hafa gætt þes að hafa greinar sínar stóryrtar til að vekja viðbrögð. Þau hafa hins vegar látið standa á sér og því hefur Tómas lagt penn- ann endanlega á hilluna. Það virðist því þurfa mikið til að vekja dómstól- ana og lögmannastéttina til sjálfs- skoðunar... s ^^Þtjórnmálaleiðtogar hafa ver- ið seinheppnir í ummælum um Borgaraflokk Alberts Guðmunds- sonar. Ólafur G. Einarsson mun t.d. hafa látið þau orð falla um framboð nýja flokksins, að Albert Guð- mundsson hlyti að hafa slæma ráð- gjafa. I þessu sambandi benda heim- ildarmenn HP á, að einn helsti ráð- gjafi Alberts sé maður að nafni, Garðar Jóhann Guðmundsson. Hann var áður kosningaráðgjafi Ólafs G. Einarssonar... l^Ia I élag kvikmyndagerðarmanna hélt á dögunum fund, þar sem Hrafn Gunnlaugsson missti spón úr aski sínum. Félagið kaus Þráin Bertelsson, höfund kvikmynd- anna um Þór og Danna, sem full- trúa sinn í Bandalag íslenskra lista- manna í stað Hrafns... Á Lrni Stefánsson viðskipta- fræðingur og fasteignasali hjá fast- eignasölunni Gimli gerði „smá skyssu“ fyrir nokkrum árum. Þá seldi hann sömu íbúðina tvisvar sinnum sama daginn. Dómur er fall- inn í því máli og lauk með að hjónin, sem búið höfðu í íbúðinni frá árinu 1982 urðu að fara á götuna í orðsins fyllstu merkingu, slypp og snauð. Fasteignasalinn seldi þessu fólki sér- fræðiþekkingu sína, en ekki hefur þótt ástæða til að draga Árna til ábyrgðar. Árni hefur það hins vegar gott þessa dagana og rekur fast- eignasöluna Gimli „af krafti" eins og hann orðar það. .. I ýr forstöðumaður hefur verið ráðinn til Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Það er Þorvaldur Lúðvíksson, hæstaréttarlögmaður. Þorvaldur er móðurbróðir Davíðs Oddssonar, borgarstjóra. Það var einmitt Davíð sem skipaði Þorvald í stöðuna... F ramboðsfundir munu vera heldur einkennilegir þessa dagana með tilkomu Borgaraflokksins. Þannig mætir skipulagt klapplið frá höfuðstöðvunum í Skeifunni í Reykjavík og klappar fyrir ræðu- mönnum flokksins — einkum þegar þeir stama í svörum við einföldum og erfiðum spurningum. Þannig heyrðum við, að á framboðsfundi á Akranesi hefði Ingi Björn Alberts- son framkvæmdastjóri Alberts Guðmundssonar, heildverslunar, verið spurður um afstöðu nýja flokksins til afnáms tekjuskatts eða lækkunar hans og jafnframt hvort Borgaraflokkurinn myndi ekki beita sér fyrir því, að hart yrði tekið á skattsvikum. „Eg tel ekki ástæðu til þess að svara þessari spurningu," var svar frambjóðandans. Vand- ræðaleg þögn varð í salnum í eitt augnablik, en þá kom klappiiðið að góðu haldi, því allt í einu upphófust mikil fagnaðarlæti aftast í salnum á meðal klappliðsins, sem hefur vænt- anlega þótt svarið sérdeilis snjallt... 0,2% heildarinnar, en svo bregður við að í tryggingastarfseminni er þessi launaliður 18%. Gjafir trygg- ingafélaga námu þannig á þessu ári alls 87,6 milljónum króna af alls 116 milljónum sem öll fyrirtæki í öllum atvinnugreinum í öllu landinu „gáfu“ þetta árið. Þeir eru svo sann- arlega gjafmildir, stjórnendur trygg- ingafélaganna... Athugasemd í tilefni af skrifum Helgarpóstsins þann 12. þessa mánaðar, þar sem fjallað er um rekstur ferðaskrifstof- unnar Útsýnar, og viðskipti hennar við Flugleiðir, viljum við koma eftir- farandi á framfæri. Ferðaskrifstofan Útsýn hefur ver- ið einn af stærstu viðskiptaaðilum Flugleiða á íslandi í fjölda ára. Öll þessi ár hefur Útsýn verið með skil- vísustu greiðendum og samvinna þessara tveggja fyrirtækja verið með ágætum. Þessi ummæli í Helg- arpóstinum eru því ekki á rökum reist. Flugleiðir vona að viðskiptin við starfsfólk Ferðaskrifstofunnar Út- sýnar megi verða jafn ánægjuleg um ókomin ár. Reykjavík 26. mars 1987 Flugleiðir kynningardeild LEIÐRÉTTING í síðasta HP birtist smáfrétt um mig og er fréttin röng. Ég var stadd- ur heima hjá mér, þegar frægur fundur Alberts Guðmundssonar í Þórscafé var haldinn. Rétt er að fram komi, að ég er varaborgarfull- trúi núna, hvað svo sem síðar verð- ur. Haraldur Blöndal LAUSNÁ SKAKÞRAUT Þ. jóðhagsstofnun hefur gefið út atvinnuvegaskýrslur fyrir árið 1985. Þar er meðal annars að finna sundurliðun á greiddum launum fyrirtækja þetta ár eftir atvinnu- greinum. Alls námu greidd laun yfir 50 milljörðum króna og voru „vinnulaun" 96,5% heildarinnar Aðrir liðir voru ökutækjastyrkur, dagpeningar, risnufé, gjafir, land- göngufé pg „stjórnun og endur- skoðun". í sundurliðuninni kemur ýmislegt fróðlegt fram, t.d. varðandi „gjafir". Þessi liður er alls aðeins 47 Tuxen 1. Da8 kemur svarti í leikþröng: 1. - Kxc7 2. Dd8 1. - Hxc7 2. Da6 1, - Ha7 2. Dc6 48 Sveinn Halldórsson 1. Bg2 stöðvar g-peðið og lokar þannig leið kóngsins yfir g3. Og fljótlegt er að ganga úr skugga um að þetta er lausnin: 1. - Kgl 2. Hd2 Kh2 3. Rf3 1. • Ke3 2. Rd3 Ke2 3. Hel 1. -Ke2 2. Rd3 Kxdl 3. Bf3 Þrjú kórrétt mát — það er vel af sér vikið með jafn fáum mönnum. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.