Helgarpósturinn - 02.04.1987, Síða 18
eftir Friðrik Þór Guðmundsson mynd Jim Smart
MISSI SJALDAN
STJÓRN Á SKAPI MÍNU
Ég átti fullt eins von á því að fá neikvœtt svar þegar ég bað Indriða H.
Þorláksson um viðtal ísíðustu viku. Ég gerði ráð fyrir því að önnum kafnari
mann væri vart að finna á landinu þessa dagana og þó víðar vœri leitað.
En þó Indriði sé aðal samningamaður ríkisins og mikill fjöldi stéttarfélaga
í samningaviðrœðum og verkföllum þá var svarið strax jákvœtt og blaða-
maður mœttur daginn eftir í fjármálaráðuneytið í Arnarhváli. Við Jim
þurftum reyndar að bíða nokkra stund á meðan Indriði lauk fundi með
fjármálaráðherra. Á meðan fylgdumst við með hópi framhaldsskólanema,
sem höfðu komið sér fyrir á gangi ráðuneytisins og neituðu að fara fyrr en
menntastefna hefði fundist. Þarna lágu átta ungmenni á teppum og svefn-
pokum og spiluðu Trivial Pursuit. „Hvaða hlutverk lék Albert Finney í
Murder on the Oriental Express?" var spurt og svarið lét ekki á sér standa:
„Hann Albert? Hann hlýturað hafa leikið fórnarlambið!" Loks kemurlndr-
iði og okkur er hleypt inn í hið háa ráðuneyti. Einhvern veginn er alltyfir-
bragð svo stórborgarlegt að ég skýt því að Indriða að hann hljóti að hafa
fœðst og alist upp á mölinni.
„Nei, reyndar ekki. Ég er fæddur vestur í Mýr-
dal árið 1940 og ólst upp á Eyjahólum, á sveita-
heimiii foreldra minna. Þetta var ósköp venju-
iegt sveitaheimili og við systkinin 9 talsins. Einn
bróðir minn býr þarna enn og það er alltaf gam-
an að koma þangað, þó það sé reyndar allt of
sjaldan. Því miður gefur maður sér of lítinn
tíma, en á hinn bóginn er konan mín, Rakel, ætt-
uð úr Ólafsfirði og þangað förum við á hverju
sumri. Foreldrar mínir eru hins vegar ættaðir
norðan úr Húnavatnssýslu, móðir mín að öllu
leyti en faðir minn rekur einnig ættir sínar í
Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu. Þannig að
ég er ættaður úr og alinn upp í sveit. Ég hef hins
vegar verið búsettur í Reykjavík frá því ég kom
heim frá V-Berlín, þar sem ég stundaði hag-
fræðinám frá 1963 til hausts 1969 og kenndi til
vors 1970“
— Þú kemursem sagt til V-Berlínar þegar ver-
id er ad reisa Berlínarmúrinn og Kennedy kallar
sig Berlínarbúa?
„Ég var einmitt kominn skömmu áður og
staddur á Schönenberg torgi þegar Kennedy
hélt sína ræðu og sagði þessi frægu orð, Ich bin
ein Berliner. Þetta var mjög eftirminnilegur dag-
ur, ótrúlegur mannfjöldi og stemmning. Á þess-
um árum voru mikil umbrot i Berlín, sérstaklega
í stúdentalífinu, ekki síst í kringum 1968 og á síð-
asta námsárinu mínu þarna var skólinn reyndar
lokaður verulegan hiuta ársins. Ég tók sjálfur
ekki virkan þátt í stúdentaaðgerðunum, en
fylgdist vel með og fór auðvitað á útifundi og
upplifði það sem ég gat, en ég var í próflestri og
ég lét þetta ekki trufla námsframvinduna um of.
En Berlínarmúrinn var hins vegar að mestu ris-
inn áður en ég kom til borgarinnar, eða frá 1961
og var orðinn allvel múraður þegar ég kom.
Hann var hins vegar vel styrktur þau ár sem ég
var þarna. Þetta mannvirki vakti að vonum
mikla eftirtekt og hafði mikil áhrif á mannlíf,
bæði á fólkið sem bjó þarna og þá sem komu og
sáu. Það er enn í dag mjög merkileg reynsla að
fara í gegnum þennan múr. Það er mér mjög
minnisstætt þegar ég fór í fyrsta skipti til A-
Berlínar á námsárum mínum. Ég fór með lest og
þegar ég kom út á járnbrautarstöðina og fór að
skyggnast í kringum mig þá brá mér sem íslend-
ingi ónotalega við að sjá hermenn standa á pöll-
um með alvæpni. En ég vandist þessu og hætti
að taka eftir þessu með tímanum þó þetta sé
mjög sterkt einkenni á borginni."
AN DRÚMSLOFTIÐ VAR
RAFMAGNAÐ
— Þú varst þarna í 6— 7 ár. A V-Þýskaland ekki
talsvert í þér enn t dag?
„Ég reyni að fylgjast með þróun mála í Þýska-
landi. Ég kunni mjög vel við Þýskaland eða
þann hluta sem ég þekkti og fjölskyldunni leið
mjög vel þarna. Á þeim tíma sem við vorum
þarna varð mjög mikil umbreyting í pólitísku lífi.
Kristilegir demókratar höfðu ráðið lögum og lof-
um og voru álitnir nánast þeir einu sem gátu og
áttu að stjórna landinu. En þeir voru smám sam-
an að missa tökin og það voru myndaðar sam-
steypustjórnir með aðild sósíaldemókrata, sem
hafði í för með sér geysilega mikla hugarfars-
breytingu og breytingu á pólitísku andrúmslofti
í Þýskalandi og ber ástandið í dag þess mjög
vitni."
— Þessar aðgerðir framhaldsskólanema
frammi á gangi — hafa þœr orðið til að rifja upp
minningar um stúdentaóeirðirnar í kringum
1968?
„Nei, ekki hafa þær orðið til þess að vekja upp
slík hugsanatengsl! Þetta er mjög ólíkt því and-
rúmslofti sem þá var og allt aðrar aðferðir en þá
voru viðhafðar. Þá var mikill hiti og æsingur í
mönnum og andrúmsloftið hreint og beint raf-
magnað.“
— Nú eru menn hér að leita að þessari '68 kyn-
slóð. Hvað heldur þú að hafi orðiö af henni?
„Það er nú það. Þessi kynslóð virðist ekki sér-
staklega hafa markað sér annan bás í þjóðfélög-
unum en fyrri og síðari kynslóðir. Ég las það ein-
mitt í tískublaði fyrir fáeinum árum að verið var
að spyrja þessarar spurningar og leita uppi for-
ystumenn þessara tíma og það kom í ljós að þeir
höfðu flestir hverjir samlagast umhverfinu og
voru orðnir virkir og góðir þátttakendur í því
hefðbundna þjóðfélagi sem við lifum í. Sjálfur
leit ég aldrei á mig sem meðlim í þessari hreyf-
ingu, var að vísu all síðhærður á þessum tíma,
en ekki var það nú af hugsjónalegum ástæðum,
kannski meira að maður fylgdi tískunni og tíðar-
andanum."
— Nú ert þú hins vegar orðinn önnum kafinn
embættismaður og hlaust skjótan frama, ert
kominn í innsta hring kerfisins, ef svo mætti
segja...
„Það voru óneitanlega mikil viðbrigði að fara
úr námi í reglubundið starf. Ég verð að játa að
ég upplifði námstímann sem afskaplega þægi-
legan tíma og jafna honum nánast við frí þó ég
hafi auðvitað mikið þurft fyrir náminu og lífinu
að hafa. En ég er þó þannig gerður að ég hef
gaman af vinnu og það á við um flest störf sem
ég hef stundað. Þegar ég kom til landsins 1970
að námi loknu hóf ég störf í menntamálaráðu-
neytinu og vann þar í sambandi við fjármál og
áætlanagerð. Þá átti ég meðal annars þess kost
að vinna með nefndinni sem undirbjó grunn-
skólalögin sem síðar voru samþykkt. 1973 veitti
ég byggingardeild ráðuneytisins forstöðu, en
1981 flutti ég mig hingað yfir í fjármálaráðuneyt-
ið og hafði með launadeildina að gera fram á síð-
asta ár, að ég tók við þeirri deild sem sér um tolla
og skatta."
LÝJANDI AÐ STANDA í ÞESSU
Hér erum við truflaðir af samstarfskonu
Indriða, sem þarf nauðsynlega að bera tiltekin
atriði undir hann. „Á ég ekki að láta keyra út
þessar töflur, þœr eru býsna fróðlegar?" er spurt
og Indriði veltir ofurlítið vöngum, en samsinnir
síðan erindinu. Eg hugsa með mér að nú eigi
Kristján Thorlacius og samherjar hans hinum
megin við borðið von á einhverju sterku töflu-
trompi frá Indriða, tölfrœðilegum útreikningum
því til sönnunar að launakröfur kennara séu
fram úr hófi miklar og því rétt að slá af. En hvaö
segir Indriði, er ekki voðalegt basl að standa í
þessu samningaþrasi?
„Þessi vinna er örugglega nokkuð öðruvísi en
ætla mætti af fréttum blaða, svo mikið er víst.
Vinnan við samningagerðina og þau mál sem
henni tengjast er í sjálfu sér skemmtileg, mað-
ur hefur samband við mjög margt fólk, kynnist
mjög mörgum aðilum og sjónarmiðum. Hún
hefur auðvitað sínar dekkri hliðar líka, það geta
verið mjög þreytandi fundahöld og deilur sem
koma upp af og til.“
— Hvernig leggst svona lagað í þig?
„Þetta er breytilegt og á vafalaust eftir að
breytast enn meira með því að samningsréttar-
lögin breytast og fleiri stéttir fá verkfallsrétt.
Þetta er það sem setur svipinn á samningagerð-
ina í dag, en vafalaust kemur þetta til með að
slípast nokkuð til og reynslan á vinnumarkaðin-
um er sú, að svona verkfallsaðgerðir og deilur
fara heldur minnkandi og aðrar leiðir finnast til
lausnar. Því er ekki að neita að þegar mikil átök
eru og margt í gangi þá er að sjálfsögðu þreyt-
andi og lýjandi að standa í þessu. En ég hef mjög
góða og trausta samstarfsmenn og jafnvel þó að
þeir sem leiða svona samninga verði útvaldir til
að túlka og tjá sig í fjölmiðlum, þá er það alls
ekki svo, að það mæði allt á þeim, heldur líka á
þeim sem með þeim starfa. Þetta deilist því mik-
ið niður og sjálfgefið að einn maður stendur
ekki í því að semja við tugi félaga í einu.“
— Nú ber mest á kennaradeilunni. Þú hefur
sjálfur verið talsvert í kennslu. Hefur þú ekki
innst inni samúð með kennurum og átt erfitt um
vik að einhverju leyti?
RÁÐHERRAR HAFA SÍN
SÉRKENNI
„Ég verð að játa að ég lít ekki á kennaradeil-
una sem kennaradeilu út af fyrir sig og lít ekki
á hana öðrum augum en aðrar kjaradeilur. Allar
þær stéttir og hópar sem starfa hjá ríkinu hafa
sín séreinkenni, sérmál og viðhorf. Að sjálf-
sögðu reyna menn að skilja og setja sig inn í öll
málin. Ég skil á ýmsan hátt mjög vel aðstöðu
kennara þó ég geti ekki alltaf verið sammála því
sem fram kemur hjá þeim. Þarna er að ýmsu
leyti um að jæða vandamál, sem ekki eru kjara-
legs eðlis. Ég held að það sé orðið mjög tíma-
bært að taka starfsgrundvöll og skipulag fram-
haldsskólanna til endurskoðunar og endurmats.
Og þá eru launamálin aðeins partur af því end-
urmati sem þarf að fara frarn."
— Ríkisstjórnir koma og fara. Breytist allt og
umturnast við stjórnarskiptin?
„Þetta er mjög áhugaverð spurning. Stað-
reyndin er sú að hlutirnir breytast ekki mjög'
mikið og það á sínar eðlilegu skýringar. Það er
ekki svo að allir ráðherrar séu eins, hvorki í um-
gengni, né út frá pólitískum sjónarmiðum. Þeir
eru misjafnir og með mismunandi áherslur. Hins:
vegar eru stjórnarráðið og embættismennirnir
að framfylgja ákveðnum lögum og reglum, sem
breytast ekki þó nýir ráðherrar komi — það þarf
lengri aðdraganda en ein ráðherraskipti. Ráð-
herra sem sest í ráðherrastól er náttúrlega um-
hugað um og ber skylda til að framfylgja þeim
lögum og reglum sem í gildi eru, hver svo sem
hans pólitíska skoðun er. Ef hann vill hafa póli-
tísk áhrif á framvindu mála þá verður hann að
vinna að því að breyta þeim lögum og reglum
sem til þarf.“
— Einhver viðbrigði hafa það nú verið að
skipta á Albert og Þorsteini Pálssyni sem fjár-
málaráðherra á kjörtímabilinu, eða hvað?
„Já, það breytast að sjálfsögðu ýmsir hlutir í
daglegu starfsmynstri manna eftir því hver ráð-
herrann er. Þeir hafa allir sín sérkenni, eða ein-
kenni, og beita mismunandi vinnubrögðum. Ég
hef ekki tölu á því hvað ég hef unnið hjá mörg-
um ráðherrum. Þeir eru allmargir þó ferillinn sé ’
í sjálfu sér ekki langur hjá mér. Ég hef átt