Helgarpósturinn - 02.04.1987, Page 20

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Page 20
Lögmannafélag Islands leggur skatt á þá sem greiða fyrir þingfestingar STJÓRNARSKRÁRBROT Samkvæmtstjórnarskránni er óheimilt aö leggja á skatt nema með lögum. Þrátt fyrir það ákvað aðalfundur Lögmannafélagsins á föstudaginn að hœkka skattsinn á hverja þingfestingu. Félag- ið notar tekjur sínar af þessum skatti meðal annars til þess að greiða fyrir afglöp lögmanna ístarfi. íraun eru það þvíþeirsem greiða þingfestingar sem standa straum afþessum afglöpum. Á abalfundi sínum síðastlidinn föstudag samþykkti Lögmannafélag íslands að hœkka gjald það sem rennur til þess af þingfestingargjöld- um úr 215 krónum í 250 krónur. Þessi samþykkt hefur nú verið lögð fyrir Jón Helgason, dómsmálaráð- herra til staðfestingar. Þetta gjald mun vera eini skattur- inn eða opinbera gjaidið sem ákvaröaö er af félagasamtökum úti í bœ, en ekki með lögum. Astœða þessa er sú að samkvœmt stjórnar- skrá lýðveldisins er óheimilt að leggja á skatt nema með lögum. Hins vegar hefur það viðgengist frá sjöunda áratugnum að lögmenn leggi skatt á þá sem greiða þingfest- ingarkostnaö. Og hingað til hafa dómsmálaráðherrar lagt blessun sína yfir þetta stjórnarskrárbrot með staðfestingu sinni. 224% AUKNING Á ÞINGFESTINGUM Þingfestingargjald er í dag 835 krónur. Af þeim renna 500 krónur í ríkissjóð samkvæmt aukatekjulög- um, 120 krónur fara í vottagjöld og Lögmannafélag íslands fær í sinn hlut 215 krónur. Þingfestingum hefur fjölgað gríð- arlega á undanförnum árum. A ár- inu 1982 voru þingfest 8.602 mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur, en á árinu 1986 voru málin orðin 19.331. Þetta er 224% aukning á fimm ára tímabili. Að stærstum hluta má skýra þessa fjölgun þingfestinga með vaxandi fjölda vanskilamála sem fara fyrir dómstólana. Samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs er ekki heimilt að krefjast gjalds fyrir þingfestingu í vissum málum, en þær þingfestingar sem greitt var fyrir voru 19.266 á síðasta ári. Á því ári innheimti bæjarþing Reykjavíkur því 16.087.110 krónur í þingfestingargjöld, ef miðað er við núgildandi þingfestingargjald sem fast verðlag. Ætla má að um helmingur allra þingfestinga á íslandi sé fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur. Innheimt þing- festingargjöld á síðasta ári eru því ekki undir 32 milljónum króna. Um 19 milljónir af þeirri upphæð renna í ríkissjóð og þaðan aftur í dómskerfið, að öllum líkindum. 5 MILUÓNIR í STARFSMAN NASJÓÐ Á ÁRI Um 5 milljónir fara hins vegar í vottagjöld. Vottagjöld eru einskonar þjónustugjald starfsmanna bæjar- þinganna. Þetta fyrirkomulag er ævafornt og má í raun rekja til þess tíma að litið var á embætti sem nokkurs konar lén. Föst tekjuprós- enta uppboðshaldara af söluverði uppboðshluta og aðrar aukasporsl- ur embættismanna í dómskerfinu eru af sömu rót runnar. Það mun vera æði misjafnt hvern- ig starfsmenn bæjarþinganna verja þeim fjármunum sem þeim áskotn- ast með vottagjöldum. Algengast er að þeir renni í einskonar starfs- mannasjóð. Þessir sjóðir eru síðan notaðir til að greiða niður ferðalög og skemmtanir, eins og flestir slíkir sjóðir. Starfsmenn bæjarþings Reykjavíkur fengu með þessum hætti 2.319.720 krónur á síðasta ári. Saga vottagjaldanna nær aftur fyrir síðustu aldamót og þau eiga sér stoð í lögum um meðferð einka- mála í héraði. Hins vegar er hvergi í lögum að finna stoð fyrir gjaldtöku vegna Lögmannafélags íslands af þeim sem greiða þingfestingar- kostnað. Slíkt mun þó hafa verið gert síðan á sjöunda áratugnum. Á síðasta ári mun Lögmannafélagið hafa fengið rúmar 8 milljónir króna með þessum hætti. BROT Á STJÓRNAR- SKRÁNNI Ef ekki er hægt að finna í lögum heimildir fyrir skatta- eða gjalda- álögum eru þessir sömu skattar og þessi sömu gjöld þar með ólögleg. Stjórnarskrá lýðveldisins Islands tekur af öll tvímæli um það. 40. grein hennar hljóðar svo: Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindur ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvœmt lagaheimild. Eins og flestum mun kunnugt er stjórnarskráin æðstu lög landsins og allt það sem stríðir gegn henni er lögleysa. Ef lög sem Alþingi setur brjóta í bága við stjórnarskrána, eru þau felld úr gildi. Til að undirstrika enn mikilvægi þessa plaggs má benda á, að samþykki tveggja þinga þarf til að breyta ákvæðum stjórnar- skrárinnar. En þrátt fyrir ákvæði stjórnar- skrárinnar leggur Lögmannafélag íslands skatt á þá sem greiða þing- festingarkostnað. Dómsmálaráð- herrar hafa síðan staðfest þessa ákvörðun félagsins í gegnum árin. Og það eru dómstólarnir í landinu sem sjá um að innheimta þennan skatt fyrir lögmennina. FÉLAGSSJÓÐUR LÖGMANNA FJÁR- MAGNAÐUR MEÐ SKATTI En hvað gerir Lögmannafélagið við þessar tekjur sínar? Lögmannafélagið er öflugt félag og heldur uppi töluverðri starfsemi. Það gefur út gjaldskrár og þjónustar lögmenn á ýmsan hátt. Það hefur einn lögmenntaðan starfsmann á launum, hefur aðsetur í eigin hús- næði og á auk þess tvo sumarbú- staði. Þó stéttin sé ekki ýkja fjöl- menn voru félagsgjöld á síðasta ári ekki nema 9.000 krónur á hvern fé- lagsmann. Félagsgjöld í verkalýðs- félög miðast oftast við 1% af launum félagsmanna. Lögmenn greiða því þess hærra prósentuhlutfall af laun- um sínum til síns félags sem meðal- tekjur þeirra lágu lægra undir 900 þúsund krónum á síðasta ári. Við þennan félagssjóðs bætist síð- an 60% af gjaldinu sem þeir fá af þingfestingum. Á síðasta ári nam sú fjárhæð tæpum 5 milljónum króna. Afgangurinn af tekjum Lög- mannafélagsins af skatti þess á þing- festingar rennur í tvo sjálfstæða sjóði innan félagsins. Annars vegar fara 20% af skattinum í námssjóð, sem lögmenn geta sótt styrki í til endurmenntunar eða námsdvalar erlendis, og hins vegar önnur 20% í Ábyrgðarsjóð lögmanna, sem út- hlutað er úr til þeirra sem sannan- lega hafa verið sviknir í viðskiptum sínum við Iögmenn. VANSKILAMENN GREIÐA FYRIR MISTÖK LÖGMANNA Ábyrgðarsjóður lögmanna komst í fréttir fyrir skömmu er úthlutað var úr honum í fyrsta skipti í ellefu ára sögu hans. Þá voru Rúnari Þór Björnssyni greiddar 1,9 milljónir króna vegna þess að Magnús Þórð- arson, lögmaður, stal af honum slysabótum fyrir um þremur árum. Tveir aðrir einstaklingar fengu einn- ig greitt úr sjóðnum við sama tæki- færi, sömuleiðis vegna þjófnaðar Magnúsar. Samtals voru greiddar úr sjóðnum 3,4 milljónir króna. Öfugt við það sem margir ætluðu við lestur þessarar fréttar standa lögmenn ekki straum af þessum greiðslum. Sjóður þessi er til orðinn fyrir skatt á þá sem greiða þingfest- ingargjöld. Á síðasta ári greiddu þeir tæplega 1,5 milljónir króna í sjóðinn. Að langstærstum hluta er þetta fóik sem lent hefur í vanskilum, en þeir sem gifta sig hjá bæjarþings- dómurum og þeir sem fá þar skilnað greiða einnig í Ábyrgðarsjóð lög- manna. Síðastliðinn föstudag ákvað aðal- fundur Lögmannafélagsins að hækka álögur sínar á þetta fólk úr 215 krónum í 250 krónur fyrir hverja þingfestingu. Þessi ákvörðun bíður nú staðfestingar Jóns Helga- sonar, dómsmálaráðherra. Ekki er ólíklegt að hann verði búinn að staðfesta hana þegar þetta blað kemur út. Forverar hans í starfi hafa hingað til lagt blessun sína yfir þessa skattaálagningu Lögmanna- félagsins. Þrátt fyrir að hún stríði gegn stjórnarskrá lýðveldisins ís- lands. Jón Helgason, dómsmálaráðherra, staðfesti fyrirtveimur árum skattaálögur Lögmannafélagsins á þá sem þingfesta. Hann hef- ur nú tii meðferðar ákvörðun félagsins um að hækka skattprósentuna (Teikning: Per Marquard Otzen) 20 HELGARPÖSTURINN eftir Gunnar Smára Egilssoni

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.