Helgarpósturinn - 02.04.1987, Qupperneq 25
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur
myndir Jim Smart
SELDU BÍLANA
KEYPTL PRENTVÉL
og prenta nú eldspýtnabréf i þúsundavís
Þeir voru vid nám í menntaskóla
þegar hugmyndin fœddist. Eins og
fleiri höföu þeir séö merkt eld-
spýtnabréf erlendis og lengi vel söfn-
uöu þeir slíkum bréfum. Agnar Þór
Nielsen tók fyrst eftirslíkum umbúö-
um þegar hann dvaldi á hóteli í
Egyptalandi og Ríkharður Már
Ríkharðsson var staddur í Gíneu
prentað öðrum megin. Við kom-
umst þá í samband við annað fyrir-
tæki sem selur bréfin ósamansett og
því hægt að prenta beggja megin og
síðan heftum við eldspýturnar í. Eft-
ir að við höfðum sent þeim bréf og
telex tilkynntu þeir okkur að söiu-
maður frá þeim væri að koma hing-
að til lands til að ræða okkur. Það
Rfkharður Már og Agnar Þór.
þegar hann geröi sér grein fyrir gildi
slíkra eldspýtnabréfa.
ÓDÝR AUGLÝSING
„Þetta er besta auglýsing sem fyr-
irtæki geta fengið," segja þeir félag-
ar sem síðastliðin þrjú ár hafa feng-
ist við að framleiða slík eldspýtna-
bréf, fyrstir íslendinga. Þeir voru 19
ára þegar þeir stofnuðu fyrirtækið
og enn í námi eins og komið hefur
fram enda segir Ríkharður að starf-
semin hafi komið niður á náminu.
„Ég komst í kynni við fyrirtæki í
Bretlandi sem býr til vélar sem
prenta svona eldspýtnabréfsegir
Agnar Þór. „Ég las um þetta fyrir-
tæki í blaði, kannaði málið og við
keyptum vélina. Sá galli fylgdi þó
kaupunum að við þurftum að kaupa
með henni samansett eldspýtnabréf
sem þýddi það að við gátum bara
leist okkur nú hreinlega ekkert á,
tveir menntaskólastrákar að fá til
sín sölumann, svo við sendum telex
út og sögðumst ekki geta tekið á
móti honum. Svarið frá okkur fór
hins vegar of seint af stað þannig að
maðurinn var lagður af stað til ís-
lands þegar það barst svo það var
ekki um annað að ræða fyrir okkur
en að taka á móti honum! Við fórum
með hann þennan venjulega rúnt á
Gullfoss og Geysi og honum leist
bara vel á þetta — jafnvel þótt hann
leyndi því ekki að honum þætti við
frekar ungir!!"
1.200 BRÉF Á KLUKKU-
STUND
„Til þess að geta keypt vélina
þurftum við að selja bílana okkar.
Það fannst okkur reyndar alveg í
lagi, einkum þegar maður getur
fengið pabba bíl lánaðan!" bætir
Agnar við brosandi.
„Við fengum tilskilin leyfi til að
flytja þessi bréf inn en á meðan þau
voru samansett þurftum við að
borga ÁTVR 1 krónu og 20 aura á
hvert bréf. Þá var miðað við sama
gjald og borgað var fyrir stokka
með 40 eldspýtum í sem var auðvit-
að alveg fáránlegt. Við fórum til þá-
verandi fjármálaráðherra og feng-
um leyfi fyrir innflutningnum og þá
lækkuðu leyfisgjöldin."
Þeir segja fyrsta viðskiptavininn
hafa verið veitingahúsið „í Kvos-
inni“. Ástæðan sé ekki sú að eigend-
ur þess séu vinir þeirra, heldur hafi
þeir frétt af þessari framleiðslu og
strax gert sér grein fyrir auglýsinga-
gildinu: „Fleiri veitingahús fylgdu í
kjölfarið, eins og Veitingahöllin,
Lækjarbrekka o.fl. Mörg hótel hafa
líka skipt við okkur, s.s. Hótel Borg-
arnes og Hótel Stykkishólmur svo
einhver séu nefnd."
Núna kostar eldspýtnabréfið 5,95
kr. en þeir eru hins vegar vongóðir
um að fá tollana fellda niður á næst-
unni: „Núna borgum við sömu tolla
af þessum bréfum og ef þau væru al-
veg tilbúin, áprentuð og með eld-
spýtunum í en auðvitað er þetta ís-
lenskur iðnaður hjá okkur og því
ætti þetta að vera undanþegið tolli.
Við erum bjartsýnir á að tollurinn
verði felldur niður innan tíðar."
Agnar og Ríkharður reka fyrir-
tæki sitt, Teron s.f. að Grundarstíg
15 „á nokkurs konar ættaróðali!"
Þeir segjast geta prentað hvað sem
er á þessi eldspýtnabréf og í næstum
hvaða lit sem er. Vélin þeirra getur
prentað 1.200 bréf á klukkustund og
þeir skiptast á um að prenta því hún
er „handknúin". Þeir viðurkenna að
það geti verið þreytandi, einkum
eftir að fleiri fréttu af þessu og við-
skiptin hafa aukist: „Sumir panta
þúsund bréf, aðrir tíu þúsund. Við
getum prentað einn lit auk grunnlit-
ar, en grunnlitirnir eru nú sjö. Ef fólk
vill hins vegar fá f jóra prentliti ofan
í grunnlitinn eða láta setja ljósmynd
á eldspýtnabréf — jafnvel af húsinu
sínu — þá getum við látið prenta
það fyrir okkur í Englandi. Við er-
um með góð sambönd þar."
Þeir segja það hafa verið fremur
erfitt að koma þessum viðskiptum
af stað, enda taki alltaf tíma að
kynna nýja vöru. Mörgum þyki dýrt
að gefa eldspýtnabréf sem borgað
hafi verið nærri 6 krónur fyrir, en á
hitt beri að líta að þarna séu á ferð-
inni eldspýtur sem fólk hendir ekki
frá sér, margir safni þessum bréfum
til minningar um góðar stundir.
„Maður veit líka ekkert hvar svona
eldspýtnabréf enda," segja þeir.
„Þau geta verið á ferð um allt land
og það er vitað mál að ef maður rétt-
ir einhverjum merkt eldspýtnabréf,
þá les hann á það. Að auki geta þessi
bréf verið mjög falleg á að líta..."
Þeir ætla sér ekki að leggja árar í
bát, enda hafa viðskiptin aukist gíf-
urlega á þessu ári. Meira að segja
énda þeir viðtalið á að segja að
„draumurinn sé að setja upp verk-
smiðju".
Hvort sá draumur rætist skal
ósagt látið á þessari stundu en með-
an svona bjartsýnismenn eru til er
engin ástæða að óttast um framtíð
íslensks iðnaðar!
HELGARPÓSTURINN 25