Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.04.1987, Qupperneq 32

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Qupperneq 32
•• w UT Wnutonsai'shna °9 fordó, Þjóðin fylgist nú spennt með glímu Adams Dalgliesh, lögregluforingja við dularfulla morð- gátu í sjónvarpssyrpunni um Svarta turninn. Þetta er fjórða syrpan sem ríkissjónvarpið sýnir við miklar vinsaeldir eftir sakamálasögum P.D. James, sem nú er talin einn fremsti höfundur slíkra bóka í heiminum og verðugur arftaki Agöthu Christie sem drottning sakamálasagn- anna. í einkaviðtölum við Mannlíf segja þau RD. James og Roy Marsden sem leikur Dalgli- esh, frá sjálfum sér og Kfsbaráttu á ólíkum svið- um listarinnar á hressilegan og hreinskilinn hátt. Roy Marsden lýsir sjálfum sér m.a. sem eldheitum sósíalista og algerri andstæðu hins rólynda, íhygla millistéttarspæjara, og fram kemur að hann hefur leikið íslenskan skip- stjóra, — I Hart í bak eftir Jökul Jakobsson! Baráttan gegn vágestinum eyðni eða alnæmi verður æ harðari og víðtækari. Maður sem mjög hefur mætt á ( þessari baráttu er Böðvar Björnsson, fræðslufulftrúi samtaka homma og lesbía í herferð land- læknisembættisins. Hann segir \ hispurslaust frá erfiðu starfi, \ ágreiningi við embættið, og eigin lífi. Hallbjörn Hjartarson, „kú- reki norðursins" er nú bil- ,aður að kjarki og heilsu eftir slys sem gjörbreytt hefur lífi hana Hallbjörn gerir upp átök og vonbrigði manns sem gerði sveitatónlist og , Skagaströnd landsþekkt, en telur sig ekki hafa mætt þeim skilningi og stuðningi sem vænta hefði mátt. Magnús Blöndal Jóhannsson er af mörgum talinn eitt merkasta og fremsta samtímatónskáld Islendinga. En minna hefur orðið úr en efni standa til. Tón- skáldið leikur nú dinnertónlist fyrir matargesti hótela á landsbyggðinni og stendur fyrir bingókvöldum í Reykjavík, auk þess sem hann er enn að semja þótt ekki fari hátt. Magnús Blöndal Jóhannsson segir frá skini og skúrum á ferli tónskálds, áföllum í einkalífi, átökum við Bakkus og vegferð einfarans. Á undanförnum árum hefur komið hingað til lands hver stórstjarnan af annarri úr heimi lista og skemmt- anaKfs. En hvernig fólk eru stjörn- urnar? I stórskemmtilegri og fróð- legri grein sem heitir Stjörnur í ís- lenskum augum er sagt frá sér- visku og siðum fólksins í heims- frægðinni. Hvernig náungi er Ringo Starr? Stórsöngvarinn Pava- rotti? Leikstjórinn látni Tarkofskí? Rokkararnir Fats Domino og Jerry Lee Lewis? Skáldkonan Doris Lessing? Svörin eru í Mannlífi. Albertsmál Guðmunds- sonar er einhver dramat- ískasti kaflinn í sögu Sjálf- stæðisflokksins. I Ijósi síð- ustu atburða og nýafstaðins landsfundar flokksins hefur Anders Hansen, annar af höfundum bókarinnar Valdatafl í Valhöll sem út kom fyrir sjö árum og vakti geysilega athygli fyrir af- hjúpun á væringum í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins ( framhaldi af stjórnarmynd- un Gunnars Thoroddsens, sest niður til að rýna í „valdatafl í Valhöll". Á framboðslistum stjórnmálaflokkanna fyrir komandi alþingiskosningar, a.m.k. nokkurra þeirra eru að venju nöfn landsþekktra listamanna í sætum neðarlega. Eru þetta skrautfjaðrir flokkanna? Mannlíf fjallar um listamenn sem verða að „listamönnum" fyrir kosningar og þar kemur sitthvað athyglis- vert fram, eins og t.d. að Guðbergur Bergsson rithöfundur getur vel hugsað sér að feta sig uppeftir listanum og fara jafnvel inná Alþingi. Meðal fjölmargs annars efnis: Þjóðleikhúskjallarinn er skemmtistaður með nokkra sérstöðu í borgarlífinu í Reykjavík. Vitur maður sagði eitt sinn að þar væri samankomin intellígensían í bænum sem annað hvort væri að skilja, skilin eða nýtekin saman aftur. Það er nú ekki alveg rétt. En Mannlíf fékk að skyggnast inní Kjallarann eina helgi og lýsir því sem þar fór fram í máli og myndum. í Ijósmyndaþætti leikur Gunnar Gunnarsson, Ijósmyndari Mannlífs tilbrigði við stef um fjörar systur. Fjallað er um hasarblöð og myndasögur þeirra, og rætt við Alan Moore, einn virtasta myndasöguhöfund Breta, og fleira og fleira...

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.