Helgarpósturinn - 02.04.1987, Qupperneq 40
eftir Kristján Kristjánsson myndir Jim Smart
Hétatorg 8. Byggingarár: 1928. Eigandi: Jónas Hvannberg, skókaupmaður og kona hans Guðrún. Arkitekt: R§tur Ingi-
mundarson, fyrrum slökkviliðsstjóri í Reykjavík. Rétur var ekki lærður arkitekt en var hins vegar húsasmiður.
Húsid mjakast upp, gleypir mig, gleypir
hann, söng Spilverkid hér um árid og Pokka-
bótin segir frá litlum kössum á lœkjarbakka.
Hús hafa þannig ordid mörgum yrkisefni og
sumir hafa þad reyndar ad starfi adyrkja hús,
heita þá arkitektar og vilja láta list síns tíma
lifa í húsinu, eins og hún lifir í málverkinu og
bókinni, kvikmyndinni eda leikritinu. Hver
tími á sín hús, hvert hús sinn tíma og stundum
þegar þau verða óskaplega gömul og hafa far-
id fram úr sínum tíma eru þau söfn til sögu
sjálfs sín og fólksins sem hefur búid íþeim. Illu
heilli passa þau samt ekki alltafinn ískipulag-
id og verda aö hverfa og um leið er eins og lítill
hluti afsögunni detti út og eyöa komi þar sem
áður stóö hús.
Allir þurfa þak yfir höfuðið var einhverju
sinni sagt, gott ef það var ekki bara í sjónvarps-
auglýsingu þegar þær voru enn svart/hvítar
og frekar í upplýsingaformi, tilkynningar,
heldur en auglýsingar með nútímalagi. í þessu
felast þó sannindi því allir þurfa þak yfir höfuð-
ið. Hitt er annað mál hvernig þak menn vilja
hafa ofar höfði sínu, sumir láta sér nægja hið
einfaldasta og gera til þess engar aðrar kröfur
en að það haldi vatni og vindum. Aðrir vilja að
það sé ekki einasta til þess að halda veðrinu
úti, heldur hafi líka fagurt útlit og sé hverjum
þeim sem sér augnayndi.
Allt frá þvi maðurinn skreið úr helli sínum
og fór að byggja sér hús til að búa í, hafa húsin
verið eitt af því sem mestu máli hefur skipt í tii-
veru hvers og eins, heimiiislaus maður er lítt til
eftirbreytni og börn alast upp við það, a.m.k.
hér á landi, að enginn sé maður með mönnum
nema hann eigi að minnsta kosti íbúð og auð-
vitað helst af öllu hús. Þessi krafa hefur lagt
margan góðan mann í rúmið eða valdið slíku
hugarangri að menn hafa ekki borið sitt barr
eftir. Ófáir hafa eytt bestu árum ævi sinnar í að
koma sér upp húsnæði þar sem þeir geta átt
sér einkalíf, verið eins og þeim er eiginlegt í
faðmi þeirra sem allt skilja og vita en láta það
ekki hafa áhrif á sig þó einhverjum kunni að
þykja neikvæðar gjörðir manna á opinberum
vettvangi.
Hús eru þannig griðastaður, ekki einasta
gegn óblíðri veðráttu, heldur líka óblíðum
samborgurum, í sínu eigin húsi getur hver ver-
ið eins og hann vill og þarf ekki að spyrja einn
Sóleyjargata 3. Byggingarár 1925. Eiganéi: Kristján G. Gíslason, heildsali. Arkitekt: Guðjón Samúelsson, húsameistari
ríkisins. Húsið lét byggja Oddur Hermannsson, ráðuneytisstjóri í atvinnumálaráðuneytinu, en þegar hann féll frá bjó þar bróðir
han&pJón, sem var toll- og lögreglustjóri. Stærð: Grunnflötur 90 fm., efri hæð 72 fm.
40 f^LGARPÓSTURINN