Helgarpósturinn - 02.04.1987, Side 41
HP fer á stúfana og leitar uppi nokkur gömul og virðuleg
hús í Vesturbœnum og miðborginni, hús sem standast tímans
tönn og bera höfundum sínum verðugt vitni.
né neinn leyfis um eitt né neitt. Þú getur sagt
það sem þér sjálfum sýnist um menn og mál-
efni, nítt skóinn af nágranna þínum án þess að
eiga á hættu að hann komist að því að þú hafir
þessar skoðanir. Þú hittir hann svo kannski á
sumardegi, báðir að vökva garðinn og eruð
hinir kurteisustu en þegar í griðastaðinn kem-
ur geturðu aftur tekið til við að rægja og
sverta. Hér áttu heima og gerir það sem þér er
skapi næst.
Hús hafa því margháttuðu verndarhlutverki
að gegna í tilverunni, þau eru kassar með
ýmsa lögun sem fólk lokar sig inni í, tvö og tvö
og í nútímanum tvær og tvær eða tveir og
tveir, eftir því sem hverjum hentar. Oftlega má
sjá fólk í blóma lífsins ganga til hússins þar sem
það ætlar að eyða ævinni, innan tíðar verður
vart við að það fjölgar íbúum og litlir angar
skríða út úr húsinu og skoða heiminn, þyrstir
í að kanna hvort hann nær lengra en út að
garðshliðinu. Þegar þau hafa fengið það stað-
fest að heimurinn er stærri en svo að hann
rúmist í einu húsi vilja þau komast burt og ein-
hverjum árum síðar skríða ungarnir úr hreiðr-
inu og vilja í eigið hús og koll af kolli. Húsið,
sem var svo fullt af fjöri og lífi og gæti sagt svo
ótal skemmtilegar sögur ef það fengi mál,
verður hljótt og úr skotum og skápum mætti
lesa lífshlaup kynslóðanna, breytingarnar,
barnslega gleði eða alvöru fullorðinsáranna,
ástina og hatrið, stríðið og friðinn, en hróp
hússins er andvana fætt, bara þögnin til vitnis
um að einhverntíma var lífið með öðrum hætti
en það er nú. Þannig eru húsin safn til sögu
okkar sjálfra um leið og þau eru safn til sögu
okkar menningar og mennta, stóru húsin lýsa
stórhuga mönnum sem voru stórir til orðs og
æðis, litlu húsin lýsa hógværum mönnum sem
kannski töldu ekki að saman færi efni og andi
og vildu hugsa stórt í litlu húsi. Ótal gerðir af
húsum lýsa ótal gerðum af fólki — þangað til
margir fara að búa saman í einu húsi, hver of-
an á öðrum og undir þeim næsta. Skrýtið að
loftið hjá honum sé gólfið hjá mér, hugsar ein-
hver og sprenglærðir sálarfræðingar í mann-
mörgu löndunum handan við hafið þykjast sjá
að nútíma „frústrasjón" hjá manninum sé
ámóta og ef dýr er sett í búr. Eitt búr ofan á
öðru og fast við hlið hins næsta.
Þannig hafa húsin breyst í gegnum tíðina.
PSIIIÍ w
feá wiii iii
Ægissíða 88. Byggingarár: 1950. Eigandi: Halldór H. Jónsson, arkitekt, og kona hans Margrét Garðarsdóttir. Arkitekt:
Halldór H. Jónsson. Stærð: Grunnflötur 135 fm., efri hæð 90 fm.
1 | iii ,-|a \M 0 \ií - 1111 IIII
si >| jllll. .
ani rí
mmmu
ii ||
Stýrimannastígur 12. Byggingarár: 1926. Eigandi: Sigurður Hálfdánarson. Arkitekt: Ókunnur. Kristinn Markússon, Kristinn
í Geysi, mun hafa látið byggja húsið. Stærð: Grunnflötur 90 fm. á öllum þremur hæðum.
HELGARPÓSTURINN 41