Helgarpósturinn - 02.04.1987, Síða 43

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Síða 43
FRÉTTAPÓSTUR D-listinn klofnar, Albertsmenn stofna Borgaraflokkinn í síðustu viku afréð Albert Guðmundsson endanlega að af- sala sér efsta sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stofna ásamt stuðningsmönnum sínum nýjan flokk, Borgara- flokkinn, sem hlýtur listabókstafinn S. Hlutirnir gerðust hratt og tókst með naumindum að tilkynna framboð í öllum kjördæmum áður en frestur rann út á föstudag (reyndar stóð tæpt með Vestfirði). Sjálfur verður Albert í efsta sæti S- listans í Reykjavík, en meðal annarra á þeim lista eru Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar og sr. Gunnar Björnsson fríkirkjuprestur. í Reykjaneskjördæmi er efstur Júlíus Sólnes. Sonur Alberts, Ingi Björn, skipar efsta sætið í Vesturlandskjördæmi. Á Suðurlandi vék Óli Þ. Guðbjarts- son skólameistari úr 5. sæti D-listans og tók 1. sæti S-lista. Á Vestfjörðum er efstur Guðmundur Ingvarsson fram- kvæmdastjóri og á Norðurlandi eystra Guðmundur Lárus- son deildarstjóri. Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar hefur sópað að sér fylgi samkvæmt vísbendingum þriggja skoðanakannana síðustu daga. í könnun Skáís fyrir Stöð 2 kom í ljós að í Reykjavík og Reykjanesi var Borgaraflokkur- inn stærstur samanlagt meðal þeirra sem afstöðu tóku með um 26% fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með um 24%, en Framsóknarflokkurinn með hverfandi fylgi. í skoðana- könnun DV sem gerð var um helgina og náði til alls landsins var Borgaraflokkurinn með um 17% fylgi þeirra sem af- stöðu tóku en Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 30%, Al- þýðuflokkurinn með um 17%, Framsóknarflokkurinn með 13,6%, Alþýðubandalagið 12,3%, Kvennalisti 8,1%, aðrir listar mun minna. Hlutfall óákveðinna og annarra án af- stöðu var 33,8% en 41,2% í sambærilegri könnun blaðsins í byrjun þessa mánaðar og er reyndar helsta hreyfingin kannana á milli sú að Borgaraflokkurinn sækir fylgi sitt að langmestu leyti til kjósenda sem áður voru óákveðnir í könnunum eða neituðu að svara. Að öðru leyti heggur list- inn mest í raðir Sjálfstæðisflokksins. Talsmenn annarra flokka telja flestir hverjir að listi Alberts fljóti um þessar mundir að mestu á timabundinni samúð, sem minnki eftir því sem á líður. HP birtir í dag niðurstöður könnunar sem hnígur mjög í sömu átt og aðrar kannanir þessa dagana. Neyðarástand á sjúkrahúsum — sjúklingar heim Eftir 6 mánaða fyrirvara komu uppsagnir sjúkraþjálfara, félagsfræðinga og iðjuþjálfa til framkvæmda 1. apríl, auk þess sem háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar, sjúkra- liðar og líffræðingar hafa verið í verkfalli. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að senda heim hundruð sjúklinga sem mögulega mega frá hverfa og hefur af þessum og öðrum orsökum skapast algjört neyðarástand. Meðal annars var Blóðbankanum lokað að mestu leyti en 3 líffræðingar (af 16) sinna bráðaþjónustu. Á sjúkrahúsum var reynt að fá eitt- hvað af uppsagnarfólki til að lausráða sig en það gekk illa. Ennfremur hefur verið reynt að fá aðstandendur sjúklinga inn og auk þess að flytja starfsfólk á milli deilda. Það síðasta sem var að gerast í málinu í gær, miðvikudag, var að Þor- steinn Pálsson lagði fram tilboð sem mjög líklegt er að sam- þykkt verði, enda hátt og gengið að öllum kröfum þessara stétta innan Starfsmannafélags ríkisstofnana. Það ræðst á næstu dögum á meðan reiknimeistararnir vinna úr til- boðinu! Samið í kennaradeilunni Verkfalli kennara hefur verið frestað og kennsla í fram- haldsskólum hafin á ný eftir að samkomulag náðist milli fulltrúa Hins íslenska kennarafélags og ríkisins aðfaranótt þriðjudags. Erfitt hefur reynst fyrir utanaðkomandi að meta samkomulagið til fulls, en í grófustu dráttum er gert ráð fyrir 42 þúsund króna lágmarkslaunum á mánuði en 83 þúsund króna hámarkslaunum. í samningnum, sem gildir frá 1. febrúar til ársloka 1988, eru svokölluð rauð strik, gert ráð fyrir endurskoðun á tímabilinu og ýmsum atriðum sem erfitt er að meta í krónum og prósentum. Fulltrúar beggja samningsaðila segjast vera ánægðir, en ýmsir hafa viðrað áhyggjur sínar yfir því að ,,rammi“ síðustu ASÍ-VSÍ samn- inga hafi verið stórlega sprengdur og innan verkalýðshreyf- ingarinnar hefur samningurinn verið gagnrýndur vegna þessa. Útvötnuð kjarnorkuvopnanefnd Norðurlanda Á fundi utanrikisráðherra Norðurlanda í síðustu viku var samþykkt stofnun embættismannanefndar um að kanna forsendur fyrir kjarnorkuvopnalausu svæði ,,á norður- slóðum". Þá ef átt við svæðið frá og með Grænlandi til og með Kólaskaga í Sovétríkjunum. Almennt er talið að tregða utan- ríkisráðherra íslands, Matthíasar Mathiesen, hafi orðið til þess að upprunalegar hugmyndir um markmið og tilgang nefndarinnar hafi útvatnast mjög, en hann vísaði mjög í yfirlýsingu allra flokka á Alþingi og vildi að svæðið næði ekki bara til fasts lands heldur einnig til lofts og hafs. Á hinn bóginn er talið að sú eindregna afstaða sem fram kom í ný- legri skoðanakönnun um þessi mál, hafi reynst nægilegur þrýstingur til þess að af nefndinni hafi orðið á annað borð með þátttöku Islands. Fréttapunktar • Ríkisstjórnin hefur gert samning við bændur um árlegt 7 milljarða króna framlag fyrir mjólk og kjöt næstu 4 árin eða samtals 28 milljarða. Eru þá niðurgreiðslur ekki meðtaldar, en útflutningsbætur í dæminu. • Meðal fjölmargra stétta í verkfalli eða öðrum aðgerðum eru náttúrufræðingar, en til þeirra teljast veðurfræðingar. Nú er því engar veðurspár að fá aðrar en aðvaranir ef storm- ur eða þaðan af meira óveður er í aðsigi. Slíkt veður var einmitt ríkjandi á Norðurlandi fyrri hluta vikunnar. • Mannbjörg varð er 5 tonna trilla sökk á mánudag skammt norður af Ólafsvík. Tveir menn voru um borð og björguðust þeir á annan bát. • Meöal sérkennilegra tiltækja í harðnandi kosningabar- áttu er sú ráðagerð Alþýðuflokksins að flytja inn 48 þúsund rauðar rósir frá Hollandi fyrir um 1 milljón króna. TU stend- ur að gefa kjósendum rós, en fordæmið er fengið úr Hafnar- firði, þar sem þetta var gert fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar meö að því er virðist góðum árangri! Amerískar ísvélar 127.000 kr. NRIKSSON HF. \ Skúlagötu 32. Sími 24033, 24433. HELGARPOSTURINN 43

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.