Helgarpósturinn - 15.04.1987, Síða 9

Helgarpósturinn - 15.04.1987, Síða 9
langan tíma hafði ég bókstaflega lifað fyrir það eitt að klukkan yrði tíu að kvöldi, vegna þess að þá fékk ég svefnlyf. Smám saman minnk- uðu þó áhrifin og svefninn af völd- um lyfjanna styttist. Þegar komið var að ná í mig á skurðstofuna, var ekki hægt að hreyfa mig til vegna verkjanna, svo ég var bara keyrð í sjúkrarúminu. Það þurfti meira að segja að svæfa mig í rúminu, því ég þoldi ekki flutn- ing upp á skurðborðið." REYKTI ALSÆL FRAM Á NÓTT — Leið þér betur, þegar þú vakn- adir sídan eftir adgerdina í þetta sinn? ,,Ég fann alls ekkert til, þegar ég vaknaði. Þú ættir bara að vita hvað ég varð ánægð! Þetta var svo mikill léttir. En auðvitað var ég líka enn undir áhrifum frá svæfingunni. Systir mín var hjá mér og hún stóð með mér í því að fá leyfi til þess að ég fengi að fara fram að reykja. Ég var með alls kyns slöngur og dót í mér, en ég vard að halda upp á það að vera verkjalaus í fyrsta sinn í svo langan tíma. Hjúkrunarfólkið viidi að ég borðaði eitthvað, en mig flökr- aði við öllum mat. Hins vegar vakti ég til klukkan tvö um nóttina. Ég naut verkjaleysisins svo mikið!“ — Komu kvalirnar þá ekki aftur eftir þetta? „Það var nú ekki svo gott. Strax næsta dag var ég komin með óskap- lega verki í fæturna. Lærin á mér voru orðin grjóthörð og ég gat ekki einu sinni sest upp í rúminu, nema toga í band sem bundið var við fóta- gaflinn. Ég reyndi heit fótaböð, en allt kom fyrir ekki og ég fékk enga skýringu á þessum verkjum. Að lokum þoldi ég ekki lengur við á Landspítalanum og var útskrifuð að eigin ósk þegar u.þ.b. vika var lið- in af marsmánuði. Þá komst ég ekki lengur í skó, gat ekki gengið og var keyrð út í hjólastól." Það var beiskja í röddinni. Hún horfði um stund út í bláinn, en hélt síðan áfram: „Ég vissi, að á spítalanum gæti ég ekki verið mínútu lengur. Eg var andlega niðurbrotin manneskja. Maðurinn minn kom að sækja mig og fór með mig heim, en við bjugg- um úti á landi og ég gat ekki verið þar nema í tvo daga. Svefnherberg- in voru uppi á lofti í húsinu, svo ég varð að sofa í stofunni og þetta gekk bara ekki. Þá flutti ég til systur minnar í Reykjavík, en þegar ég hafði ekki sofið í fleiri nætur vegna verkja í fót- unum og mjöðmunum, sótti hún lækni. Hann kom heim, skoðaði mig og lagði mig samstundis inn á taugasjúkdómadeildina á Land- spítalanum." ENGIN LÆKNING HEFUR FUNDIST — Hvernig fannst þér að koma aftur á spítalann, sem þú hafðir flú- ið svo skömmu áður? „Þetta var allt annað, því starfs- fólkið á taugadeildinni var alveg gjörólíkt því sem vann á skurðdeild- inni, enda vant að annast fólk með Parkinsonveiki, MS og aðra slíka sjúkdóma. Þarna var manni sýnd mikil nærgætni og tillitssemi og andinn var allur annar. Þetta var eins og að koma heim! Það virtust allir samtaka um að láta sjúklingunum líða eins vel og hægt var og það var dekrað við mann, bæði í mat og öðru.“ — / hvernig ástandi varst þú á þessum tíma og hvað var gert fyrir þtg? „Ja, fæturnir á mér voru nú eins og eldspýtur, eins og börnin mín sögðu. Og ég gat varla borið bolla að vörunum — hvað þá meira. En ég var sett í æfingar og reynt að þjálfa mig eftir því sem hægt var. Ég fékk líka raf- og deyfingarmeðferð og lyf, en ekkert af þessu verkaði til lengd- ar. Það hefur ekki verið hægt að gera neitt fyrir mig, eða eins og stendur í einu vottorðinu: „Engin Landspítalinn ( Reykjavfk. Þegar Svala lagðist þarna inn (ársbyrjun 1983, grunaði hana ekki hve örlagarfkt spor það yrði (l(fi hennar. viðhlítandi iæknismeðferð hefur fundist"." KVÖLUNUM LINNIR ALDREI — Þú ert sem sagt enn kvalin? „Ég er það, já, og sársaukinn er mjög mikill. Ég verð að vera sem mest í kyrrstöðu, því öll hreyfing eykur kvalirnar, og ég hef lítið út- hald. Ef ég tek skorpu og geri eitt- hvað með höndunum í svona einn eða tvo tíma, fæ ég verkjakast sem lyfin hrífa ekki á. Þegar það skeður, kemur læknir og sprautar mig. Ég reyni hins vegar allt annað áður en til þess kemur, því lyfin duga ein- ungis ef ég fæ þau ekki of oft. Hing- að til hafa þetta verið svona 3—4 skipti á ári. Síðustu sprautumeðferð fékk ég t.d. í október 1986. Þegar kvalirnar byrja, myndast erfiður vítahringur vegna þess hve ég stífna upp. Hann verður ekki rof- inn, nema mér takist að sofna og slaka þannig betur á.“ — Ertu alltaf með verki? „Já. Ég er alltaf kvalin — bara mis- mikið. En ég er afskaplega mótfallin lyfjatöku og vil helst ekki þurfa að taka oft þessi kvalastillandi lyf, því áhrifin minnka eftir því sem ég tek þau lengur.” MÁLIÐ FYRIR DÓM Á NÆSTUNNI — Hvar býrðu núna? „Ég leigi tvískipt herbergi hérna á höfuðborgarsvæðinu, því ég er núna skilin við manninn minn. Yngstu börnin tvö eru hjá honum á meðan ég hef ekki pláss fyrir þau, en ég vonast til að geta haft þau hjá mér þegar ég kemst i heppilegt hús- næði. Ég er óskaplega heppin með fólk- ið, sem ég leigi hjá. Þetta eru mann- eskjur í algjörum sérflokki og þau vilja allt fyrir mig gera. Húsnæðið er hins vegar bara fyrir eina mann- eskju og ég er með ísskáp, eina plötu til að elda á og lítinn bakara- ofn frammi á gangi." — Það er löngu búið að dœma örorkuna, er það ekki? „Jú, ég er 75% öryrki og það verður að segjast eins og er, að mín framtíð er ekki sérstaklega glæsileg hvað bata áhrærir." — Og þú ert búin að höfða mál? „Það er rétt. Málið verður tekið fyrir í Borgardómi eftir páska. Það er litið á þetta sem prófmál, því eins og allir vita hefur ekki hingað til verið auðvelt að sækja rétt sinn í svona tilfellum. Fjárkrafan hljóðaði fyrst upp á 12 milljónir, en sú upphæð hefur nú eitthvað hækkað frá því hún var fyrst sett fram. Annars verður manni aldrei bættur svona skaði með peningum. Það er í besta falli hægt að gera fólki kleift að lifa ögn auðveldara lífi — svona í praktísk- um skilningi." Svala hafði lokið máli sinu. Hún fékk sér kaffi og horfði hugsandi fram fyrir sig. Andrúmsloftið var magnað eftir þessa áhrifamiklu frá- sögn. Þetta var eins og að fá martröð annarrar manneskju beint í æð. Manneskju, sem sat eftir í sömu sporum þegar ég fór og hún hafði verið í þremur stundum fyrr. Hún \ar og er að upplifa það, sem við hin getum einungis reynt að skilja utan- frá. EINNIG 20% ÖRYRKI EFTIR NÝLEGT UMFERÐARSLYS Þess má svo geta, að Svala lenti fyrir nokkru í umferðarslysi. Það var keyrt aftan á bílinn hennar, þar sem hún beið kyrrstæð við bið- skyldu, eins og lög gera ráð fyrir. Hún var lögð inn á sjúkrahús, einn ganginn enn, og var Svölu dæmd 20% örorka eftir þennan atburð burtséð frá því sem fyrr hafði hrjáð hana. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.