Helgarpósturinn - 15.04.1987, Page 12

Helgarpósturinn - 15.04.1987, Page 12
SKOÐANAKÖNNUN HELGARPOSTSINSl SÍFURLE6 6ER1UN 06ÓVISSA Yfir helmingur aöspuröra gefur ekki upp afstöðu sína til flokkanna. Kvennalistinn og Framsókn í mikilli sókn. Steingrímur að ná öðrum manni inn með sér í Reykjanesi. Pjóðarflokkurinn kœmi manni á þing. Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag ogBorgaraflokkur með storminn í fang- ið. Sjálfstæðisflokkur réttir úr kútnum. Gífurleg óvissa ríkir nú í stjórn- málunum ef miöaö er vid skoöana- könnun Skáís sem framkvœmd var um sl. helgi. Yfir 50% þeirra sem nádist í kvádust vera óákveðnir, œtla að skila auðu eða vildu ekki svara spurningunni um hvaða flokkuryrði fyrir valinu efkosið yrði á morgun. Efeinungis er miðað við þá sem tóku afstöðu til flokka, er greinilegt að Kvennalistinn og Framsóknarflokkurinn eru í mikilli sókn, sérstaklega í Reykjavík og á Reykjanesi. Gerjunin er ofboðsleg eftir þeim skoðanakönnunum að dæma sem framkvæmdar hafa verið að undan- förnu og óvissan æ meiri. Nú er þess vel að gæta, að skoðanakannanir eru ekki annað en kannanir, en í umfjöllun að undanförnu hefur stundum borið á þeim misskilningi, að kannanirnar væru „vísindaleg spá“. Því er ekki að heilsa og aldrei er nógu kappsamlega undirstrikað að skoðanakannanir hafa margvís- lega fyrirvara eins og hér hefur oft- lega verið bent á. Frá síðustu könnun HP hafa þær breytingar helstar orðið, að Fram- sóknarflokkur og Kvennalisti eru í stórsókn á kostnað Alþýðuflokks og Alþýðubandalags — og er þetta sér- staklega áberandi í Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmi. Dregið hefur stórlega úr fylgi Borgaraflokksins og hefur Sjálfstæðisflokkurinn að einhverju leyti notið góðs af því. Þrír aðiljar hafa birt niðurstöður skoðanakannana allra síðustu daga og eru helstu frávik þau, að Hag- vangur mælir meira fylgi til Alþýðu- flokks, Borgaraflokks og jafnvel Kvennalista en Skáís og DV mæla á þessa aðilja. Hins vegar mælir Hag- vangur minna fylgi á Framsóknar- flokk, Sjálfstæðisflokk og Alþýðu- bandalag en Skáís og DV fá út úr sinni mælingu. Kvennalistinn er greinilega í mik- illi sókn í Reykjavík og Reykjanesi og fær 13,7% fylgi í Reykjavík og 13,3% í Reykjanesi. Sjálfstæðis- TAFLA A - SKIPTING ÞINGSÆTA Allt landið: A B D G S V Þ 8 11 20 8 8 7 1 Reykjavík: A B U b b V 2 1+1 5+1 2 2+1 2+1 Reykjanes: A B D G S V 1 1 3+1 1 2 1+1 (Fyrir aftan +merkið er um að ræða jöfnunarsæti samkvæmt útreikningum reiknimeistara HP með ýtrasta fyrirvara.) Könnun Skáís skiptist í Reykjavfk, Reykjanes og svo landsbyggð eða öll önnur kjördæmi. GREINARGERÐ SKÁÍS Þessi skoðanakönnun var gerð dagana 11. og 12. apríl 1987. Valið var handahófsúrtak 1474 síma- númera á landinu öllti samkvæmt tölvuskrá um símanúmer einstakl- inga. Spurningum var beint til þeirra sem svöruðu og voru 18 ára eða eldri og var miðað við jafnt hlut- fall kynja. Úrtakið skiptist í þrjú svæði: Reykjavík (612 númer), Reykjanes (339 númer) og önnur kjördæmi (523 númer). Þeim sem svöruðu var greint frá því að þeim væri ekki skylt að svara og úrtakið tengdist ekki nöfnum heldur aðeins tölvuúrtaki um síma- númer. Spurt var m.a.: 1. Ef kosið væri til Alþingis núna, hvaða flokk myndir þú kjósa? 2. Kæmi til greina að kjósa ein- hvern annan lista, — hvaða lista? flokkurinn er aftur á uppleið í sömu kjördæmum, sem og Framsóknar- flokkurinn. Steingrímur Hermanns- son er alveg öruggur í sínu þingsæti og virðist geta náð með sér Jóhanni Einvarðssyni, en hann skipar annað sæti B-listans. Alþýðubandalagið er hins vegar á niðurleið, sérstaklega í Reykjaneskjördæmi eftir þessari mælingu að dæma. Það kemur hins vegar mun betur út í mælingu hjá Skáís í Reykjavík en hjá DV á dögun- um. Borgaraflokkurinn er aðeins að lækka flugið, og mælist með 14,2% í Reykjavík og 16,7% í Reykjanesi. Alþýðuflokkurinn mælist einnig illa í Reykjavík (12,3%) og Reykjanesi með rúm 13%, en í öllum könnun- um í marga mánuði hefur A-listinn í Reykjanesi verið með yfir 20% og stundum yfir 30% fylgi. Nú er sérstaklega á það að benda, að í Reykjanesi gefa einungis 120 af 255 upp afstöðu sína til flokka en 135 vilja ekki gefa neitt upp. Útkom- an í Reykjavík byggir á afstöðu 204 en 225 einstakiingar sem náðist í vildu ekki gefa upp afstöðu sína; voru óákveðnir eða vildu ekki svara. Þegar landsbyggðin er tekin sér- staklega saman, mælist Alþýðu- flokkurinn með um 2% lakari út- komu en í síðustu könnun HP, Fram- sóknarflokkurinn bætir við sig hvorki meira né minna en 5%. Sjálf- stæðisflokkurinn bætir einnig við sig um 2% frá síðustu könnun. Al- þýðubandalagið mælist með yfir 4% lakari útkomu á landsbyggðinni en í síðustu könnun, Kvennalistinn bætir við sig rúmu 1%. Borgara- flokkurinn tapar yfir 7% frá síðustu könnun á landsbyggðinni. Framboð Stefáns Valgeirssonar vinnur einnig á frá síðustu könnun, en þó virðist Þjóðarflokkurinn mælast með at- hyglisverðari sveiflu. Þjóðarflokkur- inn mælist nú með 7,1% á lands- byggðinni allri. Hann býður ekki fram í einu stærsta kjördæminu, Suðurlandskjördæmi, og mældist síðast með 2,7% atkvæða á lands- byggðinni. Ef fylgið gengur eftir þessari mælingu, þá er Þjóðarflokk- urinn inni með amk. einn þing- mann. Óvissan og spennan verður æ meiri í þessari kosningabaráttu og ef draga má einhverjar ályktanir af þessari skoðanakönnun, þá eru það þær, að stjórnmálaflokkarnir eiga erindi til hæstvirtra kjósenda, sem tugþúsundum saman eiga eftir að gera upp hug sinn 10 dögum fyrir kosningar... 12 HELGARPÓSTURINN Ef kosið væri til Alþingis núna, hvaða flokk myndir þú kjósa? Allt landið fjöldi % af úrtaki % af þeim sem næst í % af þeim sem tóku afstöðu Alþýðuflokkur 67 4,5% 6,2% 12,8% Framsóknarflokkur 86 5,8% 8,0% 16,4% Bandalag jafnaðarmanna 1 0,1% 0,1% 0,2% Sjálfstæðisflokkur 151 10,2% 14,0% 28,9% Alþýðubandalag 67 4,5% 6,2% 12,8% Kvennalisti 57 3,9% 5,3% 10,9% Flokkur mannsins 8 0,5% 0,7% 1,5% Borgaraflokkur 66 4,5% 6,1% 12,6% Þjóðarflokkur 15 1,0% 1,4% 2,9% Stefán Valgeirsson 5 0,3% 0,5% 1,0% Öákveðnir 292 19,8% 27,2% Kjósa ekki/skila auðu 40 2,7% 3,7% Neita að svara 220 14,9% 20,5% Náðist ekki í 399 27,1% Alls 1474 Þar af náfest f 1075 Þar af tóku afstöðu 523 Reykjavlk fjöldi % af úrtaki % af þeim sem næst í % af þeim sem tóku afstöðu Alþýðuflokkur 25 4,1% 5,8% 12,3% Framsóknarflokkur 20 3,3% 4,7% 9,8% Bandalag jafnaðarmanna 1 0,2% 0,2% 0,5% Sjálfstæöisflokkur 67 10,9% 15,6% 32,8% Alþýðubandalag 30 4,9% 7,0% 14,7% Kvennalisti 28 4,6% 6,5% 13,7% Flokkur mannsins 3 0,5% 0,7% 1,5% Borgaraflokkur 29 4,7% 6,8% 14,2% Þjóöarflokkur 1 0,2% 0,2% 0,5% Stefán Valgeirsson 0 0,0% 0,0% 0,0% Óákveðnir 117 19,1% 27,3% Kjósa ekki/skila auðu 15 2,5% 3,5% Neita að svara 93 15,2% 21,7% | Náðist ekki f 183 29,9% Alls 612 Þar af náðist í 429 Þar af tóku afstöðu 204 I Reykjanes fjöldi % af úrtaki % af þeim sem næst í % af þeim sem tóku afstööu Alþýðuflokkur 16 4,7% 6,3% 13,3% Framsóknarflokkur 19 5,6% 7,5% 15,8% Bandalag jafnaðarmanna 0 0,0% 0,0% 0,0% Sjálfstæðisflokkur 37 10,9% 14,5% 30,8% Alþýðubandalag 9 2,7% 3,5% 7,5% Kvennalisti 16 4,7% 6,3% 13,3% Flokkur mannsins 3 0,9% 1,2% 2,5% Borgaraflokkur 20 5,9% 7,8% 16,7% Þjóðarflokkur 0 0,0% 0,0% 0,0% Stefán Valgeirsson 0 0,0% 0,0% 0,0% Óákveðnir 73 21,5% 28,6% Kjósa ekkifekila auðu 8 2,4% 3,1% Neita að svara 54 15,9% 21,2% | Náðist ekki f 84 24,8% Alls 339 Þar af náðist f 255 Þar af tóku afstöðu 120 önnur kjördæmi % af % af þeim sem næst í % af þeim sem tóku afstööu Alþýðuflokkur 26 5,0% 6,6% 13,1% Framsóknarflokkur 47 9,0% 12,0% 23,7% Bandalag jafnaðarmanna 0 0,0% 0,0% 0,0% Sjálfstæðisflokkur 47 9,0% 12,0% 23,7% Alþýðubandalag 28 5,4% 7,2% 14,1% Kvennalisti 13 2,5% 3,3% 6,6% Flokkur mannsins 2 0,4% 0,5% 1,0% Borgaraflokkur 17 3,3% 4,3% 8,6% Þjóðarflokkur 14 2,7% 3,6% 7,1% Stefán Valgeirsson 4 0,8% 1,0% 2,0% Óákveðnir 103 19,7% 26,3% Kjósa ekki/skila auöu 17 3,3% 4,3% Neita að svara 73 14,0% 18,7% Náðist ekki í 132 25,2% Alls Þar af náöist I Þar af tóku afstöðu 523 391 198

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.