Helgarpósturinn - 15.04.1987, Page 22
Var kallaö kornvikur
Við sögðum frá upphafi popp-
framleiðslu í HP fyrir hálfum mán-
uði. Og eins og lesendur vita var erf-
itt að tímasetja upphaf poppfram-
leiðslunnar í landinu. Nú hafa okkur
borist nánari upplýsingar um það.
Sá sem fyrstur hóf framleiðslu
poppkorns í Reykjavík hét PéturSig-
fússon. Hann hóf framleiðslu á
poppi í heimahúsi, nánar tiltekið í
Efstasundi 14 — og poppaði á elda-
vél fjölskyldunnar frá 1947—1951 að
hann festi kaup á sérstakri poppvél.
Fjölskyldan var stór og tóku allir
fjölskyldumeðlimir þátt í fram-
leiðslu og dreifingu.
Á árunum 1951—1955 var mikil
gróska í framleiðslunni og seldist
poppið vel. Árið 1952 ákvað Pétur
að markaðssetja poppið undir ís-
lenska heitinu kornvikur og seldi
það undir þessu heiti fram yfir 1960.
Pétur seldi einkum í bíóhús og
smærri verslanir í Reykjavík. Pétur
var afi Arnaldar Bjarnasonar, nú-
verandi bæjarstjóra í Vestmannaeyj-
um. Hann og æskuvinur hans, Árni
Samúelsson, bíóstjóri, poppuðu og
sáu um að dreifa poppinu, eða korn-
vikrinum, í bíóhús og smáverslanir.
Arnaldur sagði í samtali við HP,
að hugmyndina að poppfram-
Beínt ínn á borð...
Með DHL hraðflutningum kemst sending
þín beint inná borð viðtakanda eins fljótt
og örugglega og hugsast getur.
Eitt símtal og DHL sækir skjölin eða
pakkann til þín. Hann er síðan í öruggum
höndum stærstu hraðflutningsþjónustu
heims.
DHL sér um allt! Hafðu samband og
kynntu þér þjónustu okkar — hún
kemur á óvart.
WORLDW/DE EXPRESS R
HRAÐFLUTn/nOAR
BORGARTÚN 33. 105 REYKJAVÍK. simar: 27622/27737
TING
WALASSE
TING
SVNING I GALLERI 1 1 9
HRINGBRAUT 119, REVKJAVÍK
28. mars - 20. apríl 1987
OPNUN YFIR PÁSKA
Skírdagur 14—19
Laugardagur 14—19
Annar í páskum 14—19
leiðslunni hefði afi sinn vafalaust
fengið í kjölfar stríðsins, en poppið
barst hingað með Bandaríkjamönn-
um í seinni heimsstyrjöldinni.
Til gamans má geta þess, að korn-
vikurinn, eða poppið, var pakkað í
cellófónpoka, en það var einmitt
faðir Árna Samúelssonar, Samúel
Torfason, sem sá um að framleiða
pokana utan um poppið.
Dagbókin
hennar
Dúllu
Elsku, besta dagbók.
Þetta líf er svo rosalegt að maður
er bara alltaf meira eða minna í
sjokki. Ég er hætt að þola þetta....
ekki bað ég um að fæðast og þurfa
að ganga í gegnum allskonar vesen.
Til hvers er fólk að leika sér að því
að búa til börn, sem hafa ekki gert
neinum mein? Svo þarf maður bara
að fá hlaupabólu og mislinga og alls
konar pestar, lenda í ástarsorgum og
lesa undir próf! Mér finnst það fer-
leg frekja að kalla þetta yfir sakleys-
ingja — ég get svarið það. Svo láta
sumir foreldrar sér ekki einu sinni
nægja að láta skólana, ástina og allt
það um að pína börnin sín, heldur
gera þeim eitthvað illt VILJANDI.
I alvöru.
Það er nú reyndar ekki ég, sem
hef persónulega lent í hryllingi árs-
ins. Það er Bella vinkona. Hún er
líka gjörsamlega í rusli og mér finnst
alveg agalegt að horfa upp á þetta.
Heldurðu ekki að pabbi hennar hafi
sest niður með stelpunum eftir
fermingarveisluna um daginn og
sagt þeim að hann væri hættur að
vera skotinn í mömmu þeirra! Þetta
er nú ekkert smáræði...
Kallinn er sem sagt orðinn ást-
fanginn af annarri konu, fluttur að
heiman og þær hér með tilvonandi
skilnaðarbörn — einn, tveir og þrír.
Og það á fermingardaginn. Ég fatta
nú ekki hvernig svona getur skeð.
Þau voru alltaf að fara uppstríluð í
boð og utanlandsferðir og mamma
hennar Bellu er rosa fín kelling með
kinnalit og lakkaðar neglur, þó hún
sé auðvitað með svolitla vömb eins
og mamma mín. Það er alltaf til nóg
af bjór og víni hjá þeim og bæði af-
ruglari og vídeó. Svo ætla þau að
klúðra þessu öllu, rústa familíuna og
allt. Ég er viss um að kerlingin verð-
ur líka að fara að vinna úti, en hún
kann ekki nokkurn skapaðan hlut
nema punta sig. Það segir pabbi að
minnst kosti og mamma heldur að
hún kunni varla stafrófið...
Verð að fara og drífa Bellu í bíó.
Hún er svo hryllilega leið... á milli
þess sem hún hótar að drepa kall-
inn. Mamma hennar tekur þessu
ekki nærri eins illa. Hún Iiggur bara
með ginflösku í rúminu og hefur
það gott.
Dúlla
fcfcW
Góðorð ^
duga skammt.
Gott fordæmi
skiptir mestu
máli
22 HELGARPÖSTURINN