Helgarpósturinn - 15.04.1987, Page 29

Helgarpósturinn - 15.04.1987, Page 29
Hæsta listaverk landsins rís í júlí Undirbúningur hafinn að uppsetningu á 24 metra háu sjónarspili Rúríar norðan við nýju flugstöðina Hœsta listauerk sem nokkru sinni hefur verid reist á Islandi mun standa norðan uið flugstöð Leifs Eiríkssonar á Reykjanesi, sem vígð var í gœr. Þetta er skúlptúr listakon- unnar Rúrí, sem heitir ,,Regnbogi“, en það var sem kunnugt er annað verkanna sem vann til fyrstu verð- launa í samkeppni sem fram- kvœmdanefnd flugstöðvarinnar efndi til fyrir tveimur árum um lista- verk við stöðina. Hitt verkið er ,,Þotuhreiður“ Magnúsar Tómas- sonar. Verk Rúríar er 24 metra hátt, langhæsta listaverk á landinu, en að því er best er vitað hafa ekki verið reist hærri verk hérlendis en um tíu metrar. Lengd Regnbogans verður 6 metrar en breidd hans 4,5 metrar. Nú er hafinn undirbúningur að upp- setningu verksins um 200 metra spöl norðan við flugstöðina, á móts við aðalglugga byggingarinnar sem Rúrí. Módel af Regnboga listakonunnar. Smart- mynd. þegar er kunnur úr fjölmiðlum. Að sögn listakonunnar á uppsetningu verksins að ljúka í júlí. „Regnboginn verður unninn úr ryðfríum stálrörum, ferhyrndum að lögun — og steindu gleri," segir Rúrí og telur upp liti Regnbogans; gulan, rauðan, grænan og bláan. Regnbog- inn er ekki að öllu leyti framandi yrkisefni hjá Rúrí, því hún segist vera „búin að gera marga regn- boga. En það eru engir tveir eins. Og þessi regnbogi fyrir flugstöðina var alveg sérstaklega unninn fyrir samkeppnina. Jú, verkið tók sinn tíma, ætli ég hafi ekki verið tvo mánuði með sjálft módelið. Ég man ekki hvað hugmyndin var lengi að mótast. Það er alltaf óljóst," segir Rúrí. Hún segist vera ósköp ánægð með að verk hennar hafi unnið þessa samkeppni sem fyrr er getið; staðurinn sé ári skemmtilegur og verkið veki líkast til athygli þar eð hann verði fjölsóttur. Aðaiatriði í hennar huga sé hins vegar að vera ánægð með sjálft verkið og fá að hafa það eins hún hafi ætlað sér. Hún kveðst munu taka fullan þátt í uppsetningu verksins suður með sjó, en útreikningar Almennu verk- fræðistofunnar liggi nú fyrir á þoli vinds og burðar og ekkert sé í vegin- um að hefjast handa. „Það er vitaskuld ekki hægt að sjá fyrir um það hvernig Regnboginn verður á endanum og hvaða áhrif- um hann veldur, en þetta verður vonandi heilmikið sjónarspil. Það er gaman fyrir mig, sem hef unnið svo lengi við verkið, að eiga eitthvað spennandi eftir; sjá hvernig birtan leikur það og verkið hana,“ segir Rúrí. Þegar rökkva tekur verður Regnboginn svo upplýstur sem hef- ur önnur áhrif en dags daglega, „og svo veit náttúrlega enginn hvað ger- ist er snjóar,“ bætir listakonan við. -SER Kvikmynd og leikrit Um þessar mundir ganga hér í bíóhúsum tvœr myndir sem eiga þaö sameiginlegt aö vera byggdar á leikhúsverkum sem bœöi hafa verið sett upp hérlendis. Þetta eru myndirnar Guð gafmér eyra í Háskólabtó og Litla hryllingsbúðin í Bíóhöllinni. Afþessum sökum hafðiHPsamband við tvo leikara sem léku ííslensku uppfœrslunum, þau Eddu Heiðrúnu Bachmann sem fór með hlutverk Ijóskunn- ar í Litlu hryllingsbúðinni og Sigurð Skúlason sem lék aðal karlhlutverkið í sýningu á Guð gaf mér eyra, — og innti þau álits á kvik- myndunum. Edda: Nánast vanviti „Mér fannst mjög gaman að sjá myndina svona stuttu eftir að hafa leikið í leikritinu, en samt er svo langt um liðið að maður er búinn að fá vissa fjarlægð. Ég er eiginlega líka dauðfegin að hafa ekki séð þetta áð- ur en leikritið var sett upp því í myndinni eru týpurnar miklu sterk- ari, miklu sterkar málaðar heldur en hjá okkur. Það hefði eiginlega verið sama hvað við hefðum gert, það hefði alltaf fallið í skuggann. Plantan var auðvitað tæknilega fullkomnari í myndinni en ég er ekki viss um að hún hafi haft meiri áhrif, verið meira ógnandi. í leikrit- inu var maður inní henni og það gaf henni einhvern leyndardómsfullan kraft. Þeir breyttu söguþræðinum að- eins, og endinum líka, þetta varð meira svona ,,happy-end“ í mynd- inni og ég er ekki viss um að það hafi verið af hinu góða. Varðandi mitt hlutverk þá fannst mér það vera mjög vel leyst hjá leik- konunni en það var allt öðruvísi, hún var nánast vanviti. Ég gekk ekki svo langt. Við reyndum að skapa fallega mynd af ljósku sem var hjartahrein og góð en í mynd- inni ná þeir persónuleika hennar út þannig að í henni tfstir. Mér fannst líka vera ósamræmi milli talaðs máls og söngs, það er raunverulega það eina sem ég get sett útá, en það er bara tittlingaskítur." Sigurður: Vantar dramatíser- ingu „Ja, ég vil bara lýsa yfir ánægju minni með það að þessi stúlka skyldi hljóta Oskarsverðlaunin. Það dregur athyglina að stöðu heyrnar- lausra, bæði í hennar heimalandi og vonandi í heiminum öllum. Þessi stúlka er það besta við myndina, hún hefur óvenjulega hæfileika og ber myndina í raun og veru uppi. Mér finnst myndin vera falleg og vel gerð en jjað vantar í hana dramatíseríngu sem er fyrir hendi í leikritinu. Það er svona Hollywood- keimur af henni, af handritsgerðinni og þá sérstaklega endinum. Það er lögð meiri áhersla á ,,happy-end“ og í henni er viss glamúr sem ekki er fyrir hendi í leikritinu. En ég naut myndarinnar, hafði gaman af henni þrátt fyrir að ég hafi orðið fyrir smávonbrigðum með William Hurt, ég bjóst við meiri til- þrifum af hans hálfu.“ Edda Heiðrún Bachmann sem Dollý I uppfærslu Hins leikhússins á Litlu hryllingsbúð- inni. 11111« Sigurður Skúlason I hlutverki sfnu I Guð gaf mér eyra. FROST-FILM vinnur nú sem óðast að undirbúningi myndarinnar Foxtrot og ráðgera aðstandendur að hefja tökur í júní og að þær standi fram í lok ágúst. Handritsgerð er á lokastigi en höfundur þess er Svein- björn I. Baldvinsson, í félagi við þá Jón Tryggvason, sem einnig er leik- stjóri myndarinnar, Karl Óskarsson tökumann, og Lárus Ými Óskars- son. Eftir því sem fregnir herma eru þeir Frostfilmarar með öll spjót úti til að finna fjármagnsaðila um þess- ar mundir. Myndin á að vera eins- konar spennumynd og, eins og ein- hver orðaði það, sem slík verður hún gjörsamlega óklassísk, þar sem hinn íslenski raunveruleiki verður gerður spennandi. HAMSUN aðdáendur geta farið að kætast. Almenna bókafélagið og Norrœna húsið hyggjast standa fyrir Hamsun hátíð í næsta mánuði í húsi Alvars í Vatnsmýri, en endanleg dagsetning iiggur enn ekki fyrir. Því er lætt að Listapöstinum að þarna gefist Hamsun aðdáendum kostur á að heyra upplestra úr nokkrum kunnustu verkum skáldsins, auk fyrirlestra um líf hans og list, meðal annars úr munni Einars Kárasonar rithöfundar sem ku vera einn mesti Hamsun lesandi hérna megin Fœr- eyja. Þá eru líkur á því að á hátíðinni verði sýndar nokkrar helstu kvik- myndirnar sem gerðar hafa verið eftir verkum Knúts. AIDA hefur nú gengið fyrir fullu húsi 25 sinnum og sýnt þykir að enn sé markaður fyrir hendi. Hyggst ís- lenska óperan halda áfram sýning- um á Aidu fram í miðjan maí er leik- árinu lýkur. Óvíst er hvert verður næsta verkefni íslensku óperunnar en það verður sett upp á komandi hausti. Sýningar á Aiclu verða næst á annan dag páska og föstudaginn 24. apríl... HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.