Helgarpósturinn - 15.04.1987, Síða 30
I
BLUES er ekki ákaflega algengur
á tónleikum hér á landi, helst að ein-
hverjir utanaðkomandi mæti á sker-
ið og blúsi. Úr þessu ætla Blues-
hundarnir að bæla næstkomandi
fimmtudagskvöld á Hótel Borg, en
þeir slógu einmitt í gegn á blues-
kvöldi á Borginni 18. síðasta mánað-
ar. Þessir Blues-hundar eru ekki af
verri endanum, þrautreyndir kapp-
ar úr ýmsum hljómsveitum og
músíkstefnum í íslenska poppgeir-
anum. Fyrstan skal frægan telja
Bubba Morthens, næstan hinn
snjalla trommuleikara Stuðmanna,
Ásgeir Óskarsson. Gítarinn þenur
— segir Guðjón Pedersen um siðameistarann í
Kabarett sem rokgengur fyrir norðan
Guðjón Pedersen er landsmönn-
um að góðu kunnur fyrir leik sinn
þrátt fyrir að hann eigi ekki ýkja
langan leikferil að baki. Hann var
einn af forsvarsmönnum Svarts og
sykurlauss og stofnandi Frú Emelíu,
leikhúss. Um þessar mundir leikur
hann siðameistarann í uppfœrslu
LA á Kabarett. HP sló á þráðinn til
hans og forvitnaðist fyrst um hvern-
ig verkið gengi í norðanmenn.
„Jú, það gengur mjög þokkalega,
við höfum fengið fínar undirtektir.
Þetta er ein skemmtilegasta sýning
sem ég hef leikið í."
Þetta er ekki fyrsta skiptið sem þú
leikur á Akureyri, er það?
„Nei, ég var í Þremur systrum eft-
ir Chekov árið 1982, það var fyrsta
feita rullan sem mér bauðst eftir út-
skrift. Ég útskrifaðist '81, og var bú-
inn að vera í einu stykki í Þjóðleik-
húsinu áður.“
Þannig að þú hefur fengið góð
hlutverk fyrir norðan.
„Já, mér hafa boðist mjög
skemmtileg hlutverk hér og það er
mjög gaman að leika siðameistar-
ann í Kabarett. Þetta er eitt af þeim
hlutverkum sem mann hefur alltaf
langað tii að leika."
Þú bœði syngur og dansar í sýn-
ingunni, hvernig líkar þér það?
Guðjón Pedersen gnaefir uppúr hópi dansara (Kitt-Katt klúbbnum, f hlutverki sfnu sem
siðameistarinn í Kabarett LA.
„Það er skemmtilegt. Við höfðum
alveg stórkostlegan mann til að
semja og stjórna dönsunum, Ken
Oldfield. Það er mjög gaman að fá
tækifæri til að vinna með honum."
Eru Akureyringar öðruvísi áhorf-
endur en þeir sem þú átt að venjast?
„Já, þeir eru það. Þetta er allt ann-
ar bær.“
Þú notar tœkifœrið og leikstýrir
Dalvíkingum samtímis.
„Já, þetta er eiginlega orðin tradi-
sjón að ég leikstýri hjá þeim þegar
ég kem norður, ég gerði það líka síð-
ast. Núna erum við að setja upp
barnaleikrit sem heitir Nornin
Baba-Jaga.“
En segðu mér afSvörtu og sykur-
lausu, er eitthvað á döfinni hjá því?
„Nei, því miður, það er ekki neitt,
hinsvegar kemur Frú Emelía til með
að gera fleiri hluti."
Verður það í náinni framtíð?
„Það er ómögulegt að segja, það
er svo margt sem spilar þar inní. Ég
bíð bara eftir að komast suður.
Þangað til veit ég ekki hvað gerist."
KK.
Hlutverk sem mig
hefur alltaf
langað að leika
Innlit í evrópska bíósali
1 þessu greinarkorni er fjallað
stuttlega um þœr kvikmyndir sem
njóta hvað mestrar hylli á megin-
landi Evrópu í dag. Vissulega eru
margar þeirra þegar komnar í ís-
lensk kvikmyndahús, s.s. The Color
ofMoney, Children ofa Lesser God,
A Room With a View o.fl., en slíkar
myndir þurfa víst ekki frekari kynn-
ingu.
PLATOON
Fyrsta skal nefna mynd sem hlotið
hefur slíkt umtal að undirritaður
man varla eftir öðru eins í fjölda ára.
Platoon varð sigurvegari Oscars-
verðlaunanna og kom víst fæstum á
óvart í þessari miklu skrautsýningu
fyrir vestan. Myndin er sjálfsævi-
saga leikstjórans og handritshöf-
undarins Oliver Stone úr Vietnam
stríðinu og leikur Charlie Sheen
(sonur Martin Sheen og bróðir ungl-
ingastjörnunnar Emilio Estevez)
aðalhlutverkið, þ.e. Stone sjálfan.
Stór hlutverk leika einnig Tom Ber-
enger, sem leikur hér tilfinninga-
laust illmenni af mikilli fimi, og Will-
em Dafoe í hlutverki hins réttláta
píslarvotts. Báðir voru kapparnir til-
nefndir til Oscars en þurftu að lúta í
lægra haldi fyrir Michael Caine í
mynd Woody Allens um Hönnu og
systur hennar. Platoon verður sýnd
í Háskólabiói á næstunni og bíða
örugglega margir með eftirvænt-
ingu eftir þessari gróðavænlegu
mynd (kostaði aðeins 6 milljónir
dollara), þrátt fyrir að ekki séu allir
á eitt sáttir um ágæti hennar og boð-
skap.
THE MORNING AFTER
Einhver allra virtasti leikstjóri
Bandaríkjanna, Sidney Lumet, er
nú búinn að hrista eina myndina
enn fram úr erminni. The Morning
After kallast stykkið og státar af
Jane Fonda og Jeff Bridges í aðal-
hlutverkum. Lumet á að baki fjöld-
ann allan af góðum myndum, og
nægir að nefna The Pawnbroker,
Network og The Verdict í því sam-
bandi, en „Lumet gerir bara góðar
myndir" eins og einn gagnrýnand-
inn komst að orði. Ekki hefur þessi
nýjasta mynd hans hlotið alveg jafn
góðar viðtökur og margar af fyrri
myndum hans, en í henni kemur
hann eins og svo oft áður inn á glæpi
og refsingu. Það var þó sjálf Jane
Fonda sem átti hugmyndina að
myndinni og þykir Fonda sýna af-
bragðsleik eins og endranær. Jeff
Bridges getur mun betur.
ANGEL HEART
Nýjasta mynd Bretans Alan Park-
er (Midnight Express, Fame, The
Wall, Birdy), Angel Heart, var ný-
lega frumsýnd í París, en myndar-
innar hafði verið beðið með mikilli
eftirvæntingu siðustu vikurnar. í
henni leikur „Brando níunda ára-
tugarins" Mickey Rourke spæjarann
Angel, og lendir hann í ýmsum
ógöngum er hann vinnur verkefni
fyrir neðanjarðarstórkrimma nokk-
urn, leikinn af Robert De Niro. í
myndinni leika einnig Charlotte
Rampling og Lisa Bonet sem ís-
lenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja
sem Denise í Cosby Show.
BLUE VELVET
Ein allra athyglisverðasta mynd
liðins árs er nýjasta mynd hins
snjalla David Lynch (The Elephant
Man), Blue Velvet. Myndin hefur
hlotið lof flestra gagnrýnenda en
misjafnar undirtektir almennings.
Hún lýsir ástar- og haturssambandi
tveggja einstaklinga, leiknir af Isa-
bellu Rossolini og Dennis Hopper.
Blue Velvet kemur manni mjög á
óvart og hér er mjög sérstök mynd
á ferðinni. Handrit myndarinnar er
sérlega gott og Lynch kann svo
sannarlega að notfæra sér mátt
myndmálsins. Þá er leikur Dennis
Hopper hreint út sagt stórkostlegur
og hefur undirritaður sjaldan eða
aldrei séð annan eins kvalalosta hjá
nokkrum leikara. Það kom því
mörgum á óvart að Hopper skyldi
hafa verið tilnefndur til Oscarsverð-
Iauna fyrir annað og miklu viða-
minna hlutverk, þ.e. í myndinni
Hoosiers.
THE MOSQUITO COAST
Ein af þeim myndum sem undir-
ritaður hafði beðið eftir með mikilli
óþreyju var nýjasta mynd Ástralans
Peter Weir. Þessi framvörður ástr-
alskrar kvikmyndagerðar hafði
varla stigið feilspor í leið sinni upp á
tindinn og eru myndir eins og Picnic:
at Hanging Rock, The Last Wave og
Gallipoli að ógleymdri hinni stór-
góðu Witness allt myndir sem bera
vott um hæfni leikstjórans. í The
Mosquito Coast bregst honum loks
bogalistin. Líkt og í Witness leikur
Harrison Ford aðalhlutverkið í þess-
ari nýjustu afurð Weirs og sýnir
hann á sér nokkuð nýja hlið í annars
ruglingslega skrifuðu hlutverkinu.
Það er einmitt stærsti ókostur
myndarinnar hvað handritið er illa
unnið. Þrátt fyrir þessa gagnrýni
mína er Moskítóströndin alls ekki
vond mynd. Maður hlýtur bara að
gera miklar kröfur þegar kappar
eins og Peter Weir eiga í hlut.
BETTY BLUE
Fyrst talað er um vinsælar mvndir
í Evrópu verður ekki hjá því komist
að minnast á vinsælustu innlendu
myndirnar í Frakklandi. Betty Blue
eða 37°2 le matin, eins og Frakkarn-
ir kalla hana, eftir Jean-Jacques
Beineix hefur notið fádæma vin-
sælda enda var myndin tilnefnd til 9
Cesar verðlauna í Frakklandi.
Óþarft ætti þó að vera að fjalla
meira um Betty Blue þar sem grein
um Beineix birtist í HP nú fyrir
skemmstu. Sú mynd sem hefur ver-
ið auglýst hvað mest í París um þess-
ar mundir er Le Grand Chemin eftir
Jacques Hubert. í henni fer Richard
Bohringer með aðalhlutverkið en
hann lék m.a. í myndunum Diva og
Subway.
Ef tala á um gamanmyndir sem
væntanlegar eru hingað upp eftir
skal helst nefna The Golden Child
með Eddie Murphy í aðalruliu. Leik-
stjóri hennar er Michael Ritchie en
hann á að baki hina misheppnuðu
The Survivors og hina stórskemmti-
legu Fletch með Chevy Chase.
Chase leikur einmitt eitt af þremur
aðalhlutverkunum í nýjustu mynd
John Landis. Landis er óþarft að
kynna en hinir tveir aðalleikararnir
í myndinni, sem ber heitið Three
Amigos, eru þeir Steve Martin og
Martin Short.
Þorfinnur Ómarsson
enginn annar en Björgvin Gíslason,
lengi í fremstu röð íslenskra gítar-
leikara og fyrrum félagi Bubba úr
Egó, Þorleifur Guðbjörnsson plokk-
ar bassann. Rúsínan í pylsuendan-
um er síðan píanóleikarinn og djass-
arinn frábæri, Guðmundur Ingólfs-
son. Eftir því sem heyrst hefur munu
þeir félagar leika gamlan blues sem
rekja má til Mississippi í bland við
lög eftir Bubba sem hann hefur fært
í bluesbúning. Þeir Blues-hundar
verða þó ekki einir um hituna því
þeir ætla að bjóða til sín mönnum úr
bluesheiminum og láta þá taka lagið
með hundunum.
30 HELGARPÓSTURINN