Helgarpósturinn - 15.04.1987, Blaðsíða 32
Þessi
þunglamalega
dramatík...
GUÐMUNDUR: Afskaplega leiðinlegir frfdagar fyrir okkur
sem erum á gamals aldri.
GUÐMUNDUR VALGRÍMSSON,
FYRRVERANDI VÉLSTJÓRI
Ég hugsa ekkert frekar um páskana en venjulega duga.
Þetta er bara gamall hugsanaháttur að halda upp á þetta og
hjá mér er þetta bara venja. Ekkert trúarlegt sem spilar þar
inn í að ráði og ekki held ég að ég skeri mig úr hvað það
varðar, ég er eins og annað fólk. Eg gæti svo sem rætt við
þig í hálftíma um álit mitt á trúnni og trúariðkun íslendinga,
en mín hugsun hefur ekki verið öðruvísi en sú, að fylgjast
með þessari hátíð eins og ég hef gert frá því ég var ungur.
Þetta eru frídagar og sem slíkir heldur leiðinlegir, sérstak-
lega fyrir okkur sem erum á gamals aldri.
SVALA KALMANNSDÓTTIR,
AFGREIÐSLUKONA
Ég sæki kirkju mikið og ég er í söngkór og því er ég upp-
tekin í því. Það er nóg að gera hjá mér um páskana þó ég
sé ekki búandi húsmóðir, það eru fermingar og annað. Að
baki páskunum er afskaplega mikill boðskapur; og í dag
mætti vera meiri mannkærleikur, það hugsar hver allt of
mikið um sjálfan sig. Ýmislegt í lífinu mætti vera betra, lífs-
kjörin mættu t.d. vera mun betri, en það er alltaf sagt að það
séu ekki til peningar, þó alltaf virðist hægt að hækka við þá
sem ofar eru í þjóðféiaginu. En ég er ekkert ósátt við lífið,
það er gott að lifa þrátt fyrir að ýmislegt mætti betur fara.
Ég myndi bara segja að hið góða ætti greiðari leið ef fólk
væri sáttara við hlutskipti sitt.
THOR VILHJÁLMSSON, RITHÖFUNDUR
Páskarnir breyta ekki óskaplega miklu fyrir mér, en ég sé
þó fram á að það verði auðveldara að komast áfram í Reykja-
vík, af því margir fara á fjöll eða fara til útlanda; víkja sér
burt. Svo finnst mér það tilhlökkunarefni, að þegar maður
opnar fyrir útvarp þá dynur ekki á manni einhver andskoti
sem lemur sálina í klessu, heldur tónlist sem gefur sálinni líf
og auðgar manninn. Fólkið fær tækifæri til að lifa raunveru-
lega ríku lífi ef það notar sér þetta. En ég ætla ekki að gefa
neinar yfirlýsingar um trúmál; það verður hver að hafa sína
hentisemi með það. Það eru til nógu margir ólíkir trúflokkar
til að flestir fái eitthvað við sitt hæfi. Sumir vilja kannski fara
í kaþólsku kirkjuna og þá ef til vill með söknuði eftir Jóni
Arasyni og sonum hans sem höggnir voru 1550. Sumir segja
að íslendingar hafi þá misst einu raunverulegu trúna sem
þeir höfðu. Aðrir vilja kenna sig við lútersku eða Kalvín, en
það eina sem ég vona er að þessir andskotans stórglæpa-
menn í Ameríkunni sem plokka peninga á trúnni fari ekki
að vaða uppi hér. Þeir og aðrir sem kasta á milli sín fjöregg-
inu okkar allra, Reaganshjónin í Ameríku og svo hinir í
Sovétríkjunum.
JENS Á. ANDERSEN, SÖLUMAÐUR
Ég hugsa mest til þess hversu gott er að komast í smá frí
frá amstri dagsins! Annars hugsar maður óhjákvæmilega til
manns sem var uppi fyrir nær 2000 árum og var líflátinn fyr-
ir skoðanir sínar og baráttu fyrir trú, von og kærleika og þar
með talið sannleika. Og þegar maður hugsar síðan aftur til
nútímans, t.d. þess sem hefur verið að gerast í íslenskum
þjóðmálum nú undanfarið, þá hlýt ég að hugsa: Mikið óskap-
Svala: Hið góða ætti greiðari leið ef fólk væri sáttara viö
hlutskipti sitt.
THOR: Þá dynur ekki á manni einhver andskoti sem lemur
sálina I klessu . . .
JENS: Úskandi væri að við færum virkilega að haga okkur
eftir þvl sem stendur f hinum góðu fræðum.
NAFNLAUS: Páskarnir gefa fólki örlltið frf frá hinu verald-
lega stússi.
ARNA ÞÚRUNN: Mér leiðast þessir helgidagar. Ég trúi á hið
góða I mönnunum.
BJARTMAR: Kominn tlmi til að reka alla þessa vlxlara úr
musterinu.
— Hvaö eru páskarrxir í hugum
fólks? Frí frá amstri dagsins
námer eitt, tvö og þrjá? Rád-
stefnuhelgi meö Guöi? Hverfa
páskarnir í skugga kosninga-
baráttu eöa öfugt? HP fór í bæinn
og spuröi nokkra vegfarendur
hvaö þeim vœri efst í huga þegar
páskarnir vœru annars vegar...
ÁSDlS: Ég vona bara að ég komist á sklði eða hestbak fyrir
norðan.
lega eigum við langt í land. Stjórnmálin eru mér ofarlega í
huga nú vegna eins aðila sem uppvís hefur verið að skatt-
svikum og í stað þess að teljast slæm fyrirmynd þá stofnar
hann flokk og fær fjöldann til fylgis við sig — án stefnu!
Hversu langt getur vitleysan gengið? Ég er ekkert tiltakan-
lega trúaður, en óskandi væri að við færum virkilega að
reyna að haga okkur eftir því sem stendur skrifað í hinum
góðu fræðum.
NAFNLAUS VERSLUNARSKÓLANEMI
Páskar eru páskafrí. Ég fer í próf eftir páska. Lesa? Nei, nei,
ég ætla að sitja heima og slappa af. Boðskapur páskanna
höfðar ekki á nokkurn hátt til mín og ég pæli ekkert í kristin-
dómnum en vitaskuld á fólk að vera gott við hvort annað.
Ég hugsa t.d. mun meira um að það séu að koma kosningar
en að það séu að koma páskar. Ég er nokkuð pólitískur. Ég
styð allar uppreisnir, allt frá Stefáni Valgeirssyni til Alberts.
En svo ég segi eitthvað um páskana, þá skal ég viðurkenna
að þeir gefa fólki örlítið frí frá hinu veraldlega stússi og það
er auðvitað jákvætt út af fyrir sig.
ANNA ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIR, NEMI
Páskarnir? Fyrir mér eru þeir einna helst frí, þeir hafa ekki
mikla trúarlega merkingu fyrir mig. Þeir gefa mér sjens á að
lesa fyrir prófin eftir páskana. Ég gerði það meira þegar ég
var yngri, að hugsa út í tiigang páskanna. Nú orðið leiðast
mér þessir helgidagar almennt, en þó væri ég hræsnari ef
ég segðist ekki hugsa neitt um trúna að baki. Ég trúi á hið
góða í mönnum, þetta góða sem maður sér alltaf af og til,
þegar einhver sýnir öðrum hlýtt viðmót. Það mætti nú vera
meira gert af því, þá getur fólk orðið sáttara við sjálft sig.
Sjálf er ég afskaplega sátt við lífið og tilveruna í augnablik-
inu.
BJARTMAR GUÐLAUGSSON,
TÓNLISTARMAÐU R
Mér finnst það sérkennilegt með þessa hátíð kirkjunnar,
hvað mönnum hefur tekist að gera hana hræðilega leiðin-
lega og fráhrindandi. Kirkjulegar hefðir eru mjög þunglama-
legar allar. Ég kemst í pínulítið huglægt ástand á föstudaginn
langa, en það er ekkert sérstaklega trúarlegt. Þessi þung-
lamalega dramtík er gjörsamlega óþörf. Undanfari pásk-
anna er að verða eins og jólin, kaupstefnuhátíð og kominn
tími til þess að við fáum einhvern frelsara til að reka alla
þessa víxlara út úr musterinu. Nú, hann sagðist ætla að
koma aftur og ég verð að trúa á áreiðanleika þess. En hvort
ég er trúaður; móðir mín er búin að biðja Guð að blessa mig
frá því ég fæddist og gerir það enn þann daginn í dag og ég
trúi því ekki að sú ágæta kona biðji einhvern óábyrgan aðila
um að passa mig svona vel eins og hún hefur gert.
ÁSDÍS FRÍMANNSDÓTTIR,
SKARTGRIPASMIÐUR
Á páskum fer maður á skíði eða hestbak til Akureyrar,
þaðan sem ég er. Páskarnir eru frí frá vinnunni og öðru vana-
bundnu. Maður hugsar kannski eitthvað smávegis um Guð
en þó aðallega um það góða í öllu. Ég hef afskaplega lítið
velt fyrir mér hvers vegna þessi hátíð er, vona bara að ég
komist á skíði eða hestbak norður.
32 HELGARPÓSTURINN
eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart