Helgarpósturinn - 15.04.1987, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 15.04.1987, Blaðsíða 33
Morgunblaðið mikla grein eftir Sig- urð E. Guðmundsson, forstjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins, á mið- opnu blaðsins. Annars vegar er greinin vörn fyrir nýja húsnæðis- lánakerfið. Hins vegar árás á þá sem gagnrýnt hafa þetta nýja lánakerfi. Athygli hefur verið vakin á því, að einn helsti gagnrýnandi nýja hús- næðislánakerfisins á Alþingi sé Jóhanna Sigurðardóttir, alþm. Alþýðuflokksins, og að Sigurður E., ^em felldur var í prófkjöri krata vegna borgarstjórnarkosninga fyrir réttu ári, sé í raun að senda Jóhönnu tóninn í grein þessari og þakka flokknum samfylgdina. Er nokkur kurr í hópi aldinna stuðningsmanna Sigurðar E. vegna þessa máls og þykir þeim ómaklega vegið að Jóhönnu Sigurðardóttur. . . ft__ Húsnæðisstofnun ríksins sendi frá sér litla fréttatilkynningu í síðustu viku. Þar kemur fram, að um 5.300 umsóknir um lán bárust stofnuninni þá fimm mánuði sem nýja húsnæð- islánakerfið hefur verið í gildi. f áætlunum stofnunarinnar um láns- þörf er gert ráð fyrir 3.800 umsókn- um á heilu ári, en hér er verið að tala um fimm mánaða tímabil. Þetta þýðir að biðlistar eftir iánum lengj- ast enn og telja sérfróðir menn að biðtími eftir lánum verði um þrjú ár þegar á miðju þessu ári. . . S leiðara Morgunhiaðsins sl. þriðjudag segir að eldsneytiskerfið, BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:......91-31815/686915 AKUREYRI:........96-21715/23515 BORGARNES:..............93-7618 BLÖNDUÓS:..........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: .....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR: .........96-71489 HÚSAVÍK:.........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:............97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: .....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: .......97-8303 sem tekið verður í notkun við nýju flugstöðina í Keflavík í lok mánaðar- ins sé ,,eitt hið besta í veröldinni allri“. Stöðvarstjóri Olíufélagsins á staðnum segir hins vegar, að nýja kerfið sé í öllum aðalatriðum ná- kvæmlega eins og það eldsneytis- kerfi, sem verið hefur í notkun við gömlu stöðina í upp undir 20 ár... Ems og við sögðum frá í síðasta tölublaði, er eldsneytiskerfið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar ekki tilbúið til notkunar, þó svo stöðin hafi verið opnuð við hátíðlega at- höfn. Eldsneytismálunum var hins vegar bjargað fyrir horn með því að Varnarmálaskrifstofan í Reykja- vík fékk bandaríska herinn til þess að lána 4 stóra tankbíla í þetta verk- efni. Þar með verða tankbílarnir sjö alls og bera samtals um 130 þúsund lítra, sem er þó „helvíti knappt" á mesta annatímanum, samkvæmt upplýsingum starfsmanna á flug- vellinum. En skipunin hefur verið gefin út og þá er „ekki um annað að ræða en gera sitt besta", eins og við- kvæðið var meðal fólksins í stöðinni nokkrum klukkustundum áður en korkurinn flaug úr flöskunum.. . mlr að er kunnara en frá þurfi að segja að það getur verið illt að glíma við kerfið. Það fékk maður nokkur að reyna, þegar hann fékk heim- sendan reikning frá Póst- og síma- málastofnuninni fyrir afnot af síma sínum. Það væri sjálfsagt ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að reikningurinn hljóðaði upp á tæpar tvö hundruð þúsund krónur. Fyrir það verð er hægt að hringja til New York og tala þangað stanslaust í nokkra daga. Þar sem maðurinn hafði ekki gert neitt slíkt, né notað símann neitt umfram það sem hann hafði áður verið vanur, fór hann með reikninginn niður á skrifstofur Póst- og símamálastofnunarinnar, til að fá á honum skýringar. Þar brá svo við að það er ekki hægt að fá neinar sundurliðanir á reikningum, umfram fjölda skrefa í hverjum mánuði. Stofnunin gat því ekki sannað afnot mannsins á simanum og hann ekki afsannað uppgefnar tölur frá stofnuninni. Hann var því lentur í þeirri aðstöðu, að annað hvort greiddi hann reikninginn dýra, eða legði inn símtækið sitt og biði frekari innheimtuaðgerða frá stofnuninni. Hann hafði lent í því sem kalla mætti „óhappdrætti ríkis- ins“. Það verður hins vegar að telja í hæsta máta einkennilega að reikn- ingum Póst- og símamálastofnunar- innar staðið. Reikningar stofnunar- innar eru þannig úr garði gerðir að vafasamt er að þeir standist kröfur réttargagna. Ef maðurinn hefði staðið á því fastara en fótunum að stofnunin hefði lagt á hann of mik- inn símkostnað, hefði verið erfitt fyrir stofnunina að afsanna orð mannsins. Slíkt á reyndar líka við um okkur hin sem fáum reikninga fyrir fáeinum umframskrefum... Aukagisting vegna mikillar eftirspurnar Þátttakan í Rimini-ferðunum hefuraldrei verið meiri en í sumar. Bið- listar hafa myndast vegna fullbókaðra flugvéla og gistingar, en með viðbótarhúsrými á Giardino, vinsælasta íbúðargististað okkar á Riccione-ströndinni, höfum við opnað enn fleirum greiða leið til þessarar stórskemmtilegu sólarstrandar. Og nú er um að gera að bóka sig tímanlega - Rimini á örugglega eftir að standa undir nafni í sumar sem endranær. Catlolii .i FENEYJAR Fl ÓRFNS ý íbúðar- og hótelgisting aföllum gerðum / Munið barnaklúbbinn Ódýru Sl-bótelin - sem foreldrarnir halda mest uppá! Adriahc Rivicra ol Emilia - Romagna i Gatteo a Mare San Mauro a Mare Misano Adriatico Lidi di Comacchio Savignano a Mare Bellana - Igea Manna Cervia - Milano Manttima Ravenna e le Sue Manne voru kynnt í lyrsta skipti á Mallorca í fyrra og slógu heldur bet- ur í gegn - seldust upp á mettima - og nú bjóðum við þau á Rimini og Riccione í fyrsta sinn. Þú pantar SL - hótel og við finnum það fyrirþig, þægilegt og hreinlegt, stutt frá strönd og með morgunmat og látum þig svo vitahvaðþaðheitirmeðlOdagafyrirvara-svonaspararðuverulega! , Brottfarardagar: 27. maí:8sæti laus 8.júní:örfásæti laus 17. júnf:laus sæti 29.júní:laussæti B \ú\i: UPPStlT/BIBUSn 20. júlí: laus sæti 29.júlf:örfásætilaus 10. ágúst: 6 sæti laus 19. ágúst: UPPSllT/BIDLISTI 31. ágúst: örfá sæti laus Italy l Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Sfmar 91-27077 & 91 -28899 Hótel Sögu viö Hagatorg • 91 -622277. Akureyri: Skipagötu 14 • 96-27200 kr. 24.100 mlöad við 7 saman í 4ja herb. íbúð. HELGARPÖSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.