Helgarpósturinn - 15.04.1987, Page 38

Helgarpósturinn - 15.04.1987, Page 38
MÁL OG MENNING Bölv og ragn (4) í síðasta þætti rakti ég allmörg blótsyrði, sem tengjast kvalastaðnum helvíti. Nú verð- ur hins vegar fjallað um nokkur, sem tengjast djöflinum. Líklegt er, að orðið djöfull hafi borizt hing- að með kristniboðum, áður en kristni var í lög tekin á Alþingi. Orðið er títt í Biblíunni. Ég hefi ekki tölu á tíðni þess í íslenzku Biblí- unni, en samkvæmt orðstöðulykli (concord- ance) yfir ensku Biblíuna kemur devil 60 sinnum fyrir og fleirtalan devils 55 sinnum. Trúboðum hlýtur að hafa verið orðið djöfull vel kunnugt. Óruggt dæmi um það í íslenzku” er þó ekki finnanlegt fyrr en í kvæði, sem ort var um 1120. Höfundurinn var Halldórr skvaldri. Þó ber þess að geta, að í kvæði eftir Þorgeir flekk (frá því um 1038), sem var norskur, stendur: Þú elskar þá arma þjóö dróttinsvika, es djöful hlægöu (ÍF XXVIII, 23, Heimskringla), þ.e. þú hefir mætur á þeim auma flokki landráðamanna, sem fengu djöfulinn til að hlæja (skemmtu skrattanum). í langflestum tilvikum var kristilegi orða- forðinn sameiginlegur norsku og íslenzku. Af því verður þó ekki ályktað, að krjstilegu orðin hafi alltaf borizt frá Noregi til íslands. íslendingar höfðu samskipti við ýmsar aðrar þjóðir en Norðmenn. Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um það, úr hvaða máli orðið djöfull hafi verið tekið inn í íslenzku. Hér er ekki rúm til að rekja það mál. Hins vegar tel ég mig geta fært sterk rök fyrir því, að orðið sé fengið úr fornsaxnesku diabol. Menningarleg rök fyrir því eru, að fyrir kristnitöku voru hér saxneskir trúboð- ar, svo sem Frirekr biskup, sem dvaldist hér 981—986 og Þangbrandr (á fornsaxnesku Thankbrandr = Þakkbrandr), sem var hér skömmu fyrir kristnitöku. Upprunalega er orðið komið úr grísku diabolos, sem merkir „rógberi", sbr. gr. diabáUein „rægja“. Orðið rœgikarl, sem rætt verður um í síðari þætti, er (töku)þýðing á gríska orðinu. Orðið djöfull er notað sem blótsyrði með sögnum, svo sem gefa, t.d. gefa dauöann og djöfulinn íeitthvaö, hamast, t.d. hamastdjöf- ulinn ráöalausan o.s.frv. Einnig er það títt í upphrópunarsetningum eins og djöfullinn hiröi (hafi) þaö og hver djöfullinn, sem að formi til er spurning, en er notað sem upp- hrópun. Hins vegar er hvern djöfulinn sjálf- an viltu upp á dekk spurning. Orðið djöfull er notað í fleiri spurnarsetningum, t.d. í for- setningarlið, t.d. ég man ekki, hvar í djöflin- um ég sá hann og ég veit ekki, hvernig í djöfl- inum hann fer aö þessu o.s.frv. Þá má ekki gleyma upphrópuninni djöfullinn danskur, sem er vægt blótsyrði, líklega í fyrstu sagt í fyndni, en ekki sprottið af Danahatri. Þá er djöfull notað sem atviksorð á svipaðan hátt og helvíti, t.d. djöfull langur, djöfull lag- lega af sér vikiö. Þessa notkun má finna í Þjóösögum Jóns Árnasonar. Nú á tímum virðist algengara, að menn noti myndina djöfulli, t.d. djöfulli vitlaus, djöfulli kjána- lega spurt. Þessa orðmynd þekkti ég ekki, fyrr en ég sá hana í gagnfræðaprófsstíl vorið 1943. Hún kann að hafa verið staðbundin (sunnlenzk?). Hún má vera til komin fyrir áhrif frá blótsyrðum, sem enda á -víti, -skoti, -koti, t.d. ansvíti, andskoti, akkoti, sem öll eru notuð sem atviksorð. Eignarfallið af djöf- ull, ýmist án greinis eða með greini, þ.e. djöf- uls eða djöfulsins, er notað sem lýsingarorð, t.d. djöfuls hálfviti(nn), djöfulsins hálfviti(nn). Af djöfull er til eignarfalis- myndin djels. Hún virðist þannig til komin, að djöfull breyttist með svo nefndri afkringingu í djefill, sbr. fjögur verður fjegur, smjör verður srnjer o.s.frv. Eignarfallið af djefill hefir þá verið djefils, sem hefir verið stytt í djels. Slíkar styttingar eru algengar við skrauthverfa notkun orða. Ekki get ég fullyrt, hve myndin djels er gömul, en hljóð- breytingin jö verður je virðist vera frá því um 1600 — finnst þó ekki í Guðbrandsbiblíu 1584 — en hverfur svo nema í örfáum orð- um, t.d. í ófjeti. í Þjóösögum Jóns Árnasonar (II, 133) kemur fyrir déls hórusonurinn. Marga nafna á hann Gestur, segir málshátt- urinn. Líkt má segja um djöfulinn. Skal ég nú rekja nokkur orð, sem um hann eru höfð, eft- ir því sem rúm leyfir. Orðið andskoti er kunn- ugt úr elztu íslenzku og merkir í fyrstu „óvin- ur“, þ.e. „sá, sem skýtur á móti“. 1 Völuspá 33 er Höðr kallaður Baldrs andskoti, enda skaut hann mistilteininum að Baldri samkvæmt Snorra Eddu. Andskoti er einnig til í merk- ingunni „djöfull" í fornmáli. Sem blótsyrði er andskoti notað á mjög svipaðan hátt og djöf- ull að öðru leyti en því, að eignarfalliö er allt- af notaö meö greini sem lýsingarorö. T.d. er alltaf sagt andskotans fífl, andrei *andskota fífl, að því er ég bezt veit. Þessi sama regla gildir um öll veik karlkennd blótsyrði, svo sem fjandi, fjári, skolli, skrambi, skratti og; ári. Verða þessi orð rakin hér á eftir. Nægir að taka fram í eitt skipti fyrir öll, að þau eru notuð sem blótsyrði á sama hátt og andskoti. Orðið fjandi er myndað af sögninni fjá (eldri mynd fía) ,,hata“, er í rauninni lýsingar- háttur nútíðar af sögninni. Orðið hafði þegar í fornmáli fengið merkinguna „djöfull", en merkti jafnframt „óvinur“. Uppruni orðsins fjári er ekki vís. Guðmundur Finnbogason telur það orðið til úr *fíari, af fía (Skírnir 1927, 52). Þessi skýring er að minni hyggju fulldjörf. Orðið er ekki kunnugt í íslenzku fyrr en um 1790, þegar sögnin fía er löngu horfin úr málinu. Elzta dæmi Orðabókar Há- skólans er úr Lœrdómslistafélagsritunum IX, 279 í samsetta orðnu flugufjári. Trúlegra þykir mér, að fjári sé samrunamynd úr fjandi og ári. Skolli kemur fyrir í fornmáli í merk- ingunni „refur“, enn fremur orðið skollr „svik“. Skolli merkir því líklega í fyrstu „svikari". Skrambi er skylt norska mállýzku- orðinu skramp „magur, stórbeinóttur maður eða hestur". Orðið skratti er til í fornmáli í merkingunni „galdramaður", sbr. einnig seiöskratti. í sænskum mállýzkum kemur fyrir skratte „fífl, fjandi". Orðið ári er veik mynd af orðinu árr, sem merkti t fornmáli „sendiboði" og var bæði notað um „engla" (œrir guös) og „púká' (fjandinn ok hans ár- ar). Af ári er komið árátta, sem í fyrstu hefir merkt „djöfulleg tilhneiging". Fleiri djöflanöfn verða að bíða næsta þátt- ar. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? GUÐRÍÐUR ELÍASDÓTTIR VARAFORSETI ASÍ Páskarnir hjá mér einkennast fyrst og fremst af kosningastarfi og mínu starfi fyrir verkalýös- félagiö. Eg kem til meö aö vinna í kosningabar- áttunni eins og gengur og gerist, en ég er áhuga- söm um gott gengi Alþýöuflokksins íkosningun- um. Þá verö ég upptekin nœstu daga, starfs míns vegna, viö aö fara á vinnustaöina meö ný- geröan kjarasamning viö Hafnarfjaröarbœ og um hann veröa síöan fundahöld eftir páska. Um sjálfa páskana œtla ég því aö reyna aö hafa þaö sœmilega rólegt, utan hvaö sonur minn og fjöl- skylda hans eru í heimsókn frá Svíþjóö og vita- skuld fer maöur meö þau á milli og reynir aö gera þeim gott. Ég fer því miöur alltof sjaldan í kirkju en ég reyni aö hlusta á messurnar í út- varpinu ogsjónvarpi. Aö ööru leyti eru páskarn- ir sem sagt eins konar eyöa í erli dagsins. STJÖRNUSPÁ 17.-19. APRÍL HRÚTURINN (21/3-20/4 Þér finnst framtíðarhorfurnar eitthvað óspennandi, en það gerir þér (raun þara gott. Það virkar eins og nokkurs konar hemlakerfi á þig. Á laugardag máttu bú- ast við töluverðum tilfinningasveiflum, en fólkið (kring- um þig verður samvinnuþýtt og þú faerð óskir þínar uppfylltar. Páskasunnudagurinn er vel fallinn til þess að heimsækja aettingja, en ófyrirsjáanleg óheppni gæti spillt fyrir áætlunum þlnum. nmm Það er að renna upp fyrir þér hve mikið þú átt ógert, en fáir eru betur hæfir en þú til að ráða við flóknar að- stæður og gefast ekki upp fyrr en allt liggur Ijóst fyrir. En nú ættu ákveðnir aðilar að gæta að sér. Leggðu til atlögu og láttu ekki þagga niður í þér. Komandi vikur verða kannski stormasamar, þreytandi og stundum tár- votar, en þú munt hafa þitt fram. Hættuekki fyrr en leik- reglurnar eru orönar þannig að l(f þitt verði hamingju- rlkara. TVÍBURARNIR (22/5—21 /6] Þú ert nú orðinn raunsærri eftir tilfinningarótið að undanförnu. Þetta er tími vaxtar og þroska, enda veistu núna betur hvað þú vilt. Það hefur l(ka komið í Ijós að einhver aðili hefur gjörsamlega brugðist hlutverki s(nu sem vinur þinn. Þú hefur um margt að hugsa, en gættu þess að vanrækja ekki sambönd við fólk og haltu áfram að sinna hugðarefnum þínum. mMHnnmsmmmm Ekki taka loforð samstarfsmanna of hátíðlega og nýttu hæfileika þína til að setja upp „pókerandlit". Þú þarft ef til vill að leggja mikið á þig í vinnu, án þess að uppskera meira en venjulega. Láttu félaga eða maka ekki hafa áhrif á þig, þar sem dómgreind þeirra getur brugðist og þú misst gott tækifæri. Á sunnudag skaltu varast að láta þig dreyma um eitthvað, sem aldrei getur orðið. Gerðu ekki veður út af því þótt ástvinir þlnir virðist af- skiptalitlir og fjarlægir. Afstaða himintunglanna er þér hagstæð og það er engin hætta á að þú tapir þvl sem þér er kært. Nú er um að gera að takast á við hlutina og koma öðrum í skilning um að ek ki þýði að vera með svik og pretti. Auövitað ertu að ganga í gegnum mikinn reynslutíma og undir töluverðu álagi, en (næstu viku minnka áhyggjurnar. MEYJAN (24/8-23/9) Nú er komið nóg af umræðum og ágreiningi og tími til kominn að fólk skilji að þér er fúlasta alvara og að þú ert ekki að koma þér undan ábyrgð. Þú þarft að endur- skipuleggja ákveðin atriði íeinkalífinu. Það skeður ým- islegt pirrandi og leiðinlegt þessa dagana, en þú slepp- ur þó við alla meiriháttar erfiðleika. Láttu annað fólk ekki spilla fyrir því að þú finnir varanlega lausn á heim- ilis- og fjárhagsvandamálum. i i im-Bmmamm Þér er ekki gert lífið auðvelt á föstudag, því þá gæt- irðu þurft að taka erfiða ákvörðun. Vandamál ættingja valda þér áhyggjum og fjölskyld umeðlimir reynast óút- reiknanlegir. Á páskasunnudag er nauðsynlegt að sýna mikla þolinmæði til þess að gamalgróin sambönd fari ekki í hnút. Annar í páskum er hins vegar tilvalinn til alls, sem snertir heimilið og fegrun þess. SPORÐDREKINN (23/10-22/11 Samstarfsmenn þinir eru svolítið óútreiknanlegir á föstudag og það getur spillt fyrir verkefnum. Þú verður fyrir vonbrigðum, ef þú treystir um of á aðra. Páska- sunnudagur verður eitthvað erfiður og þér mun veitast erfitt að gera upp hug þinn í einhverju máli. Gættu vel að heilsunni, andlegt álag getur verið mikið og ástar- málin ganga kannski erfiðlega. Það verða þó engin stór- slys, þar sem þú hefur heppnina með þér þrátt fyrir allt. BOGMAÐURINN (23/11-21/12; Nú geturðu komið áætlunum þínum í framkvæmd, en mundu að ættingjar og vinir eru kannski enn tregir í taumi og veita þér ekki þá tryggingu og stuðning sem þú þarfnast. Hvers vegna ferðu líka ekki þínar eigin leið- ir um sinn og kemur öllum á óvart með frumleika þínum og „stæl"? Byrjaðu upp á nýtt og hættu að sakna ein- hvers, sem þú ættir að vita að tilheyrir fortlðinni. STEINGEITIN (22/12-21/1 Það getur komið upp misskilningur á milli þln og fjöl- skyldumeðlima og það er best að setja ekkert á blað, nema kanna fyrst rækilega staðreyndir málsins Þú kannt að hneigjast til þunglyndis sfðla á föstudaginn, en reyndu að velta þér ekki upp úr fyrri mistökum. Láttu ekki óþolinmæði eða forvitni ná tökum á þér á laugar- dag. Á sunnudag ættirðu siðan að varast að særa til- finningar annarra. VATNSBERINN (22/1-19/2 Ekki hlaupa yfir smáatriðin og kannaðu vel allar upp- lýsingar, sem þér berast. Láttu heldur ekki beita þig þrýstingi. Á sunnudag verður ekki mikið um frið og ró hjá þér, þó þetta eigi að heita helgidagur. Þú skalt þó ekkert skafa utanaf þvfvið fólk, sem reynir að koma inn hjá þér sektarkennd með því að segja þig sjálfselskan og eigingjarnan. FISKARNIR (20/2—20/3 Fólki mun finnast þú óáreiðanlegur, ef þú tekst ekki á við vandamálin núna án frekari tafa eða ágreinings. Þér ætti að ganga vel að ná settu takmarki, hvað svo sem aðrir reyna að spilla fyrir með gagnrýni og leiðind- um. Einhver hefur sett þig rækilega út af laginu með því að segja eitthvað, sem særði illilega. Reyndu að skilja ástæðuna að baki þessu. Viðkomandi gæti átt erfitt með að útskýra það. 38 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.