Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 15.04.1987, Qupperneq 40

Helgarpósturinn - 15.04.1987, Qupperneq 40
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur mynd Jim Smart „Þaö er eins og skýin hafiyfirhöndina. Allt er svart og viö hugsum meö okkur: „Sólin skín ekki í dag.“ Viö vitum aö sólin skín einhvers staöar, en okkur viröist hún samt ekki gera þaö. Kannski hefur þú fariö í flugferö á slíkum degi. A degi þegar allt viröist svo dimmt. Flugvélin hœkkar sig, smýgur inn í skýjaþykknið og þú sérö ekkert út. Þaö er eins og sé nótt. En skyndilega flýgur vélin út úr skýjunum og sólin varpar geislum sínum inn í flugvélina. Allir horfa út og brosa. Einn segir: „Erþetta ekki dásamlegt, sjáiö hvaö allt er bjart!" Og annar bœtir viö: „Þaö er verst aö fólkiö niöri á jöröinni getur ekki séö sólina meö okkur." — Sólin skín, en eitthvaö hefur komiö á milli hennar og fólksins. Þaö sama gerist þegar sorgin nær tökum á okkur. Viö œttum aö vita aö dimmir dagar vara ekki endalaust. Skýin fœrast þótt hægt sé. Sú manneskja sem sorgin umlykur er viss um aö skýin veröi alltaf til staöar. Hún er viss um aö þaö hugarástand sem hún býr viö núna veröi óbreytt meöan hún lifir. Hver einasta tilraun til aö telja henni trú um annaö er vonlaus." Þessi kafli er tekinn úr bandarísku bókinni „Good Grief" sem er skráð af prestinum Granger E. Westberg. Ofanritaður kafli flokkast undir „stig þrjú", en talið er að stig sorgarinnar séu tíu í allt. Þau þurfa ekki endi- lega að koma í þeirri röð sem bókin segir frá og ekki ganga allir í gegnum öll stigin. Reynsl- an hefur samt sýnt að sorgin er svo ótrúlega lík hjá flestum, sama hvernig hún kemur, hvort fólk er að missa barnið sitt, maka eða góðan vin. Það er reynsla þeirra kvenna sem við ræð- um við hér á eftir. Þœr hafa báðar horfst í augu við djúpa sorg; sorg sem þeim fannst að myndi aldrei taka enda. Jóna Dóra Karlsdóttir missti tvo syni sína í eldsvoða fyrir rúmum tveimur árum og Olga G. Snorradóttir missti eiginmann sinn skyndilega fyrir tæpu ári og stóð ein uppi með þrjá unga syni á aldrinum 14, 8 og 4 ára. Þær höfðu aldrei hist fyrr en í vetur að þær mæltu sér mót til þess að ræða möguleika þess að koma hér á félagsskap syrgjenda. Þær höfðu þörf fyrir stuðning — og þeir voru fleiri sem voru sama sinnis. I allan vetur hefur hópur tíu manna hist vikulega og þeim til stuðnings hef- ur Páll Eiríksson geðlæknir setið fundina ásamt Þóru Karlsdóttur hjúkrunarfræðingi. Páll hefur til margra ára kynnt sér svipaða starfsemi í Bretlandi þar sem félagsskapur syrgjenda hefur gefið góða raun og starf Þóru felur í sér að hún er sífellt í námunda við dauðann og syrgjendur. Þoð er ekki auðvelt að setjast niður með tveimur konum sem hafa upplifað eitthvað sem ég þekki ekki af eigin raun. Fyrsta hugs- unin var sú að ég gæti ekki talað við þær; það væri ómögulegt að fá þær til að opna sig og tala um sorgina og hvað hægt er að gera til að styrkja þá sem verða að lifa með henni. Þessa tilfinningu þekki ég að vísu frá fyrri tíma, til- finninguna að finnast maður standa utan við, finna svo sterklega til vanmáttar að maður veit ekki hvað á að segja eða gera, hvað þá heldur hvernig á að koma fram. En það þurfti ekki að óttast þær. Þær skildu einmitt svo mæta vel hvernig „leikmanninum" líður: „Það er ekki nema eðlilegt að umræðuefnið „dauð- inn“ komi ekki upp manna á meðal," segja þær. „Það er ekki hægt að tala um dauðann nema að þekkja hann af eigin raun. Það sama gildir um sorgina. En þegar að þessu kemur — að maður upplifir þetta sjálfur — þá er þetta svo allt, allt öðruvísi en maður átti von á." Upphdf félagsskaparins segja þær að megi rekja til viðtals sem haft var við eiginmann 40 HELGARPÓSTURINN Jónu Dóru, Guðmund Árna Stefánsson í tíma- ritinu Mannlíf í fyrra. Olga segist hafa lesið það viðtal þar sem Guðmundur hafi m.a. sagt að konunni sinni hefði dottið í hug að stofna ein- hvers konar samtök fyrir þá sem misst hafa ættingja sína. „Þetta viðtal birtist hálfu ári eftir að ég missti manninn minn en auðvitað þorði ég ekki að hringja til Jónu Dóru því við þekkt- umst ekkert. Við áttum hins vegar sameigin- lega vinkonu og ég bað hana fyrir skilaboð til Jónu. Upp úr því hittumst við, fyrst bara tvær og ræddum þessa hugmynd okkar en fljótlega fóru fleiri að bætast í hópinn. Nú erum við 10-12 manns og hittumst vikulega. Páll Eiríks- son læknir hefur setið þessa fundi með okkur og hefur aðallega verið að byggja okkur upp til að verða færari að hjálpa öðrum syrgjendum, verða öðrum stoð. Það reyndist reynsla okkar allra að mesta hjálpin hafi falist í því að hitta og tala við aðra sem höfðu upplifað svipaða hluti og við sjálf." Jóna Dóra segir að ekki hafi allir átt þessa möguleika: „Það var hins vegar ósk okkar flestra að geta deilt sorginni með öðrum, tala við einhvern sem skildi mann. Það var að minnsta kosti heitasta ósk m'm. Ég átti að vísu frænku sem hafði misst tvo syni sína — en ég hafði ekki uppburði í mér að hringja í hana." Olga samsinnir þessu og segir að „maður treystir sér ekki til að hringja í neinn, treystir sér ekki til að hafa frumkvæðið. Hins vegar geta aðstandendur gripið þarna inn í og við hugsum okkur þennan félagsskap — sem við vonumst til að stækki innan tíðar — þannig að við viljum gjarnan að símanúmer okkar liggi frammi hjá þeim sem syrgjendur leita til, til dæmis prestum, og þeir geti þá haft milli- göngu um að koma þeim í samband við okk- ur." Þær leggja ríka áherslu á að það sé „ekkert lausnarorð til. Fólk má ekki halda að það sé til lyf við sorginni eða að svona félagsskapur geti gert eitthvað sem veldur því að sorgin hverfi. Við erum meira að segja á því að við höfum sjálfar verið of bjartsýnar í byrjun, héldum jafnvel að við myndum ganga út eins og nýjar manneskjur eftir einn fund. Það er mesti mis- skilningur. En auðvitað hefur það hjálpað okk- ur mjög mikið að hittast og ræða þessi mál. Samtal er sorgar léttir og samtal er það eina sem við höfum til að deyfa sorgina, að tala hana frá okkur. Hversu margir hafa ekki upp- lifað það að finnast syrgjendur sífellt vera að tala um það sama fyrst eftir dauðsfallið? Það er bara allt í lagi, fólk má tala eins og það lystir, það er það eina sem getur hjálpað því. Syrgj- endur eru hins vegar oft að reyna að hlífa öðr- um í fjölskyldunni, reyna að berjast á móti því að gráta — og þess vegna er svo gott að setjast niður með öðrum og segja það sem í brjósti býr. Það er fátt betra en að gráta." Þœr segja að í hópnum sé aðeins einn karl- maður: „Það er eins og karlmenn leiti síður eftir styrk út á við. Hins vegar hefur maður orðið var við að þegar karlmenn verða fyrir sorg, þá virðist hún oft vera svo óendanlega djúp. Kannski er það vegna þess að maður er fcvo óvanur að sjá karlmann gráta að þegar að því kemur þá virðist manni sem þeir finni svo óendanlega mikið til. Karlmenn virðast líka oft geta forðað sér úr sorgarmynstrinu með mikilli vinnu og loka þannig á tilfinningar sín- ar. Við treystum okkur þó ekki til að fullyrða neitt um mismun á tilfinnin galífi kvenna og karla en svona virðist þetta hins vegar út á við." Um þetta atriði, grát hjá karlmönnum, segir séra Westberg í bókinni Good Grief: „Það er erfitt fyrir karlmenn að gráta, því allt frá barn- æsku hefur þeim verið kennt að „karlmenn gráta ekki". Þegar fimm ára strákar detta og meiða sig og fara að gráta, kemur einhver full- orðinn og segir: „Svona, svona! Litli maður, gráttu ekki!" Þegar „litli maðurinn" er orðinn átta ára — eða jafnvel átján ára — þorir hann ekki að gráta. Og þegar hann er orðinn 38 ára og verður fyrir djúpri sorg — getur hann ekki grátið, hversu mikið sem hann þarfnast þess. En við verðum að sýna sorg okkar, annað hvort með öðrum eða í einrúmi. Öðruvísi get- um við ekki tekist á við hana." Vií ræðum um framkomu við syrgjendur, þá tilfinningu að finnast maður vanmegnugur þess að styrkja þá sem orðið hafa fyrir sorg. Hvað á að gera — fara til syrgjandans, jafnvel þótt maður viti fyrirfram að maður verður sjálfur niðurbrotinn? Þær brosa: „Já — það er einmitt það sem á að gera. Hvaða skömm er að því að gráta — jafnvel fyrir framan syrgj- anda? Þegar maður finnur að einhver tekur þátt í sorginni með manni af heilum hug — þá er það gott. Það er allt betra en að heyra ekki frá vinum sínum eða ættingjum. Aðalatriðið er bara að fólk sé nógu eðlilegt. Hitt er annað mál að það er margt sem ber að varast í framkomu við þá sem syrgja. Ein setning, sögð á röngum tíma getur sært svo óendanlega djúpt." Við ræðum um dæmi þess og Jóna Dóra nefnir að eitt það alversta sem við hana hafi verið sagt var: „þú átt nú tvö önnur börn..." „Það þurfti enginn að minna mig á það," seg- ir hún. „Ég vissi það vel... Ég var ekkert reið við fólk sem sagði þetta en þetta kallaði fram sársauka án þess ég geti skýrt það nánar. Mín sorg var alveg jafn mikil samt sem áður. Hálfu ári eftir lát drengjanna las ég grein um sorg í dagblaði og þar var birtur „bannlisti"; hvað átti aldrei að segja. Meðal þess sem nefnt var var einmitt þetta atriði: Aldrei að minna for- eldra á að þeir eigi annað barn eða fleiri. Miss- irinn er ekkert minni. Sorgin og söknuðurinn breytist ekkert við það." Þœr nefna einnig í sambandi við röng við- brögð að fólk forðist að tala um þá sem farnir eru: „Það er eins og maður eigi að gleyma þeim. Þetta er mesti misskilningur. Við þurf- um og við viljum tala um þá sem eru farnir. Við verðum að tala um það sem við áttum með þeim. Aftur á móti er stundum eins og fólk verði hálf vandræðalegt, reyni jafnvel að skipta um umræðuefni og heldur að það komi illa við okkur að ræða um þá látnu. Það er hins vegar ekkert sárt — og í rauninni miklu minna sárt en margir gætu haldið. Hitt er miklu sár- ara, að upplifa að vinir manns reyni að forðast að tala um þá látnu því þá fær maður á tilfinn- inguna að fólk vilji gleyma þeim. Þetta kemur auðvitað til af því að fólk er að reyna að segja eitthvað jákvætt, er að reyna að setja sig í spor spyrjandans. Það hugsar með sér: „Efég stæði í þessum sporum núna þá vildi ég örugglega að...“ Þetta er bara ekkert hægt. Þetta fólk hef- ur ekki staðið í þessum sporum og maður hugsar allt öðruvísi þegar hlutirnir hafa gerst." Olga nefnir í þessu sambandi að vinkona hennar hafi misst mann sinn fyrir fjórum ár- um: „Þá var ég svona leikmaður, vissi ekkert hvernig ég ætti að koma fram. Hugsaði með mér að ég væri ekkert að fara til hennar því hún vildi örugglega vera ein. Hugsaði jafnvel að ég skildi ekki hvernig hún gæti lifað þetta af. Þremur árum síðar stóð ég í nákvæmlega sömu sporunum — og þá fyrst sá ég hversu röng viðbrögð mín voru." Þær segja flesta í hópnum hafa rekið sig á sama hlutinn: Fólk reyni að forðast þá sem misst hafa ástvini sína, forðast að tala við þá og viti hreinlega ekkert hvernig eigi að koma fram: „Fólk verður bara að vera sem eðlileg- ast“ leggja þær áherslu á. „Fæstir vilja vera einir þegar sorgin hefur kvatt dyra. Kannski einstaka manneskja, — en það er sjaldgæft. Við einmitt þráum að hafa einhvern hjá okkur, einhvern sem við getum talað við og þurfum ekki að dylja tilfinningar okkar fyrir." Þau tíu stig sem talað er um að sorgin hafi geta varað misjafnlega lengi og viðbrögð við sorginni geta komið fram á mismunandi tím- um. Þær benda á líkamleg einkenni sem geti gert vart við sig allt frá viku eftir dauðsfall upp í hálft eða heilt ár: „Ég fór að finna fyrir gífurlegri þreytu hálfu ári eftir að drengirnir fóru," segir Jóna Dóra. „Þetta lýsti sér með algjöru magnleysi og þróttleysi, mér fannst ég ekkert geta gert, langaði ekkert að gera — og gerði heldur ekki neitt. Svaf mestan hluta sólarhringsins og gerði bara það al-nauðsynlegasta á heimilinu, þvoði upp á nokkurra daga fresti og bara það að setja þvott í vél var erfiði. Eins og þetta er nú ólíkt mér!“ bætir hún við brosandi. „Á þessu tímabili var ég viss um að annað tveggja væri að mér: Annað hvort væri ég með krabbamein og væri að deyja — og var reynd- ar farin að trúa því! — eða að nú væri ég orðin geðveik. Það er svo auðvelt að trúa hverju sem er, því maður hefur ekki hugmynd um að þetta sé hluti af sorginni. Aftur á móti hafa allir gott af að vita að þetta getur gerst og að þetta er eðlilegt — því annars getur fólk orðið dauð- skelkað." Olga samsinnir þessu og segist líka hafa upplifað þetta: „Sorgin hefur meira að segja hellst svo yfir mig í miðri kennslustund að mér finnst ég vera að hníga niður og verð að fara úr tíma. Þetta er þó spurning um að taka sig á og þegar maður hefur upplifað þetta gífurlega þunglyndi sem hefur í för með sér algjört magnleysi lærir maður að taka sér tak

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.