Helgarpósturinn - 15.04.1987, Qupperneq 43
FRÉTTAPÓSTUR
Samningamál
Samningar tókust við fjögur félög háskólamenntaðra heil-
brigðisstétta sem starfa á rikisspítölunum, ljósmæður, há-
skólamenntaða hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félags-
fræðinga. Samningar þessara hópa eru að mestu eins og þeir
samningar sem náttúrufræðingar gerðu á dögunum. Enn er
ósamið við marga hópa, svo sem sjúkraþjálfa, iðjuþjálfa,
símamenn, háskólakennara, arkitekta, dýralækna, héraðs-
lækna, málara, múrara og leiðsögumenn, en tveir síðustu
hóparnir eru í verkfalli. Líffræðingar sem til skamms tima
störfuðu á ríkisspítölunum hafa ekki endurráðið sig þrátt
fyrir að samist hafi við félag þeirra, Félag íslenskra náttúru-
fræðinga, í síðustu viku og óvíst er hvort og hve margir
þeirra endurráða sig upp á þau kjör sem kveðið er á um í
hinum nýja kjarasamningi. Uppsagnir á þriðja tug líffræð-
inga ásamt uppsögnum annarra háskólamenntaðra heil-
brigðisstétta á ríkisspítölunum, alls um 140 manns, tóku
gildi 1. april. Vegna þessa hefur starfsemi Blóðbankans ver-
ið í lágmarki en þar sögðu 14 líffræðingar upp störfum.
Samkvæmt forsvarsmönnum Blóðbankans eru sífelld
vandræði innan stofnunarinnar og mikil þreyta komin í þá
sem orðið hafa að axla ábyrgðina. Sjúklingar eru milli steins
og sleggju sem og allir aðrir sem þurft hafa á þjónustu bank-
ans að halda. Ástandið er fyrir löngu orðið óviðunandi og
raunverulega hættulegt.
Lífeyrissjóður og ráðherra
í síðústu viku kom upp mikii umræða um Lífeyrissjóð
opinberra starfsmanna þegar fjölmiðlar upplýstu að fjár-
málaráðherrar á hverjum tíma hefðu heimild til að ráðstafa
hluta úr sjóðnum að eigin geðþótta. Þessi óskráða regla hef-
ur verið i gildi siðan 1952 þegar þáverandi f jármálaráðherra
óskaði eftir því við stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis-
ins að lífeyrissjóðurinn ráðstafaði ákveðnum hluta af ráð-
stöfunarfé sinu til útlána eftir nánari ákvörðun fjármála-
ráðherra. Samkomulag þetta hefur síðan verið í gildi þó
þannig að hlutur ráðherra af ráðstöfunarfé sjóðsins hefur á
árabilinu 1952—1980 verið frá 5% í allt að 20%. Lánveiting-
ar hafa á hverjum tíma verið með sömu kjörum, að því er
varðar lánstíma, vexti og aðra skilmála, eins og gilt hefur á
almennum lánum lífeyrissjóðsins. Hins vegar hafa ráðherr-
ar getað ráðstafað fénu úr sjóðnum til manna sem ekki hafa
lífeyrissjóðsréttindi eða eru ekki í lífeyrissjóðnum og hefur
þetta vakið almenna óánægju og undrun. Þess má geta að
núverandi fjármálaráðherra ákvað í lok síðasta árs að leita
ekki eftir frekari heimildum til ráðstöfunar á lánum úr líf-
eyrissjóðnum.
Kosningabarátta
Kosningabaráttan er nú að ná hámarki enda aðeins 10
dagar til kosninga. Stöðugt er verið að gera skoðanakannan-
ir en afar mismunandi niðurstöður hafa fengist. Eini flokk-
urinn sem virðist halda fylgi er Kvennalistinn en hinn nýi
Borgaraflokkur virðist rokka m jög til. Fylgistap Sjálfstæðis-
flokksins virðist verulegt og Alþýðuflokksins sömuleiðis.
Alþýðubandalag og Framsókn standa í stað.
Fréttapunktar
• Til tíðinda dró í timaritaheiminum á föstudaginn er út-
gáfufyrirtækið Frjálst framtak hf. keypti Fjölni hf. Útgáfu-
félögin hafa verið í dyggri samkeppni hvort við annað fram
að þessu, m.a. með útgáfu tímaritanna Nýtt líf og Mannlíf.
• Tap Alþýðubankans á liðnu ári var 11 milljónir króna.
Verulegar breytingar munu fyrirhugaðar á bankaráði Al-
þýðubankans.
• Stjarnan úr Garðabæ varð bikarmeistari karla í hand-
knattleik og Fram, Reykjavík, bikarmeistari kvenna. Fram
varð einnig íslandsmeistari í kvennaflokki en Vikingar
sigruðu í karlaflokki. Njarðvíkingar sigruðu bæði í íslands-
mótinu og bikarkeppni karla í körfuknattleik.
• Tuttugu og sjö íslandsmet voru sett á alþjóðlegu sund-
móti í Aberdeen i Skotlandi um helgina.
• Á aðalfundi Verzlunarbanka íslands hf. kom fram að
hagnaður á síðasta ári var tæpar 20 milljónir og innláns-
aukning, þriðja árið í röð, langt yfir meðaltalsaukningu
innlánsstofnana. Markaðshlutdeild bankans i innlánum
hefur því aukist og er nú rúmlega 6%.
• Nýja flugstöðin á Keflavíkurflugvelli, Flugstöð Leifs
Eiríkssonar var vígð þriðjudaginn 14. apríl. Tæplega 3000
gestir voru viðstaddir vígsluna, þar á meðal margir erlendir
fréttamenn.
• Verkfalli póstmanna, sem koma átti til framkvæmda á
miðnætti fimmtudags, var afstýrt sólarhring áður. Samn-
ingur póstmanna er mjög á svipuðum nótum og samningur
Starfsmannafélags ríkisstofnana. Múrarar fóru í verkfall á
miðnætti miðvikudags.
• Fiskafli landsmanna fyrsta ársfjórðunginn hefur sjaldan
eða aldrei verið meiri en nú. Aflinn er fjórðungi meiri en á
sama tima í fyrra þrátt fyrir verkfall sjómanna í janúar.
Loðnuaflinn munar þar mestu. Langmestur aflibarst á land
í Vestmannaeyjum.
• Ákæra á hendur forsvarsmönnum og endurskoðanda
Hafskips hf. var lögð fram á fimmtudag. Sjö bankastjórar
Útvegsbankans voru einnig ákærðir. Bankastjórarnir báð-
ust lausnar, en var hafnað af hálfu bankaráðs og munu þeir
því vera við störf til 1. maí er nýja fyrirtækið, Utvegsbanki
Islands hf., tekur við rekstri Útvegsbankans.
• Skemmtigarðurinn í Hveragerði var opnaður síðastliðinn
laugardag undir þaki og mun starfsemi skemmtigarðsins
verða aukin á næstunni.
• Ný meðferðarstofnun verður opnuð 1. maí að Fitjum á
Kjalarnesi. Það eru fjórir einstaklingar sem festu kaup á
húsinu, þeirra á meðal Brynjólfur Hauksson læknir sem
áður starfaði við meðferðarstofnunina Von við Bárugötu.
ÍNÝJU
FLUGSTÖÐINNI
ER
BANKI
ALLRA
LANDSMANNA
Landsbanki fslands býður alla bankaþjónustu í nýju
flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
[ brottfararsal er opin afgreiðsla alla daga
frá kl. 6.30-18.30. Áhersla er lögð á gjaldeyrisviðskipti, ferðatryggingar
og aðra þjónustu við ferðamenn.
Á næstunni opnar svo fullkomið útibú á neðri hæð byggingarinnar.
Afgreiðslan í gömlu flugstöðinni verður starfrækt með hefðbundum hætti.
Við minnum einnig á nýja afgreiðslu á Hótel Loftleiðum,
þar sem m.a. er opin gjaldeyrisafgreiðsla
j v alla daga frá kl. 8.15-19.15.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
HELGARPÓSTURINN 43