Helgarpósturinn - 15.04.1987, Qupperneq 44
l vikunni var gerð hallarbylting í
Alþýðubankanum að undirlagi Ás-
mundar Stefánssonar, sem hafði
náð samkomulagi við ýmsa aðra úr
forystu verkalýðshreyfingarinnar,
þar á meðal Guðmund J. Guð-
mundsson. Var afráðið að sparka
öllu bankaráðinu. Ástæðan var
sögð vera 11 milljón króna halli
bankans á sl. ári. Benedikt Davíðs-
son fráfarandi formaður bankaráðs
er sagður hafa verið ófús til þessarar
miklu hreinsunar, en hann hafi lagt
til að skipt yrði um þrjá af fimm
bankaráðsmönnum; Bjarna Jak-
obsson frá Iðju og Þórunni
Valdimarsdóttur frá Framsókn,
sem bæði höfðu látið í ljósi vilja til
að hætta. Að auki er Benedikt sagð-
ur sjálfur hafa boðist til að hætta,
þrátt fyrir að hann hefði haft áhuga
á að halda áfram. Þeir Ásmundur og
Guðmundur eru sagðir hafa hafnað
þessu boði — og sparkað öllu banka-
ráðinu í burtu. I staðinn komu nýir
bankaráðsmenn undir forystu Ás-
mun^ar Stefánssonar. Jafnframt
gengur fjöllunum hærra að reka eigi
Stefán Gunnarsson, vinsælasta
bankastjóra landsins, en hann er
sagður hafa verið ófús til að veita
fyrirgreiðslu á einkagrundvelli. . .
B
■okaútgefendur og fleiri
hagsmunaaðilará bókamarkaðnum
eru nú í þann mund að leggja út í
enn eitt héilagt stríð gegh ríkisvald-
inu í þeim tilgangi að fá niðurfelldan
söluskatt af bókum. Herferðin að
þessu sinni á að vera bæði kröftug
og áhrifarík og verður einkum
stuðst við greinaskrif og áskorun
sem senda á ríkisstjórninni. Þetta
mál hefur lengi verið þeim sem
standa að bókaútgáfu og tengjast
henni með einhverjum hætti mikið
kappsmál og í gegnum tíðina hafa
rithöfundar verið fremstir í flokki
við að gagnrýna núverandi fyrir-
komulag á þeim forsendum að gróði
ríkisins af bókum sé í engu sam-
ræmi við framlag þess til menning-
armála og allra síst til rithöfunda.
Þess má geta að á núgildandi fjár-
lögum fer 1% af útgjöldum ríkisins
til menningar og lista til bók-
mennta...
l slendingar eru sagðir afskap-
lega sjálfstæðir í skoðunum og Vest-
44 HELGARPÓSTURINN
firðingar eru sagðir þeirra sjálfstæð-
astir. Ef marka má framboðslista
stjórnmálaflokkanna, þar sem fjöl-
skyldur skipta sér á flokkana, eiga
Austur-Barðstrendingar þó metið.
Systkinin frá Miðjanesi í Reykhóla-
sveit eru á þremur listum: Jón Atli
Játvarðarson er í 6. sæti M-listans
í Vestfirðingafjórðungi, Þórunn
Játvarðardóttir er í 5. sæti V-list-
ans og Haildóra Játvarðardóttir
er í 3. sæti Þ-listans í kjördæminu. . .
O._____________________
kosningabaráttunni. Um daginn
sást til Bryndísar Schram, for-
mannsfrúar Alþýðuflokksins, þar
sem hún stóð og skoðaði ferðabækl-
inga. Nærstaddur viðskiptavinur
ferðaskrifstofu sneri sér að Bryndísi
og spurði hvert ferðinni væri heitið.
Og ekki stóð á svarinu hjá Bryndísi.
,,Eg er að velta því fyrir mér hvert
ég geti farið með Jón Baldvin eftir
áfallið".. .
PIZZAHÚSIÐ
GRENSÁSVEGI 10 108 R.
Eina ekta pizzahúsið — ávallt í leiðinni.
Njótið þægilegra veitinga í þægilegu umhverfi
Einnig skyndiþjónusta — takið með ykkur pizzu
heim eða pantið í síma 39933.
FRAMDRIFSBILL
Á UNDRAVERDI
Lada Samara hefur alla kosti til að bera sem
íslenskar aðstœður krefjast af fólksbíl, í
utanbœjar- sem innanbœjar akstri. Það er ekki
að ástœðulausu sem Lada Samara er
metsölubíll, því verðið er hreint undur og ekki
spilla góð greiðslukjör.
Lada Samara 5 gíra kr. 265.000.-
Lada Samara 4 gíra kr. 249.000.-
Opið alla daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá
10-16.
Beinn sími söludeiidar 31236 VERIÐ VELKOMIn
RAGNAR ÓSKARSSON