Helgarpósturinn - 20.08.1987, Side 2
UNDIR SÓLINNI
Alveg eins nema bara allt öðru vísi
ehir Ólaf Biarna Guðnason
Hún hristi hausinn sorgbitin á svip og
stundi þungan, áður en hún hélt sögunni
áfram: — Hann var dálítið kenndur, þegar
hann keypti miðann, en hann notar alltaf
sömu tölurnar, það er ákveðið kerfi sem
hann hefur, svo hann gerði enga vitleysu í að
fylla miðann út. En svo fór hann með kon-
una á ball og sá ekki vinningstölurnar fyrr en
daginn eftir. Hann sá auðvitað strax að þetta
voru tölurnar hans og varð ofsalega kátur.
En hann fann ekki miðann í veskinu sínu og
svo gat hann engan veginn munað hvað
hann hafði gert af miðanum. Þau hjónin
settu íbúðina bókstaflega á annan endann,
en miðinn fannst ekki. Þau þræddu staðina
sem þau höfðu farið á um nóttina, en allt
kom fyrir ekki. Og núna situr hann bara
heima, niðurbrotinn maður, hættur að
drekka og hugsar um milljónirnar sem hann
á, en getur ekki komið höndum yfir.
Mér fannst það dálítið nýstárleg útgáfa á
áfengisbölinu hjá kerlingunni, að láta hinn
lánlausa milljónamæring vera hættan að
drekka, en ég kom engum athugasemdum
að, því hún þurfti auðvitað að ættfæra sög-
una, til þess að gera okkur auðveldara fyrir
að trúa henni.
— Þetta er hann maðurinn hennar Dúddu,
frænku hálfsystur fyrri konu hans Sigvalda á
horninu. Eg þekki hana svo vel, við vorum
einu sinni samferða í rútu frá Borgarnesi.
Guð hún er svo almennileg kona og hann svo
myndarlegur, þó hann hafi reyndar slæmar
tennur, og börnin þeirra eru alveg guðdóm-
leg. Eða heitir hún Didda annars?
Ég veit eiginlega ekki af hverju ég segi frá
þessu hér, því þetta tengist ekkert umræðu-
efninu, sem er Kringlan. Ég er þess þar að
auki fullviss að það er enginn minnsti fótur
fyrir þessari sögu, frekar en öllum hinum
sögunum, sem ganga um bæinn af meinleg-
um örlögum fátæka milljónamæringsins. En
við látum þessa sögu nægja hér og nú.
Við skulum þá gera lokatilraun til þess að
halda okkur við efnið, í svo sem eina máls-
grein. Og efnið er Kringlan, glæsilegasta
verslunarhús á íslandi.
Ég held ég hafi verið kominn þar sem við
vorum tveir kunningjar að ræða um þetta
glæsta mannvirki og þá var það sem kunn-
ingi minn setti sig í spámannlegar stellingar
og gat ekki séð að Laugaveginum yrði við
bjargað úr þessu.
— Hugsaðu þér bara, þegar maður kemur
slompaður úr jólaglögg á Þollák og á eftir að
kaupa allar jólagjafir fyrir kellinguna og
krakkana. Nú þarf maður ekki lengur að
klöngrast yfir svellbunkana á Laugavegin-
um, með vindinn í fangið á næfurþunnum
ballskóm. Nú fer maður í Kringluna, maður
minn, og gengur á milli verslananna þar, í
skjóli, þurrfættur og óhultur fyrir svellbunk-
unum. Heldurðu að það verði munur.
Kunningi minn brosti alsæll við þessari
hugsýn sinni um jólagjafakaup í skjóli.
— Maður getur varla beðið eftir jólunum!
Maður fór auðvitað að skoða Kringluna.
Hvað annað? Það mátti engihn Reykvíking-
ur missa af opnuninni. Og þetta var bara ansi
hreint gaman. Allir spásseruðu um, kátir og
prúðir í betri fötunum og börnin fengu
gotterí, svo pabbi og mamma gætu skoðað
varninginn í friði. Þetta var svona eins og 17.
júní í skjóli, sem er hreint ekki svo slæmt.
Sumir lentu auðvitað í hrakningum. Börn
pissuðu á sig, grenjuðu, týndu sleikjó, týnd-
ust og fundust jafnvel aftur. Hryllingssögurn-
ar af vandræðum bílstjóra í leit að stæðum
eru margar og kona nokkur sagði mér til
dæmis, að besta vinkona háaldraðrar
frænku sinnar ætti fjarskyldan frænda á
miðjum aldri, sem hefði lánað ungum syni
sínum bílinn til að fara að skoða. — Nema
bara hvað, sagði heimildarkona mín og saup
hveljur af hneykslan. Strákfíflið lagði bírnum
vitlaust, einhver kranabíll dró vagninn burtu
og síðan hefur ekkert til hans spurst!
—■ Heldurðu ekki að það sé áfall fyrir fjöl-
skylduna, sagði heimildarkona mín, sem
hallaði sér aftur í stólnum og lygndi aftur
augunum, meðan hún dró djúpt andann. —
Ég meina sko, mér skilst að þetta sé alls ekki
vel stætt fólk, þannig að þetta er örugglega
fjárhagslegt áfall, ég held, svei mér þá, að
hann sé í banka, og konan er mér sagt að sé
mjög heilsutæp og krakkarnir eru auðvitað í
skóla, guð ég held ég yrði vitlaus. . .
En þetta er nú kannski ekki einmitt það
sem stóð til að segja frá og persónulega er ég
alls ekki viss um að allt, sem þessi annars
ágæta kona hefur sagt mér um þessa fjöl-
skyldu, bílinn og allt sem því við kemur sé
alveg hreina satt. Ekki svo að skilja, að þessi
gæðakona myndi nokkru sinni segja vísvit-
andi ósatt! Fjarri því! En hún er bara þannig,
að þegar hún opnar munninn er eins og
henni sé ekki alveg sjálfrátt. Hún sagði mér
t.d. að fjarskyld frænka vinkonu sinnar væri
viðhaldið hans. . .
Sleppum því og reynum að komast að efn-
inu, hvað sem það nú annars var. Ég verð þó
að geta þess, áður en við snúum aftur að efn-
inu, að eftir því sem ég best veit (og það vill
bara svo til, að í þessu máli bý ég að nokkuð
öruggri vissu) mun þessi fjarskylda frænka
vinkonu heimildarkonu minnar vera dyggð-
ug húsmóðir í nærliggjandi sveitarfélagi og
alls ekki taka framhjá eiginmanni sínum. En
ég er nú kannski ekki gjörkunnugur þessu
fólki og það er reyndar tilfellið að maður
hennar er mikið að heiman, vinnunnar
vegna. . .
Nú hættum við þessu og komum okkur aft-
ur að efninu. Við vorum semsagt komin þar
sem Reykvíkingar í hátíðarskapi létu berast
með straumnum um hin glæstu salarkynni.
— Jahérna, sagði kunningi minn einn, sem
leið framhjá mér upp rennistigann, meðan
ég var á leiðinni niður. — Þetta er eins og að
fara á erlendan útimarkað, nema þetta er hér
heima, undir þaki og ekki hægt að prútta!
Mig langaði til þess að benda honum á það,
að hann hefði í rauninni sagt að þetta væri
alveg eins og erlendur útimarkaður, nema
hvað þetta væri allt öðru vísi. En rennistig-
arnir skildu okkur að.
Ég hitti hann seinna og rifjaðist þetta þá
upp, en hann vildi þá alls ekki kannast við
þessi orð sín. Hins vegar sagði hann að þess-
um Snæfellsásum hefði verið nær að hafa
þessa markaðskynningu á hindurvitnum í
Kringlunni.
— Eg meina, það eina sem vantaði þarna
var pýramídi, maður!
Annars lét þessi ágæti maður þess getið að
honum hefði litist vel á þessa glæsilegu bygg-
ingu, en þó hefðihonum litist alveg séríega
vel á sjálfsafgreiðsluríkið.
— Ég var samt frekar ósáttur við það að
þeir skyldu hafa afgreiðslumenn á kössun-
um, sagði hann.
— Það er engin alvöru sjálfsafgreiðsla
meðan það er mannskapur á kössunum að
hafa auga með manni. Maður fékk það ein-
hvern veginn á tilfinninguna að þeir treystu
ekki kúnnanum að öllu leyti. Það er dálítið
leiðinlegur blettur á þessari verslun, því að
öðru leyti var þar mjög góður andi.
Heimildarkona mín, sú, sem ég hef áður á
minnst, var viðstödd þetta samtal og varð nú
skyndilega alvarleg á svip og bað okkur
ekki fara með fleipur eða gera gamanmál úr
áfengisvandanum.
Af þessu mátti ráða, og til þess var ætlast,
að nú hafði hún sögu að segja af meinlegum
örlögum, harmi þungum og ekkasogum. Sú
varð líka raunin.
— Ég skal bara segja ykkur það, að ég
þekki milljónerinn sem þeir eru alltaf að aug-
lýsa eftir. Aumingja maðurinn, hann nær sér
víst aldrei alveg af þessu. . .
AUGALEIÐ
2 HELGARPÓSTURINN