Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST MORGUNblaðsmenn geta verið æði seinheppnir í fyrirsagnasmíð- um sínum, þó hafa beri í huga að þar fer vinur íslenskunnar nr. 1 að eigin mati. Allir muna ill óseljan- lega ferskfiskinn okkar í Bremer- haven sem Moggi sagði svo frá með breiðasta letri, en í þessari viku kom svo önnur fyrirsögn, ekki síðri að snúinni merkingu, nefnilega Nauögunartilraun mis- tókst. í næstu viku bíðum við les- endur málgagnsins svo eftir árekstri sem mistekst eða ein- hverju þaðan af snúnara. . . MIKIÐ hefur verið gaman að fylgjast með því hvernig auglýs- ingastofurnar hafa keppst við að lýsa því yfir að þær séu ekki höf- undar Grindauíkurmerkisins fræga, sem svo augljóslega er stol- ið úr öðru bæjarmerki, alla leið úr útlöndum. Við HP-menn erum ill- kvittnir og segjum hver þarna átti í hlut — AUK, auglýsingastofa Kristínar.. . KRINGLAN hefur þegar fengið viðurnefni eins og vænta mátti af bókmenntaþjóðinni. Eins og kunn- ugt er þeim sem mætt hafa á stað- inn — og þeir eru nokkrir — teyg- ir byggingin anga sína mjög víða um nýja miðbæinn, ýmist ofan- jarðar eða neðan, með brým, turnum, rúllustigum og bílskýlum að ógleymdum sérstaklega gerð- um umferðaræðum út um nær- liggjandi trissur. Og nýja viður- nefnið já, auðvitað Stóra hryllings- búöin. . . GÚRKANí íslenskri fjölmiðlun er nú að mestu að baki, enda komið síðsumar. þjóöuiljamenn fundu upp á því snjallræði til að leyna eigin gúrkutið að verja nokkrum hiuta af 2. síðu sinni undir daglega frétt þess efnis hver hinna fjölmiðlanna hefði flutt okk- ur lélegustu fréttina daginn áður, semsé gúrku dagsins. Þjóðfrelsis- mennirnir stigu skrefið til fulls og afhentu forsvarsmönnum þess fjöl- miðils sem hverju sinni hlaut nafn- bótina heila gúrku beint frá kaup- mannninum. Græna dagblaðið Tíminn fékk síðustu gúrkunafnbót Þjóðviljans áður en kommarnir hættu að nenna þessum leik — og það broslega gerðist þegar Tíma- menn, sem höfðu beðið í nokkra daga eftir að fá síðustu gúrkuna afhenta, fóru yfir til Þjóðvilja- manna. Þá höfðu Össur og félagar gleymt sér, byrjað að skera gúrk- una niður fyrir sjálfa sig og eta hana á brauði. En þetta heitir auð- vitað græðgi frekar en gleymska. . . MEÐFYLGJANDI viðvörunar- skilti mun vera hið eina sinnar tegundar hérlendis. A.m.k. er kindin á skiltinu hreint einstök og heldur undarlega afvelta. Tíðinda- maður Helgarpóstsins átti leið að Stokksnesi, ratsjárstöð (o.fl.) Varn- arliðsins við Höfn í Hornafirði. Á girðingarstólpum sitt hvorum megin við innkeyrsluna að stöðinni eru viðvörunarmerki. Annað bendir á, að bannað sé að aka um á fjór- hjólum á svæðinu, en á hægra girðingarstólpanum er svo þetta merki. Eftir því sem við fáum best séð er verið að vara kindur við rafvæddri girðingunni umhverfis svæðið. Skiltið virðist hafa borið árangur, því ekki urðum við varir við neinar kindur á svæðinu. En þótt kindur fatti skiltið er ekki eins víst að mannfólkið sé jafn skynugt og er því þannig hér með komið á framfæri, að girðingin umhverfis Stokknesstöðina er raf- vædd og því stafar mannfólkinu álíka hætta af henni og kindum. LIFGUNARtilraunir DV á látnum amerískum leikurum ætla engan endi að taka. Nýlega hrukku lesendur síðdegisblaðsins við þegar þeir lásu um slæmt heilsufar Jackie Gleason á Sviðs- ljóssíðum biaðsins, en þessi dáði ' gamanleikari var þá látinn fyrir nokkrum mánuðum. í vikunni birtist svo mynd af Yul Brynner og Telly Saualas í lesendadálkum blaðsins þar sem verið var að fjalla um geislameðferð til lækn- ingar á skalla. í texta undir myndinni sagði: ,,Það er hætt við að þesir tveir frægu skallar, Yul Brynner og Telly Savalas, myndu missa mikið af sínum sjarmör ef þeir færu í geislameðferð." Eins og sæmilega upplýst fólk veit lést Brynner fyrir mörgum mánuðum úr krabba — og spáir því ekki í geislameðferð úr þessu. Við bíðum með nokkrum hrolli eftir næstu afturgöngum á síðum DV... SMARTSKOT HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Útvegsbcmkiitn ,,Ein hugmynd er líka sú aö selja Nú vilja allir eig'ann sem áður menn töldu feigan. erlendum feröamönnum, sem og viljugum löndum, rolluákeyrsluréttindi." Hver hampar hæstri tölu? — PIRRAÐUR ÖKUMAÐUR OG FERÐALANGUR í Er Hafskip líka til sölu? Niðri LESENDADÁLKI DV NÚ í VIKUNNI Svo nú ertu bara orðinn venjulegur launþegi! SIGURÐUR PALSSON „Akkúrat!" Hvernig tilfinning er að fá svona starfslaun? „Hún er mjög góð." Er það rnikill heiður? „Það verða aðrir að dæma um." Nú fylgir þessum starfslaunum hálfgerð kvöð, ekki rétt? Er það ekki viss pressa fyrir listamann? „Nei, hún er ósköp eðlileg. Það er sú pressa sem maður hefur hvort sem er og reynir — og hefur alltaf reynt — að haga málum þannig að maður geti stundað þessi störf. Að sjálfsögðu auðveldar þetta þá stöðugu viðleitni. Þannig að það breytist ekkert annað en það að starfslaunin virka mjög hvetjandi að gera betur." Þarftu að senda eitthvað visst frá þér? „Það er nú ekki farið fram á neitt ákveðið magn en ég mun gera greinargerð fyrir þeim verkefnum sem ég sótti um." Hver voru þau? „Það er aðallega Ijóðakyns og leikritakyns." Eru þessi starfslaun sambærileg við það sem gerist annars staðar í heiminum? „Já, það eru svona „stipendium" víða annars staðar. Þeir sem eru lengst komnir í svona styrkjakerfi upp á meira en eitt ár eru Norðurlandabúar og þar fer það allt upp í fimm ár. Það eru kerfi þar sem mönnum eru tryggðar ákveðnar tekjur í talsverðan tíma þannig að þeir geti skipulagt störf sín og gert lengri og viðameiri áætlanir. Það kerfi er komið langlengst á Norðurlöndunum. Þessi laun eru veitt bæði af borgum, ríkisvaldinu og í þriðja lagi af einkaaðilum. Það finnst mér mjög hvetjandi, að það sé ekki alltaf aðeins ríkið sem eigi að hvetja og efla menn." Þú ert formaður Rithöfundasambands íslands. Hvað er efst á baugi þar? „Það eru samningar við ríkisútvarpiö og einnig mál varð- ancii greiðslur fyrir bækur fyrir söfn. Hins vegar er nýlokið miklu máli, sem eru nýir samningar við útgefendur, þannig að maður er ennþá hálfdasaður eftir það." Muntu segja starfi þinu lausu hjá Rithöfundasam- bandinu og helga þig eingöngu ritstörfum? „í fyrsta lagi þá er þetta ekki fast starf og launað að vera formaður, enda er það innifalið í þessum starfslaunum að sjálfsögðu að gegna ekki fastlaunuðu starfi. Það skuldbind- ur maður sig að sjálfsögðu til að gera, annað væri óeðlilegt. „Kjörtímabili" mínu sem formanns lýkur næsta vor og þá hætti ég." Þú varöst pabbi í fyrsta sinn fyrir skömmu. Hvernig til- finning er aö eignast fyrsta barnið svona „seint"? „Eg hef ekki reynslu af neinu öðru þannig að ég get ekki borið saman. Tilfinningin er hins vegar góð." Sonurinn heitir Jóhannes Páll. Hvort er hann skírður fremur f höfuðið á páfanum eða öfum sínum? „Hann er nú skirður í höfuðið á öfum sínum, annar hét Jóhannes og hinn Páll. Hins vegar er ekki verra að Karol Wojtila skuli hafa tekið sér þessi góðu nöfn!" Hvenær brettirðu svo upp ermarnar og byrjar að skrifa? „Ég sit hér og er að skrifa." Átvö hundruð ára afmæli Reykjavíkurborgar, 18. ágúst í fyrra, var ákveðið aö efna til sérstakra starfslauna sem úthlutað yrði reyk- vískum listamanni til þriggja ára í senn. Sigurður Pálsson rithöf- undur er fyrsti listamaðurinn sem hlýtur þau. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.