Helgarpósturinn - 20.08.1987, Síða 6
'handmenntaskóli ÍSLANDS !
| Sími 27644 box 1464 121 Reykjavík |
I
Við byrjum þann 31. ágúst J
Nýjar
haustvörur
nmiiA
Kapur úr cashmere — mohair — ull og tere-
lyne — pils úr crepe og ull — peysur —
blússur og kjólar. Síðbuxur úr flaueli, ull
og polyester.
v/Laugalæk,
sími 33755.
jómenn og fiskvinnslufólk
um land allt er furðu lostið yfir
rausnarlegum framlögum ýmissa
fyrirtækja sjávarútvegsins í tilboði
einkaframtaksins í Útvegsbank-
ann. Um árabil hefur Kristján
Ragnarsson LIÚ stjórnað grátkór
útgerðarinnar, en nú er staðan allt í
einu orðin svo myndarleg að hún
getur farið út í tug og hundruð millj-
óna króna fjárfestingu. Einkum hafa
kvótaárin þótt leika Suðurnesja-
menn grátt, skip langtímum í höfn
og frystihús að leggja upp laupana
— en samt kemur loforð upp á 10
"milljónir frá Fiskanesi hf. og 5
milljónir frá Þorbirni hf., hvort
tveggja úr Grindavík. Skilaboðin til
sjómanna eru ótvíræð: Það eru til
nægir peningar. Þá er einnig gott að
vita til þess að tryggingafélögin eru
farin að pluma sig eftir 12% tap í
fyrra, en Tryggingamiðstöðn býð-
ur 50 milljónir og Sjóvá 10 millj-
ónir. . .
iS^j^^ikill taugatitringur hefur
verið í verslunarmönnum í Reykja-
vík vegna opnunar Kringlunnar,
það er að segja þeim sem ekki
tryggðu sér búð þar inni í herleg-
heitunum. Verslunareigendur við
Laugaveginn hafa keppst við að
snurfusa búðir sínar, mála, raða upp
á nýtt í glugga og gera hlöður sínar
aðlaðandi. Verkamenn og iðnaðar-
menn lögðu síðan dag við nótt til að
Laugaveginn mætti opna aftur á
réttum tíma, það var á þriðjudag-
inn fyrir rúmri viku. Það var opnað
og stöðugur straumur bifreiða var
þar niðureftir allt þriðjudagskvöld-
ið, allir vildu skoða. En þá fór að
verða ljóst að menn hefðu betur
flýtt sér hægt: Laugavegurinn sjálf-
ur var tilbúinn eða svona hérumbil,
en hliðargöturnar og innkeyrsluæð-
arnar voru það ekki, þar var allt á
rúi og stúi. Hérumbil já, eftir um-
ferðarþunga kvöldsins fór ýmislegt
að gefa sig. Gangstéttarsteinar voru
komnir á tvist og bast og helst um
að litast eins og eftir stúdentaupp-
reisn í París. Við vonum bara að þeir
verði betur undir það búnir að taka
á móti mannhafinu í Kringlunni. . .
77EIÐFAXI87
Tímarit hestamanna í 10 ár
í hverjum mánuöi kemur Eiðfaxi út
stútfullur af fréttum og fræðslu af
öllum sviðum hestamennskunnar.
Fylgist meö — gerist áskrifendur
m
Áskriftarsími
91-685316
6 HELGARPÓSTURINN