Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 20.08.1987, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 20.08.1987, Qupperneq 16
REYKJAVÍKU R-MARAÞON '87 I FOTSPOR FEIDIPPIDESAR „Draumurinn að hlaupa aftur á innan við 3 klukkustundum,“ segir Högni Óskarsson geðlœknir Þegar klukkan slœr tólf á sunnu- daginn munu hundruö íslenskra og erlendra hlaupara leggja upp í Reykjavíkur-maraþon '87. Hluti þessa fólks ætlar ekki að linna lát- unum fyrr en rúmir 42 k'dómetrar eru aö baki. Fleslir gódir langhlaup- arar láta sér þó nægja hálf-mara- þon, 21 km, eöa skemmtiskokk, 7 km. Nærri 2500 ár eru síðan gríski hermaðurinn Feidippides vann það þrekvirki að hlaupa frá völlunum í Maraþon og alla leið til Aþenu með skilaboðin um sigurinn yfir Persum. Þetta 42 kílómetra hlaup varð Feid- ippidesi um megn, enda hafði hann aldrei þjálfað sig fyrir neitt mara- þonhlaup. í dag er öldin önnur. Nú hlaupa menn allsgáðir svo mánuð- um skiptir til að þjálfa líkamann undir maraþonhlaup. Hjá mörgum er Reykjavíkur- maraþon fyrst og fremst einskonar uppskeruhátíð þar sem látið er reyna á það úthald sem menn hafa þjálfað upp í trimmi sumarsins. Langflestir reyna við 7 kílómetrana. Þeir sem hlaupa árið um kring sýna gjarnan af sér þann garpskap að hlaupa þrefalda þessa vegalengd, 21 kílómetra eða hálfmaraþon. Sterk- ustu og úthaldsmestu hlaupararnir fara að dæmi Feidippidesar hins gríska og hlaupa rúma 42 kíló- metra. 70 KÍLÓMETRAR Á VIKU Högni Óskarsson geðlæknir er einn þeirra íslendinga sem ætla nú að hlaupa sjálft maraþonhlaupið. Högni, sem er 42 ára, átti á árunum 1975—78 íslandsmetið í maraþon- hlaupi, hljóp best á tímanum 2:49,14 í New York árið 1977 — fyrir réttum 10 árum. Við spurðum Högna um hlaupið í ár. ,,Ég hef nú hlaupið maraþon- hlaup árlega í 12 ár og er í fastri hlaupa-rútínu sem fyrst og fremst er svona heilsufarshlaup. Það má segja að þátttaka mín sé bara gamall vani. Ég er löngu hættur að keppa við klukkuna." Högni sagðist ekki hafa byrjað að hlaupa fyrr en hann var orðinn 26 ára gamall. Hann var þá á síðasta ári í læknisfræði og fór að skokka til að iosa sig við prófskrekk og aðra spennu. í dag hleypur hann um 70 kílómetra á viku, yfirleitt 8 til 20 kílómetra í einu. A veturna lætur hann sér þó nægja að hlaupa um 40 kílómetra á viku. í fyrra hljóp hann Reykjavíkur-maraþon á 3 klukku- stundum og 5 mínútum. Hann vildi nú ekki svara því beint hvort mark- miðið væri að hlaupa á innan við 3 tímum en viðurkenndi þó að það væri draumur sinn að komast á nýj- an leik niður fyrir 3 klukkustundir. Það réðist þó ekki eingöngu af þeirri æfingu sem hann væri í held- ur einnig af aðstæðum og upplagi daginn sem hlaupið yrði. ZATOPEK OG SIGURÐUR P. Fjölmargs þarf að gæta ætli menn sér að þreyta maraþonhlaup. Síð- ustu dagana fyrir hlaup verða kepp- endur að taka það rólega, hvíla sig og hlaupa ,,aðeins" 4—6 kílómetra á dag. Áherslu verður að leggja á kol- vetnisríka fæðu og mikla vökvun, en í maraþonhlaupi missa menn jafnan nokkra lítra af vatni og er þá betra að vera vel „vökvaður" fyrir. En umfram allt verða menn að hafa hlaupið nokkra tugi kílómetra á viku mánuðina á undan. í maraþonhlaupi sem öðrum íþróttagreinum hafa orðið gífurleg- ar framfarir á síðustu áratugum. Sem dæmi má nefna að á tímanum 2:49.14 hefði Högni Óskarsson sigr- að á Ólympíuleikunum 1896, 1900, 1904 og 1906. Sigurvegararnir á þessum leikum hlupu allir á lakari tíma. Til að gefa enn betri mynd af þess- um framförum má jafnvel skoða afrek tékkneska stórhlauparans Emils Zatopek sem kallaður var „tékkneska eimreiðin". Þegar Zato- pek stóð á hátindi ferils síns á Ólympíuleikunum í Helsinki 1952 sigraði hann í þremur greinum, í 5 km hlaupi, 10 km hlaupi og sjálfu maraþonhlaupinu. Zatopek lauk hlaupinu á 2 klukkustundum og 23 mínútum, sem þótti svo glæsilegur árangur að jafnvel finnsku blöðin kváðu upp þann dóm að sjálfur Paavo Nurmi gæti ekki lengur talist mesti hlaupari sem uppi hefði verið. Þann titil bæri nú tékkneska undrið Emil Zatopek. í dag er íslandsmet Sigurðar P. Sigmundssonar rúmum þremur mínútum betra en það met sem Zatopek setti í heimalandi Paavo Nurmi sumarið 1952. REIKAÐI EINS OG BLINDUR MAÐUR Þess eru fjölmörg dæmi að fólk hafi ofgert sér í maraþonhlaupi og verið borið af velli aðframkomið og oft í lífshættulegu ástandi. í bók Péturs Haraldssonar um Ólympíu- leikana er síðustu metrum sigurveg- aransí Lundúnum 1908lýstmeðeft- irfarandi hætti: „Dorando var ekki með réttu ráði. Hann hljóp fattur og fálmandi skrefum og vissi ekki hvert halda skyldi. Ailt í einu steyptist hann fram yfir sig. Honum var hjálpað á fætur og stýrt af stað. Hann reikaði áfram eins og biindur maður, en datt svo á nýjan leik. Aft- ur var hann reistur upp, en féll enn, þrjátíu metra frá marki og virtist ör- magna." Síðan er því lýst hvernig Dorando var þrásinnis reistur við og hvernig hann skjögraði áfram óstyrkur og féll aftur og aftur á brautina. Með þessum hætti tókst Dorando að verða fyrstur yfir marklínuna á rétt innan við 3 klukkustundum en var dæmdur úr leik vegna þeirrar síend- urteknu aðstoðar sem hann naut við að rísa á fætur. Við hæfi er að enda þessa umfjöll- un með baráttukveðjum til allra þátttakenda í Reykjavíkur-mara- þoni með þeirri ósk að þeir komist einir og óstuddir í mark, sveittir og þreyttir en vonandi ekki jafn móðir og Feidippides forðum. Högni Óskarsson á einni síðustu æfingu sinni fyrir maraþonhlaupið á sunnudaginn. Mynd: Jim Smart. 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.