Helgarpósturinn - 20.08.1987, Síða 19
TEXTI OG MYND EGILL HELGASON
Kristinn R. Ólafsson í Madrid
í HP-viðtali
Á ASNAEYRUM ÁSTARINNAR
Einhver vinsœlasti útvarpsmadur á íslandi talar til þjódarinnar óravegu
utan úr löndum. Hann kemur örsjaldan til Islands og fátítt aö hann hafi
samskipti við íslendinga, nema þá ígegnum suöandi símalínur. Samt þykir
hann tala kjarnyrta íslensku og vera meö afbrigðum orðheppinn, fyrir-
mynd margra landa sinna sem heima sitja um tungutak. Raunar hafa ein-
hverjir höggvið eftir því að hann kveður undarlega hart að ,,err-hljóðum“
en það er kannski ekki furða þegar haft er í huga að maðurinn hefur búið
suður á Spáni á annan áratug, þriðjung œvi sinnar. Kristinn R. Ólafsson
heitir hann, fréttaritari útvarpsins á Spáni, fœddur og uppalinn Vestmann-
eyingur, Madridingur, en samt íslenskur þjóðernissinni að eigin sögn.
Það er stórhátíð í Madrid þegar mig rekur á
fjörur Kristins R. Ólafssonar, á leið sunnan úr
Portúgal í vorrigningar norður í Frakklandi. Það
er árleg gleði sem kennd er við heilagan ísidór,
bóndadurg sem slysaðist til að verða verndar-
dýrlingur Madridborgar, og trónir síðan stytta
með grastó í hendi. Meðan dagljóst er fara virðu-
legar skrúðgöngur með hornablæstri um götur;
á kvöldin er dansað undir marglitum ljósum. Öl-
sölur eru opnar fram á rauða nótt og allir eru
hrifsaðir með í gleðina, líka þungbúnir Norður-
landabúar sem ekki kunna að dansa á götum.
Þetta er heldur enginn sautjándi júní; á Spáni
virðast menn álíta að ekki taki þvi að slá upp há-
tíð nema hún standi að minnsta kosti í viku.
Þar sem við Kristinn stöndum á götuhorni og
horfum á skrúðgönguna með ísidór í farar-
broddi vekur hann máls á því hversu fátækir ís-
lendingar séu að alls konar tradisjónum. Við
höfum til dæmis ekki fundið upp á því að setja
Snorra Sturluson á stall, með voldugan fjaður-
penna í hendi, og ganga með hann um götur og
torg.
Kristni virðist samt ekki vera neitt kappsmál
að standa í drykkjugleði fram á nætur, enda er
hann ráðsettur fjölskyldumaður, býr við Vonar-
stræti Madridar ásamt innfæddri konu sinni,
Maríu Sól, og dótturinni Öldu, sem er fjögurra
ára.
ÍSLENDINGAR KUNNA EKKI
AÐ BLÓTA
Kristinn segir frá því að í raun þurfi hann ekki
að telja sig síðri Madriding en margir þeir sem
eru suðrænni í háttum og útliti. „Borgin hefur í
raun ekki orðið stórborg fyrr en á þessari öld,“
segir hann. ,,Það er fágætt að finna fólk sem er
Madridbúar að langfeðgatali, fæstir fullorðnir
borgarbúar eiga afa sem er héðan. Því er ég eng-
inn aðkomumaður lengur, og kannski ekkert
síðri Madridbúi en margur annar. Spánverji er
ég svona tæplega hálfur, að minnsta kosti svo
mikill að ég hellti mér yfir strætisvagnastjóra í
Reykjavík á spænsku. Spænskan er nefnilega
svo miklu ríkari að blótsyrðum en íslenskan. Is-
lendingar kunna ekki að blóta. Ég held líka að
ég hafi smátt og smátt verið að breytast í um-
gengni minni við Spánverja. í umferðinni hika
ég til dæmis ekki lengur við að bölsótast út í
aðra bílstjóra og flauta á þá sem mér finnst keyra
eins og kálfar. Ég er samt ekki ennþá jafn flautu-
glaður og konan mín.“
Kristinn vill samt slá þann varnagla að þótt
hann sé alþjóðamaður og oft spænskur í hátta-
lagi, sé hann líka þjóðernissinnaður Islendingur.
„Þetta er svo sem ekki mál sem sækir á mig dag-
lega, hvort ég er íslendingur eða Spánverji. En
það er ekki eins og ég búi í Nýju-Gíneu eða inni
í svörtustu Afríku. Ég er meira eða minna í dag-
legu sambandi við Island. Ég hringi í útvarps-
menn og þeir hringja í mig. Svo er ég líka búinn
að koma mér upp forláta stuttbylgjuútvarpstæki
pg get hlustað á hádegis- og kvöldfréttir ofan af
íslandi. Það er samt ekki oft að íslendingum
skolar hér á land með holdi og blóði, svona eins
og þér. Hér eru einhverjar stelpur annað veifið,
á föstum eða lausum kili. Skólamenn koma
hingað og gufa fljótt upp aftur. Þú getur haft það
til marks um þá Islendingafjöld sem hér er, að í
Madrid kusu tvær stúlkur í síðustu kosningum.
íslendingar hafa miklu meira sótt til Barcelona,
þangað sem ég kom líka fyrst."
RAN NSÓKN ARBLAÐA-
MENNSKA Á ÞJÓÐHÁTÍÐ
Það eru orðin tvö ár síðan Kristinn kom síðast
til íslands, en allt í allt hefur hann ekki komið
nema fjórum sinnum til íslands síðan hann flutti
suður á bóginn. „Þessi er fjögurra ára en hefur
samt ekki verið nema einn mánuð á Islandi,"
segir hann og bendir á Öldu dóttur sína. „Ann-
ars höfðu þeir haft veður af því á útvarpinu að
ég væri upprunninn í Vestmannaeyjum. Þess
vegna sendu þeir mig til að stunda rannsóknar-
blaðamennsku á þjóðhátíð, sem var mikil
skemmtun. Ég varð þó altént að vera með hálfu
ráði og rænu. Mér er ekkert sérstaklega annt um
að álíta mig frekar Vestmanneying en íslending,
en samt fékk ég gæsahúð þarna uppi í Fokkern-
um þegar fyrst sá á Eyjar.“
Það kemur hálfpartinn flatt upp á Kristin þeg-
ar ég segi honum að líklega gæti hann valið og
hafnað atvinnutilboðum ef hann flyttist aftur til
íslands. „Það gæti verið hnýsilegt að kynnast
því hvernig útvarpsmenn starfa," segir hann
grínaktuglega. „í raun er ég fyllilega sáttur við
að hafa Island sem eins konar vé. Það gæti líka
verið erfitt fyrir konuna mina að aðlagast þar
norðurfrá. Svo er ég orðinn svo afvanur því að
þurfa að mæta nokkurs staðar, mér finnst prýði-
legt að vera sjálfs mín herra, minn eigin atvinnu-
rekandi."
— Hefurðu nokkuð verið að flýja ísland?
„Nei, nei. Þetta eru bara tilviljanir lífsins.
Hingað var ég teymdur á asnaeyrum ástarinnar
og hér er gott að búa. Þetta er orðið mitt dag-
lega líf, ég hef komið undir mig fótunum og þaki
yfir höfuðið. Ég finn ekki lengur fyrir því að ég
sé útlendingur."
KANNSKI LÍÐURMÉR
SVONA VEL
Kristni hefur verið ýmislegt fleira til lista Iagt
en að tala í útvarp. Á heimili hans hangir mikið
skilerí, málverk og teikningar eftir hann sjálfan.
Hann segist þó ekki hafa snert á pensli í nokkur
ár. Og hann segist líka vera hættur að yrkja,
nema þá einstöku lausavísur í munn náunga
sem hann kallar Leiru-Jón. Hann játar þó með
semingi að hafa á árum áður birt ljóð í Lesbók
Mogga — hálfgerðar platvísur, segir hann — og
svo gaf hann líka út ljóðabók hjá Helgafelli fyrir
einum tíu árum.
„Þetta var bókin Inn í skóginn eftir Króa, en
það var ég kallaður í menntaskóla norður á
Akureyri — lítilfjörleg bók undir dulnefni. Það
er náttúrlega ágætt að fikta við svonalagað, en
ætli ég sé ekki búinn að ausa úr skjóðunni.
Kannski er ég orðinn svona mikill burgeis,
kannski líður mér svo yfirmáta vel að ég hef
enga þörf fyrir að standa í yrkingum lengur."
Leiru-Jón yrkir þó enn, til dæmis þennan
kviðling sem fauk í síðustu fótboltaheimsmeist-
arakeppni þegar sænskur bölsýnismaður, Arne
Gustavson að nafni, fylltist þungum áhyggjum
vegna þess að karlar sinntu ekki lengur konum
sínum, en gláptu í staðinn á fótboltastráka:
Illa er komid, Árni Gúst,
ástir vara ei lengi,
kvenfólk hjarir kœrleiksfúst,
en karlar stara á drengi.
ÍSLENSKAN EINS OG SPARIFÖT
Við sitjum í skrifstofu Kristins á heimilinu við
Vonarstræti, eða kannski öllu fremur talstofunni
þaðan sem hann flytur íslenskum útvarpshlust-
endum tíðindi. Þar eru hljóðsnældur upp um
alla veggi, stuttbylgjuútvarpið góða, atvinnu-
tækið sími og íslendingasögur — reyfarakaup
sem hann segist hafa gert í einni af ferðunum
stopulu til íslands.
Eg spyr Kristin hvort hann sé jafn gríðarlegur
málvöndunarmaður og af er látið á íslandi.
„Ja, eru íslendingar hættir að segja Mexíkan-
ar," spyr hann á móti. „Ég tönnlaðist mikið á því
í heimsmeistarakeppninni að það væri réttara
að segja Mexíkómenn."
Svo verður hann alvarlegur og segir: „Ég er
mikill áhugamaður um mál og ég vinn með orð.
Erlendis á maður oft í erfiðleikum að halda mál-
inu hreinu, maður leggur sig kannski meira fram
um að vanda sig. Þetta verða hálfgerð spariföt.
Það hjálpar mér kannski líka að vera kominn af
spjallkynslóð, eins og ég kalla það. Ungur varð
ég oft áheyrandi að löngu spjalli. Fyrir tíma sjón-
varps sátu menn heilu dagana yfir kaffibolla
heima hjá mér í Eyjum, röktu ættir og sögðu
fiskisögur. Ég er ekki frá því að það hafi haft
áhrif."
Við ræðum nýyrðasmíð og veltum því fyrir
okkur hvaða orð íslensk Kristinn geti eignað sér.
Hann segist halda upp á orðið „fótboltafíkill",
yfir fólk sem leggur ofurást á boltaspark. Hann
segist ekki vita hvort hann geti eignað sér orðið
„grænfriðungur", sem hann segist hafa notað
fyrir alllöngu, þegar umhverfisverndarmenn
mótmæltu því að geislavirku sorpi væri hent í
Biskæjaflóann norður af Spáni. „Erfðafjötlun"
eða „erfðafikt", segir hann að sé íslenskun hans
á því sem á ensku heitir „genetic manipulation".
Önnur orð sem Kristinn segir að hann hefði
gaman af að sjá á prenti segir hann að séu gaml-
ar lummur; „lauður" fyrir sjampó, „skyrja" fyrir
jógúrt, „sjá" fyrir vídeó.
MENN Á STUTTBUXUM
„Annars leik ég mér með orð og alls konar
orðskrípi, ekki síst í íþróttapistlunum. Slíkt flúr
hjálpar mér að breiða yfir þekkingarleysi mitt á
íþróttum. Eftir þessi ár er ég raunar orðinn
sæmilega að mér í fræðilegu hliðinni, mér tekst
að kríta svona í kringum það sem ég les í
spænskum sparkblöðum. Við Islendingar þurf-
um heldur ekki að vera blankir að orðum þegar
íþróttir eru annars vegar. Það þarf ekki annað
en að fletta upp í Islendingasögunum. Þær eru
fullar af vígamáli, sem hæfir knattspyrnunni al-
veg prýðilega."
— Nú hefur þú verið helstur umfjallari í tveim-
ur heimsmeistarakeppnum í fótbolta...
„Já, það voru reyndar einhverjir sem fettu
fingur út í það í fyrra að maður sem sat á stutt-
buxum úti á svölum á Spáni skyldi fjalla um
menn sem hlupu á stuttbuxum hinum megin á
hnettinum. En ég varaði mig á því að fara með
fleipur og byggja allt á fræðingum. Gests augað
er glöggt og það getur kannski stundum verið
kostur að vera ekki stóríþróttamaður, þótt mað-
ur sé að fjalla um íþróttir."
— Þú ert sumsé enginn íþróttamaður sjálfur?
„Ég er enginn fótboltafíkill og fer hérumbil
aldrei á völlinn, enda er ég svo lágur í loftinu að
það fer lítið fyrir mér í miklum fjölda. Mín
íþróttaiðkun er ekki meiri en svo að ég skokka
stundum með veggjum."
EKKI LENGUR HANDLANGARI
Það er að heyra á Kristni að hans vegur hafi
farið nokkuð vaxandi þarna suðurfrá. „Lengst-
um hef ég verið talinn „collaborador" eða hand-
langari og kannski hálfgert núll og nix. Nú er ég
kominn á skrá sem fullgildur íslenskur fréttarit-
ari og var til dæmis hafður til ráðgjafar um
draugagang í Höfða þegar leiðtogafundurinn
stóð á Islandi. Á tíðum er ég hálfgert sendiráð
hér í Madrid. Samt er ég auðvitað ekki í neinni
aðstöðu til að stunda mikla og sjálfstæða frétta-
öflun upp á eigin spýtur. Ég hlusta á fréttir, hleyp
út á morgnana og kaupi blöðin, fletti þeim og
velti vöngum. Ég spegla það sem gerist hér suð-
urfrá, túlka það sem hér er sagt, en get ekki
haldið því fram að ég stundi einhverja alvöru-
blaðamennsku. Það kemur þó fyrir að ég hringi
í ráðuneyti og stundum hef ég líka henst út og
suður eftir frægu fólki; fótboltakappanum
Butrageno, Munoz landsliðsþjálfara og Vigdísi
forseta, sem hér var í heimsókn fyrir nokkrum
árum."
Og Kristinn bætir við: „Ég hef bara einu sinni
náð að ota hljóðnema að Gonzalez forsætisráð-
herra. Það var í forsetaheimsókninni að mér
tókst að skjóta að honum einni þorskaspurn-
ingu. Hvort þau hefðu rætt þorsk, þjóðarleiðtog-
arnir?" — Það orð fer af þér að þú sért óvenju af-
kastamikill, að í útvarpi á Fróni sé meira frá
Spáni en nokkru landi öðru...
„Ég reyni auðvitað að bjarga mér í lífsbarátt-
unni. Stærsti hlutinn af þessu hefur eiginlega
verið íþróttasnakk. En kannski stendur Spánn
nær íslendingum en mörg önnur lönd. Til Spán-
ar selja ísiendingar býsn af saltfiski og hingað
koma íslendingar til að sóla á sér magann."