Helgarpósturinn - 20.08.1987, Page 23
LISTAPr
Er þetta sama
listgreinin?
Þrjár myndlistarsýningar heimsóttar
Konur eru óneitanlega sérstak-
lega áberandi ísýningarsölum borg-
arinnar um þessar mundir. Noerri
lœtur ad huer einasta einkasýning
sem stendur yfir nú sé einkasýning
konu, hvernigsvo sem á þvístendur.
Aðeins hin aldna kempa Sveinn
Björnsson ber uppi merki karlþjóð-
arinnar en hann er meö sýningu í
Gallerí Svörtu á hvítu. HP leit inn á
þrjár þessar sýningar, hjá Arngunni
Ýri í Nýlistasafninu, Teako Mori í
Gallerí Borg og Margréti Eliasdóttir
sem sýnir á Kjarvalsstöðum.
Teako, sem er japönsk að upp-
runa, sýnir verk sín í Gallerí Borg
v/Austurvöll og hvort sem það er
uppruni hennar sem veldur eða eitt-
hvað annað, þá er sýning hennar al-
ger andstæða hinna tveggja. Pappa-
myndir Teako eru hógværar og láta
lítið yfir sér, þar er leikur að einföld-
um formum í fyrirrúmi og litanotk-
unin er sömuleiðis hógvær og ein-
föld. Að koma neðan af Borg og fara
upp á Kjarvaisstaði er eins og stíga
inn í annan heim. Margrét Elías-
dóttir sýnir í vestursal Kjarvalsstaða
og þar eru litadýrð og fjölbreytileiki
slík að augað (svo ekki sé talað um
hugann) á í mestu erfiðleikum með
að meðtaka allt sem fyrir það ber.
Hinar skrautlegustu fígúrur prýða
þar veggi og sumar eins og úr ævin-
týraheimum og aðrar sóttar í goð-
sagnir og hafa á höfði sér undir-
furðuleg horn. Samuel hittir
Beckett sennilega fyrsta sinni á
Kjarvalsstöðum.
Eins og Margrét sýnir Arngunnur
Ýr í Nýlistasafninu málverk. Megin-
viðfangsefni þeirra beggja er mann-
eskjan (figúratíf myndlist á fínu
máli) en Arngunnur setur líkamann
fram einan og sér í flestum tilfellum,
meðan Margrét sýnir hann í sam-
spili margra og ólíkra fyrirbrigða.
Arngunnur togar og teygir manns-
líkamann, eins og til að kanna þan-
þol hans, og sníður jafnvel af honum
haus, og oft á tíðum grænleitir lík-
amarnir bylgjast um myndflötinn í
húmorískum formleik.
Sýningum þeirra Teako og Arn-
gunnar Ýrar lýkur 23. þessa mánað-
ar en sýningu Margrétar lýkur hins-
vegar ekki fyrr en um mánaðamót.
KK
Arngunnur Ýr
MYNDLIST
eftir Guðberg Bergsson
Pegar neyðin er stœrst er norrœnn litur þér nœst
Liturinn er sú hjálp sem stendur
næst Frans Widerberg í Norræna
húsinu, þessa dagana. Og hann er
ekki algerlega frá honum sjálfum
kominn, en mátulega þó. Sál allra
norrænna manna er blá. Það kom
glöggt í Ijós á sýningunni sem hét
Ljós norðursins og fór viða um
lönd og endaði í París. Allir litir,
sem Frans Widerberg notar, eru úr
safni annarra málara, þeirra sem
hafa um þá fjallað í fyrsta sinn og
þá með upprunalegum hætti.
Samt er litbeiting hans persónu-
leg, vegna þess að hann bregður
ekki aðeins hugblæ sínum yfir lit-
ina heldur breytir hann þeim í efni
sem gerir trúarjátningu hans eða
boðskap sýnilegan öðrum mönn-
um.
Flestar eða allar myndir hans
eru að einhverju leyti, eða að öllu
leyti, innri sýn flutt yfir á landslag,
gjarna táknræns eðlis. Landslagið
er ekki sögulegt landslag; ekki
hægt að finna það á landakortinu.
Widerberg er ekki að lýsa
ákveðnu norsku landslagi, heldur
því norska landslagi sem er norsk-
ara en norskt landslag, vegna þess
að það er runnið frá samruna eða
huga ákveðins og víðfeðms ein-
staklings, þ.e.a.s. frá Edvard
Munch og sálarlífi hans. Að ganga
fram hjá honum, og vera aleinn og
norskur á ný, hlýtur að taka aldir
eða þann örskamma tima sem tek-
ur afburðamanninn að ákveða að
vera bara í sinni „gröf“, dauður
öðrum að mestu, á meðan hann
lifir, en lifandi öðrum eftir að hann
er orðinn sjálfum sér dauður. Slíka
kvöl tók Munch á sig.
Frans Widerberg veit þetta,
en. . . það er eins og hann réttlæti
sig stundum með setningunni:
,,En á einhverju verður maður að
lifa.“
í mynd númer 12 er fagur boð-
skapur. Myndin heitir: Sálin yfir-
gefur andvana lik sitt. Af því ættu
margir, einkum frægir listamenn,
að læra: að yfirgefa andvana lík
sitt. Myndin er afskaplega mikið í
anda Masaccios, göngulag kon-
unnar minnir á göngulag Evu úr
Paradís, á freskomyndinni frægu í
Flórens. Stellingar handanna eru
aðrar, því þær leyna andlitinu, en
það gerði Masaccio ekki: andlitið
fékk að vera upplyft. Harmurinn
er samt sá sami, þótt hann sé ger-
ólíkur. Það sem Frans Widerberg
er að gera er að bera á borð fyrir
okkur (og hvað er málverk annað
en ferhyrnt dúklaga borð?) að lík-
aminn sé Paradís sálarinnar. Að
öðrum kosti væri sálin ekki svona
harmi þrungin y fir þvi að vera laus
og frjáls, týnd í frelsið. Vegna þess
að sálin vill vera, á meðan hún lif-
ir, mátulega fjötruð og í mátulega
fögru umhverfi. Og þess vegna
gengur mynd Widerbergs þvert á
kristnina. Og það þótt margar
myndir hans séu í kristnum anda
eða með biblíulegu yfirbragði.
En ég ætla ekki að fara út í þá
sálma hér. Þeir eru reyndar svo
hljómríkir að hver sem skoðar
sýninguna heyrir tónana úr Biblí-
unni. Og þá ekki bara í mynd núm-
er 28, sem heitir Hefnendurnir.
Manni er þó ekki skylt að sjá þess-
ar myndir í biblíulegu ljósi eða í
birtu Gamla testamentisins. Það er
alveg eins hægt að skoða þær í
ljósi nútímans eða bara í þeirra
eigin ljósi: i myndræna ljósinu.
Og á sýningunni eru svo mörg
minni, hjá mér frá þeim tíma þeg-
ar Vesaas heillaði. Þess vegna sé
ég hestana í tengslum við hestana
hans. Vegna þess að þarna eru þrír
hestar sem eru eins og Gyðjurnar
þrjár, en bara hestar. Og þeir eru
svo samtengdir, svo innilegir að
þeir geta staðið sjálfstæðir á þess-
ari mynd um alla eilífð — ef mynd-
ir geta þá öðlast hana, eilífðina
sem allir þrá.
Þarna er lika Dauðinn. Og tákn
hans er fornt og sígilt. Það er hest-
ur að elta dreng. Þetta er ekki
kirkjulegur dauði; ef svo væri, þá
væri dauðinn með ljá. Og ljárinn
sker og deyðir: hann sker lífið og
hann sker blóm jarðar, grasið og
allt sem grær. En hestur sem eltir
dreng er heiðið — draumkenndir
einhvers konar kypórar — heim-
spekilegt tákn: kraítur hestsins elt-
ir þann sem er ekki orðinn kyn-
þroska enn og innan skamms
verður hann troðinn fótum, eydd-
ur og traðkaður niður í jörðina,
moldina og grasið. Þetta er alveg
eins og hjá Vesaas eða mér þótti
það vera þannig.
Það er eitt af unaði þessa síð-
sumars að skoða sýninguna í Nor-
ræna húsinu, einkum litografíurn-
ar og vatnslitamyndirnar og æt-
ingarnar. Málverkin eru aftur á
móti betri í kenningunni en efninu
sjálfu og forminu. Að mínu viti
rekst maður of oft á landa hans á
þessu litla sviði til þess að áhorf-
andinn sjái bara Frans Widerberg.
En kannski er best að sjá ekki
eitt heldur hið marga sem er falið
í hinu staka. Því hvað er mynd eins
annað en afleiðing annarra?
Einnig kann svo að vera að aug-
unum í mér skjátlist, þegar þau
horfa á málverkin. Svo er sjónin
oft iilgjörn. Hún er líka fyrir það
að látast og þykjast vita. Og hún
gerir sig merkilega. Einmitt þá fer
hún að sjá einhverja hringavit-
leysu úr sjálfri sér — en verður
blind á verk annarra. Þetta kalla
ég það, að vera með bandvitlausa
sjón; og hún er svo algeng hjá
„gagnrýnendum" að maðurskilur
það vel að jafn blindir menn og
þeir skuli stunda jafn ómögulegt
starf og það að fjalla um listir.
Menn með fulla sjón og rétta sæju
hvað slíkt er vonlaust.
KVIKMYNDASJOÐUR og
endurmenntunarnefnd Háskóla ís-
lands ætla að efna til allóvenjulegs
námskeiðs, sem sennilega er eitt hið
fyrsta sinnar tegundar hér á landi.
Hér er um að ræða námskeið í gerð
kvikmyndahandrita og kennari
verður Bandaríkjamaðurinn Martin
Daniel, sem hefur kennt slíkt við
þarlenda háskóla undangengin ár.
Kennt verður á tveimur námskeið-
um, annarsvegar fyrir byrjendur í
faginu, þar sem farið verður í undir-
stöðuatriðin við gerð handrita, og
hinsvegar verður Daniel með nám-
skeið fyrir þá sem lengra eru komn-
ir, þar sem hann leiðbeinir þeim
§em eru að vinna að handritum fyr-
ir kvikmyndir í fullri lengd. Náms-
efnið fyrir byrjenduna byggir á efni
sem faðir Martins Daniel kenndi og
þróaði við tékknesku kvikmynda-
akademíuna í Prag, en þar var hann
kennari áður en hann fluttist til
Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem
lært hafa handritagerð með þessum
hætti eru þeir frægu leikstjórar og
myndasmiðir Milos Forman og
David Lynch, Forman sennilega
þekktastur fyrir myndina Gauks-
hreiðrið og Lynch fyrir sína nýjustu
mynd sem sýnd er hér á landi um
þessar mundir, nefnilega Blue
Velvet.
Kennt verður í sal Kvikmynda-
sjóðs, Laugavegi 24, III. hæð og
hefst námskeiðið þann 15. septemb-
er en lýkur að tveimur mánuðum
liðnum. Kennt verður einu sinni í
viku og í senn fjórir tímar. Nám-
skeiðsgjald er 9000 kr. fyrir hvort
námskeið og geta áhugasamir látið
skrá sig eítir umsóknum sem þeir
þurfa að senda með aldri, starfi og
menntun til endurmenntunarstjóra
Háskóla íslands, Nóatúni 17, 105
Reykjavík. Umsóknir þurfa að ber-
ast fyrir 1. september.
ÍSLENSKAR nútímabók-
menntir hafa gert nokkuð víðreist
um heiminn, kannski meira en
menn grunar og enn bætist við
kynningu á þeim. Skipuleg kynning
á þeim er nefnilega einmitt að hefj-
ast um þessar mundir á meginlandi
Evrópu, nánar tiltekið á þýska mál-
svœðinu. Tildrögin eru þau að á
Nordische Wochen í Diisseldorf
kynntu fimm Norðurlandanna
menningu sína og þar sýndi íslensk-
ur myndlistarmaður, Vilhjálmur
Bergsson, verk sín í Orangerie
Benrath-höll og hann gekkst ásamt
Maritu Bergsson einnig fyrir kynn-
ingu á íslenskri nútímaljóðlist undir
heitinu Tíminn og vatnið. í því til-
efni bárust þeim upplýsingar frá
danska sendiráðnu í Bonn um að
Kleinheinrich- bókaútgáfan í Múnst-
er hygðist sérhæfa sig í útgáfu nor-
rænna bókmennta. Forlagið ætlar
að byrja á danska hlutanum en sam-
komulag hefur náðst við það um út-
gáfu á íslenskum nútímabókmennt-
um og mun Gert Kreutzer, dósent
við háskólann í Kiel, hafa umsjón
með starfseminni. Byrjað verður á
útgáfu Ijóða Steins Steinars og kem-
ur sú bók út í haust og verður lögð
fram á bókamarkaðnum í Frankfurt.
Ljóðin verða gefin út á islensku og
þýsku og hefur Marita Bergsson þýtt
ljóðin en Kreutzer ritar eftirmála
um Stein. Á næsta ári er ráðlagt að
gefa út yfirgripsmikið safn íslenskr-
ar nútímaljóðlistar en slíkt safn hef-
ur ekki birst á þýsku síðan 1903.
Sama ár verða einnig gefnar út tvær
íslenskar nútímaskáldsögur, Grá-
mosinn glóir eftir Thor Vilhjálms-
son, í þýðingu Marity og Gúnther
Wigand, og einnig skáldsaga Guö-
bergs Bergssonar, Hjartað býr enn í
helli sínum, í þýðingu Maritu Bergs-
son, og mun Kreutzer rita inngang
að báðum bókunum.
HELGARPÓSTURINN 23