Helgarpósturinn - 20.08.1987, Síða 25
eftir Vernharð Linnet
Magnþrunginn Dexter Gordon
Af lífi og list tenórsaxistans
Það er bodid til yndislegrar veislu
í Bíóhúsinu um þessar mundir, þar
sem meistari Dexter Gordon fer á
kostum í mynd franska leikstjórans
Bertrands Tauernier: Round Mid-
night. Hve lengi hefur madur ekki
bedid þess ad sjá þessa mynd, marg-
rómaöa og verðlaunada. Þeir er
veita kvikmyndahúsinu forstöðu
eiga allt hrós skilið fyrir framtakið.
Það kemur engum á óvart er
gjörla þekkir Dexter Gordon hve
leikur hans er magnþrunginn. í
hvert sinn er hann hefur lyft tenórn-
um í lok tónleika er mikil leiksýning
að baki. Voldug sýning þar sem
mannshugurinn hefur verið kann-
aður í gleði og sorg. Tónar, svip-
brigði, hreyfingar eitt. Hann var út-
nefndur til Óskarsverðlauna fyrir
kvikmyndaleik en hvenær hefur
hann hlotið æðstu tónlistarverðlaun
Bandaríkjanna fyrir djassleik? Saga
sem vert er að hugsa um. Ekki svo
að skilja að Dexter hafi aldrei verið
sýndur heiður fyrr. 1980 var hann
kjörinn í heiðursfylkingu djassins af
lesendum down beat sem jafnframt
kusu hann djassleikara ársins og
tenórista.
Round Midnight hlaut Óskars-
verðlaunin í ár fyrir bestu tónlistina
og það var dálítið hlálegt að Herbie
Hancock skyldi veita þeim viðtöku,
en á hvíta tjaldinu stendur skrifað:
Music composed and conducted by
Herbie Hancock. Það er sjálfsagt
rétt að Herbie skrifaði nokkra ópusa
fyrir myndina og réð tónlistarmenn,
en hvert eyra heyrir að tónlistin er
sköpun Dexters. Djassópusar og
dægurflugur hljóma sem ný verk úr
gamla Selmernum sem Ben Webst-
er arfleiddi hann að.
Það er mikið mannval í músíkinni
fyrir utan Dexter og Herbie. Bobby
Hutchersson slær væbinn og leikur
yndislega sælkerann Ace. Lonette
McKee leikur vinkonu meistarans
og syngur. Freddie Hubbard og
Palle Mikkelborg blása í trompet og
bregður fyrir dönsku er Dexter í
hlutverki Dales Turner ávarpar
hann. Wayne Shorter blæs í tenór-
og sópransaxófón og svo slær John
McLaughlin gítar. Stuttklipptur mið-
aldra herramaður í ,,jakafötum“
með gamlan Gibson í hendi — ólík-
ur hippanum fræga. Pierre Miche-
lot, Ron Carter og Mads Winding
eru bassaleikarar og Billy Higgins
og Tony Williams trommarar — svo
heyrist í Chet Baker og Bobby Mc-
Ferrin í bakgrunni.
Þó heitustu djassgeggjarar vildu
fá meiri músík og minni kvikmynd
hefur aldrei verið gerð leikin mynd
þar sem djassinn nýtur sín betur og
það sem meira er: allur efniviður
myndarinnar og efnistök eru i anda
tónlistarinnar. Maður þarf ekki að
roðna niðrí tær yfir vanþekkingu
eins né neins á efniviðnum (nema
þá þýðandans), enda vann Taverni-
er handritið í náinni samvinnu við
tónlistarmennina og þeir fengu að
breyta setningum sínum að vild.
Sagan fjallar um tenóristann Dale
Turner er flýr Bandaríkin og sest að
í París, þar sem tónlist hans er þó
einhvers metin. Hann er drykkju-
sjúkur en spilar þó. Teiknarinn
Francis tekur ástfóstri við hann og
hjálpar honum á allan hátt til að tón-
list hans megi blómstra. Dale hættir
meirað segja að drekka og svo er
haldið til New York og þar bíða
Dales sömu örlög og Buds Powell er
hann hélt með vini sínum frönsk-
um, Francis Paudras, til sömu borg-
ar. Þaðan var ekki afturkvæmt.
Þetta er sagan en myndin er meiri,
ólgandi fióð tóna og tilfinninga —
manneskjan í allri sinni nekt, styrk
og veikleika. Eins og tónlist Dext-
ers: óður til mannsins.
fimmtíu ára afmæli byltingarinnar
gerði ég stuttan stans í Köben fyrir
tuttugu árum og hlustaði á Dexter í
Jazzhus Montmartre í fyrsta sinn.
Með honum voru Kenny, Niels
Tooti. Kvöld eftir kvöld seiddi meist-
arinn en hápunkturinn var þegar
Johnny Griffin blés með honum.
Það var tenóreinvígi í þeim anda er
Dexter og Wardell Gray skópu með
The Chase. Skipst á hugmyndum í
bróðerni og með fullri virðingu. Frá
þessari stundu varð Dexter meira í
huga mínum en venjulegur djass-
gaur. Hann sat við fámennt borð
snillinganna. Ég nam í Kaupmanna-
höfn á árunum 1973—4 og dvaldi
flest kvöld á Jazzhus Montmartre.
Oft var von á Dexter en sjaldan kom
hann. Afengisvandamálin hrjáðu
hann mjög á þessum árum sem oft-
ar. Einu sinni spilaði Joe Henderson
fyrir hann og í annað skipti Jesper
Thilo. Þá fengu allir einn bjór ókeyp-
is í sárabót. Ekki það að Jesper væri
ekki peninganna virði en Dexter er
Dexter. Stundum mætti Dexter og
stundum fullur, svo fullur að hann
Round Midnight er tileinkuð Lest-
er Young og Bud Powell og þó frem-
ur sé leitað tii Powells um ytri stað-
reyndir er hún full af minnum: Dale
kallar vini sína lady eins og Lester
gerði og hann gengur með keimlík-
an porkpie-hatt. Dóttir Dales Turner
heitir Chan eins og kona Charlies
Parker og í Blue Note-klúbbnum má
sjá tilvitnanir í plötuhulstur gamalla
Dexter-platna eins og piltinn fagra
sem styður hönd á höku: Our Man
in Paris.
Tvær skífur hafa verið gefnar út
með tónlist myndarinnar: Round
Midnight af CBS og The Other Side
ofRound Midnight af Blue Note. Þar
má flest finna er hreif mann í mynd-
inni utan magnaða túlkun Dexters á
Autumn in New York — hana vildi
ég heyra til enda!
Það hefði verið auðvelt að draga
upp skrípamynd af Dale Turner. Nóg
er af sérkennilegum sögum um
Lester Young og Bud Powell. Lester
batt stundum marglitar slaufur í hár
sitt og sagði ekkert dögum saman
utan: Bjöllur, ding dong, eða: Nú er
það svart, allir páfarnir að deyja.
Bud varð að hugsa um eins og smá-
barn og geðklofasýkin lék hann illa.
Eitt sinn var danski djassbaróninn
Timmie Rosinkrantz á göngu í 52.
stræti og hittir Bud og spyr hvað
klukkan sé. Bud lítur á hann og ans-
ar engu. Timmie heldur til Dan-
merkur. Næst er hann kemur til
New York hittir hann Bud að nýju í
52. stræti. Bud lítur á hann og segir:
Hálfþrjú.
Lester Young var drykkjusjúkur,
Bud Powell háður lyfjum. Dexter
Gordon þekkti hvort tveggja þó
brennivínið yrði að lokum hans
mikli vandi. Dexter byggir því á eig-
in reynslu í túlkun sinni á Dale Turn-
er. Þó er hann ekki að leika sjálfan
sig heldur samnefnara þeirra djass-
meistara er hafa orðið að berjast
fyrir list sinni gegn óblíðum ytri að-
stæðum og skilningsleysi landa
sinna. París var þeim betri en New
York — þó engin paradís. Það voru
ekki allir jafn heppnir og Bud Powell
að eignast sinn Paudras.
Dexter settist að í Kaupmanna-
höfn og varð kóngur í ríki sínu, dáð-
ur og virtur. Þar kynntust margir Is-
lendingar honum og Guðmundur
Ingólfsson lék meirað segja með
Dexter í Osló.
Á leið til Moskvu að halda upp á
gat ekki náð í eldspýtur í jakkavas-
ann þó hann blési af list. Einu sinni
átti hann að blása meðSonnyStitt —
Sonny mætti ekki og þá varö Dexter
dálítið montinn. „Gamli Dexter
meikaði að mæta í kvöld, hahaha.
Gamli Gordonsen frá Valby.“ Eitt
sumar blés hann með Bent Jædig af
vörubílspalli við Grábræðratorg og
er hann ætlaði að ganga með mér
að heilsa upp á góða íslendinga
sviku fæturnir hann. En Dexter
leysti allan vanda: „Bent, þú ert
sendiherra minn. Ég sendi þig með
kveðjur mínar til þessa góða fólks
hahaha." Og Bent arkaði af stað eins
og góðra sendiherra er siður. Dexter
var litríkur í Kaupmannahafnarlíf-
inu en það sem skipti mestu var þó
list hans — þessi ómælda kraftbirt-
ing lífsins sem hann gaf okkur er á
hann hlustuðum.
Þegar Jazzvakning fór að fá er-
lenda djassmenn til landsins 1978
var Dexter ofarlega á óskalistanum.
Hann hafði slegið í gegn að nýju í
Bandaríkjunum — eða kannski í
fyrsta skipti. Óskin rættist. Þann 18.
október blés meistarinn í Háskóla-
bíói. Miðinn kostaði fimm þúsund
kall og þótti ansi dýrt, en væri hægt
að fá Dexter til landsins nú þyrfti
miðinn að kosta sexfalda þá upp-
hæð til að fyrirtækið bæri sig. Það
var gaman að taka á móti Dexter. Ég
og Sigurjón Jónasson skutumst út á
völl og keyrðum meistarann í bæ-
inn. Hann var síðastur út úr vélinni,
þurfti margt að spjalla við flugfreyj-
urnar, og skildi ekkert í að enginn
frá blöðum eða sjónvarpi og útvarpi
Dexter saup oft drjúg-
um, jafnvel svarta dauða
þegar hann kom til ís-
lands 1978. Samt fór
hann á kostum eins og
hann gerir í myndinni
Round Midnight.
var á staðnum (skyldi þá vanta
kæmi Dexter nú?). „Haldiði að þeir
væru ekki hér eins og mý á mykju-
skán væri Frank Sinatra að koma!
Hahaha." Svo var það gleymt og
rætt um djassinn og dens problemer
og ýmsa sameiginlega kunningja á
enskuskotinni dönsku á leið í bæ-
inn. ÖIl samskipti við Dexter gengu
eins og í sögu nema hvað ég faldi
brennivínsflöskuna meðan á tón-
leikum stóð. Þegar hann fékk hana
í hendur ljómaði hann og hló:
„Black death hahaha.“ Svo var sop-
ið í einum teyg niður fyrir axlir. Ég
ætla ekki að tíunda veisluna á eftir.
Morguninn eftir vaknaði ég í tví-
breiðu rúmi veislusalarins og hafði
týnt úrinu en Dexter var kominn út
á flugvöll með sveinum sínum. Það
var fyrir öllu. Svo og tónleikarnir
þar sem hann blés undurfallega As
Time Goes By — eins og í myndinni.
Myndinni sem enginn má láta íara
framhjá sér sem ann góðri tónlist og
góðum kvikmyndum — enginn sem
finnur til í stormum sinnar tíðar.
Rhyth-A-Ning ding dong, sagði
meistarinn þegar hann kynnti ópus
Múnksins á Norðursjó í sumar og
kreisti sálina gegnum rörið. Hann
mun blása með reisn svo lengi sem
leggirnir löngu bera hann.
HELGARPÓSTURINN 25