Helgarpósturinn - 20.08.1987, Page 26

Helgarpósturinn - 20.08.1987, Page 26
Isabel Allende Önnur í rödinni af þeim sem kynntir verða í sambandi við Bók- menntahátíð 1987 er Isabel Al- lende, skáldkona frá Chile. Isabel er fædd árið 1942. Eftir borgarastyrjöldina í Chile árið 1973 yfirgaf hún heimaland sitt og býr núna í Venezuela. í Chile starf- aði hún við ýmislegt; hún var blaðamaður við kvennablað, vann fyrir útvarp, vann dálítið við kvik- myndir og skrifaði nokkur smá- stykki fyrir leikhús. Það var þó ekki fyrr en í útlegðinni sem hún fór að fást við skriftir af alvöru. Fjarveran frá heimalandinu og öllu þvi sem henni var kært varð henni tilefni til að festa líf sitt og minningar á blað. í fyrstu átti ekki að veröa bók úr þessum dagbók- arskrifum, en fyrr en varði var dagbókin orðin að fimm hundruð síöna handriti. I>á hófst þrauta- ganga milli útgefenda sem ekki vildu líta við efninu, þar til loks hún sendi handritið til útgefanda á Spáni og bókin kom út nokkru síð- ar, árið 1982. Og þá fóru hjólin að snúast. Bókin, sem hlotið hefur heitið Hús andanna á íslensku, sló ræki- lega í gegn og seldist í milljóna- upplagi í Evrópu og í Suður- Ameríku. 1 Húsi andanna er sögð saga mannmargrar fjölskyldu og dregnar upp ákaflega lifandi lýs- ingar af meðlimunum. Bók- menntafræðingar eru flestir á einu máli um að í þessari bók sé að finna allt það sem helst megi prýða verk suður-amerískra rit- höfunda; hnitmiðaður stíll sem jafnframt er fullur af andstæðum og þrunginn þessu sérstaka and- rúmslofti töfra, sem oft er að finna í verkum suður-amerískra skálda, svo sem Gabriels García Márquez. Það sem gagnrýnendum finnst þó einna sérkennilegast er að bækur Allende eru ekki skrifaðar undir merkjum kvennabaráttu; bækur hennar bera það ekki nzeð sér sér- staklega að þær eru skrifaðar af konu. Aðspurö segist Isabel ekki hafa trú á að nauðsynlegt sé að kyngreina þá sem skrifa bækur. „Þetta er fólk sem umgengst orð, umgengst tungumál. Það skiptir ekki máli hvers kyns það er.“ Von er á bókinni Húsi andanna í íslenskri þýðingu Thors Vilhjálms- sonar innan tíðar. Önnur skáldsaga Isabel Allende, Af ást og skuggum, sem kom út ár- ið 1984, hefur ekki komið út á ís- lensku. Þarna er um að ræða ást- arsögu með djúpum þjóðfélagsleg- um undirtóni þar sem vald þeirra sem meira mega sín er sterkasta aflið — fátækt fólk að engu metið. Þessi bók hlaut álíka góðar viðtök- ur og Hús andanna, bæði meðal bókmenntafræðinga svo og al- mennings og seldist í stóru upp- lagi. Um þessar mundir er skáldkon- an svo að leggja síðustu hönd á þriðju skáldsögu sína. Sú ber heit- ið Eva Luna og er saga konu nokk- urrar. Isabel Allende hefur hlotið margskonar viðurkenningu fyrir ritstörf sín. -shg LISTVIÐBURÐIR Árbæjarsafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10—18. M.a. eru í safninu sýn- ing á gömlum slökkviliðsbilum, sýn- ing á Reykjavíkurlíkönum og sýning á fornleifauppgreftri í Reykjavík. Tónleikar í kirkju safnsins sunnudag kl. 15.00. Ásgrímssafn, Bergstaða- stræti 74 Opið alla daga nema laugardaga frá 13.30 — 16.00. Yfir stendur sumar- sýning á úrvali verka Ásgríms Jóns- sonar. Ásmundarsafn Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar, opið daglega frá 10—16. Ásmundarsalur: Ragna Sigrúnardóttir sýnir olíu- og vatnslitamyndir, myndefnin sótt í nýlegar kvikmyndir. Sýningunni lýkur 23. ágúst og er opin frá 16—22 virka daga en 14—22 um helgar. FÍM-salurinn v/Garðastræti: Birna Kristjánsdóttir með sýningu sem heitir Litir og fletir og stendur til 30. ágúst. Sýningin er opin frá 14—19 daglega. Gallerí Borg Japanska listakonan Teako Mori sýnir leirverk frá 13.—23. ágúst. Gallerí Gangskör Frjálst upphengi meðlima gallerís- ins. Opið frá 12—18 virka daga og 14—18 um helgar. Gallerí Grjót Samsýning aðstandenda. Málverk, grafík, skúlptúr, silfur o.fl. Gallerí Svart á hvítu Yfir stendur málverkasýning Sveins Björnssonar sem lýkur um mánaða- mótin. Gallerí Langbrók Textíll Vefnaður, tauþrykk, myndir, fatnað- ur o.fl. á Bókhlöðustíg 2. Gallerí Vesturgata 17 Sumarsýning Listmálarafélagsins. Margir af okkar fremstu málurum með sölusýningu á verkum sínum. Opið virka daga frá 9—17. Hafnargallerí Inga Rósa Loftsdóttir, Guðrún Matthíasdóttir og Greta Hákanson sýna olíumálverk til 25, ágúst. Krákan Unnur Svavarsdóttir sýnir akrýl- og pastelmyndir. Kjarvalsstaðir: Margrét Elíasdóttir með sýningu í vestursal en árviss Kjarvalssýning stendur enn í öðrum sölum. Kjarvalsstaðir Margrét Elíasdóttir opnar á laugar- daginn málverkasýningu í vestursal en í öðrum sölum stendur enn árviss Kjarvalssýning. Hvor tveggja sýn- ingin stendur til mánaðamóta. Listasafn ASÍ Sýning stendur yfir á verkum í eigu safnsins og kennir þar margvíslegra grasa og fróðlegra. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—16.00. Höggmynda- garðurinn er opinn daglega frá kl. 10—17. Norræna húsið Frans Widerberg, norskur málari og grafíker, sýnir málverk í kjallara og grafík í anddyri. Sýningin verður opnuð 8. ágúst og stendur út mán- uðinn. Nýlistasafnið við Vatnsstíg Arngunnur Ýr opnar þann 14. einka- sýningu á verkum sínum, sem stendur til 23. ágúst. KVIKMYNDAHUSIN Bláa Betty (Betty Blue) Sýnd kl. 9 og 11.10 í Bióborg. Blátt flauel (Blue Velvet). Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. í Bíóhöllinni. Herbergi með útsýni (Room with a View). Notalegur sjarmi kl. 7 í Regn- boganum. Herdeildin (Platoon). Nánast óþarfi að dásama hana öllu frekar. Kl. 3, 5.20, 9 og 11.15 í Regnboganum. Um miðnætti (Round Midnight). Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 í Bíóhúsinu. Neðanjarðarstöðin (Subway). End- ursýnd kl. 7 og 11 í Stjörnubíói. ★ ★★ Krókódila-Dundee (Crocodile Dundee). Létt ævintýri kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóborg. Þrír vinir (Three Amigos). Hrein og bein fyndni. Kl. 3.10, 5.10 og 7.10 í Regnboganum. Angel Heart Yfirþyrmandi blóðstraumar og galdraviðbjóður í einni mögnuðustu hrollvekju síðari tima. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05 í Bíóborg. Óvænt stefnumót (Blind Date). Notalegur húmor í Stjörnubíói kl. 5, 7, 9 og 11 (og líka kl. 3 um helgina). Logandi hræddur (The Living Day- lights). Nýja James Bond-myndin. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 í Bíóhöllinni. Ottó tOtto: Der Film) Endursýnd mynd, full af fyndni og skemmtileg- heitum. Sýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15 í Regnboganum. Villtir dagar ISomething Wild) Bráðskemmtileg mynd sem er í senn spennandi og fyndin. Ærslafull. Sýnd kl. 7, 9 og 11.10 í Háskólabíói. ★★ Wisdom. Hasarmynd, unglinga- stjarnan Emilio Estevez farinn að skrifa og leikstýra sjálfur. í Stjörnu- biói kl. 5 og 9. Morgan kemur heim (Morgan Stewart's Coming Home). Unglinga- og/eða foreldravandamál afgreitt á fjörugan hátt. Sýnd kl. 5 og 7 í Bíó- höllinni. Sérsveitin (Extreme Prejudice). Plottið spillir fyrir annars ágætri spennumynd. Kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíó- borg. Hættuförin (Florida Straits). Sæmi- legur þriller. Sýnd I Regnboga kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Innbrotsþjófurinn (Burglar). Grín- mynd með Whoopi Goldberg í Bíó- höllinni kl. 3,5,7,9 og 11 í Bíóhöllinni. ★ Meiriháttar mál (Terminal Expos- ure). Ljósmyndarar reyna að leysa morðgátu. Kl. 5,7,9 og 11 í Laugarás- bíói. Andaborð Hryllingsmynd kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarásbiói. Hættulegur vinur (Deadly Friend). Sýnd kl. 9 og 11 í Bíóhöllinni. 0 Lögregluskólinn 4. Langþreytt grin- mynd kl. 5, 7, 9 og 11 i Bíóhöllinni. NÝJAR Wish You Were Here. Sýnd kl. 3,5,7, 9 og 11.15 í Regnboganum. Kvennabúrið. Sýnd kl. 5, 7.20, 9 og 11.15 í Regnboganum. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg Q mjög vond KVIKMYNDIR * Omótstœöilegt Bíóhúsid: Round Midriighl (Um miðnœtti). ★★★★ Frönsk/Bandarísk. Argerð 1986. Framleiöandi: Irwin Winkler. Leikstjórn: Bertrand Tavernier. Handril: David Rayfiel/Bertrarid Tavernier. Kvikmyndun: Bruno De Keyser. Tónlist: Herbie Hancock. Aðalhlutverk: Dexter Gordon, Francois Cluzet, Sandra Reaves- Phillips, Lonette McKee, Herbie Hancock, Martin Scorsese o.fl. Round Midnight hefur verið kölluö tónlistarlegt snilldarverk, fyrsta sanna jazz-myndin, tíma- mótaverk, jafnvel fullkominn sam- runi Ijóss og tóns. Hvað sem því líður má ætla að flestir geti verið nokkuð sammála um að í Bíóhús- inu gefst okkur þessa dagana að verða fyrir nokkuð óvenjulegri, eða öllu sérstæðari tónlistarupplif- un en við höfum hingað til átt að venjast í kvikmyndum svipaðrar tegundar. Olium sönnum jazz- geggjurum ætti alltént að þykja ærinn fengur í að fá tækifæri til að berja hana augum. Öðrum kann e.t.v. að þykja hún heldur lang- dregin framan af, en jafnvel þeir falla um síðir fyrir töfrum undur- magnaðrar sveiflu þessarar myndar . . . ef þeir á annað borð hafa rænu á að þrauka framyfir hlé. Tavernier hefur einhverju sinni iátið þau orð falla í blaðaviðtali að því væri líkt farið með kvikmynd- ina og sérhvert tónlistarverk: „Taktur sérhverrar kvikmyndar og hljómfall verður að ráðast af innihaldi hennar. Því hefur verið haldið fram að kvikmyndir mínar séu oft á tíðum helst til hæggeng- ar, en málið er aðeins þannig vax- ið að ég leitast jafnan við að halda mér í takti við það tilfinningalega ástand sem myndin gerir grein fyrir hverju sinni. Þannig eru viss augnablik adagio og önnur með öllu uppskrúfaðri takti. Það er því í vissu tilliti persónugerð höfuð- persóna minna sem ræður rytma myndarinnar." Round Midnight er sannarlega í alla staði stórkostleg tónlistarupp- lifun. Myndin fjallar um síðustu æviár saxófónistans Dales Turner, og er e.k. samofið portrett tveggja stórstirna úr jazz-heiminum, nefnilega saxófónistans Lesters Young og píanóleikarans Buds Powell. Enginn annar en sannur tenórsaxófónleikari hefði getað túlkað hlutverk Turners á þann hátt er fullnægði væntingum Taverniers og var því þriðja stór- stirnið úr heimi jazzins, Dexter Gordon (sem búettur hefur verið í Danmörku um nokkurt skeið), fenginn til að leika hlutverkið. Og það gerði hann einnig með þvílík- um ágætum að útnefning til verð- launa á síðustu Óskarshátíð var óhjákvæmileg. Á sjötta áratugnum hefur Dale þessum Turner tekist að vinna sér sess meðal virtari saxófónleikara vestanhafs. Honum finnst þó sem nýsköpun sinni á því sviði sé helst til um of þröngur stakkur skorinn þar vestra og ákveður hann því að flytjast til Parísar í þeirri von að sér megi þar auðnast að þróast áfram sem listamaður. Bakkus konungur setur þó sem áður fljót- lega stórt strik i reikninginn. Hann drekkur óhóflega mikið, hverfur trekk í trekk sjónum samfylgdar- manna sinna og frægðarsól hans virðist eiga það eitt eftir ógert að setjast í makindum þar úti við sjóndeildarhringinn. Það verður honum þó til láns að hann kynnist kvöld nokkurt eftir velheppnaðan konsert auglýsingateiknaranum Francis Borier, sem um árabil hef- ur verið einn af dyggustu unnend- um tónlistar hans. Francis þessi tekur hann upp á arma sína, stað- ráðinn í því að koma honum til vegs á ný. Og er það einmitt næm- leiki túlkunar þessa sérstæða vinasambands, ásamt að sjálf- sögðu þeirri yfirgengilegu tónlist- arupplifun sem þessi mynd hefur upp á að bjóða, sem gerir hana svo ómótstæðilega einstaka í sinni röð. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.