Helgarpósturinn - 20.08.1987, Side 32

Helgarpósturinn - 20.08.1987, Side 32
HEF ALLTAF HAFT MITT FYRIR MIG ARNÞÓR JÓNSSON, ADDI ROKK, í VIÐTALI UM TÓN- LISTARFERILINN OG ANNAÐ SKEMMTILEGT Addi rokk steig fram á sjónar- sviöiö aö nýju eftir nokkurt hlé og tók lagiö meö Stuðmönnum á ferö þeirra um landiö í leit aö Látúns- barkanum. Hann segist upphaf- lega hafa veriö beöinn aö skemmta einu sinni meö þeim í Borgarfiröinum, en þróunin hafi oröiö sú aö hann endaöi meö þeim hringinn í kringum landiö. „Það er gott að vinna með Stuð- mönnum," segir Addi. Reyndar hafði hann kynnst Jakobi Magnús- syni nokkuð löngu fyrr, enda var Jakob einn þeirra unglinga sem urðu fyrir áhrifum frá Adda á sínum tíma. Hann segist ekki hafa verið kallaður Addi rokk síðan hann rokkaði sem mest í Presley- stíl: „Ég var miklu oftar kallaður „Presley“,“ segir hann og brosir. „Mér fannst aldrei skemmtilegt að standa eins og þvara og syngja og heillaðist þess vegna af framkomu Elvis Presley og tók mér hann til fyrirmyndar á sínum tírna." HEFUR LEIKIÐ Á 22 HLJÓÐFÆRI Addi rokk heitir fullu nafni Arnþór Kristján Jóhannes Jónsson og er fæddur á Möðrudal á Fjöllum, sem hann kennir sig ennþá við þótt hann segist hafa haft skamma viðdvöl þar: „Móðir mín var frá Möðrudal og faðir minn bjó þar í tæp tuttugu ár. Við systkinin kennum okkur öll við Möðrudalinn." Tónlistaráhugann segir hann meðfæddan og öll systk- inin, átta að tölu, hafi fengist við að spila á hljóðfæri. Sjálfur hefur Addi spilað á 22 hljóðfæri á tón- listarferli sínum þótt hann hafi lítið sem ekkert lært: „Ég lærði þó aðeins að spila á fiðlu hér í Reykjavík á sínum tíma og síðar lærði ég á túbu austur á Horna- firði. Annars spila ég mest frá eigin brjósti. Mitt aðalhljóðfæri hefur alltaf verið gitarinn, en ég kom lítið nálægt söng hér áður fyrr, lét aðra um það." Addi spilaði með danshljóm- sveitum og stofnaði einnig sínar eigin hljómsveitir. Þeirra vinsælust varð „Tónatríóið" sem öðlaðist miklar vinsældir um land allt. Sagan segir að þar sem Tónatríóið hafi komið fram hafi verið óskað eftir því aftur: „Já, þetta mun vera rétt," segir Addi. „Fólki líkaði tón- listin okkar." Með Adda í Tóna- tríóinu voru tveir ungir menn, Magnús Magnússon, sem þá var 14 ára trommuleikari, og Guðmundur Haukur orgelieikari, sem þá var 16 ára: „Það varð allt vitlaust og ég var gagnrýndur fyrir að vera með unglinga í hljómsveitinni. Mér var meira að segja hótað barnaverndarnefnd, en ég sagði fólki bara að ef það gæti útvegað mér tónlistarmenn sem ekki smökkuðu áfengi á dans- leikjum, þá skyldi ég skipta, fyrr ekki. Málið var nefnilega það að ég var orðinn þreyttur á þessum drykkjuskap sem var alltaf samfara tónlistarbransanum. Ég vildi miklu heldur spila með ungum tónlistarmönnum sem gátu komið fram ódrukknir. Það var iíka ómaklega vegið að mér því foreldrar þessara unglinga sem spiluðu með mér voru samþykkir því.“ Tónatríóið lifði lengi en breyttist stundum yfir í „kvintett" að sögn Adda: „Já stundum stækkaði tríóið og fleiri bættust við,“ segir hann hlæjandi. „Guðmundur Haukur fór síðan yfir til Dúmbó og Steina og ég lék með tveimur hljómsveitum frá Eskifirði, Como og Georg og Ómum og Ellert. Síðan komu menn úr þeim hljómsveitum suður og léku með mér á dansleikjum." ÞÁ RUDDU BÍTLARNIR SÉR TIL RÚMS Á ESKIFIRÐI Addi átti skemmtilega daga á Eskifirði: „Þá voru Bítlarnir að ryðja sér til rúms á Englandi og það sem við í hljömsveitinni gerðum meðal annars var að kynna alltaf vinsældalista Bítlanna viku áöur en þeir birtust í Bretlandi...“ Nú er greinar- höfundur hættur að ná sam- henginu og Addi glottir: „Sko, við náðum í Radio Luxemborg og hlustuðum þar á nýjustu lögin, hugsuðum svo út hvaða lög væru líkleg til að ná vinsældum í hverri viku, útbjuggum vinsæidalista og lékum hann á dansleikjum. Okkur skeikaði aldrei, við vorum alltaf með réttu lögin!“ segir Addi og er greinilega skemmt. Addi varð snemma brautryðj- andi í tónlistarlífinu og fékk hug- myndir úr ótrúlegustu áttum: „Einu sinni var ég á leiksýningu í Þjóðleikhúsinu þar sem maga- dansmær kom fram. Þá datt mér í hug að það gæti verið sniðugt að hafa magadansmær sem skemmti- atriði á dansleikjum þar sem ég lék og framkvæmdi það. Samt vil ég nú ekki segja að ég hafi verið brautryðjandi eða á „undan minni samtíð" eins og þú spyrð um. Það er nær að segja að ég hafi "alltaf verið svolítið „utangátta", hafði mitt fyrir mig. Ég hef alltaf verið mikill vinur unglinga og ég lít allt öðrum augum á unglingana í dag en margir aðrir virðast gera. Ég þekki ekki þetta unglingavanda- mál sem allir eru að tala um. Þegar ég ferðaðist með Stuð- mönnum í sumar tóku unglingar mér afskaplega vel. Þeir voru góðir við mig og ég hafði varla við að gefa eiginhandaráritanir." SVERTINGINN, ÞAÐ VAR ÉG! Addi hefur lent í mörgu ævin- týralegu um dagana. Eitt sinn þurfti hann að komast heim frá Akureyri í vitlausu veðri, en ekkert flug var þaðan. Hann hitti þá hóp af leikurum úr Þjóðleik- húsinu sem biðu þess að komast suður og lagði til að þau færu öll saman með áætlunarbíl suður: „Ég sagðist skyldu spila og syngja fyrir þau alla leiðina suður til að dreifa huganum og gerði það. Skömmu síðar frétti ég að verið væri að leita að mér. Það var þá Brynja Benediktsdóttir leikkona sem var að setja upp söngleikinn „Hárið" í Glaumbæ og var að leita að samferðamanninum að norðan tii að leika svertingjann í „Hárinu". Þannig að svertinginn, það er ég!“ segir Addi og brosir við. En þótt Addi hafi upplifað margt hressilegt í lífinu hefur hanr. líka átt erfiða daga. Hann starfaði um tima sem fréttaritari Dagblaðsins og meðan hann var í því starfi árið 1977 varð hann fyrir því slysi að ekið var á hann: „Ég höfuð- kúpubrotnaði og slasaðist illa,“ segir Addi. „Manstu ekki eftir þessu? Ég er fréttaritarinn sem keyrt var yfir á Seyðisfirði." Hann segist þó lifa ágætu lífi í dag, enda séu margir honum góðir: „Þeirra á meðal eru Stuðmenn. Þetta eru alveg einstakir menn. Það er líka dæmigert fyrir þá að byrja með Látúnsbarkakeppnina. Tilfellið er nefnilega að það er fullt af fólki sem er „undir borðinu" og kemst aldrei undan því, fólk sem hefur hæfileika en enginn vill sjá. Stuð- menn fara „undir borðið" og sækja þetta fólk. Ég átti mjög góð samskipti við keppendurna í Látúnsbarkakeppninni. Ég vona bara að Stuðmenn haldi áfram þessari leit á næsta ári og áfram vegna þess að þeir efla söng- kraftinn á íslandi með þessu móti." Addi hefur aldrei sungið inn á plötu þrátt fyrir áratuga reynslu á tónlistarsviðinu og fyrstu sporin í plötusöng steig hann nýverið. í fyrradag kom út platan „Látúns- barkarnir" þar sem Addi syngur eitt lag, lagið „Lóa litla á Brú“: „Þetta er ekkert endilega eftir- lætislagið mitt en þetta er þó lag sem ég söng mikið áður fyrr," segir Addi. „Jakob vildi fá þetta lag og það varð úr. Nei, nei, ég var ekkert taugaóstyrkur í upp- tökunni, enda var ég í svo góðum höndum undir umsjón Stuð- manna." HEIMS UM BÓL í BOOGIE-TAKTI Hann segist ekki hafa ferðast mikið út fyrir landið, en hafi þó leikið með færeyskri hljómsveit i Færeyjum um tíma og einnig hafi hann spilað á Grænlandi: „Jú, og svo skemmti ég hjá íslendinga- félögum á Norðurlöndunum með Gretti Björnssyni einu sinni," segir hann. „Nú, svo fór ég til ísraels í vor og langaði eitt kvöldið til að gera eitthvað sniðugt. Farar- stjórinn og ég gengum því að píanói í veitingasal og lékum fjór- hent á píanóið. Svo söng ég fyrir ísraelana „Heims um ból“ í Boogie-útsetningu og ég verð nú bara að segja það að ég hef aldrei fengið eins mikið lófatak fyrir flutning! Ég hef alltaf haldið mig við íslenska texta en í vor byrjaði ég að syngja líka á ensku." Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Adda rokk segir hann ómögulegt að segja nokkuð til um: „Maður veit aldrei hvað gerisi á morgun," segir hann hress í bragði. „Það er alveg ómögulegt að segja hvað maður gerir í framtíðinni. Ef ég verð beðinn að koma fram, skemmta og syngja, þá auðvitað geri ég það!“ 32 HELGARPÓSTURINN EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND JIM SMART

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.