Helgarpósturinn - 20.08.1987, Side 36

Helgarpósturinn - 20.08.1987, Side 36
HNEYKSLUNARhELU cða: hvað gæti þjóðin talað um cf hún ætti ckki þcnnan mann? Sumir eiga vart til nógu sterk lýs- ingarord til ad tjá andúö sína á Hrafni Gunnlaugssyni. Svo eru til adrir sem finna varla nógu kröftug orö til ad lýsa hrifningu sinni á manninum. Bádum hópunum hefur þó yfirleitt tekist aö finna einhver orð sem hœfa þessum umdeilda listamanni, fastagesti á fréttasíðum og í kvartdálkum dagblaða. Um Hrafn hefur það verið sagt að smekkleysið geri hann að trölli, hann hafi sérstakt dálœti á því að fá fólk upp á móti sér. En það hefur líka verið sagt um Hrafn að hann sé margbrotinn persónuleiki með ótrá- lega fjörugt ímyndunarafl. Pað er að minnsta kosti engin lognmolla þar sem Hrafn Gunnlaugsson fer. Hvert sinn sem hann bcerir á sér er jafnvíst að hávaðasamar umrœður fara afstað, hvort sem hann fœst við kvikmyndagerð, stjórnun Listahá- tíðar, ritstörf ellegar dagskrárstjórn í sjónvarpi. Líklega hafa fáir aðrir núlifandi /slendingar fengið á sig annan eins mýgrút af lesenda- bréfum. Reyndar hefur því verið haldið fram að moldrokið í kringum Hrafn Gunnlaugsson sé oftar en ekki liður í umfangsmikilli áróðurs- og auglýs- ingaherferð. Þannig séu yfirvofandi málaferli út af hestaati og kannski náttúruspjöllum ekkert annað en auglýsing. Við ætlum samt að þetta sé ofsagt; kannski hefur Hrafn gam- an af því að vera hneykslunarhella og milli tannanna á fólki, og þótt hann sé fljótfær er hann líka lista- maður sem tekur starf sitt alvarlega og kannski okkar fremsti kvik- myndagerðarmaður. Skandalarnir eru orðnir æði margir, ekki síst þegar kvikmynda- gerð Hrafns á í hlut. Enda fékk Hrafn í fyrra sérstakt viðurkenning- arskjal frá fyrirtækinu „Smekkleysu sm./sf.“, sem hefur það að mark- miði að heiðra „einstaklinga eða fé- lagasamtök sem skara fram úr í smekkleysu og bruðli". Nýjasta afurð Hrafns Gunnlaugs- sonar, I skugga hrafnsins, verður varla frumsýnd fyrr en seint á þessu ári, en hefur samt vakið meiri úlfúð en flest verk hans önnur. Nægir þar að nefna hestaatið fræga, meint seladráp, náttúruspjöll við Gullfoss pg hrafna sem ekki kunnu að synda. í tilefni af þessu fer Helgarpósturinn á hundavaði yfir helstu hneykslin og smáhneykslin sem hafa markað listabraut Hrafns Gunnlaugssonar. Við viljum þó slá þann varnagla að einatt virðast viðbrögð við verkum Hrafns segja jafnmikiö um viðtak- endurna, landa listamannsins, og kvikmyndaleikstjórann umdeilda. Jú, það verður kannski að segjast eins og er að fáir íslenskir listamenn hafa þurft að kenna jafn illilega á skammdegismóral', þröngsýni, skin- helgi og tepruskap og Hrafn Gunn- laugsson. En hann hefur heldur ekki alltaf verið alveg flekklaus sjálfur. AF SKINNSOKKUM Nýkominn heim frá námi í Sví- þjóð gerir Hrafn Gunnlaugsson sjónvarpsmyndina Sögu afsjónum. Pá ríktu auðvitað ekki þeir frjáls- lyndistímar sem nú eru og mönnum þótti orðbragðið í myndinni óheflað og jafnvel klúrt. Til að mynda hafði ekki áður tíðkast að menn töluðu um að „skvetta úr skinnsokknum" í sjónvarpi. Ofbeldisfullur stíll mynd- arinnar vakti einnig nokkurn kurr. Samt má búast við því að hneyksl- unargjörnustu borgarar módel 87 gætu horft á Sögu af sjónum án þess að bregða lit. AF BLÓÐRAUÐU SÓLARLAGI Við áhorf sjónvarpsmyndarinnar Blóðrauös sólarlags fölnuðu virðu- legir góðborgarar vegna yfirgengi- legs fyllerís sem þar var á tveimur af ástsælustu leikurum þjóðarinnar. Þeir blótuðu, seldu upp, skutu af rifflum út í loftið og létu dólgslega. Ekki þótti dynjandi rokkmúsík Gunnars Þórðarsonar heldur draga úr slagkraftinum. AF SILFURTÚNGLI — NÚMER EITT Hér varð margur fagurkerinn sót- rauður af reiði og angist yfir því hvernig Hrafn „poppaði upp“ þetta eðla leikhúsverk Halldórs Laxness frá því um 1960. Egill Ólafsson fór hamförum í hlutverki forstjóra sjón- varpsstöðvar, Erlingur Gíslason var óseðjandi nautnaseggur og Diddú felldi tár. AF SILFURTÚNGLI — NÚMER TVÖ Þarna tók svo steininn úr þegar Silfurtúnglið var endursýnt — þá klippt og skorið frá fyrri útgáfu, svo Silfurtúnglið; poppað upp. Óðal feðranna; Ijót gelding. .. 1 EFTIR FRIÐRIK l>ÓR GUÐMUNDSSON OG EGIL HELGASON Nóbelsskáldið stökk upp á nef sér og kannaðist alls ekki við að verkið væri sitt. Og það að móðga Nóbels- skáld er að móðga þjóðina alla ... AF ÓÐALI FEÐRANNA Menn voru ekki allir á því máli að Óðal feöranna, fyrsta bíómynd Hrafns Gunnlaugssonar, væri lítið verk og smekklegt. Marga hryllti við þegar hestur var geltur í blóðug- um smáatriðum, en aðrir töldu að atriðið þjónaði góðum tilgangi og listrænum. Þá fóru velvakendur þessa lands hamförum þegar ribb- aldi myndarinnar tók upp á því að nauðga vangefnu stúlkubarni. AF SIFJASPELLUM Vandarhögg var sjónvarpsmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson, frjálslega byggð á handriti eftir Jökul Jakobs- son. Þar var mannlífið hvorki blóm- legt né fagurt, heldur blunduðu undir kynferðisbrenglun og öfug- uggaháttur af ýmsum toga. Enda var myndin ekki við hæfi barna. Sifjaspell systkinanna í myndinni þóttu með því alsvartasta sem sést hafði í sjónvarpi og þegar páfagauk- ur var drepinn með köldu blóði föln- uðu fínar frúr. Mörgum þótti áhöld um hvort verjandi væri að flytja svonalagað út til frænda vorra í Skandínavíu. AF GEYSI I' HAUKADAL Líklega hefur ekki farið jafnmikil prentsverta í neina íslenska kvik- mynd og í Okkar á milli — í hita og þunga dagsins. Ekki var það bara vegna nektaratriða eða öfugsnú- inna fýsna, heldur þótti mörgum það sýnu verst að Hrafn skyldi, hér- umbil upp á sitt eindæmi, taka upp á því að láta þann fræga goshver, Geysi í Haukadal, gjósa — og það með aðferðum sem ekki eiga upp á pallborðið hjá Náttúruverndarráði og Geysisnefnd. í félagi við einn Haukadalsbræðra lét Hrafn bora rennu í skálina sem umlykur hver- inn og þannig átti Geysir auðveldara með að „anda“ og um leið gjósa. Hins vegar lét Hrafn það ekki aftra sér að Geysir og gosskálin teljast friðuð með lögum. AF GUÐVORSLANDS í Okkar á milli lagði Hrafn til at- lögu við annað vé, ekki síður hei- lagt. Nefnilega þjóðsöng vorn, Ó Okkará milli; þjóðsöngurinn djassaður og pönkaður. 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.