Helgarpósturinn - 10.09.1987, Blaðsíða 4
YFIRHEYRSLA
NAFN: Árni Sigfússon. staða: Borgarfulltrúi, formaður SUS.
heimilishagir: Kvæntur Bryndísi Guðmundsdóttur, 2 dætur. laun: 60.000—80.000 kr.
heimilisfang: Háaleitisbraut 20. bifreið: Pontiac '84.
áhugamáL: Tónlist, fjölskyldan, SUS.
engslin höfðu rofna
eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart
Um sídustu helgi sigraði Árni Sigfússon keppinaut sinn, Sigurbjörn Magnússon,
í formannskjöri Sambands ungra sjálfstæðismanna, eftir eitilharða kosningabar-
áttu. Þó hafði Sigurbjörn verið varaformaður og átti stuðning fráfarandi forystu. Á
þingi SUS var og lögð fram merkileg skýrsla svokallaðrar „róluvallanefndar“, þar
sem Sjálfstæðisflokkurinn og ungliðahreyfingin fá það óþvegið. Um þetta og fleira
er rætt í yfirheyrslu yfir Árna Sigfússyni.
— Árni, eftir harða kosningabaráttu
sigraðir þú Sigurbjörn Magnússon með
naumindum og með aðeins liðlega helm-
ing fulltrúa að baki þér. Getur þú verið
ánægður með árangurinn?
„Já. Þetta var hörð barátta og menn bjugg-
ust við því fyrirfram að mjög mjótt yrði á
munum. Munurinn varð síðan meiri en búist
var við. En ég er þó ánægður með aö Sigur-
björn fékk góðan stuðning, hann á það skilið
því þetta er hæfur maður, þó ég hafi talið
ástæðu til áherslubreytinga í starfi ungliða-
hreyfingarinnar."
— Á þinginu ýjaðir þú að því fyrir kjör-
ið, samkvæmt DV, að Sigurbjörn hefði
ekki farið allsendis heiðarlega að í kosn-
ingunum. Að einhver breyting hefði ver-
ið gerð á lista yfir þátttakendur á þing-
inu. Hvað áttir þú nánar tiltekið við með
þessu?
„Þarna er um hrein ósannindi að ræða eða
misskilning blaðamanns sem þetta skrifaði.
Ég hélt því aldrei fram að Sigurbjörn hefði
staðið óheiðarlega að slíku og taiaði aldrei
um þetta „listamál", sem kom upp á þinginu.
Það sem ég var fyrst og fremst óánægður
með var að fráfarandi stjórnarmenn höfðu á
skýlausan hátt komið á framfæri þeim skila-
boðum til væntanlegra þingfulltrúa mörgum
mánuðum fyrir kjörið að þeir styddu Sigur-
björn. Þar á meðal var formaðurinn fráfar-
andi, Vilhjálmur Egilsson. Það hefur ekki
tíðkast að formaðurinn kæmi fram svo sterk-
um skilaboðum þegar um kosningu er að
ræða og síst þar sem við erum skoðanabræð-
ur.“
— Það þótti einmitt Ijóst að fráfarandi
forysta styddi Sigurbjörn í formanns-
sætið. Varst þú að glíma við einhvers
konar „flokkseigendafélag** innan SUS?
„Ég hef aldrei skilið þetta orö, „flokkseig-
endafélag". Ég nefni t.d. að einhvern tímann
var það fyrst og fremst Albert Guðmundsson
sem var í raun „flokkseigandinn" í Sjálfstæð-
isflokknum ef einhver var, en hugtakið er
rakið til hans. Vissulega má í þessu sambandi
segja að ég hafi verið sá sem reyndi að knýja
dyra hjá forystu SUS og óskaði breytinga. En
þar sem þeir voru ekki tilbúnir að opna þess-
ar dyr þá var ekki um annað að ræða en að
fá lið með sér að opna þær."
— Hermt er eftir ykkur Sigurbirni að
kosið hafi verið um menn en ekki mál-
efni. En hver er þá eiginlega munurinn á
þessum mönnum, Árna og Sigurbirni.
Er nokkur munur? Ekki segja mér að
SUS sé „armalaus" samtök?
„Sigurbjörn er eilítið lægri en ég, hann
dökkhærður en ég ljóshærður! En að gríni
slepptu þá er munurinn kannski sá á þessum
áherslum að ég taldi þörf á því að breikka
málefnalegan grunn sambandsins, ég vil að
við tökum meira á daglegum málefnum sem
varða ungt fólk og vil að við séum virk í
þeirri umræðu, en einskorðum okkur ekki
við beinharða efnahagsmálaumræðuna,
sem þó er auðvitað sterkur grunnur fyrir því
sem við erum annars að ræða um. Ég er jafn-
framt mikill talsmaður umræðu um verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Og ég tel að
ungir sjálfstæðismenn liafi reynt að koma
sínum málum fram á nokkuð harðan hátt en
ekki alveg gert okkur grein fyrir því að það
eru til ýmsar leiðir til að ná fram sjáifstæðis-
stefnunni, kannski lengri leiðir, en farsælli.
En öll stefnum við að auknu einstaklings-
frelsi og framtaki og það fáum við frekar
fram með því t.d. að færa verkefni frá ríkinu
til sveitarfélaga og að gefa íbúum sveitarfé-
laganna tækifæri til að hafa meiri áhrif á sín
eigin mál.“
— Harðan hátt, lengri leiðir. Heimildir
mínar segja mér að hörðustu frjáls-
hyggjumennirnir hafi stutt Sigurbjörn,
en að þú sért frekar talinn „vinstra meg-
in“ á hægri línunni. Sért hófsamari og fé-
lagslegar sinnaður. Erum við ekki þá að
tala um mikinn hugmyndafræðilegan
„áhersluinun“, eins og t.d. ríkt hefur á
milli „Gunnars-arms“ og „Geirs-arms“
Sjálfstæðisflokksins?
„Það er erfitt að líkja þessu saman og held
ég að menn ættu ekki að gera það. Þó má vel
vera að þetta hafi verið svona og reyndar
sagði mér góður vinur minn, sem ákvað að
kjósa mig ekki, að skýringin væri sú, að
hann kysi Sigurbjörn aðeins til öryggis ef vafi
væri á hvor okkar væri meira til hægri. En ég
tel sem sagt okkur báða fulltrúa sjálfstæðis-
stefnunnar og að menn hafi kannski fengið
sig fullsadda á notkun orða eins og „frjáls-
hyggja". Þar liggur að baki göfug hugmynd
en ég tel að menn hafi lagt mjög takmarkað-
an skilning í það orð. Mér sýnist að „sjálf-
stæðisstefnan" sé miklu betra og sterkara
hugtak."
— Segdu eins og er, var ekki bullandi
ágreiningur og flokkadráttur?
„Það var ágreiningur og flokkadráttur um
menn. En það sauð þó aldrei upp úr. Við fór-
um þannig að, að menn töluðu hreint út og
innbyrtu ekki einhvern óskapnað sem ætti
eftir að koma í bakið á ungliðahreyfingunni
síðar."
— í Mogganum sl. föstudag veittist þú
nokkuð hart ad fráfarandi formanni
SUS, Vilhjálmi Egilssyni, sagðir að SUS-
forystan hefði einangrast, málefnastarf-
ið hefði verið of þröngt, of hefðbundið
og þarfnaðist útvíkkunar. Er þetta ekki
nánast hið sama sem þú ert að segja um
SUS og „róluvallanefndin“ á vegum SUS
var að segja um Sjálfstæðisflokkinn?
„Við leyfðum okkur að benda á hluti sem
betur mættu fara, en ég tel að þessi nefnd
hafi ákveðið að ganga til hins ýtrasta í gagn-
rýni og ekki í raun metið hvað skipti máli og
hvað ekki. Ég legg áherslu á það í mínu starfi
í þessum flokki að menn starfi saman og
byggi upp sterk tengsl milli forystu og félags-
manna. Það má ekki gerast að þau tengsl
rofni, en það hefur að vissu leyti verið að ger-
ast í Sjálfstæðisflokknum og hið sama í raun
í ungliðahreyfingunni, en blaðamenn mega
ekki búa til þær sögur úr þessu að maður sé
að ráðast sérstaklega á formann, hvorki Sjálf-
stæðisflokksins né SUS. Þetta hefur verið að
gerast í gegnum árin án þess að ástandið hafi
batnað og því kemur til gagnrýni sem þessi,
sem ég veit að menn taka mark á og reyna
að koma til móts við, því þeir vita að hún er
sett fram með jákvæðu hugarfari.“
— „Róluvallanefnd“ SUS skýtur föst-
um skotum að ungliðahreyfingunni, vill
að hún hverfi frá þessari ímynd hinna
vatnsgreiddu manna með fermingar-
slaufurnar. Vilhjálmur hafði ótvírætt
þessa ímynd. Er ekki hið sama að segja
um J>ig?
„Eg held að þessi lýsing eigi við hvorugan
okkar. En útlit manna skiptir auðvitað ekki
máli eða hvernig þeir velja sinn klæðnað —
það er hluti af því að vera sjálfstæðismaður
að hafa fulla heimild til að klæðast eins og
maður sjálfur kýs.. ..“
— En kjarninn er þessi: Að of margir
hafi þetta yfirbragð, þannig að fráhrind-
andi er.
„Ég held að það ættu bara fleiri að koma
til liðs við okkur í samtökunum og sjá að
þetta er alls ekki réttmæt lýsing."
— Lýsing „róluvallanefndar“ SUS á
Sjálfstæðisflokknum. Þreyttur flokkur
stjórfyrirtækjanna, litlaus, þunglama-
legur, staðnaður — eins og nátttröll sem
dagað hefur uppi á heiði! Samt eru Þor-
steinn formaður, Friðrik varaformaður,
Kjartan framkvæmdastjóri og aðrir ung-
ir menn fremstir í flokki, menn svo að
segja nýkomnir úr ungliðahreyfingunni.
Bendir þetta ekki til þess að vonlaust sé
að flokkurinn geti breyst?
„Þetta nátttröll hefur ekki dagaö meira
uppi en svo, að við horfum á líkur til þess að
flokkurinn hafi um 40% fylgi á ný og nú ber
okkur að treysta og tryggja að þetta sé sann-
leikur. Menn ættu sérstaklega að vara sig á
því að finna flokknum allt til foráttu þó við
verðum fyrir áföllum — menn verða að
vanda til orða þannig að gagnrýnin verði
réttmæt. Þú nefndir þessa þrjá menn og það
er ekki réttmætt að ætla þeim það, að vera
ímynd nátttrölla. Eins og ég eru þetta ungir
menn og ég áskil mér rétt til að þroskast og
fá gagnrýni sem ég get brugðist við."
— En árangur þessara manna í foryst-
unni, Árni. Báknið er á sínum stað,
flokkurinn klofinn, fylgið niður fyrir
30%, verðbólgan á uppleið, Steingrímur
er mun vinsælli en Þorsteinn, sem skil-
aði ríkissjóði með svimandi halla á kosn-
ingaári, stuðningurinn við herinn og
Nató fer minnkandi, SÍS-veldið er í sókn
um land allt og áfram mætti telja. Getur
þú með góðri samvisku sagt að þú sért
ánægður með frammistöðu forystunnar
og þá einkum Þorsteins?
„Þarna eru fjölmörg atriði sett fram í einni
spurningu. Ég held því fram að það sé mjög
óeðlilegt og ósanngjarnt að kenna formanni
flokksins um allt það sem þú nefnir. Forystu-
menn flokksins hafa verið að vara við þess-
um og öðrum hlutum, eins og sókn SÍS-veld-
isins, þróun varnarmálanna og svo framveg-
is. Forystan hlýtur að hugleiða öll þessi atriði
og taka mjög alvarlega. En það er ekki rétt-
látt að kenna nýjum formanni um alla þessa
hluti — það er óskiljanlegur málflutningur.
Auðvitað hlýtur formaðurinn, hver sem
hann er, að hugsa alvarlega um niðurstöður
mála og ég nefni að í tíð Þorsteins sem fjár-
málaráðherra beitti hann sér harkalega fyrir
niðurskurði. En við vorum og erum í sam-
steypustjórn og það þarf að leita samkomu-
lags."
— En klofningurinn, Albertsmálið.
Hefðir þú t.d. gert hið sama og Þor-
steinn, að þrýsta Albert úr ráðherrastóli
en leggja til að hann fengi áfram að vera
á listanum í Reykjavík, án þess þó að
eiga von á ráðherrastóli síðar?
„Ég hefði gjarnan viljað vera viðstaddur á
fundum þeirra. En við skulum láta liðið vera
liðið. Þetta mál er í raun frá og það hafa held-
ur betur gerst hlutir vegna þess. Nú er ekki
um neitt annað að ræða en að horfa fram á
veginn. Ég held því ekki fram að ég sé hæfari
en Þorsteinn til að taka svo erfiða ákvörðun
sem þetta var."
— Að lokum Árni, hvenær reiknar þú
með að verða annars vegar borgarstjóri
Reykjavíkur og hins vegar formaður
Sjálfstæðisflokksins?
„Mig dreymir hvorugan drauminn."