Helgarpósturinn - 10.09.1987, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 10.09.1987, Blaðsíða 16
Sölustaðir: Akranes — Nína Akureyri — Sporthúsið Blönduós — Búðin Dalvík — Kotra Borgarnes — Borgarnes Egilsstaðir — Agla Eskifjörður — Sportv. Hákonar Sófussonar Grindavík — Bára Hornafjörður — KASK Húsavík — Skóbúð Húsavíkur ísafjörður — Eplið Neskaupstaður — Nesbær Reykjavík — Alsport hf. „Veiðivon" Sauðárkrókur — Sýn Siglufjörður — Rafbær Hverfisgötu 105, s. 91-23444. ið höfum lítillega fjallað um Ólaf Sigurgeirsson, aðalfulltrúa borgarfógetans í Reykjavík, hér í blaðinu á undanförnum misserum og þá einkum þátt hans í innheimtu- aðferðum Ríkisútvarpsins. Ólafur tengist öðru máli sem nú er fyrir skiptarétti. Það er gjaldþrotamál GT-húsgagna. Angi af því máli er nú til meðferðar hjá Sakadómi Reykjavíkur. Það er tilkomið vegna söluskattssvika eiganda GT- húsgagna. Eitt ákæruatriðið þar er vegna viðskipta við Ólaf Sigurgeirs- son, þar sem hann kaupir eldhús- innréttingu af GT-húsgögnum og sleppur við að greiða söluskatt. .. M ■ li Nýlega keypti VífiLfell, Coca-Cola-umboð ið, smjörlíkisgerð- ina Akra. Eins og fram hefur komið í fréttum lítur Davíð Scheving Thorsteinsson, Sólkonungur, á þessi kaup sem beina árás á sig. Davíð getur ef til vill huggað sig við það að óeining er komin upp innan herbúða óvinarins. Eins og marg- frægt er var Vífilfell stofnað af ráð- herrunum Vilhjálmi Þór og Birni Ólafssyni. Erfingjar Vilhjálms seidu síðan börnum Björns sinn hlut í fyrirtækinu. Nú eru hins vegar komnar upp deilur milli þriggja eft- irlifandi barna Björns vegna erfða- skrár systur þeirra. I henni var Pét- ur Björnsson, forstjóri Vífilfells, arfleiddur að hlut í fyrirtækinu. Þetta á önnur af eftirlifandi dætrun- um erfitt með að sætta sig við, þar sem maður hennar hinn forstjóri fyrirtækisins. Allir málsaðilar hafa nú leitað eftir þjónustu lögmanna og málið hefur því tekið stefnuna á dómstólana.. . V V ið sögðum fra dýrum bila- stæðum í miðbænum í síðasta blaði. Mörg „rótgróin" fyrirtæki hafa verið bendluð við þessa háu leigu og til að sannleikurinn komist til skila skal það upplýst að það var Naustið sem auglýsti bílastæði á 3.000 krónur á mánuði. Dálítið dýrt ef haft er í huga 10 króna gjaldmæla x 8 klukkustundir á dag x 20 vinnudag- ar sem gerir 1.600 krónur. En það er kannski 1.400 króna virði að sleppa við að ieita að stæði?. . . o ^^^Flga er hlaupin í marga fyrr- um starfsmenn Fjölnis eftir að Frjálst framtak yfirtók reksturinn. Stafar reiðin einkum af því að hjá Frjálsu framtaki er starfsfólk á verk- takalaunum og fær greidd laun eft- ir afköstum og eftir birtingu efnis. Við þetta getur starfsfólk ekki sætt sig og nú hefur Guðrún Þorsteins- dóttir, blaðamaður hjá Mannlífi, yfirgefið fyrirtækið. Þá hefur verið falast eftir Svanhildi Konráðsdótt- ur ritstjórnarfulltrúa til frétta- mannsstarfa bæði hjá Stöð 2 og Stjörnunni en Svanhildur hefur enn ekki sagt starfi sínu lausu. . . 10.000króna tékkaábyrgð, gegn framvísun bankakorts. rá 1. september 1987 hækkar tékka- ábyrgðin úr 3.000 krónum í 10.000 krónur á hvern tékka, - gegn framvísun banka- korts. Á bankakortinu eru tvö öryggisatriði sem þurfa nauðsynlega að koma heim og saman þegar tékki er innleystur, til þess að við- komandi banki eða sparisjóður ábyrgist hann: 1- Rithandarsýnishorn. 1 115 0000 0003 3081 2. Númer bankakortsins. tVMKMCAIWWW. 7I?S 9955-iOOé I2IOS3-5I9 JÖNIKA JÓHAttNSOðTTlR Ui.BB?Vr 01/80 Meirí ábyrgð með bankakorti - því máttu treysta! < w D Q Alþýðubankinn, Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Samvinnubankinn, Útvegsbankinn, Verzlunarbankinn og Sparisjóðirnir. 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.